Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ 0th»S YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, S. 588 5V1 1 Vetrardagsskráin byrjar mán. 2. sept. f€, GofíSð! -sértími fyrir bamshafandi - byrjendatímar - morgun, hádegis, síðdegis og kvöldtímar UjfcYogastöðin Heilsubót Síðumúla 15. Sfmi 588 571 1. IDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Ekki ánægð með leiðakerfi SVR GUÐRÚN Magnúsdóttir skrifar: „Ég er sammála Jónínu Theódórsdóttur sem skrif- ar í Tímann 27. ágúst sl. um hið nýja leiðakerfí Strætisvagna Reykjavíkur. Alþýða fólks var ekki höfð í ráðum þegar þessar nýju leiðir voru ákveðnar. Sann- leikurinn er sá að stór hóp- ur fólks er óánægt með breytingamar. Það er ekki nóg að topparnir í borgar- stjóm sem keyra um á fínu bílunum birtist skælbros- andi á sjónvarpsskjánum og tilkynni hversu gott starf þeir hafí unnið. Fjölmiðlar hafa staðið sig illa í þessum málum og gert lítið af því að tala við þá sem nota vagnana. Ég skora á borgaryfirvöld að hiusta á fólkið og taka aft- ur upp leiðir átta og níu.“ Auglýst eftir listaverki „SÁL úr sæhesti" sem hvarf af hillu sinni á mynd- listasýningu Eirúnar Sig- urðardóttur „Framtíðin er fögur“ á Café Au Lait sl. föstudagskvöld. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að skila þvi þangað. Þess má geta til að vara fólk við að „sál sæhests- ins“ er í formalíni sem er hættulegt ef það kemst í snertingu við húð eða augu. Handvagn tapaðist ÞÝSKUR handvagn með grænu stelii tapaðist fyrir utan bakarí í Seljahverfi mánudaginn 26. ágúst sl. Skilvís fínnandi vinsam- lega hringi í Kristínu í síma 567-7325. Rauð kaðlapeysa týndist RAUÐ kaðlapeysa af fimm ára gamalli telpu tapaðist í Reykjavík í sumar. Skil- vís finnandi vinsamlega hringi í síma 568-2508. Hliðarveski tapaðist SVART leðurveski með gylltu og silfruðu munstri á loki tapaðist aðfaranótt sunnudagsins milli kl. 2.30-3 í miðbæ Reykjavík- ur. Skilvís fínnandi vin- samlega hringi í síma 562-4362 eða eftir kl. 18 í síma 553-7690. Veski tapaðist BRÚNT seðlaveski tapað- ist 21. ágúst sl. á leiðinni frá miðbænum í átt að Álfheimum. Seðlaveskið er með áletruninni Gleðileg jól 1942 öðrum megin og HG hinum megin. Veskið hefur persónulegt gildi fyr- ir eiganda og er finnandi vinsamlegast beðin um að hafa samband í síma 561-4316. Farsími tapaðist SONY-farsími tapaðist á Austurströnd á Seltjarnar- nesi sl. laugardagskvöld. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 551-0020 og er fundar- launum heitið. Sjónauki fannst SJÓNAUKI fannst í Skjaldbreið sl. sunnudag og fær eigandinn hann af- hentan gegn greinargóðri lýsingu í síma 562-7007. Kventaska í óskilum KVENTASKA hefur verið í óskilum í nokkra daga í Borgarbílastöðinni, Hafn- arstræti 21, Reykjavík og má eigandinn ná í hana þangað. Dúkka týndist BIRNA hringdi og sagði að litla dótturdóttir hennar hefði verið í berjamó í Grafningi um helgina og týnt uppáhaldsdúkkunni sinni sem er frekar lítil, í bláum samfestingi. Hafí einhver fundið dúkkuna er sá beðinn að hringja í síma 588-2214. Myndavél tapaðist OLYMPUS A1 myndavél tapaðist um fímmleytið sunnudaginn 25. ágúst í McDonalds, Austurstræti. Skilvís fínnandi er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 553-5294. Gæludýr Páfagaukur í óskilum GRÁBLÁR páfagaukur með blátt nef fannst í Hlíð- unum sl. mánudagskvöld. Eigandinn er beðinn að hringja i síma 568-5645. Svört læða tapaðist DIMMALIMM hvarf að heiman úr Háskólahverf- inu þann 27. júní sl. Hún var merkt með rauðri leðu- ról og rauðu plastspjaldi. Geti einhver gefið eiganda upplýsingar um læðuna, lífs eða liðna, þá er síminn 551-5301, 101 Reykjavík, Helga. Kettlingur í óskilum GULBRÖNDÓTTUR hálfstálpaður kettlingur hefur verið í óskilum í vest- urbæ Kópavogs frá því á laugardag. Eigandinn er beðinn að hringja í síma 564-2889. Páfagaukur í óskilum GRÆNN, brúnn og gulur páfagaukur með bnínt nef fannst í Hafnarfirði v/Kaplakrika sl. mánu- dagsmorgun. Eigandinn má vitja hans í síma 551-5937 eða 563-0342. Lási er týndur LÁSI sem er ársgamall högni, hvítur að lit, eyma- merktur og með rauða ól, hvarf að heiman frá sér í Grafarvogi fyrir rúmri viku. Þeir sem kynnu að geta gefíð upplýsingar um hann eru beðnir að hringja í síma 567-5180. Víkverji skrifar... IFTRRI viku birtist minningar- grein í Morgunblaðinu frá dótt- ur til föður og valdi greinarhöfund- ur hið fallega kvæði Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi, sem fyrst kom út í ljóðabókinni „Kvæði“ frá 1922 undir heitinu „Kveðja", sem kveðju til föður síns. Kvæðið er svohljóðandi frá hendi Davíðs: Svo leggur þú á höfin blá og breið á burt frá mér og óskalöndum þínum, og stjama hver, sem lýsir þína leið, er lítill gneisti, er hrökk af strengjum mínum, Þú skilur eftir minningar hjá mér um marga gleðistund frá liðnum ámm, og alltaf mun ég fapa og þjást með þér og þú skalt vera mín - í söng og támm. Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur. En seinna gef ég minningunum mál, á meðan allt á himni og jörðu sefur. Þá flýg ég yfir djúpin draumablá, í dimmum skópm sál mín spor þín rekur. Þú gafst mér alla gleði, sem ég á. Þú gafst mér sorg, sem enginn frá mér tekur. Svo kveð ég þig. En er þú minnist mín, þá mundu, að ég þakka liðna daga. Við framtíð mína fléttast örlög þín. Að fótum þínum krýpur öll mín saga. Og ieggðu svo á höfín blá og breið. - Þó blási kalt, og dagar verði að árum, þá veit ég, að þú villist rétta leið og verður mín - í bæn, í söng og tárum. Þannig er ljóð skáldsins og því hefur enginn vald til að breyta. Samt fellur fólk í feistni og breytir. í áðumefndri minningargrein, þar sem kona skrifar minningargrein um mann breytti hún „mín“ í „minn“ í síðustu hendingu fyrsta og þriðja erindis. í raun var það óþarfi því að í texta á eftir ljóði Daviðs hefði hún í raun getað sagt að þótt Davíð hafí ort ofanritað til konu, vilji hún tileinka birtingu ljóðsins minningu föður síns. Þann- ig er unnt að nota ljóð skáldsins með sama tilgangi og án þess að breyta því. Slíkt er bannað, eigi má hnika til meitluðu orðfæri skáldsins. xxx VÍKVERJI fór í ferð um Laka og nágrenni um helgina. Sof- ið var eina nótt í Hrossatungum. Ferðin var í senn ánægjuleg og skemmtileg en heldur þótti Víkverja hreinlætisaðstaða þarna á hálend- inu slöpp. Hvorki er vatn á staðnum né salerni, aðeins kamrar, sem ekki voru sérlega aðlaðandi fyrir fólk. Samt koma þúsundir ferðamanna á þessar slóðir hvert sumar og hrepp- urinn selur gistingu í gangna- amannakofunum þar efra. Þegar Víkveiji kom á fyrsta bæ ■ byggð, sem selur bændagistingu, heyrði hann á fólkinu þar að það var ekki alls kostar ánægt með framgang mála þar efra. Fólkið sagði: Við getum ekki fengið að taka á móti gestum nema allt sé í stakasta lagi og strangir eftirlits- menn koma og taka út aðstöðuna hjá okkur. Sé ekki allt í lagi, fá menn ekki leyfí til gestamóttöku. Hins vegar leyfist hreppnum að selja gistingu í gangnamannakof- unum án þess að til hans séu gerð- ar nokkrar kröfur. Dýnur eru óhreinar og hreinlætisaðstaðan eftir því. Víkveiji var sammála fólkinu, sem hafði svo sannarlega mikið til síns máls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.