Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 53 FÓLK í FRÉTTUM MEÐ Jeremy Irons í „Steal- ing Beauty". ímynd ástríðufullrar jómfrúr „ÞEGAR ég kom í anddyri hótelsins og hitti hann leit ég út eins ég væri nýstigin úr rúminu eftir næturlangt kynlíf," sagði leikkonan Liv Tyler 18 ára um fyrsta fund hennar og hins þekkta ítalska leikstjóra Bernar- dos Bertoluccis en Tyler leikur aðal- hlutverkið í nýjustu mynd hans, „Ste- aling Beauty". Bertolucci, 56 ára, hafði leitað að réttu stúlkunni í hlut- verk Lucy, 19 ára stúlku sem dvelur á Ítalíu sumarlangt til að reyna að jafna sig eftir sjálfsmorð móður sinn- ar og kemst að leyndarmálum um sjálfa sig og lífið, í marga mánuði áður en fundum þeirra bar saman. Leikkonan sem hann leitaði að þurfti vera ímynd hinnar ástríðufullu jómfr- úr og bera með sér sakleysi, losta, visku og æskuljóma. Leikstjórinn, sem þekktur er fyrir myndir sínar „The Last Emperor" og „Last Tango in Paris“ var farinn að halda að leik- konan sem hann leitaði að væri ekki til. „Um leið og ég hitti hana í hótel- inu fannst mér eins og kraftaverk hefði gerst,“ sagði hann. Fann réttan föður tíu ára Þó Tyler finnist það kitlandi til- finning að sjá sjálfa sig á stórum auglýsingaskiltum og fá að bragða á frægðinni segir hún aðra hluti mikilvægari í lífinu. „Mig langar að ferðast, læra, lesa og eignast góðan eiginmann og börn. Mér finnst það mjög mikilvægt að eignast flöÞ skyldu.“ Tyler hefur gengið gegnum ýmis- legt þrátt fyrir ungan aldur. Fram að tíu ára aldri hélt hún að rokktón- listarmaðurinn Todd Rundgren væri faðir sinn en komst síðan að hinu sanna að faðir hennar væri Steven rokk Tyler, söngvari hljómsveitarinnar Aerosmith. „Þegar ég kynntist móður Liv, Bebe Buell, var ég svo niður- sokkinn í hljóm- sveitarlífið og eit- urlyfja- og áfeng- isnotkun að ég var í raun ekki viss um að ég ætti Liv. Þegar ég loks sá | hana á tónleikum ' Todd Rundgrens löngu síðar fór það ekki á milli mála að ég væri faðir hennar og ég brast í grát,“ sagði Ste- ven Tyler. Áður en Liv lék í „Stealing Beauty“ hafði hún þegar unn- ið sem fyrirsæta frá 14 ára aldri og leikið í þremur kvikmynd- um. Auk þess vakti hún mikla athygli þegar hún lék myndbandi hljóm- sveitarinnar Ae- rosmith, „Crasy“ ásamt leikkon- unni Aliciu Silverstone. Ailt hefur því gengið í haginn fyrir Liv upp á síðkastið og nýlega lék hún í mynd Tom Hanks „That Thing You Do“ og mun leika í nýrri mynd Wo- ody Allens. „Kannski átti ég erfítt í fyrra lífi og er núna að uppskera laun erfiðis. Ég er mjög heppin stúlka." LEIKKONAN Liv Tyler. Kraftaverk Bertoluccis. Níðsterkur, fisléttur og rúmgóður skólabakpoki m Allt frá leikskóla upp í háskóla vex „Fjallarefurinn“ með þér. S?Ö7T ÚTIVISTARBÚÐIIU viö Umferöarmiöstööina Sími: 551 9800 og 551 3072 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN samoa Itölsk tíska og gæði Tegund: Verð: Stærðir: Litir: 2165 kr. 4.995 36-41 Brúnir, svartir Tegund: Verð: Stærðir: Litir: 2163 kr. 4.995 37-42 Brúnir, svartir Báðir skór með 4 cm. hæl, gúmmísóla og lungamjúkt kálfskinn. Fullar búðir af haustvörum ^Joppskórinn • við Ingólfstorg, sími 552 1212 STEINAR WAAGE Kringlunni 8-12, sími 568 921 Domus Medica, simi 551 8519 5% Staðgreiðsluafsláttur • Póstsendum samdægurs Síösumar tiiboð Coca Cola og Snax súkkulaöi 11tr. plast, Snax 3 stk. i pakka Turbo Wash bílasápa / þvottabyssa meira en bensín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.