Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 60
<Ö> AS/400 Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar <Ö> NÝHERJI OPIN KERFI HF. H Sími: 567 1000 ^pyectraP^ J MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUOCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆH 1 FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bolfiskvinnsla lögð niður í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar Morgunblaðið/Júlíus Herskip í kurteisis- heimsókn DRUNGALEGT yfirbragð her- skipa við Reykjavíkurhöfn stakk óneitanlega í stúf við rólyndisiegt yfirbragð miðbæ- jarlífsins í gær. Erindi herskip- anna er hins vegar ólíkt gleði- legra. Herskip úr NATO-flot- anum eru nefnilega komin í kurteisisheimsókn hingað til lands. Á fimmta þúsund kanad- ískra og bandarískra sjóliða hefur því væntanlega blandast kaupglöðum Islendingum í verslunum í höfuðborginni. Herskipin halda af landi brott til mismunandi áfangastaða á föstudag. Sextíu starfsmönnum Samkomulag í WTO um flokkun hörpudisks á Frakklandsmarkaði Allt að 200 mílljóna sagt Akureyri. Morgunblað- 8TJÓRN Hraðfrystihúss Ólafsfjarð- ar hefur ákveðið að leggja bolfisk- vinnslu á vegum fyrirtækisins niður frá og með næstu áramótum um óákveðinn tíma. Ástæður þess að gripið er til þessara aðgerða eru þær að enginn rekstrargrundvöllur er í hefðbundinni bolfiskvinnslu og ekki sjáanlegt að betri tíð sé framundan. Stjóm félagsins kallaði starfsfólk saman til fundar í gær og var þar tilkynnt að ekki væri annað fært en upp störfum að segja upp öllu starfsfólki fyrir- tækisins sem ynni í frystingu en uppsagnir koma til framkvæmda um næstu áramót. „Það er einlæg von stjórnarinnar að þær aðstæður skap- ist að þessar harkalegu aðgerðir þurfí ekki að koma til framkvæmda um áramót," segir í fréttatilkynn- ingu frá stjórn Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar. Alls er um að ræða um 60 manns sem unnið hafa í frystihúsi fyrirtækisins. Rekstrartap síðasta árs nam 27,1 milljón króna og samkvæmt bráða- birgðauppgjöri fyrir fyrstu sjö mán- uði þessa árs nemur tap félagsins rúmum 26 milljónum króna. Það er nokkru meira en 10% af veltu fyrirtækisins og er eigið fé þess nær uppurið. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hefur einnig rekið loðnuverksmiðju og er fyrirhugað að reka hana áfram í óbreyttri mynd. Fjárhagsvandi SHR og Ríkisspítala 430 millj. auka- fjárveiting í ár HEILBRIGÐISRAÐHERRA, fjár- málaráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrituðu í gær sam- komulag um aðgerðir í rekstri Sjúkrahúss Reykjavíkur (SHR) og Ríkisspítala og aukna samvinnu og verkaskiptingu milli þeirra. Ákveðið var að leysa bráðavanda sjúkrahúsanna á þessu ári með því að veita SHR 230 millj. kr. viðbótar- rekstrarfé á þessu ári og Ríkisspítöl- um 200 millj. kr. Með ýmsum aðgerð- um á svo að ná fram 340 millj. kr. sparnaði í rekstri sjúkrahúsanna á næsta ári. „Það er gleðiefni að hægt sé að efla samvinnu sjúkrahúsanna og skipta þannig verkum á milli þeirra að ekki þurfi að grípa til þeirra að- gerða sem við blöstu og leitt hefðu af sér verulega skerta þjónustu. Það er einnig afar mikilvægt að með þessu samkomulagi telja allir aðilar sig geta haldið inn á nýtt ár á grund- velli fyrirliggjandi fjárupphæða í Ijárlagafrumvarpi næsta árs,“ segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði að eftir væri að ákvarða fjárlagatölur fyrir sjúkrahúsin á næsta ári á grundvelli þessara breyt- inga. „Aðalatriðið er að Sjúkrahúsi Reykjavíkur verði tryggt í fjárlögum það rekstrarfé sem það þarf ttl að geta staðið undir þessum verkefnum og að vinnufriður skapist," sagði hún. Hagkvæmni sameiningar könnuð sérstaklega Ráðgjafarfyrirtæki verður fengið til að athuga hvort hagkvæmt sé að sameina SHR og Ríkisspítala að hluta eða fullu og hvort hagkvæmt kunni að vera að reka sjúkrastofnan- irnar sem aðskildar einingar fjár- hagslega. Eiga niðurstöðurnar að liggja fyrir í apríl 1997. ■ Eiga að skila/4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Kartöfluuppskeran snemma á ferðinni BRÆÐURNIR á Flókastöðum í Fljótshlíð, þeir Karl og Sigmund- ur Vigfússynir, eru ánægðir með kartöfluuppskeru sína í ár, sem þeir segja mjög góða og mánuði fyrr á ferðinni en í fyrra. Þeir byrjuðu að taka upp kartöflur þann 21. september í fyrra. Á myndinni er Karl Vigfússon að vinna við uppskeruna. tekjutapi afstýrt Ekiðá kyrrstæð- anbíl BÍL var ekið á töluverðri ferð á kyrrstæðan bíl á Sogavegi í gærkvöldi. Þrennt var í bíln- um og sluppu tveir án teljandi meiðsla en sá þriðji var til rannsóknar á slysadeild í gærkvöldi. Ökumaður er grunaður um ölvun. Við áreksturinn kastaðist kyrrstæði bíllinn átta metra áfram. Eldur kom upp í bíln- um en fljótlega tókst að slökkva hann. Lögreglan í Kópavogi stöðvaði í gær fimm réttinda- lausa ökumenn og eiga þeir yfir höfði sér háar fjársektir. HORPUDISKSFRAMLEIÐEND- UM utan Evrópusambandsins leyf- ist nú að nýju að kalla framleiðslu sína, sem þeir selja á Frakklands- markaði, Jakobsskel eða Saint Jacques, samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO). Með þessu er 150-200 milljóna króna tekjutapi íslenzkra hörpudisksframleiðenda afstýrt, að mati framkvæmdastjóra Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda. Kanada, Chile og Perú lögðu í fyrra fram kæru á hendur Evrópu- sambandinu á vettvangi WTO vegna flokkunar franskra stjórn- valda á innfluttri hörpuskel. Island átti aðild að deilunni sem þriðji aðili og kom sjónarmiðum sínum á framfæri við stofnunina. Frakkar breyttu um síðustu ára- mót flokkun á innfluttri hörpu- skel, þannig að hörpudisksfram- leiðendum í Kanada, á íslandi og í fleiri ríkjum varð óheimilt að nota heitið „noix de coquille Saint- Jacques“ eða „noix de Saint-Jacqu- es“ við markaðssetningu á vöru sinni. Þess í stað átti að kalla hörpudiskinn „pétongles". Rök- semd Frakka var sú að einungis eina tegund hörpudisks mætti kenna við heilagan Jakob. „Pé- tongles" falla í lægri verðflokk en Jakobsskel. Samkvæmt frönsku reglunum var hins vegar áfram heimilt að nota vöruheitið „noix de Saint-Jaques“ við markaðssetn- ingu hörpuskeljar frá öðrum ESB- ríkjum. Fyrr í sumar náðist samkomulag milli ESB, fyrir hönd Frakklands, og ríkja þeirra, sem kærðu frönsku reglurnar, um að málið færi ekki til formlegs úrskurðar í kærunefnd Heimsviðskiptastofnunarinnar enda var sýnt að ESB myndi tapa því. Þess í stað settu Frakkar nýja reglugerð í byijun júlí, sem felur í sér að íslenzka hörpuskel og aðra hörpuskel af svonefndri pectinida- ætt má kenna við heilagan Jakob. Strax á eftir vöruheitinu verður hins vegar að koma vísindaheitið, til dæmis „chlamys islandica“ og tilgreina verður upprunalandið á merkimiðanum. Vonandi endapunkturinn Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, segir að Jakobsskel hafi haft á sér gott orð í Frakk- landi sem íslenzkur hörpudiskur hafi átt þátt í að skapa. Það hefði því verið áfall fyrir íslenzka hörpu- disksframleiðendur, hefðu Frakkar komizt upp með flokkun sína og verð á íslenzkri hörpuskel hefði getað lækkað um 15-20%. Að sögn Péturs hefur söluandvirði hörpuskeljar, sem seld hefur verið á Frakklandsmarkað, verið 700-800 milljónir króna undanfar- in ár og tekjutapið hefði því getað numið allt að 200 milljónum króna. „Við teljum nýju reglurnar vel viðunandi. Nú erum við öruggari með okkar hörpudisksútflutning til Frakklands. Vonandi er þetta endapunkturinn, þannig að við eig- um ekki von á meira rugli í kring- um þetta,“ segir Pétur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.