Morgunblaðið - 29.08.1996, Page 1

Morgunblaðið - 29.08.1996, Page 1
HlOTrjputli'lftfrUk 1996 FIMMTUDAGUR 29. AGUST BLAÐ Morgunblaðið/Golli Ungur nemur, gamall temur VETRARSTARFIÐ er nú að hefjast hjá handknattleiksdeildum hinna ýmsu íþróttafélaga. Undanfarnar vikur hafa nokkur félög staðið fyrir handboltaskólum fyrir börn og unglinga og er einn slíkur starfræktur hjá Haukum. Hér má sjá Sigurð Frey Birgis- son stökkva inn úr horninu, en Hulda Bjarnadóttir, landsliðskona og leiðbeinandi í skólanum, sér til þess að ekkert fari úrskeiðis. Blikar fá erlend- an leikmann BREIÐABLIK hefur fengið liðsstyrk fyrir kom- andi tímabil í körfuknattleiknum, alhliða banda- riskan leikmann að nafni Nimto Hammons. Hann er 195 sentimetrar, lék með George Washington háskólaliðinu í fyrra og gerði þá um 15 stig að meðaltali og tók fimm fráköst auk þess sem hann var með 3,5 stoðsenidngar að meðaltali í Ieik. Kristján gerði tvö KRISTJÁN Jónsson, virðist vera kominn á fullt á nýjan leik i sænsku knattspyrnunni, en hann var meiddur i upphafi tímabilsins. Kristján átti stóran þátt i 5:1 sigri Elfsborg á HScken um helgina, gerði tvö mörk sjálfur og lék að sögn sænskra blaða rrýög vel. Kristján kom liði sínu í 1:0 á 25. mínútu með skailamarki og siðan í 3:0 með öðru skallamarki á 62. mínútu. Fullt hús hjá Stoke City „ÞAÐ er alltaf gaman að vinna leiki í blálokin," sagði glaðbeittur Lárus Orri Sigurðsson í gær- kvöldi eftir að hann og félagar í Stoke höfðu lagt Bradford að velli, 1:0 á heimavelli. Sigurmarkið gerði Mike Sheron úr víta- spyrnu nokkrum andartök- um áður en leikurinn var úti. Við sigurinn færðist Stoke upp í efsta sæti 1. deildar ensku knattspyrn- unnar ásamt Barnsley með 9 stig eftir 3 leiki. Lárus sagði að þeir hefðu átt að vera búnir að gera út um leikinn í fyrri hálfleik en leikmenn Bradford vörðust vel og Iengi, en hefðu á hinn bóginn ekki átt neitt marktækifæri. „Það er ekki mikið mark takandi á töflunni ennþá og við erum með báða fætur á jörðinni þótt við séum með fullt hús hingað til, en vissu- lega er þetta ánægjulegt." Næsti leikur Stoke er á útivelli á laugardag- inn gegn Reading. Víkingur leikur við Feyenoord ÍSLANDSMEISTARAR Víkings í borðtennis leika á móti hollensku meisturunum, Feyeno- ord/Visser, í Evrópukeppni meistaraliða í TBR- húsinu á laugardaginn og hefst leikurinn kl. 16. Lið Víkings skipa: Guðmundur E. Stephensen, Ingólfur Ingólfsson, Markús Árnason, Bjarni Bjarnason og Kristján Jónasson. Þjálfari liðsins er Kínverjinn Hu Dao Ben. LÁRUS Orri FRJALSIÞROTTIR / GULLMOT I BERLIN Johnson í „drauma“-sveitina? Ajax kaupir IWAN Cesar Gabrich, lands- liðsframheiji Argentínu, skrifaði í gær undir fimm ára samning við hollensku meistarana í Ajax frá Amst- erdam. Gabrich, sem er 24 ára, kemur frá félaginu Newell Old Boys í Argentínu og er ætlað að leika við hlið Patricks Kluiverts I framlín- unni. Hann er sjötti leikmað- ur sem Ajax kaupir á skömm- um tíma. Hinir eru; Richard Witschge, John Veldman, Mariano Juan og framher- jarnir Babangida og Dani. Aannað kvöld fer fram fjórða og síðasta „Gullmót" Alþjóða fijálsíþróttasambandsins á þessu sumri í Berlín, á sama velli og Bandaríkjamaðurinn Jesse Owens vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikunum árið 1936. Af þessu tilefni hafa skipuleggjendur mótsins unnið hörðum höndum að því að fá flestar stjörnur fijáls- íþrótta dagsins í dag til að láta ljós sinn skína í keppni mótsins. Einnig hafa þeir reynt að fá sem flesta ólympíumeistara í 100 m hlaupi frá 1948 til 1996 til að mæta og hafa fengið jákvæðar undirtektir frá langflestum. Tromp mótsins í Berlín á að vera keppni í 4x100 m boðhlaupi og þar hefur miklu púðri verið eytt til að leiða saman í eina sveit nokkra fót- fráustu menn síðustu ára, Linford Christie, Donovan Bailey, Frankie Fredericks og Carl Lewis. Þetta er geit til að heiðra minningu Jesse Owens. Ljóst er að Lewis getur ekki verið með eftir meiðsl sem hann varð fyrir í keppni í Brussel síðastliðinn föstudag og enn er óljóst hvort Christie gefur kost á sér í „Draumasveitina". Rudi Thiel móts- stjóri er bjartsýnn. „Ég held að okk- ur takist að fá Christie til að mæta og keppa.“ Til þess að fylla skarð Lewis í sveitinni hafa Thiel og félagar rætt við ekki ómerkari mann en Michael Johnson ólympíu- og heimsmeistara í 200 og 400 m hlaupi karla og heimsmethafa í fyrrgreindu grein- inni. Ef af verður yrði það í fyrsta skipti sem Johnson tekur þátt í 4x100 m boðhlaupi á alþjóðlegu- móti. Enn hefur Thiel og félögum ekki borist svar frá Johnson um það hvort hann þekkist boðið, en það myndi eflaust gleðja marga aðdá- endur hans og Owens því hlaupast- íl þeirra hefur einmitt verið líkt sam- an. Það var einnig haft samband við Ruth Owens, ekkju Jesse, og óskað eftir næiveru hennar á mótinu en vegna lasleika treystir hún sér ekki til að ferðast til Þýskalands frá Bandaríkjunum, en einn íþróttamað- ur úr stjörnufansi kvöldsins mun lesa skeyti frá henni áður en keppni hefst. Hlaup „Draumasveitarinnar" gegn sveitum Afríku, Bandaríkj- anna og Evrópu verður síðasta grein mótsins og ugglaust sú sem beðið verður eftir með hvað mestri eftir- væntingu, ekki síst ef hún verður skipuð Bailey, Christie, Fredericks og Johnsons. Það er hins vegar ljóst að fari svo ólíklega að þeir hlaupi á betri tíma en heimsmetinu, 37,40 sekúndum, þá fæst það ekki stað- fest heimsmet þar sem þeir eru ekki landssveit. Það verður að telj- ast ólíklegt að þeir nái svo góðum tíma þar sem það þarf mikla æfingu fyrir hlaupara til að stilla saman strengi við skiptingar. KNATTSPYRNA: BÚIST VIÐ BARÁTTU GÖMLU „RISANNA“ Á SPÁNI / C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.