Morgunblaðið - 29.08.1996, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.08.1996, Qupperneq 2
2 C FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Þórður lék með Bochum Lá rúmfastur í níu daga á undirbúningstímabilinu og léttist um 5 kíló Maurice og Pires í franska hópinn FRANSKI landsliðsþjálfarinn Aime Jacquet, sem var gagn- rýndur fyrir að leggja of mikla áherslu á varnarleik á Evrópu- mótinu í sumar, valdi tvo af efnilegustu sóknarmönnum Frakklands í landsliðshópinn fyrir vináttuleik gegn Mexíkó á laugardag. Það eru Florian Maurice og Robert Pires, sem hvorugur var í hópnum á EM en léku báðir með landsliðinu á Ólympíuleikunum. „Við erum að hefja nýja tveggja ára herferð og mark- miðið er að ná hæsta tindi sem möguleiki er á í knattspym- unni,“ sagði þjálfarinn og vís- aði til heimsmeistarakeppninn- ar sem fram fer í Frakklandi 1998 - en þar stefna heima- menn að sjálfsögðu á sigur. Þjálfarinn sagði reynsluna frá EM í sumar koma að góðum notum, en jafnframt væri stefn- an að bæta sig, sérstaklega hvað sóknarleikinn varðaði. Með því að velja Maurice og Pires, sem leika fyrir Lyon og Metz, veðjar Jacquet sem sagt á „framtíðina" í franskri knatt- spyrnu í stað þess að velja aft- ur „gömlu mennina" Erie Can- tona, David Ginola og Jean- Pierre Papin, allt þekkta sókn- armenn gegnum tíðina og margreynda landsliðsmenn. Þjálfarinn leggur áherslu á það að þar sem Frakkar séu öruggir með sæti í úrslita- keppni HM (eins og heimaliðið er ætíð) geti hann gert tilraun- ir með liðið, úrslit fram að keppninni skipti ekki máli. „Þess vegna getum við unnið að því í rólegheitum að leysa vandamálin varðandi sóknar- leikinn," sagði hann. „Mauriee og Pires eru komnir f hópinn til að leika og ég mun nota þá eins mikið og ég get.“ Vert er að geta að enginn vamarmannanna fimm í lands- liðshópnum að þessu sinni, leik- ur í frönsku deildinni. Það er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Markverðir: Fabien Barthez (Món- akó), Bemard Lama (París St Germain) Varnarmenn: Laurent Biane (Bare- elona), Marcel Desailly (AC Milan), Franck Leboeuf (Chelsea), Bixente Lizarazu (Athletic Bilbao), Lilian Thuram (Parma). Miðjumenn: Didier Deschamps (Ju- ventus), Vincent Guerin (París SG), Christian Karembeu (Sampdoria), Sabri Lamouchi (Auxerre), Reynald Pedros (Marseille), Zinedine Zidane (Juventus). Framheijar: Youri Djorkaeff (Int- emazionale), Patrice Loko (París SG), Florian Maurice (Lyon), Nicol- as Ouedec (Espanol), Robert Pires (Metz). RÚMENAR, sem eru með íslend- ingum í riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins, mæta Lit- háum í keppninni á laugardag, og verða þá án framherjanna tveggja sem leika með West Ham í Englandi, Valeriu Raducioiu og Ilie Dumitrescu „Landsliðið þarfnaðist Raducioiu og Dumitrescu en þeir eru að ná sér af meiðslum og ekki nógu heilsuhraustir í mikilvægan leik,“ ÞÓRÐUR Guðjónsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, var í leikmannahópi Bochum á móti Schaike í þýsku deildinni í fyrrakvöld og kom inn á miðj- una þegar 20 mínútur voru eft- ir og staðan 1:0 fyrir Schalke. Þetta var í fyrsta skipti í vetur sem Þórður er í hópnum og hann var ánægður með að fá tækifæri til að spreyta sig strax. Bochum sótti látlaust síðustu mínúturnar og átti meðal ann- ars stangarskot áður en Donkow jafnaði þremur mínútum fyrir leiks- lok. „Það er góðs viti að fá tæki- færi því þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem ég er í leikmanna- sagði Iordanescu landsliðsþjálfari við fréttastofu Reuters í vikunni. Þeir félagar leika í Englandi sem fyrr segir, en alls voru ellefu leik- mann valdir í þennan fyrsta lands- liðshóp Rúmena í HM, sem leika utan heimalandsins. Gamla brýnið Marius Lacatus, framherji hjá Ste- aua Bucharest, er einnig meiddur og verður því heldur ekki með gegn Litháum. Fimm aðrir leikmenn Steaua, þar hópnum. Það er mikil samkeppni um að komast í liðið, enda 24 leik- menn á launaskrá og enginn þeirra meiddur," sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið í gær. Þórður veiktist á undirbúnings- tímabilinu, fékk vírus og lá rúmfast- ur með hita í níu daga í kringum síðustu inánaðamót (27. júlí til 5. ágúst) á sama tíma <pg Bochum var í æfingabúðum. „Ég léttist um fimm kílógrömm á þessum tíma og það hefur því tekið tíma að komast aftur í æfingu. Ég hef unnið hörðum höndum að undanförnu við að ná upp því þreki sem ég missti,“ sagði hann. Töluverðar breytingar hafa orðið á liði Bochum frá því í fyrra. Tveir leikmenn voru seldir og sex keyptir á meðal hin rísandi stjarna Adrian Ilie - sem gerði fjögur mörk af fimm mörkum liðsins í Evrópuleikj- unum gegn FC Briigge í Evrópu- keppni meistaraliða á dögunum - voru valdir í landsliðshópinn. „Rúm- enar geta ekki leyft sér að misstíga sig einu sinni, ekki gegn neinu af liðunum í undankeppninni," sagði Iordanescu í vikunni. Hin liðin í riðlinum eru, auk ís- lands og Rúmeníu, írland, Litháen, í staðinn, tveir búlgarskir leikmenn og annar þeirra landsliðsmaður, síð- an einn Króati og þrír Þjóðveijar. Eftir fjórar fyrstu umferðirnar er liðið taplaust, með 6 stig. Þórður, sem er samningsbundinn Bochum út þetta keppnistímabil, segir að þýska deildin verði jöfn og spennandi í vetur. „Eins og hún hefur farið af stað er eins og allir geti unnið alla og öfugt. Það er ómögulegt að spá um það á þessari stundu hvaða lið komi til með að hampa meistaratitlinum í vor. Það er ekkert lið sem sker sig úr nema þá kannski Stuttgart, sem hefur leikið mjög vel. Það eru margir undrandi á því vegna þess að liðið er án þjálfara. Það er líklega skýr- ingin á velgengninni:" Makedónía og Liechtenstein. Aðeins eitt lið fer áfram í úrslitakeppnina. Markverðir: Florin Prunea, Daniel Ghe- rasim. Varnarmenn: Dan Petrescu, Iulian Fili- pescu, Daniel Prodan, Tiberiu Curt, Comel Papura, Tibor Selymess. Miðjumenn: Dorinel Munteanu, Gheorg- he Hagi, Gheorghe Popescu, Ionut Lu- pescu, Costel Galca, Ovidiu Stanga, Gabriel Popescu. Framheijar: Viorel Moldovan, Adrian Ilie, Gheorghe Craioveanu, Iladu Niculescu. Áhuginn í kringum Bochum liðið er mikill og hafa þegar selst 6.000 ársmiðar á heimaleikina, sem er met hjá félaginu. Meðalaðsókn á fyrstu tvo heimaleikina er 27.000 áhorfendur. Þórður sagði að nú væri þegar uppselt í „snobbsætin" á vellinum og væri það einnig í fyrsta sinn þannig að áhuginn væri mikill. Þórður fer með íslenska landslið- inu til Tékklands á mánudag og segist hlakka til leiksins. „Tékkar sýndu það í úrslitakeppni Evrópu- mótsins í Englandi í surnar að þeir eru með frábært lið. Það verður gaman að mæta silfurmönnunum í Tékklandi. Við fáum að finna fyrir styrk þeirra og sjá um leið hvar við stöndum gagnvart þeim bestu.“ ÍÞR&mR FOLK ■ ROY Keane hefur framlengt samning sinn við ensku meistarana Manchester United til fjögurra ára. „Roy samþykkti nýjan samn- ing fyrir leikinn gegn Everton og við erum í sjöunda himni,“ sagði knattspyrnustjóri United, Alex Ferguson. ■ EVRÓPSKA knattspyrnusam- bandið, UEFA, hefur birt lista yfir þær þjóðir, sem sýnt hafa mesta háttvísi á keppnistímabilinu 1995- 1996 og er þar m.a. tekið tillit til gulra og rauðra spjalda, hegðunar áhorfenda og framkomu þjálfara og eru þá teknir með í reikninginn bæði landsleikir og leikir félagsliða. Efstir á listanum eru Norðmenn, þá Englendingar og síðan Svíar en Islendingar eru í níunda sæti af 45 þjóðum. ■ EYJÓLFUR Sverrisson og fé- lagar hans hjá Hertha Berlin léku síðustu helgi gegn VfB Leipzig og endaði viðureignin meðjafntefli 1:1. Eyjólfur lék með í vörninni allan leikinn. ■ MARIO Basler meiddist í leik með Bayern Miinchen um síðustu helgi og verður frá í fjórar vikur. ■ OLAF Bodden aðalmarkaskor- ari 1860 Miinchen er með vírus og hefur lést um 8 kg á stuttum tíma. Illa gegnur að ráða niðurlög- um vírusins og verður Bodden úr leik að minnsta kosti 6-8 vikur. ■ BERND Schuster hinn gamala- kunnugi knattspyrnumaður sem rekinn var frá Bayer Leverkusen í fyrra hefur fengið tvö tilboð frá spænskum félgasliðum, Sporting Gijon og Mallorca. Kappinn sem brátt verður 37 ára gamall hefur enn ekki svarað tilboðunum því hann segist einnig vera með tilboð frá 1. deildarliði í heimalandi sínu. Hann hefur hins vegar verið ófáan- legur til að upplýsa hvaða lið það er. ■ REINHARD Libuda, sem oft hefur verið talinn besti kantmaður þýskrar knattspyrnu, fékk hjarta- áfall og lést á sunnudaginn, 52 ára að aldri. Hann lék 26 landsleiki og var m.a. í liðinu sem komst í undan- úrslit á HM 1970. Hann lék með Schalke og Borussia Dortmund og skoraði sigurmarkið í úrslta- ieiknum gegn Liverpool í Evrópu- keppni bikarhafa 1966. ■ DOMINGOS Olivera sóknar- leikmaður Porto gekk undir skurð- aðgerð á hné í vikunni og verður úr leik a.m.k. næstu þijá mánuði af þessum sökum. Olivera var markahæsti leikmaður Porto á síð- ustu leiktíð, varð fyrir því óhappi á æfingu fyrir skömmu að liðbönd í hné rifnuðu. Kominn af stað ÞÓRÐUR Guðjónsson, sem hér er tll hægri í lelk með Bochum, er nú kominn í leikmannhóp félagsins á ný eftir veikindi. Hann leikur með íslenska landsliðinu í Tékklandi í næstu viku. Meiðsli hvjá Rúmena Nokkra sterka leikmenn vantar í hópinn fyrir leikinn við Litháen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.