Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 C 3 Barcelona og Real Madrid hafa sankað að sérfrábærum leikmönn- um og tjalda bæði nýjum þjálfara Stórlið Barcelona og Real Madrid hafa eytt miklum pen- ingnm í sumar í þeim tilgangi að velta Atletico Madrid úr sessi. At- letico varð spænskur meistari í vor en ellefu ár þar á undan voru það aðeins stórliðin tvö sem nefnd voru í upphafi sem fögnuðu meistaratitl- inum, og hvorugt sættir sig við það - að minnsta kosti ekki lengi - að vera ekki best. Spænska deildarkeppnin hefst um helgina og knattspyrnuunnend- ur bíða spenntir. Bæði „stóru“ liðin hafa losað sig við nokkra leikmenn og eytt gífurlegum fjárhæðum í nýja. í kjölfar Bosman málsins hafa Spánveijar nánast gefið fjölda út- lendinga hjá hveiju félagi fijálsan og liðin tvö hafa sýnt fjárhagsstyrk sinn í verki með því að sanka að sér miklum fjölda landsliðsmanna héðan og þaðan úr heiminum og í ljósi þess ættu þau að verða í því ’gamalkunna hlutverki að beijast um meistaratitilinn í vetur. Ekki dró úr kaupæðinu að félög á Spáni hafa fengið mikla peninga vegna nýrra sjónvarpssamninga, en í vetur verður í fyrsta skipti alltaf einn leikur á dagskrá á mánudags- kvöldi og hann sýndur í beinni sjón- varpsútsendingu. Nýir menn í brúnni Breytingar urðu ekki einungis á leikmannahópnum, því nýr þjálfari er við vöid bæði á Bernabeu leik- vanginum í Madrid og Nou Camp í Barcelona og hvorugur Spánveiji. ítalinn Fabio Capelío, fyrrum þjálfari AC Milan, kom til Real og fyrrum landsliðsþjálfari Englands, Bobby Robson, kom til Barcelona frá Porto í Portúgal. Capellos bíður stærra verkefni en Englendingsins. Real, sem oftast allra liða hefur orðið Evrópumeist- ari - sex sinnum - varð í sjötta sæti spænsku deildarkeppninnar í fyrravetur og komst þar með ekki í Evrópukeppni. Það er einungis í annað skipti í sögu félagsins sem Real er ekki með í Evrópukeppni. Forseti Real, Lorenzo Sanz, lá ekki á fé til að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að lið hans mætti rétta úr kútnum. Brasilíski bak- vörðurinn Roberto Carlos, hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf, og Portúgalinn Carlos Secretario, sem er mjög sókndjarfur bakvörð- ur, skrifuðu allir undir samning við Real í sumar. Félagið hefur einnig tryggt sér tvo frábæra framheija sem jafnvel er reiknað með að geti myndað hættulegasta sóknardúett Evrópu. Það eru Júgóslavinn Pre- drag Mijatovic, sem kjörinn var besti leikmaður Spánar á síðasta keppnisímabili er hann lék með Valencia, og Króatinn Davor Suker sem kom frá Sevilla, en margir eft- ir honum vegna frábærrar frammi- stöðu í Evrópukeppninni á Englandi í sumar. Alfonso Perez, sem lék landsliði Spánar á EM í sumar, er horfinn úr framlínu Real frá því í fyrra - var seldur til Betis - og táningurinn Raul Gonzales gæti orðið í erfiðleik- um með að komast í liðið í vetur, en hann sló rækilegaí gegn í fyrra- vetur. McManaman og Fowler úr leik gegn Moldóvum STEVE McManaman og Robbie Fowler, leikmenn Liverpool, missa af fyrsta leik Englendinga í undankeppni HM gegn Moldav- íu á sunnudag vegna meiðsla. Þetta tilkynnti Glenn Hoddle, landsliðsþjálfari Englendinga, í gær. Þeir hafa báðir verið meiddir en reyndu að vera með á æfingu í gær en varð fljót- lega ljóst að það var ekki til nokkurs. „Þeir fóru í skoðun í gær og eftir hana kom fram að þeir verða heima,“ sagði Hoddle en leikurinn fer fram í Kishinev í Moldavíu. „Þrátt fyrir þetta þá var nvjög gott að hitta þá til þess að ræða ýmis atriði," bætti Hoddle við. Einnig leikur vafi á Paul Gascoigne, Les Ferdinand og David Batty geti verið með vegna meiösla. Hoddle tilkynnti ekki hverja hann liefði valið í stað þeirra McManamans og Fowlers. FABIO Capello stýrði AC Milan til glæstra sigra. Hvað gerir hann hjá Real? ROIMALDO, Brasilíumaðurinn frábæri sem keyptur var fyrir tæpa 1,3 milljarða króna frá PSV í Holiandi í sumar. Hann er talinn einn alefnilegasti framherji í heiminum og á örugg- lega eftir að skora mikið fyrlr katalónska stórveldið. keppnistímabili. Portúgalski lands- liðsmarkvörðurinn Vitor Baia kom í kjölfar þjálfarans frá Porto og Luis Enrique Martinez, sem getur nánast leikið í hvaða stöðu sem er, var keyptur frá Real Madrid. í framlínunni verða væntanlega saman Brasilíumaðurinn Giovanni, sem lék í treyju númer 10 hjá Sant- os í heimalandinu (sem talin er nán- ast heilög síðan Pele var með sama númer á bakinu í eina tíð) og landi hans Ronaldo, sem er aðeins 19 ára og keyptur var frá PSV Eindhoven í Hollandi fyrir hvorki meira né minna en tæpa 1,3 milljarða króna. (Alan Shearer var keyptur til New- castle frá Blackburn á 15 milljónir sterlingspunda en til samanburðar má geta að kaupverð Ronaldos í þeim gjaldmiðli voru 12,5 miljónir punda. Hann er nú næst dýrasti leikmaður knattspymusögunnar). Brasilíumennirnir eru þegar byij- aðir að hrella varnarmenn og mark- verði í sameiningu og gerðu mót- heijunum í meistaraliði Atletico Madrid t.d. lífið leitt um síðustu helgi í fyrri leik liðanna í meistara- keppni Spánar. 5:2 sigur Barcelona gegn meisturunum gaf til kynna, að margra mati, að liðið frá höfuð- borginni sé ekki nógu sterkt í vetur tit að veija titlana tvo frá því í vor, en það varð Spánarmeistari sem fyrr segir, og sigraði einnig í bikar- keppninni. Júgóslavinn Radomir Antic, þjálf- ari Atletico, treystir á þá 13 leik- menn sem báru hitann og þungann af erfiðinu síðastliðinn vetur og keypti aðeins tvo nýja. Argentínska framheijann Juan Esnaider og tékkneska miðjumanninn Radek Bejbl. Koma aðrir til greina? Gömlu risarnir tveir eru taldir lang líklegastir til sigurs, enginn afskrifar Atletico en þá er líka nán- ast upptalið. Nokkur lið eru reyndar nefnd sem hugsanlegir kandídatar, þar á meðal Valencia, sem varð í öðru sæti deildarinnar í vor og hef- ur nú fengið brasilíska framheijann Romario. Hann átti stóran þátt í velgengni Barcelona á tímabili, fór síðan heim til Brasilíu en kemur nú aftur. Deportivo varð í öðru sæti í fyrra og hittifyrra en náði einungis níunda sæti í vor og á þeim bæ vonast menn eftir betri árangri í vetur. Real Betis gæti einnig gert stórliðunum skráveifu að sumra mati en þangað eru kominn hol- lenski framheijinn Finidi George, frá Ajax, og nágrannarnir í Sevilla fengu þjálfarann Jose Antonio Camacho. Hann er álitinn mjög góður í sínu fagi og reiknað er með að hann geti hleypt lífi í leikmenn liðsins. Hvergi er keppnistímabilið jafn langt og strangt og á Spáni. Þegar upp verður staðið í vor á hvert lið að baki 42 leiki í deildinni og því kemur stærð leikmannahóps hvers og eins liðs að skipta verulega máli. Þess vegna er líklegt að þeir sem eiga mesta peningana og hafa efni á mestum mannskap séu sigur- stranglegastir. Eins og svo oft áður eru það Real Madrid og Barcelona. Næsta vetur verður liðum aftur fækkað í 20 í deildinni; fjögur falla i vor en aðeins tvö koma upp úr 2. deildinni. LAURENT Blanc, franski varnarmaðurinn snjalli, sem keypt- ur var frá Auxerre, þar sem hann varð franskur meistarl sl. vor. Það var Johan Cruyff sem bað um Blanc en var síðar rekinn. Bobby Robson fetar í fótspor Jo- hans Cruyff hjá Barcelona, og telja margir að það verði jafnvel erfið- asti þáttur starfsins, að minnsta kosti til að byija með. Cruyff var nánast álitinn dýrlingur í Barcelona og náði frábærum árangri en var síðan rekinn á síðasta keppnistíma- bili. Robson „erfir“ íjóra menn úr öft- ustu varnarlínu spænska landsliðs- ins frá Cruyff en að öðru leyti verð- ur liðið, sem mætir Real Oviedo á útivelli, gjörbreytt frá því á síðasta Real hefur keppni í vetur - bat'- áttuna fyrir 27. meistaratitli félags- ins - á útivelli gegn Deportivo Cor- una. í fótspor Cruyffs „Gömlu“ risamir taldir bestir aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.