Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 C 5 IÞROTTIR mn Islands- ta árið í röð? KR á Akranesi í síðustu umferðinni / Morgunblaoio/rJjarni Barist allsstaðar LOKABARÁTTAN í 1. deild karla er mikil, ekki bara á toppnum heidur einnig, og ekki sídur á bptninum og um laus Evrópusæti. Á toppnum stendur baráttan á milli Skagamanna, sem ætla sér að verja titilinn og hampa íslandsbikarnum fimmta árið í röð, og KR-ingar, sem hafa ekki séð íslandsmeistarabikarinn í 29 ár. Á myndinni má sjá mikla baráttu Bjarn- ðlfs Lárussonar úr ÍBV, sem berst um Evrópusætið, og Eysteins Hauksson- ar hjá Keflvíkingum, sem eru í fall- hættu. Allt jafnt FARI svo að Akurnesingar og KR-ingar verði jafnir að stigum eftir að liðin hafa ást við í síðustu umferðinni þarf að grípa til reglugerðar KSÍ um knatt- spyrnumót. Þar segir í grein 3.7 um stigakeppni að verði tvö lið jöfn að stig- um skal markamismunur ráða röð þeirra. Síðan er skilgreint hvernig markamismunur ákvaðast: 1. Það lið telst sigurvegari, sem hefur meiri markamismun (skoruðu mörk mínus fengin mörk). 2. Fáist ekki úrslit skv. 1. tölulið, skal það lið teljast sigurvegari, sem hefur flest skoruð mörk. 3. Fáist ekki úrslit skv. 1. og 2. tölulið, skulu innbyrðis úrslit viðkomandi liða skera úr um röð. Mark skorað á úti- velli reiknast tvöfalt. Svo mörk voru þau orð. Eins og stað- an er núna hafa Skagamenn skorað 32 mörk og fengið á sig 11 og KR-ingar hafa einnig gert 32 mörk en hafa feng- ið einu marki færra á sig, eða tíu. Það er því ljóst að verði úrslitin ekki ráðin fyrir síðustu umferðina verður mikið um að vera sunnudaginn 29. september. ALÞJOÐARALLIÐ '¦¦ *'" misstígi sig og tapi stigi eða stig- um. Einhvern veginn læðist sú hug- mynd að manni að meiri líkur séu á að KR verði hált á svellinu, ekki síst vegna þátttöku liðsins í Evrópu- keppninni. KR mætir sænska liðinu AIK fimmtudaginn 12. september, fimm dögum eftir að það mætir Grindvíkingum í 15. umferðinni og þremur dögum áður en liðið tekur á móti Eyjamönnum. Síðari leikur KR við AIK verður fimmtudaginn 26. september í Stokkhólmi, aðeins þremur dögum áður en liðið mætir Skagamönnum í síðustu umferð- inni. Það eru því mjög erfiðar vikur framundan hjá KR-ingum. Baráttan um Evrópusætin Baráttan mun verða mikil á næstu vikum um laus sæti í Evrópu- keppninni á næsta ári. Skagamenn eru þegar tryggir með þátttöku þar, í Evrópukeppni bikarhafa, en verði þeir einnig íslandsmeistarar fara þeir í forkeppni UEFA-keppn- innar og Eyjamenn verða þá fulltrú- ar íslands í Evrópukeppni bikar- keppninnar. KR-ingar yrðu vænt- anlega í öðru sæti deildarinnar og tækju sæti í UEFA-keppninni og það lið sem yrði í þriðja sæti færi í TOTO-keppnina. Verði KR-ingar hins vegar ís- landsmeistarar fara þeir eftir sem áður í UEFA-keppnina, en fá um 11 milljónir króna í sárabætur fyrir að fara ekki í meistarakeppnina. Skagamenn fara í Evrópukeppni bikarhafa, það lið sem verður í þriðja sæti í deildinni færi í UEFA- keppnina og fjórða sætið gæfi sæti í TOTO-keppninni. Það virðast fjögur lið bítasí um sætin tvö í Evrópukeppninni, þ.e.a.s verði KR-ingar meistarar. Þetta eru Leiftur£ Stjarnan, Valur og ÍBV. Verði IA meistari eru það fyrstu þrjú liðin sem berjast um eitt laust sæti. Þar sem fimm umferðir eru eftir, og einum leik betur í raun- inni, er ógerningur að spá um hvaða lið koma til með að hreppa lausu sætin í Evrópukeppninni næsta ár. Eins og staðan er núna stendur Leiftur best að vígi, hefur 20 stig í þriðja sæti deildarinnar, Stjarnan er næst með 18 stig, Valur hefur 17 og ÍBV 16 en Eyjamenn eiga einn leik til góða, gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Mikilvægir leikir í þessari baráttu eru nokkrir á næstunni. I kvöld tekur Stjarnan til dæmis á móti Leiftri og í 15. umferðinni mætast Valur og Leiftur og ÍBV tekur á móti Stjörnunni og í 16. umferðinni fara Valsmenn í Garðabæinn. Stjörnumenn eiga því þrjá „sex stiga" leiki í næstu þremur umferð- um í þessari baráttu. Spenna á botninum Fjögur lið eru í fallbaráttu, Fylk- ir, Grindavík, Keflavík og Breiða- blik, tvö síðastnefndu sýnu mest því Fylkir og Grindavík eru bæði með 13 stig, Keflvíkingar eru með 11 og Breiðablik rekur lestina með tíu stig en á leik í Eyjum til góða. Þessi lið eiga aðeins eftir að leika þrjá leiki sín á milli það sem eftir er móts. Breiðablik tekur á móti Keflvíkingum í 15. umferð, Keflvík- ingar taka síðan á móti Fylki í 16. umferðinni og í þeirri 17. fara Kefl- víkingar til Grindavíkur. Keflvík- ingar virðast því eiga mikilvægustu leikina eftir því þeir eiga þrjá „sex stiga" leiki eftir. Gamlir en góðir Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÞESSI 160 hestafla Ford Cortina Lotus er meðal keppnisbila í ralll fyrir sögufræga bíla, sem verður hér í tengslum við alþjóðarallið í haust. Sögufrægir bflar keppa hérlendis BRETINN Dave Sutton stýrði rallbíi Ford bílaverksmiðjanna til heimsmeistaratitilsins í rall- akstri á síðasta áratug og rall- ökumenn undir hans stjórn hafa unnið fjöida breskra meistara- titla. Sutton ætlar að koma með þrjá sögufræga rallbíla íal- þjóðarallið um næstu helgi. Hann skoðaði margar keppnis- leiðanna hérlendis í sumar og tók þá ákvörðun að iiðsmenn hans kepptu hérlendis til prufu. Vegirnir hér á landi bjóða upp á mikla möguleika varðandi það að halda stórmót í rallakstri. En eigi það að verða að veruleika þurfa yfir- völd að hjálpa til, styðja fjárhagslega við uppsetningu rnóta. Rallakstur er stór iðngrein erlendis, sem aðilar í ferðamálum og iðnaði nýta sér til fullnustu," sagði Sutton í samtali við Morgunblaðið. „Ég kem með þrjá sögufræga bíla. Þetta eru nýsmíðað- ar útgáfur af frægum Ford rallbílum frá árunum 1961-1971. Nokkrir af þekktustu rallökumönnum heims keppa nú á slíkum bílum erlendis í sérstökum rallmótum fyrir gamla bíla. Má nefna tvo fyrrum heims- meistara, Finnann Hannu Mikkola og Þjóðverjann Walter Röhrl. Menn sem vilja hafa gaman af rallakstri án allra væntinga, þó keppnisskapið sé enn til staðar. Flestir bílanna eru nýsmíði eða endursmíðaðir og forn- frægir bílar, ég á nokkra, m.a. Ford Cortina Lotus, Austin Healey og Mini Cooper". Smíðar nýja sögufræga rallbíla Síðustu ár hefur Sutton smíðað marga bíla af þessu tagi og smíðaði „nýjan" Ford Escort árgerð 1972 fyrir Hannu Mikkola, sem notaður var í rallkeppni milli London og Mexíkó í fyrra. Þá hefur hann unnið með skipuleggjendum rallmóta í Mið- Austurlöndum og unnið með stórum keppnisliðum þar. „Það kom hinsveg- ar babb í bátinn í írak í Persaflóa- stríðinu. Við vorum staddir þar dag- inn eftir að stríðið hófst og allt keppnisdót okkar var gert upptækt, hvarf hreinlega. Síðan hef ég lítil afskipti haft á þessum hluta heims- ins. Smíði gamalla rallbíla er skemmtilegt viðfangsefni. í Escort Meistarinn heimsóttur BRETINN Dave Sutton leit á meistarabíl Jóns Ragnarssonar og sonar hans Rúnars. Sutton er að smíða nýja útfærslu af gömlum rallbíl fyrir forstjóra Mazda í Evrópu. Mikkola þurfti ég að leita til 78 mis- munandi aðila eftir varahlutum og um allan heim. Allir hlutir voru nýir eða þá nýsmíði. Akstur sögufrægra rallbíla er vinsæll. Ég get nefnt sem dæmi að margfaldur Bretlandsmeist- ari, Skotinn Jimmy McRae, ekur Porsche. Einn sonur hans, Colin McRae, er heimsmeistari í rallakstri og annar sonur hans, Alistar McRae, er breskur meistari. Möguleikarnír miklir hérlendis Þeir ökumenn sem koma hingað á mínum vegum eru Spánverjinn Ignacis Sunsundegui, sem varð ann- ar í Monte Carlo rallinu fyrir sögu- fræga bíla í ár. Þá kemur John Lloyd, sem vann Safari rallið í Afríku í apríl, og Mike Ashbert, sem vann skoska alþjóðarallið í fyrra," sagði Sutton. Hann hefur haft kynni af öllum bestu rallökumönnum og keppnisbilum heims. En einn bíll er honum þó meira hugleikinn en aðrir, Audi Quattro. Hann sá um rekstur Audi keppnisliðsins í Bretlandi þegar fyrsti fjórhjóladrifni rallbíllinn kom á markaðinn. „Bíllinn var bylting, tæknilega flókinn og fjórhjóladrifinn. í dag eru allir bestu rallbílarnir fjór- hjóladrifnir og bílaverksmiðjurnai selja allar fjórhjóladrifna bíla. Éj hugsa að það kosti bestu verksmiðj uliðin meira en 30 milljónir krón; að senda keppendur í eina keppni t; heimsmeistara. Að vinna rall er gó ímyndar-auglýsing fyrir bílafran' leiðendur, þó það selji ekki bíla beir línisdaginn eftir. „Ég er heillaður af vegunum íslandi. Landslagið er eins og þa hafi dottið af tunglinu. Rallbílami sem við komum með munu bara ak; einn dag. En auk þessa er ég a< vinna í fjórum öðrum málum varð andi rall á íslandi. En ég get ekk upplýst hvað það er sem stendur, e: möguleikar landsins eru miklii Koma sögufrægu rallbílanna gæ orðið hluti af mun stærra dæmi næstu 3-5 árum. Reynsla okkar ; rallinu mun skera úr um það, væn ég," sagði Dave Sutton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.