Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ URSLIT Knattspyrna Minningarmót um Önnu Jónsdóttur Mótið fór fram laugardaginn 24. ágúst á KR-vellinum í Frostaskjóli. Mótið er til minningar um Önnu Jónsdóttur, sem lék með KR í meistaraflokki kvenna. Helstu úrslit. 4. flokkur kvenna: KR-Reynir.............................................2:0 Afturelding - Víkingur............................2:0 KR - Afturelding.....................................2:1 Reynir - Víkingur....................................3:0 Víkingur - KR..........................................1:5 Afturelding - Reynir................................3:1 Lokastaðan í 4. flokki: 1. sæti:....................................................KR 2.sæti:.......................................Afturelding 3. sæti:...............................................Reynir 4. sæti:...........................................Víkingur 5. flokkur: KR- HK..................................................3:2 Víkingur - Reynir....................................2:4 — KR - Víkingur..........................................1:5 ' HK - Reynir.............................................1:7 Reynir-KR.............................................2:1 Víkingur- HK.........................................3:3 Lokastaðan í 5. flokki: l.sæti:...............................................Reynir 2. sæti:...........................................Víkingur 3. sæti:....................................................KR 4. sæti:....................................................HK Króksmótið Mótið fór fram á Sauðárkróki helgina 17. til 18. ágúst og var haldið fyrir 5. - 7. flokk karla. Helstu úrslit. 5. flokkur A: 1. sæti:...............................................Dalvík 2. sæti:..............................................Leiftur 3. sæti:.............................................Huginn 5. flokkur B / C: l.sæti:.....................................................BÍ 2. sæti:....................................................HK 3. sæti:..........................................Tindastóll - 6. flokkur A: l.sæti:..........................................Tindastóll 2. sæti:....................................................HK 3.sæti:..........................................Tindastóll 6. flokkur B: l.sæti:....................................................HK 2. sæti:..........................................Tindastóll 3. sæti:.........................................Völsungur 6. flokkur C / D: l.sæti:....................................................HK 2. sæti:.........................................Völsungur 3 sæti:...............................................Dalvík 7. fiokkur A: 1. sæti:....................................................KS 2.sæti:..........................................Tindastóll 3.sæti:.....................................................BÍ • 7. flokkur B: l.sæti:..........................................Tindastóll 2. sæti:...............................................Dalvík 3. sæti:....................................................KS 7. flokkur C / D / E: l.sæti:..........................................Tindastóll 2. sæti:.........................................Völsungur 3. sæti:...............................................Dalvík Golf Sveitakeppni unglinga Stúlkur 18 ára og yngri: l.Kjölur.....................................................3 2.GolfklúbburReykjavíkur........................3 3. Golfklúbbur Sauðárkróks.......................3 ¦ Sveit Kjalar sigraði vegna þess að hún hafði hlotið fleiri vinninga í innbyrðis leikj- um sínum. 4. Golfklúbbur Akureyrar...........................1 5. Golfklúbburinn Mostri, Stykkish............0 Piltar 15 til 18 ára: l.Keilir......................................................4 * 2. Golfklúbbur Akureyrar...........................3 3. Golfklúbbur Sauðárkróks.......................3 ¦ Golklúbbur Akureyrar hafði betur í við- ureign sinni við Sauðkrækinga og hreppti því annað sætið. Drengir 14 ára og yngri: l.GolfklúbburSauðárkróks.......................4 2. Leynir.....................................................3 3. Go'fklúbburAkureyrar...........................3 4.GoirklúbburVestmannaeyja...................3 ¦ Eyjamenn urðu að sætta síg við 4. sæt- ið vegna þess að þeir töpuðu fleiri innbyrð- is leikjum, en Leynir hafði betur i viðureign sinni við Akureyringa og var því í 2. sæti. Kópa- vogsbúar vigja gerviefnið NÆSTKOMANDI laugardag mun frjálsíþróttadeild "Breiðabliks halda mót fyrir börn 14 ára og yngri, en mótið hefst kl. 10:00. Þrír fyrstu í hverri grein fá verðlaunapening og veittur verður farandbikar ásamt bikari til eignar fyrir besta afrekið . i hverjum flokki samkvæmt stiga- tl töflu. Keppt verður í fjórum flokkum drengja og stúlkna. Börn 8 ára og yngri keppa í langstökki, boltakasti og 60 metra spretthlaupi sem og keppendur á aldrinum 9 til 10 ára. Hinir tveir aldursflokkarnir, 11 til 12 ára og 13 til 14 ára, etja kappi í langstökki, spjótkasti, 100 metra spretthlaupi og 600 metra hlaupi. ~ Skráningu lýkur í kvöld kl. 20:00. BORN OG UNGLINGAR Haukar og Sigurður Gunnarsson standa fyrir handboltaskóla Handknattleikshreyfingin verður að halda vöku sinni Handknattleiksdeild Hauka í Hafnarfirði rekur nú hand- boltaskóla fyrir börn og unglinga ¦¦¦¦^B ásamt Sigurði Edwin Gunnarssyni, sem Rógnvaldsson lék með landsliði Is- skrífar lands á síðasta ára- tug eins og margir muna. Skólinn er bæði fyrir stúlkur og drengi - byrjendur jafnt sem lengra komna. Nokkur kunnugleg andlit úr íslenskum handknattleik hafa lagt hönd á plóginn við að leiðbeina ungviðinu, þar á meðal eru þau Aron Kristjánsson, Petr Baumruk og Hulda Bjarnadóttir. Kennslu í handboltaskólanum lýkur á morgun, en eftir helgina munu krakkarnir setjast á skólabekk af annarri tegund. Morgunblaðið átti stutt spjall við Sigurð Gunnarsson og sagði hann að íþróttahreyfingin á íslandi þyrfti að halda vel á spöðunum til að ungir íþróttaiðkendur landsins misstu ekki áhugann. „Það er nátt- úrulega svo margt sem glepur krakka í dag. Ég held að handknatt- leikshreyfingin verði að halda vöku sinni í samkeppninni við margt ann- að. Ég tel að íþróttahreyfingin í heild sinni hafi ekki mætt þessari samkeppni sem skyldi," sagði Sig- urður. Hann sagði einnig að markmið handboltaskólans væri að fá sem flesta þátttakendur, hvort sem þeir hefðu mikla hæfíleika í íþróttinni eða ekki. „Þetta er svona fyrsti vís- irinn. Það hefur verið rekinn hér handboltaskóli hér á hverju ári. Ég legg áherslu að fá sem flesta krakka - burtséð frá getu þeirra í hand- knattleik. Fyrst og fremst hefur verið lögð áhersla á að allir geti komið hingað og notið þess að fá að vera hér." Að mati Sigurðar er íslenskur hand- knattleikur að dragast aftur úr í hinni öru þróun sem á sér stað víða um heim. „Handknattleikur er vax- andi_ íþrótt í heiminum. Ég tel að við íslendingar höfum setið svolítið eftir. Ég held fyrst og fremst að of lítil áhersla hafi verið lögð á unglingastarf í handbolta hérna heima. Við erum ekki með nægilega vel menntaða þjálfara í unglinga- starfinu. Við erum slakir í að út- vega okkur þekkingu og kunnáttu og það skilar sér mjög illa. Það er Inn úr horninu! Morgunblaðið/Golli TAKTARNIR leyna sér ekki hjá þessum unga handboltamanni í tilburðum sínum. Hulda Bjarna- dóttir, lelkmaöur Hauka og landsliðskona í handknattleik, fylgist grannt með. engin spurning að þennan þátt þarf að bæta. Ég tel að við höfum fælt krakka í burtu frá okkur. íþróttafé- lögin eru að vissu leyti í uppeldis- starfssemi og það þarf að leggja línurnar með betri hætti. Það þarf að gera handboltann meira aðlað- andi fyrir krakka." Aðspurður hvort félögin séu ekki að reyna að spara peninga með því að ráða til sín þjálfara með minni eða síðri menntun, segir Sigurður: „Nei, það þarf ekki að vera. Ég held að þetta sé fyrst og fremst það að við íslendingar erum svolítið hrokafullir. Við vitum allt best. Við höldum til dæmis að nágrannalönd- in séu mun slakari en við og með svoleiðis hugmyndum stöðnum við bara. Þetta er sú tilfinning sem ég hef fyrir unglingastarfi og Jjjálfun í yngri flokkunum yfirleitt. Eg held að það sé farið allt of snemma út í harða keppni og við erum ef til vill með þjálfara sem eru svo til á unglingsaldri. Þeir sjá ekkert annað en keppnina, en það þarf líka að sinna öðrum þáttum." Sigurður var ásamt öðrum kunn- um köppum í landsliðinu þegar ís- land vann gullið í B-keppninni í Frakklandi 1989. Einnig náðist mjög góður árangur landsliðsins á 9. áratugnum. Sigurður segir að ástæðan fyrir góðu gengi fyrr á árum hafi verið fyrst og fremst sú að valkostir sem yngri kynslóðin stóð frammi fyrir þá hafi verið miklu færri heldur en nú á dögum. „í fyrsta lagi voru færri hlutir sem glöptu hugann. Það voru ekki komnar tölvur, leiktækjasalir og gervihnattarsjónvarp þannig að maður var alltaf í íþróttum. Það var mun minna val þá. Það er einn þátturinn. Að öðru leyti var meiri fjöldi og meiri félagsskapur í þessu," segir Sigurður. Hann segist vera á móti því að boltaíþróttirnar keppist að innbyrðis um að draga til sín iðkendur. Hann telur rangt að einskorða krakkana við eina íþrótt eða að láta unglingana velja á milli greina þegar þeir ná ákveðn- um aldri. „Maður var yfirleitt í öll- um íþróttagreinum. Ég var í hand- bolta, fótbolta og körfubolta. Ég er á þeirri skoðun að íþróttagrein- arnar styðji hver aðra. Það á ekki að láta krakka velja á milli þegar þeir verða 15-16 ára. Þau eiga að vera í sem flestum greinum. Eg hef aldrei getað skilið það að for- stöðumenn boltaíþróttanna hérna stilli þessu svona upp hvert á móti öðru. Það er mun betra að láta krakkana vera í sem flestum íþróttagreinum ef þau hafa áhuga á því," segir Sigurður Gunnarsson. SIGURLIÐ KR-inga í 4. flokki á Minningarmóti Önnu Jónsdóttur um síðustu helgi. Efri röð frá vinstri; Sigurlín Jónsdóttir þjáifari, Stelia Helgadóttir, Unnur Kjartansdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Eva Margrét Kristinsdóttir, Sólveig Þórarinsdóttir, Anna Bergiind Jónsdótt- ir, Drífa ísaksdóttir, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir þjálfari. Neðri röð frá vinstri; Hrafnhildur Bragadóttir, Hildur Helga Krlstjánsdóttír, Hlldur Baldvinsdóttir, Anna Úrsúla Guðmundsdótt- ir, Elfa Björk hermannsdóttir, Tinna Hauksdóttir, Þórunn Helga Jónsdóttir, Sæmunda Sæ- mundsdóttir, Brynja Dís Sólmundsdóttir, Berglind Svansdóttlr. Til minningar um Önnu Jónsdóttur Á laugardag fór fram knattspyrnumót fyrir 4. og 5. flokki kvenna á KR-velli í Frostaskjóli. Mótið bar heitið Minn- ingarmót um Önnu Jónsdóttur, en hún lék knattspyrnu með meistaraflokki KR áður en hún lést í umferðarslysi í fyrra. Anna þjálfaði jafnframt fjórða og fimmta flokk kvenna í KR. Foreldrar Önnu, Jón Sigurðsson og Jóna Ólafsdóttir, gáfu verðlaunagri- pina sem veittir voru á mótinu og er það vel af sér vikið hjá þeim. Einnig var efnt til veglegrar grillveislu að mðtinu loknu. Það var vel við hæfi að stúlkurnar sem Anna þjálfaði forðum urðu hlut- skarpastar í 4. flokki og tóku því við einum af hinum veglegu verðlauna- gripum. í öðru sæti var Afturelding úr Mosfellsbæ og Reynir úr Sandgerði var í því þriðja. Fjórða sætið féll í hlut Víkinga. í fimmta flokki sigraði lið Reynis frá Sandgerði, en Víkingamir komu næst á eftir og hrepptu annað sætið. Heimamenn KR-inga voru í því þriðja, en HK úr Kópavogi lauk leik í fjórða sætinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.