Morgunblaðið - 29.08.1996, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.08.1996, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 C 7 BÖRN OG UNGLINGAR Morgunblaðið/Björn Björnsson Gefð’ann á mig! MIKIL barátta var í leikjum yngstu þátttakendanna og var allt lagt í sölurnar. Tíunda Króksmótið haldið í blíðviðri Frá Bimi Bjömssyni á Sauöárkróki Helgina 17. - 18. ágúst fór fram Króksmótið í knattspyrnu á Sauðárkróki. Mótið er jafnframt stærsti íþróttavið- burðurinn á Norður- landi vestra á hverju ári. Þar koma sam- an krakkar úr 5., 6. og 7. flokki og leika knattspyrnu af hjartans list frá morgni til kvölds í tvo daga. Mótið er samstarfsverk- efni Ungmennafélagsins Tindastóls og Fiskiðjunnar Skagfirðings og var nú haldið í tíunda sinn. Að sögn Ólafs Jónssonar, fram- kvæmdarstjóra Tindastóls, gekk mótið ágætlega og nánast óhappa- laust þrátt fyrir að aldrei hafi slík- ur ijöldi keppenda né áhorfenda og fylgdarfólks verið jafn mikill og nú. Ólafur var mjög ánægður með veðrið, sem var að hans mati mjög gott báða dagana. Einnig vildi Ólaf- ur þakka foreldrum og öðrum sem stóðu að mótinu fyrir mikla og góða vinnu. Leikinn var 221 leikur á átta knattspyrnuvöllum Tindastóls og sagði ðlafur það verulega ánægju- legt þegar vel tækist til með móts- hald sem þetta. „Það leit vissulega ekki vel út á föstudagskvöldið þeg- ar krakkarnir og fylgdarfólkið var að streyma hingað, en þá var norð- an kaldi og úðarigning. Aftur á móti stytti upp um nóttina og var komin einstök blíða á iaugardags- morguninn, sem hélst báða móts- dagana," sagði Ólafur. Króksmótið hefur hlaðið veru- lega utan á sig á þessum tíu árum sem liðin eru frá því að það var haldið fyrst. Mótið var upphaflega ætlað fyrir félögin á Norðurlandi sem væru svipuð að stærð og Tindastóll, en nú hefur sú breyting orðið á að lið koma vestan frá Vest- fjörðum og alla leið frá Austijörð- um. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem lið frá Suðvesturhominu tekur þátt, en það er HK úr Kópavogi. Sagði Ólafur að mjög erfitt væri að neita félögum um þátttöku, en því miður þyrfti að gera slíkt því að umfang mótsins væri orðið það mikið. Væntanlega yrði annaðhvort að lengja mótið eða fækka flokkum, en þá fengju ekki allir að keppa. Markmið Tindastólsmanna var ein- mitt að allir fengju að vera með. Heiðursgestur mótsins var tug- þrautarkappinn Jón Arnar Magnússon og sóttu ungir og verð- andi knattspyrnusnillingar mjög eftir því að fá eiginhandaráritun hans innan í legghlífar sínar. Að kvöldi fyrri mótsdags var grillveisla fyrir þátttakendur og gesti og að henni lokinni var kvöld- vaka á aðalleikvangi, en þar komu meðal annarra fram skemmtikraft- urinn Magnús Ólafsson og afl- raunamaðurinn Torfi Ólafsson. „Það sem uppúr stendur, er hvað þetta var gaman, hversu mikið veðr- ið lék við okkur, hversu margir mættu til leiks og að þetta skyldi allt ganga óhappalaust," sagði Ólaf- ur Jónsson í lok mótsins, „og svo spáir hann jafnvel rigningu á morg- un.“ Sveitakeppni unglinga ígolfi fórfram á Hellu og Selfossi um helgina Keilir og Kjölur hlutskarpastir á Strandarvelli Sauðkrækingarvoru sigursælir Sveitakeppni unglinga í golfi fór fram á Hellu og Selfossi um síðustu helgi. Keppnin stóð yfir í fjóra daga, frá fimmtudeginum 22. ágúst til sunnudagsins 25. ágúst. Leikinn var höggleikur til uppröðunar fyrsta daginn, en í Sveitakeppni fullorðinna er sveitunum raðað saman eftir úr- slitum síðasta árs. Slíkt þykir ekki mögulegt hjá unglingunum því breyt- ingar eru örari hjá þeim vegna ald- ursflokkaskiptinga. Hina þijá dag- ana fór fram holukeppni, lík þeirri sem leikin er hjá þeim fullorðnu, og var þá leikinn einn leikur í fjórmenn- ingi og tveir leikir í tvímenningi. í flokki pilta 15 til 18 ára varð A-sveit Golfklúbbsins Keilis hlut- skörpust, en þeir Keilispiltar hlutu alls fjóra vinninga - einum vinningi meira en Golfklúbbur Akureyrar og A-sveit Golfklúbbs Sauðárkróks. Akureyringarnir hrepptu annað sæt- ið því þeir sigruðu Sauðkrækinga í innbyrðis viðureign sveitanna. í flokki stúlkna 18 ára og yngri var keppnin mjög jöfn og spennandi, en þijár sveitir luku keppni með jafn- marga vinninga. Sveit Golfklúbbsins Kjalar úr Mosfellsbæ hafði sigrað í fleiri leikjum í viðureignum sínum við hina klúbbana og var því úrskurð- aður sigurvegari. I öðru sæti var Golfklúbbur Reykjavíkur, en þriðja sætið féll í hlut Golfklúbbs Sauðár- króks. Sauðkrækingar gerðu það ekki endasleppt í Sveitakeppninni því þeir sigruðu í flokki drengja 14 ára og yngri á Svarfhólsvelli á Selfossi. Þeir hlutu alls fjóra vinninga, en Leynir frá Akranesi og Golfklúbbar Akureyrar og Vestmannaeyja komu næst á eftir með þijá vinninga hvor. Vestmannaeyingar voru með fæsta innbyrðis vinninga í leikjum sínum og höfnuðu því í fjórða sæti. Keppnin um annað sætið stóð því á milli Leyn- is og Golfklúbbs Akureyrar, en Leyn- ir hafði betur vegna þess að þeir Akurnesingar sigruðu Norðanmenn- ina í innbyrðis viðureign sveitanna. SAUÐKRÆKINGAR stóöu sig mjög vel í Sveitakeppninni, en þeir höfnuðu í verðlaunasæti í öllum flokkum. F.v. Guðmundur V. Guðmundsson, Kjartan Ómarsson, Einar Haukur Óskarsson, Árni M. Harðarson og Guðmundur Guðmundsson llðsstjórl. GOLFKLÚBBURINN Kjölur sigraði í flokki stúlkna 18 ára og yngri. F.v. Kári Jóhannsson liðs- stjóri, Nína Björk Geirsdóttir, Snæfríður Magnúsdóttir, Katrín Hllmarsdóttir, Eva Ómarsdóttlr og Helga Rut Svanbergsdóttir. A-SVEIT Keilis varð hlutskörpust i flokki drengja 15 til 18 ára. F.v. Sigurþór Jónsson, Frið- björn Oddsson, Jóhann Hjaltason, Hlynur Geir Olason, Ólafur Már Sigurðsson og Ólafur Þór Agústsson llðsstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.