Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 8
KNATTSPYRNA OLYMPIUMOT FATLAÐRA Hlýjar móttökur í Leifsstöð Björn Blöndal skrifar frá Keflavik ÍSLENSKA íþróttafólkið sem stóð sig svo frá- bærlega vel á nýafstöðnu Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta í Bandarikjunum fékk hlýjar móttök- ur við komuna til landsins í bítið í gærmorgun. Meðal þeirra sem gerðu sér ferð suður í flugstöð af þessu tilefni voru herrajÓlafur Ragnar Grímsson forseti íslands sem við þetta tækifæri mælti nokkur hlý orð og bauð hópnum að sækja Bessastaði heim og Björn Bjarnason íþrótta- málaráðherra sem einnig hélt stutta tölu. íslensku keppendurnir tíu unnu til 14 verð- launa. Þar af voru fimm gullverðlaun og hafn- aði íslenska liðið í 28. sæti af 117 þjóðum á verðlaunalistanum. Sveinn Áki Lúðvíksson, aðalfararstjóri hópsins, þakkaði hinar hlýju móttölur og gat þess að ekki aðeins hefðu ís- lensku keppendurnir staðið sig vel í sjálfri keppninni heldur hefði framganga þeirra öll verið til slíkrar fyrirmyndar að eftir hefði verið tekið. Arangur Krist- ínar Rósar Hákon- ardóttur bar hæst meðal íslensku keppendanna, en hún setti heims- met í þremur sundgreinum af fjórum. Fram kom að íþróttafólkið hefði æft ákaflega markvisst fyrir leikana eftir áætl- un sem gerð var fyrir 4 árum x>g að árangurinn væri einnig hvatning og öðrum fötluðum til eftirbreytni. Morgunblaðið/Björn Blöndal OLAFUR Ragnar Grímsson for- seti íslands og Björn Bjarna- son íþróttamálaráðherra tóku á móti ólympíuliði íslands sem stóð sig svo vel á ólympíumóti fatlaðra sem lauk í Atlanta á sunnudag. Á efri myndinni ræðir Ólafur Ragnar m.a. við Ólaf Eiríksson, Pálmar Guð- mundsson, Hauk Gunnarsson og Gunnar Þór Gunnarsson. Á myndlnnl hér til hliðar óska Björn Bjarnason og eiginkona hans, Rut Ingólfsdóttir, Báru B. Erlingsdóttur, Blrki Rúnari Gunnarssyni og Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur til hamlngju með árangurinn i Atlanta. A mynd- Inni hér fyrir neðan er ólympíu- hópurinn saman kominn. MARKUS Babbel og félagar í Bayern Iðgðu Carsten Ra- melov og liðsmenn Lever- kusen í gærkvöldi. Bayerná toppinn Snotur mörk frá Thomas Helmer og Jiirgen Klinsmann innsigl- uðu sigur Bayern Miinchen á Bayer Leverkusen í gærkvöldi og leið efsta sætið í þýsku 1. deildinni. Múnchenl- iðið hefur nú tíu stig að loknum fjór- um leikjum, einu stigi fleira en Stuttgart sem á leik inni. Það var skammt stórra högga á milli í leik Bayern og Leverkusen því á 25. mínútu kom Paulo Sergio gest- unum yfir en réttri mínútu síðar jafn- aði Alexander Zickler metin fyrir heimamenn eftir glæsilegan undir- búning Klinsmanns. Helmer kom Bayern yfír með fallegu skallamarki og Klinsmann bætti um betur fyrir leikhlé með marki af stuttu færi eft- ir að hann hafði hirt frákast eftir sláarskot. Snemma í síðari hálfieik gulltryggði ítalinn Ruggiero Rizzit- elli sigurinn með stórglæsilegu marki eftir að hafa leikið á þrjá varnar- menn Leverkusen í miðjum vítateing- um áður en hann skaut í nærhornið. Það var síðan Markus Feldhoff sem minnkaði muninn fyrir gestina með marki með skalla nokkru fyrir leiks- lok. Markið var fallegt og kennslu- bókardæmi um það hvernig skal skalla knöttinn í netið eftir fyrirgjöf. Annars var leikurinn bráðfjörugur og skemmtilegur allan tímann og bæði lið fengu fjölda marktækifæra. Strandhögg beirra smærri Þrjú stóriið, Parma, Roma og Udinese, féllu öll úr leik í 2. umferð ítölsku bikarkeppninnar fyrir félög- um í 2. deild í gær. Parma byrjar ekki vel undir stjórn nýja þjálfarans Carlo Ancelotti. Það mætti Pescara og lennti strax undir 3:0 áður en því tókst að minnka muninn í tvö mörk áður en yfir lauk. Einhver álög virðast vera á Parma í bikarkeppninni því í fyrra lenntu þeir í sömu stöðu er þeir voru slegn- ir út í fyrstu umferð af minni spá- mönnum. Oscar Tabarez bjargaði meistar- aliði AC Milan fyrir horn í viðureign- inni við Empoli með því að jafna metin, 1:1, og fá Milanmenn annað tækifæri á heimavelli á sunnudag. Fyrsti titillinn í höfn hjá Robson BARCELON A varð í gær meistari meistaranna á Spáni með því að sigra Atletico Madrid samanlagt í tveimur leikjum, 6:5. Barce- lona vann fyrri leikinn 5:2 en í síðari leiknum í gærkvöldi sótti Madridarliðið án afláts og sigraði 3:1. Það má þ ví segja að Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hafi byrjað vel hjá Börsungum. Leikmenn Atletico gerðu allt sem þeir gátu síðustu 15 mínútur ¦ leiksins eftir að þeir höfðu komist f 3:1, þvi eitt mark í viðbót hefði þýtt að þeir hefðu sigrað á fleiri mör kum skoruðum á úti- velli. Juan Lopez kom Atletico í 1:0 um miðjan fyrri hálfleik, en Búlgarinn Hristo Stoichkov jafnaði fyrír Barceíona í upphafi síð- ari hálfleiks. Þá komu tvð mörk, fyrst frá nýliðanum Juan Edu- ardo Esnaider og síðan Serbanum Pantic, sem skoraði beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. TENNIS / OPNA BANDARISKA MOTIÐ Ivanisevic komst áfram Þrír þekktir tennismenn heltust úr lestinni á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis strax í fyrstu umferð. Það voru þeir Alberto Costa frá Spáni, fyrrum ólympíu- meistarinn frá Sviss, Marc Rosset, Wimbledon-meistarinn í ár Richard Krajicek. Það sem kom mest á óvart var að Króatinn Goran Ivanisevic komst áfram en hann hefur verið afar lánlítill í mótinu. „Mér líður einstaklega vel eftir þennan erfiða leik," sagði Ivanisevic eftir að hann hafði lagt Rússann Andrei Tsjesnokov í fjórum settum, 1-6, 6-2, 6-4, 6-4. Hann hefur lengst náð í fjórðu umferð árið 1991 og árið eftir í 3. umferð en aðeins í aðra umferð árið 1993. Fyrir tveim- ur árum féll hann hins vegar úr leik strax í fyrstu umferð. í fyrra meidd- ist hann í fyrsta leik og varð að gefast upp við svo búið án þess að geta lokið leiknum. „í fyrra meiddist ég í ökkla og árið þar áður lék ég eins og kjáni," sagði Króatinn með bros á vör. Það skondna atvik átti sér stað fyrir tveimur árum þegar hann var í sínum fyrsta og eina leik að flugvél flaug yfír völlinn þar sem hann var að leika og Ivanisevic sagði stundarhátt. „Hvernig stendur á því að ég er ekki farþegi með henni þessari!" Steffi Graf fékk óvænta mót- spyrnu í sínum fyrsta leik í mótinu en hún á titil að verja frá síðasta ári. Graf lék við Yayuk Basuki frá Indónesíu en hún var skráð 29. á styrkleikalista mótsins. Eftir að hafa borið sigur úr býtum í fyrra settinum 6-3, lenti þýska fljóðið í stappi með þá indónesísku í öðru setti en náði að kreista fram sigur 7-5. „Þegar ég var 5-2 undir í öðru setti þá fannst mér vonin orðin veik að geta snúið taflinu við," sagði Graf að leikslok- um og var létt. Mlnlfl'M'r'M*' 16 23 34 36 37 44 +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.