Morgunblaðið - 29.08.1996, Page 8

Morgunblaðið - 29.08.1996, Page 8
ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA Hlýjar móttökur í Leifsstöð ÍSLENSKA íþróttafólkið sem stóð sig svo frá- bærlega vel á nýafstöðnu Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta í Bandarikjunum fékk hlýjar móttök- ur við komuna tii landsins í bitið Björn í gærmorgun. Meðal þeirra sem Blöndal gerðu sér ferð suður í flugstöð skrifarfrá af þessu tilefni voru herrapiafur Keflavík Ragnar Grímsson forseti íslands sem við þetta tækifæri mælti nokkur hlý orð og bauð hópnum að sækja Bessastaði heim og Björn Bjarnason íþrótta- málaráðherra sem einnig hélt stutta tölu. íslensku keppendurnir tíu unnu til 14 verð- launa. Þar af voru fimm gullverðlaun og hafn- aði íslenska liðið í 28. sæti af 117 þjóðum á verðlaunalistanum. Sveinn Aki Lúðvíksson, aðalfararsljóri hópsins, þakkaði hinar hlýju móttölur og gat þess að ekki aðeins hefðu ís- lensku keppendurnir staðið sig vel í sjálfri keppninni heldur hefði framganga þeirra öll verið til slíkrar fyrirmyndar að eftir hefði verið tekið. Arangur Krist- ínar Rósar Hákon- ardóttur bar hæst meðal íslensku keppendanna, en hún setti heims- met í þremur sundgreinum af fjórum. Fram kom að íþróttafólkið hefði æft ákaflega markvisst fyrir leikana eftir áætl- un sem gerð var fyrir 4 árum og að árangurinn væri einnig hvatning og öðrum fötluðum til eftirbreytni. Morgunblaðiö/öjom Biondal ÓLAFUR Ragnar Grimsson for- seti íslands og Björn Bjarna- son íþróttamálaráðherra tóku á móti ólympíullði íslands sem stóð slg svo vel á ólympíumóti fatlaðra sem lauk í Atlanta á sunnudag. Á efri myndinni ræðir Ólafur Ragnar m.a. við Ólaf Eiríksson, Pálmar Guð- mundsson, Hauk Gunnarsson og Gunnar Þór Gunnarsson. Á myndinni hér tll hllðar óska Björn Bjarnason og eiginkona hans, Rut Ingólfsdóttír, Báru B. Erlingsdóttur, Birki Rúnari Gunnarssyni og Sigrúnu Huld Hrafnsdóttur til hamingju með árangurinn í Atlanta. A mynd- inni hér fyrir neðan er ólympíu- hópurinn saman kominn. MARKUS Babbel og félagar í Bayern lögðu Carsten Ra- melov og liðsmenn Lever- kusen í gærkvöldi. Bayemá toppinn Snotur mörk frá Thomas Helmer og Jiirgen Klinsmann innsigl- uðu sigur Bayern Miinchen á Bayer Leverkusen í gærkvöldi og leið efsta sætið í þýsku 1. deildinni. Miinchenl- iðið hefur nú tíu stig að loknum §ór- um leikjum, einu stigi fleira en Stuttgart sem á leik inni. Það var skammt stórra högga á milli í leik Bayern og Leverkusen því á 25. mínútu kom Paulo Sergio gest- unum yfir en réttri mínútu síðar jafn- aði Aiexander Zickler metin fyrir heimamenn eftir glæsilegan undir- búning Klinsmanns. Helmer kom Bayern yfir með fallegu skallamarki og Klinsmann bætti um betur fyrir leikhlé með marki af stuttu færi eft- ir að hann hafði hirt frákast eftir sláarskot. Snemma í síðari hálfleik gulltiyggði Ítalinn Ruggiero Rizzit- elli sigurinn með stórglæsilegu marki eftir að hafa leikið á þijá varnar- menn Leverkusen í miðjum vítateing- um áður en hann skaut í nærhornið. Það var síðan Markus Feldhoff sem minnkaði muninn fyrir gestina með marki með skalla nokkru fyrir leiks- lok. Markið var fallegt og kennslu- bókardæmi um það hvernig skal skalla knöttinn í netið eftir fyrirgjöf. Annars var leikurinn bráðfjörugur og skemmtilegur allan tímann og bæði lið fengu fjölda marktækifæra. Strandhögg þeirra smærri Þijú stórlið, Parma, Roma og Udinese, féllu öll úr leik í 2. umferð ítölsku bikarkeppninnar fyrir félög- um í 2. deild í gær. Parma bytjar ekki vel undir stjórn nýja þjálfarans Carlo Ancelotti. Það mætti Pescara og lennti strax undir 3:0 áður en því tókst að minnka muninn í tvö mörk áður en yfir lauk. Einhver álög virðast vera á Parma í bikarkeppninni því í fyrra lenntu þeir í sömu stöðu er þeir voru slegn- ir út í fyrstu umferð af minni spá- mönnum. Oscar Tabarez bjargaði meistar- aliði AC Milan fyrir horn í viðureign- inni við Empoli með því að jafna metin, 1:1, og fá Milanmenn annað tækifæri á heimavelli á sunnudag. Fyrsti titillinn í höfn hjá Robson BARCELONA varð í gær meistari meistaranna á Spáni með því að sigra Atletico Madrid samanlagt í tveimur leikjum, 6:5. Barce- lona vann fyrri leikinn 5:2 en í síðari leiknum í gærkvöldi sótti Madridariiðið án afláts og sigraði 3:1. Það má því segja að Bobby Robson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, hafi byijað vel hjá Börsungum. Leikmenn Atletico gerðu allt sem þeir gátu síðustu 15 minútur leiksins eftir að þeir höfðu komist í 3:1, því eitt mark í viðbót hefði þýtt að þeir hefðu sigrað á fleiri mörkum skoruðum á úti- velli. Juan Lopez kom Atletico í 1:0 um miðjan fyrri hálfleik, en Búlgarinn Hristo Stoichkov jafnaði fyrir Barcelona I upphafi síð- ari hálfleiks. Þá komu tvö mörk, fyrst frá nýliðanum Juan Edu- ardo Esnaider og síðan Serbanum Pantic, sem skoraði beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. TENNIS / OPNA BANDARISKA MOTIÐ Ivanisevíc komst áfram rír þekktir tennismenn heltust úr lestinni á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis strax í fyrstu umferð. Það voru þeir Alberto Costa frá Spáni, fyrrum ólympíu- meistarinn frá Sviss, Marc Rosset, Wimbledon-meistarinn í ár Richard Krajicek. Það sem kom mest á óvart var að Króatinn Goran Ivanisevic komst áfram en hann hefur verið afar lánlítill í mótinu. „Mér líður einstaklega vel eftir þennan erfiða leik,“ sagði Ivanisevic eftir að hann hafði lagt Rússann Andrei Tsjesnokov í fjórum settum, 1-6, 6-2, 6-4, 6-4. Hann hefur lengst náð í fjórðu umferð árið 1991 og árið eftir í 3. umferð en aðeins í aðra umferð árið 1993. Fyrir tveim- ur árum féll hann hins vegar úr leik strax í fyrstu umferð. í fyrra meidd- ist hann í fyrsta leik og varð að gefast upp við svo búið án þess að geta lokið leiknum. „í fyrra meiddist ég í ökkla og árið þar áður lék ég eins og kjáni," sagði Króatinn með bros á vör. Það skondna atvik átti sér stað fyrir tveimur árum þegar hann var í sínum fyrsta og eina leik að flugvél flaug yfir völlinn þar sem hann var að leika og Ivanisevic sagði stundarhátt. „Hvernig stendur á því að ég er ekki farþegi með henni þessari!" Steffi Graf fékk óvænta mót- spyrnu í sínum fyrsta leik í mótinu en hún á titil að veija frá síðasta ári. Graf lék við Yayuk Basuki frá Indónesíu en hún var skráð 29. á styrkleikalista mótsins. Eftir að hafa borið sigur úr býtum í fyrra settinum 6-3, lenti þýska fljóðið í stappi með þá indónesísku í öðru setti en náði að kreista fram sigur 7-5. „Þegar ég var 5-2 undir í öðru setti þá fannst mér vonin orðin veik að geta snúið taflinu við,“ sagði Graf að leikslok- um og var létt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.