Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 1
INNANLANDSFLUG Hagrætt í háloftunum/4 LÍFRÆNT Fjárfest til framtíðar /6 HEILDVERSLUN Bíll ístað bæklinga /8 m VIDSKIPn/AIVINNUIJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 29. AGUST 1996 BLAÐ D Stóráhætta í DAG heldur dr. Jón. Daníelsson, dósent í hagfræði, erindi um stóráhættu í verðbréfaviðskipt- um á þriðju hæð Odda, húsi Fé- lagsvísindastofnunar. Erindið hefst kl. 16:15, en ekki 13:15, eins og misritaðist i Dagbók Morgunblaðsins í gær. Lánasýsla ÁVÖXTUNARKRAFA 10 og 20 ára spariskírteina ríkissjóðs hækkaði um 0,3 og 0,2% í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. Þessi hækkun er í takt við þau við- ¦ skipti sem verið hafa á eftir- markaði upp á síðkastið. Hins vegar lækkaði ávöxtunarkrafa 5 ára spariskírteina um 0,08% frá síðasta útboði. Hlutabréf ÞINGVÍSITALA hlutabréfa hækkaði um 0,52% í viðskiptum á Verðbréfaþingi í gær. Voru það fyrst og fremst hækkanir á gengi hlutabréfa í Flugleiðum, Eim- skip, Granda og Þormóði ramma sem hækkuðu vísitöluna. Á Opna tilboðsmarkaðnum lækkuðu hlutabréf í ÍS um 2,6%. Verðlag sjávarafurða 1990-1996 Vísitala Aætlað verðlag sjávarafurða í SDR. Vísitala, 1993 = 100. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 2200-------- dollarar/tonn 2000 Alverð 1990-1996 Verð á áli á skyndimarkaði í London (LME)r ^_ Dollarar ' hverttonn 1000 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Olíuverð 1990-1996 Olíuverð, UK Brent 38. Dollarar hvert fat. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 Helmild: Hagvisar 26. égúsf 1996. ÞJóðhágsstofnun Flugleiðir og Islandsflug ræða samstarf Samnýta flug á Sauðárkrók FLUGLEIÐIR innanlands og ís- landsflug eiga nú í viðræðum um hugsanlegt samstarf félaganna í flugi frá Reykjavík til Sauðárkróks. Eru þessar viðræður liður í viðræðum sem átt hafa sér stað á milli Flug- leiða, Flugfélags Norðurlands og Is- landsflugs um aukið samstarf á nokkrum flugleiðum hér innanlands sem og í Grænlandsflugi. . íslandsflug hefur um nokkurt skeið leitað leiða til þess að bæta sætanýtingu í áætlunarflugi félags- ins til Siglufjarðar og sótti félagið m.a. um leyfi til þess að lenda á Sauðárkróki árið 1994 en þeirri umsókn var þá hafnað vegna and- stöðu Flugleiða. Nú er hins vegar rætt um að félög- in hafi með sér samstarf á þessari flugleið. Myndi það fela í sér að vél- ar Islandsflugs yrðu notaðar í áætl- unarflugi Flugleiða til Sauðárkróks en Fokker-vélar félagsins yrði aðeins notaðar þegar farþegafjöldi réttlætti notkun svo stórra véla. Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Flugleiða innanlands, segir að með þessu fyrirkomulagi gætu Flug- leiðir aukið þjónustuna við Sauð- krækinga með því að halda uppi tíð- ara flugi til Sauðárkróks en hægt sé með Fokker-vélunum, jafnframt því að ná fram aukinni' hagræðingu á þessari flugleið. Islandsflug gæti bætt nýtingu í Siglufjarðarflugi Hagur íslandsflugs af þessu sam- starfi yrði aftur á móti sá að félagið gæti bætt nýtingu sína til muna í flugi til Siglufjarðar, en félagið flýg- ur þangað fimm sinnum í viku í dag. Gunnar Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri íslandsflugs, segir að þar hafi borið nokkuð á kvörtunum yfir ónóg- um samgöngum. Hann segir hins vegar að engin leið sé til þess að auka tíðnina á Siglu- fjörð nema að félagið fái að lenda einhvers staðar annars staðar og þar komi Sauðárkrókur einna helst til greina. Hagrætt Í/D4 Norræni fjárfestingarbankinn íslenska ríkið fær 2,5 milljarða króna lán STJÓRN Norræna fjárfestingarbank- asn (NIB) samþykkti í gær lánveit- ingu til íslenska ríkisins vegna fjár- mögnunar samgönguframkvæmda og annarra innviðaframkvæmda. Lánið nemur um 2,5 milljörðum króna. Lánveitingin tengist áætlun um innviðaframkvæmdir til ársins 2000 og verður aðallega nýtt til að fjár- magna brúar- og hafnargerð og lagn- ingu vega og flugvalla. Njóta slík lán sérstaks forgangs hjá bankanum að sögn Jóns Sigurðssonar, bankastjóra NIB. Heildarupphæð þeirra lána, sem stjórn sjóðsins samþykkti á fundi sín- um í gær, nam 22,3 milljörðum króna. Til fyrirtakja og rekstrctraðila: Hankvœm lán m yLANDSBRÉFHF. Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands. S M d 1 |LA N | S % B; A U T 2 4 r> a va - Vextir 6,75% til 8,25% • Hagkvæm endurfjármögnun styttri og óhagkvæmari lána • Lægri fjármagnskostnaður • Lægri greiðslubyrði áhvílandi lána • Auðveldari fjármögnun nýrra fjárfestinga • Betri veltufjárstaða Lán eru veitt gegn fasteignaveði á höfuðborgarsvæðinu. Veðsetningarhlutfall skal ekki fara yfir 55% af söluverði eignar. Leitaðu upplýsinga hjá ráðgjöfum Landsbréfa og umboðsmönnum í öllum útibúum Landsbanka íslands. %, B E Y'^ i ft V; t S , % fc IV|. I: %,%,%, %%$,%, 3 | E r 4 S | UJ 5,8=8« % & % 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.