Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 4
4 D FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐUR um aukið samstarf þriggja flugfé- laga í innanlandsflugi, og að hluta til í milli- landaflugi, hafa staðið yfir nú í sumar og hafa þær þegar leitt af sér samstarf á nokkrum flugleiðum. Flugfélögin sem hér um ræðir eru Flugleiðir-innanlands, íslandsflug og Flugfélag Norðurlands. Hafa viðræðurnar einkum snúið að því að ná fram auknu hagræði á flug- leiðunum frá Reykjavík til Vest- mannaeyja, Hafnar í Hornafirði og á Sauðárkrók auk flugleiðarinnar frá Reykjavík til Kulusuk á Græn- landi. Fram til þessa hefur rekstur áætlunarflugs innanlands hér á landi gengið brösuglega. Talsvert tap hefur verið af rekstri Flugleiða- innanlands á undanförnum árum og áætlanaleiðir íslandsflugs og Flugfélags Norðurlands hafa ekki gefið mikið af sér, en leiguflugið hefur hins vegar gengið betur. Því virðist sem félögin séu nú farin að HAGRÆTTÍ HÁLOFTUNUM Harðnandi samkeppni í flugi hefur kallað á aukið samstarf o g hagræðingu hjá flugfélögum víða um heim. Þessarar þróunar er nú farið að gæta hér á landi og hafa þrjú flugfélög, Flugleiðir, íslandsflug og Flugfélag Norðurlands, nú hafíð viðræður um aukið samstarf í hagræðingarskyni. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér þessa þróun. leita meira eftir samstarfi en áður til að ná fram aukinni hagræðingu og jsæta afkomu sína. Þa spilar hér einnig inn í að þann 1. júlí 1997 falla sérleyfi á a.m.k. fjórum leiðum innanlands úr gildi. Hér er um flug til Akureyrar, Isa- fjarðar, Egilsstaða og Vestmanna- eyja að ræða, sem eru stærstu áfahgastaðirnir á landsbyggðinni en þegar ríkir töluverð samkeppni í flugi til Vestmannaeyja. Flugleiðir eru með sérleyfi á þessar þijár leiðir í dag en íslands- flug hefur leyfí til að vera með 15% sætaframboðs inn á Egilsstaði og 20% sætaframboðs inn á Vest- mannaeyjar. Þessi fyrirséða breyt- ing á sérleyfum á nokkurn þátt í því að þessir aðilar eru fúsari til að ræða aukið samstarf nú. Stefnt er að því að reyna að ljúka þessum viðræðum sem fyrst svo hægt verði að taka breytingarnar inn í vetraráætlun félaganna. Hluti breytinganna mun taka gildi þann 1. september nk. en ljóst er þó að einhveijar þeirra verða að bíða eitt- hvað lengur fram eftir vetri. Rætt um að hleypa íslandsflugi inn á Sauðárkrók íslandsflug hefur um nokkurt skeið leitað leiða til þess að bæta sætanýtingu í áætlunarflugi félags- ins til Siglufjarðar. Undir lok árs Viðskiptaferðir TIL LONDON frá kr. 1 Heimsferðir bjóða 2 flug í viku til London í vetur frá 26. september, alla fimm- tudaga og mánudaga. Þú getur notað tímann í miðri viku, farið út á mánudegi kl. I9.55 og komið heim aftur á fimmtudegi með flugi okkar frá London kl. 16.00 með Boeing 737 vélum Sabre Airlines. Verð kr. Glœslleg hótel Verð kr. 19.930 29.530 Fluesæti til London, frá mánudegi til fímmtudags, 14. og 21. okt., II. og 18. nóv. HEIMSFERÐIR Flug og gisting á Baileys hótelinu, m.v. 2 í herbergi. Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600 1994 sóttist félagið eftir leyfi til þess að millilenda á Sauðárkróki en þeirri umleitan var hafnað sök- um andstöðu Flugleiða á sínum tíma. Félagið leitaði því eftir heim- ild til samgönguráðuneytisins til að fá 15% hlutdeild í áætlunarflugi til Akureyrar og flugleyfí á milli Akureyrar og Siglu- fjarðar, en þeirri umsókn var einnig hafnað. Nú hafa Flugleiðir og íslandsflug hins vegar hafið viðræður um sam- starf á fluginu til Sauðár- _______ króks. Myndi samstarfið þá verða með þeim hætti að vélar Islandsflugs yrðu samnýttar af báð- um félögum til Sauðárkróks en Fokker 50 vélar Flugleiða aðeins notaðar þegar að farþegafjöldi rétt- lætti notkun svo stórra véla. Páll Halldórsson, framkvæmda- stjóri Flugleiða-innanlands, segir að með þessu fyrirkomuiagi gætu Flugleiðir haldið uppi tíðara flugi til Sauðárkróks en réttlætanlegt þykir með svo stórum vélum sem Fokker-vélarnar eru. „Við gætum aukið tíðnina með minni vélum eins og Dornier og Metro-vélunum sem íslandsflug hefur yfir að ráða og einnig með vélum Flugfélags Norðurlands. Við höfum reyndar haft svipað sam- starf með FN áður en vandamálið þar hefur hins vegar verið feijun véla. Það hefur ákveðinn kostnað í för með sér því þeir þurftu að feija vélarnar tómar yfir á Sauðárkrók og oft til baka aftur.“ Að sögn Páls sjá Flugleiðir sér hag í því að geta þjónustað þetta svæði betur með þessum hætti, a.m.k. á meðan sérleyfí félagsins á þessari flugleið er í gildi. „Við telj- um okkur geta náð fram ákveðinni hagræðingu með því að samnýta flug íslandsflugs til Siglufjarðar. Það er að vísu ekki búið að ganga frá samkomulagi um þetta en það er þetta sem við erum að ræða um og við vonurnst til þess að geta Vélar íslands- flugs og Flug- leiða sam- nýttar á Sauð- árkrók bætt þjónustuna við Sauðkrækinga með því og hugsanlega náð að lækka eitthvað kostnaðinn." Hagur Islandsflugs af þessu sam- starfi yrði aftur á móti sá að félag- ið gæti bætt nýtingu sína til muna í flugi til Siglufjarðar, en félagið flýgur þangað fimm sinnum í viku í dag. Gunnar Þorvaldsson, framkvæmdastjóri ís- landsflugs, segir að þar hafi borið nokkuð á kvörtunum yfir ónógum samgöngum. Hann segir að æski- legt væri að geta haldið uppi flugi kvölds og morgna á landsbyggðinni til þess að flugið sé samkeppnis- hæft við fólksbílinn. „Við lítum á þetta þannig að ef við förum að fækka eitthvað ferðum frá því sem nú er þá munum við drepa þennan áfangastað. Við náum hins vegar ekki að stækka þennan markað nema að fá að lenda einhvers stað- annars staðar og þá kemur einna helst til ar Sauðárkrókur greina.“ Aukin áhersla á tengingar á milli FN og Flugleiða Að sögn Páls standa nú einnig yfir viðræður á milli Flugleiða og Flugfélags Norðurlands um að tengja betur flug félaganna tveggja saman, en Flugleiðir eiga sem kunnugt er 35% hlutaijár í Flugfé- lagi Norðurlands. „Við höfum verið að vinna mjög náið með þeim varðandi tengingar á milli flugleiða félaganna, sérstak- lega þá varðandi markaðssetningu á okkar þjónustu erlendis. Eins hefur verið rætt um að tengja áætlunarflug félaganna bet- ur hér innanlands. Flugfélag Norð- urlands flýgur nú frá Akureyri á ísafjörð og Egilsstaði auk flugs til Þórshafnar og Grænlands og þar eru því möguleikar á tengingum. Þá sjáum við t.d. um afgreiðslu fyrir þá á Húsavík og á ísafírði en þeir eru með eigin afgreiðslu á Akureyri." Páll segir þessar viðræður hins vegar enn ekki vera komnar það langt á veg að endanleg mynd sé komin á það hver niðurstaðan verði. Það sama eigi raunar við um við- ræðurnar við íslandsflug. „Við er- um að reyna að horfa á þetta af skynsemi og sjá hvernig sé hægt að ná fram hagræðingu sem báðir aðilar geti hagnast af.“ Aukið samstarf í Grænlandsflugi Þegar hefur tekist samkomulag með félögunum þremur um sam- starf í flugi félaganna til Kulusuk á Grænlandi. Nokkur óánægja ríkti raunar með það að Flugfélag Norð- urlands skyldi fá sérleyfi á Græn- landsflugið á síðasta ári, þar sem félagið gerir út frá Akureyri en flogið er til Grænlands frá Reykja- vík. Félögin þijú höfðu hins vegar öll sótt um þetta sérleyfi og íslands- flug og Flugleiðir höfðu þegar hald- ið úti flugi til Grænlands. Flugfélag Norðurlands flýgur nú allt árið um kring til Kulusuk en Flugleiðir og Islandsflug fljúga ein- ungis á sumrin. Fram til þessa hef- ur hins vegar ekkert samstarf tíðk- ast hvað varðar flutninga á farþeg- um þangað. Gunnar segir að félögin hafi í sumum tilfellum verið að fljúga með hálftómar vélar til Grænlands, en með því að opna fyrir þann mögu- leika að flytja farþega hvert fyrir annað í slíkum tilfellum sé reynt að bæta sætanýtinguna. Hann segir þetta fyrirkomulag ekki hafa tíðkast í innanlandsflugi hér á landi hingað til, en hins veg- ar stundi flugfélög um allan heim slíkt samstarf. „Það má því segja að þessar viðræður hafi verið meira á skynsemisnótum," segir Gunnar. Páll segir að þetta samstarf hafi gengið mjög vel þann stutta tíma sem það hafí staðið yfir. Samstarf á Hornafirði og í V estmannaeyjum Auk Grænlandsflugsins náðu Flugleiðir og Islandsflug samkomu- lagi um að taka upp svipað fyrir- komulag í flugi til Hornafjarðar og Vestmannaeyja. íslandsflug hefur flogið til Hornafjarðar í tæpt ár í nafni Flugfélags Austurlands, en ekkert samstarf hefur verið á milli félaganna þar, frekar en annars staðar, til þessa. Nú mun hins veg- ar verða breyting þar á, að sögn Páls. „Við höfum tekið að okkur um- sjón og afgreiðslu á þeirra vélum jafnframt því sem við munum sjá um bókanir fyrir þá á Hornafirði. Við erum með starfsfólk þarna í dag og því óþarfi að vera að setja upp tvöfalt afgreiðslukerfi. Þá geta þeir sett sína farþega yfír á okkar vélar og öfugt,“ segir Páll. Samstarfið á Hornafirði er fullfrágengið hvað þetta varðar en enn á eftir að ganga frá samstarf- inu í Vestmannaeyjafluginu. Bæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.