Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 D 5 VIÐSKIPTI félög eru með flug þangað kvölds og morgna, en að sögn Gunnars er nú m.a. rætt um þann möguleika að dreifa fluginu betur yfir daginn til þess að bæta þjón- ustuna á þessari fiugleið. „Að vetrarlagi fljúga bæði félögin nánast á sama tíma til Vestmanna- eyja. Samkeppnin er þó vissulega til staðar því verðið og þjónustan er mismunandi en það kæmi sér hins vegar örugglega miklu betur fyrir neytendur ef þessu flugi væri dreift betur yfir daginn. Við erum þarna í harðri samkeppni við Heijólf og ég held að við hefðum meiri mögu- leika á að ná til farþega á milli lands og eyja ef við værum oftar á ferðinni." Páll segir að félögin hafi verið í samkeppni á þessari flugleið í mörg ár og hún hafi ekki komið neitt sérlega vel út hjá hvorugu þeirra. Þarna sé því verið að huga að því hvernig hægt sé að ná fram auk- inni hagræðingu. „Þar höfum við ekki heldur tekið miða hvor hjá öðrum heldur hefur samkeppnin verið mjög hörð. Við erum hins vegar að ganga frá sam- komulagi um að félögin muni taka við miðum hvort frá öðru þannig að hægt sé að færa á milli þegar nýtingin er léleg. Þá er oft talsvert um yfirbókanir á sumrin þegar mikið er að gera og í þeim tilfellum munum við hafa mögu- leika á að koma farþegum yfir til þeirra og öfugt,“ segir Páll. Enn frekari hagræðing hjá Flugleiðum Tapið hefur verið hvað mest hjá Flugleiðum-innanlands af þessum þremur félögum. Áætlanaflug allra félaganna hefur gengið brösuglega en Flugfélag Norðurlands og Is- landsflug hafa að hluta til náð að vega upp tap af því með leiguflugi. FN skilaði þannig um 30 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en rekstur íslandsflugs var á núlli. Á síðasta ári varð hins vegar tæplega 100 milljóna króna tap af rekstri innanlandsflugs Flugleiða. Páll segir að hins vegar sé nú unnið að því að ná fram aukinni hagræðingu í rekstri félagsins og sé litið á þetta samstarf sem einn þátt í því. Hins vegar sé einnig verið að skoða fjölmarga aðra þætti. „Við erum búin að ná verulegum árangri undanfarin tvö ár og í ár hafa tekjur okkar aukist en við erum einnig að beijast við að ná niður kostnaði. Þessar viðræður munu skila okkur einhverri hagræð- ingu en þær ieysa þó ekki öll okkar vandamál. Við erum að velta við hveijum steini og leita allra leiða til að ná þessum rekstri yfir strikið. Það sem við erum m.a. að gera núna, í kjöl- far þess að ákveðið var að reka innanlandsflugið sem sjálfstæða einingu, er að taka yfir ákveðna starfsemi sem til þessa hefur verið sameiginleg með innanlands- og millilandaflugi. Hingað til hefur verið notast við kostnaðarskipta- reglu, en endalaust er hægt að þrátta um hvort rétt sé skipt eða ekki. Með þessum hætti náum við betri stjórn á kostnaðinum við rekstur- inn, því áður skilaði kostnaðaraukn- ing í millilandaflugi sér líka sjálf- krafa í kostnaðaraukningu hjá okk- ur. Við erum nú að endurskipu- leggja þessa þætti og reyna að vinna hlutina öðruvísi og með ódýr- ari hætti. Við erum þegar búin að taka yfir stóra þætti eins og tekju- . bókhald og erum núna að taka yfir Ijárreiður, þannig að hinn raunveru- legi rekstrarkostnaður verði skýr- ari,“ segir Páll. Ekki mun vera rætt um samstarf á fleiri leiðum félaganna að sinni. Þykir mönnum rétt að fá reynslu á þetta samstarf fyrst áður en lengra er haldið, enda hafa þessi félög átt í áralangri samkeppni. Hins vegar er án efa svigrúm til samstarfs á fleiri leiðum og hefur m.a. verið bent á möguleikann á samstarfi á Patreksfirði og Bíldudal, ísafirði og fleiri stöðum. Samstarfið gefið góða raun f Græn- landsflugi ,$ k i I w j r k up pl ý s i n g a k erf i IXsle.nsk.-t la-u.g-v-xt *a. HeimmÆlilvaroa Nýttu þér nýjustu möguleika í upplýsingatækni Ný deild okkar, MSF lausnir, er stolnuð til þess að aðstoða fyrirtæki og stofnanir í nýtingu u p p I ý s i n g a k e rf a til framfara. Skoðaðu kynningu okkar á vefnum og bafðu samband. Háðgjöf • hönnun • forritun Intranet/lnternet • Hópvinnukerfi • Sérlausnir W8Hn*n Sími 563 3000 • Fax 568 8412 http://WWW.ejs.is/MSF • MSF@ejs.is íslensk auglýs- ing hlýtur al- þjóðlega viður- kenningu AUGLÝSING sem Einar Gylfa- son, grafískur hönnuður, gerði fyrir Domino’s Pizza, var nýlega valin til birtingar í bókinni Grap- his Advertising 97. Bók þessi hefur að geyma alþjóðlegt yfirlit yfir bestu auglýsingar síðustu tveggja ára, en útgefandi bókar- innar er svissneska forlagið Graphis Press, sem gefur einnig út tímaritið Graphis og aðrar bækur tengdar grafískri hönnun. Auglýsinguna gerði Einar er hann vann hjá auglýsingastof- unni Atómstöðinni, en hún sam- einaðist fyrr á þessu ári auglýs- ingastofunni Grafít og heitir nýja stofan Fíton, en Einar starfar þar í dag. Bæklingur um gæðastjórnun BÆKLINGUR um gæðastjórnun hef- ur verið gefinn út.af Gæðastjórnunar- félagi íslands. Meginmarkmiðið með útgáfunni er að auðvelda íslenskum fyrirtækjum og stofnunum kynningu á aðferðum gæðastjómunar meðal starfsmanna sinna og hvétja starfs- fólk til þátttöku í gæðastarfi. í bæklingnum er lögð áhersla á að hugmynda- og aðferðafræði gæða- stjómunar og leitast við að gefa yfir- sýn yfír helstu þætti gæðastjórnunar fyrir byijendur og þá sem aðeins hafa unnið með afmarkaða þætti. Honum er ætlað að nýtast vel í innra starfi fyrirtækjanna, t.d. við þjálfun- og endurmenntun. Davíð Lúðvíksson, Kjartan Kára- son og Magnús Pálsson skipuðu rit- stjóm og mótuðu efnistök. Bækling- urinn fæst hjá Bóksölu stúdenta og á skrifstofu Gæðastjómunarfélagsins. FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Reykjavíkurborg býður upp á námskeið fyrir reykvískar athafnakonur sem hafa áhuga á að hrinda eigin viðskiptahugmynd í framkvæmd. Þátttakendur munu næstu tvö árin tilcinka sér ný vinnubrögð í rekstri og stjórnun fyrirtækja, veita eigin viðskiptahugmynd irautargengi undir leiðsögn ráðgjafa og afla sér um leið hagnýtrar ickkingar á íslensku viðskiptaumhverfi. Stjórnendur og reyndir ýrirlesarar munu kenna helstu atriði í viðskiptafræðum og íeggja ýrir þátttakendur afmörkuð verkefhi. Fyrirtæki í ýmsum greinum atvinnulífsins verða einnig heimsótt. Námskeiðið hefst í október 1996. Fyrra árið hittist hópurmn vikulega eftir hádegi á miðvikudögum. Gert er ráð fyrir 27 fundum á fyrsta ári og lýkur fyrsta áfanga í júnímánuði 1997. Seinna árið er gert ráð fyrir 8 mánaðarlegum fundum og lýkur námskeiðinu í apríl 1998. Allar frekari upplýsingar veita verkefnisstjórinn Guðbjörg Pétursdóttir hjá Iðntæknistofnun í síma 587 7000 og ráðgjafinn Ingibjörg Tómasdóttir á Atvinnu- & ferðamálastofu Reykjavíkurborgar, Aðalstræti 6, í síma 563 2250. Þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð. Umsóknarfrestur er til 20. september 1996. ||| ATVINNU- & FERÐAMÁLASTOFA REYKJAVÍKURBORGAR AUCLÝSINGASTOFA SÖRHILDAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.