Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. ÁGÚST 1996 D 7 VIÐSKIPTI Flan er síst til fagnaðar ATÖK Microsoft og Netscape eru óræk sönnun þess sem samkeppni skilar neytendum; hatrömm keppni þeirra í milli hefur skilað hraðari þróun í hugbúnaði en dæmi eru um, aukið áhuga manna á að tengjast alnetinu og hleypt miklu lífi í aðra þá er framleiða alnetshugbúnað. I því öllu skiptir ekki minnstu máli að smáfyrirtæki er að takast á við risa, Davíð við Golíat. Áður hefur verið rakið hve litlu mátti muna að Microsoft missti af alnetslestinni; yfírburðastaða fyrirtækisins á almennum hugbúnaðarmarkaði varð til þess að slæva stjómendur og það var aðeins fyrir harð- fylgi nokkurra starfsmanna að eigandinn, William Gat- es, áttaði sig á hvert stefndi og ákvað að bylta starfsem- inni til að halda velli. Upp frá því hefur sókn Mic- rosoft inn á al- netið verið æv- intýri líkust og frá því að vera steinrunnið Marc Andre- essen tröll er Microsoft komið í hóp þróttmestu framleið- enda alnetshugbúnaðar þó enn sé langt í land að það standi jafnfætis þeim sem fóru í fararbroddi. Kné fylgir kviði Helsti keppinautur Mic- rosoft er Netscape sem framleiðir vinsælasta ráp- forrit heims, Navigator, en helsti eigandi þess er ungur maður, Marc Andreessen sem áttaði sig fyrr en aðrir á nýrri tækni. Hann hagnaðist um millj- arða á einni nóttu þegar Netscape fór inn á hluta- bréfamarkað í Bandaríkj- unum, en í seinni tíð hefur hann horft upp á eign sína rýrna á hveijum degi. Ástæða þess er að Microsoft hefur sett á markað nýja útgáfu á rápforriti sínu, Expl- orer, sem það dreifir ókeypis á netinu. Þetta er nokkur sem Netscape á erfítt með að keppa við, því þótt því hafi tekist að ná yfir 80% markaðshlutdeild með Navigator sem kostar um 3.500 kr., þá hefur hlutur Micros- oft aukist í um 10% á fáum mánuðum og stefnir hratt uppávið. Þessu má svara með ýmsum hætti, helst með því að vera fyrri til með nýjungar eða selja á lægra verði. Netscape hefur gripið til þess fyrrnefnda, býður meðal annars upp á það að menn fái sendar ýmislegar fréttir og skemmtiefni í tölvupósti án endurgjalds, en einnig hefur það gripið til málshöfðunar og sakar Microsoft um ýmislegt ókræsilegt. Það orð hefur farið af Microsoft að þar á bæ séu menn ekki vandir að með- ulum þegar vinna skal á andstæðingi og er skemmst að minnast er þeir reyndu að koma í veg fyrir að vélbúnaðarfram- leiðendur settu önnur stý- rikerfi inn á framleiðslu- vöru sína og fehgu bágt fyrir hjá yfirvöldum. Netscape-liðar saka Mic- rosoft um álíka vinnu- brögð að þessu sinni; fyrir- tækið neyði ýmis hugbún- aðarfyrirtæki til fylgiiags við sig og Explorer, tneðal annars með því að vinna nýjungar í samvinnu við Microsoft og um leið að gera öðrum rápforritum erfitt fyrir að nýta sér möguleikana. Þetta segja lög- menn Netscape brot á almennu viðskiptasið- gæði, en Microsoft svarar því til að kæra sem Netscape lagði fyrir dómsmálaráðuneytið lík- ist frekar auglýsingapésa. Flan er síst til fagnaðar í hamaganginum við að koma á markað nýrri útgáfu af Explorer fyrr í mánuðinum flýttu Microsoft-menn sér um of því í ljós kom að þeir voru alls ekki í stakk búnir til að taka við öllum sem vildu forrit; kerfíð hrundi oft á dag og lengi vel var ógerningur að komast í samband. Illar tungur sögðu að þetta væri vegna þess að vefþjónarnir keyrðu Tölvur Microsoft og Netscape berast á banaspjót í ráp- forritasmíð. Árni Matt- híasson komst að því að Microsoft-menn hafa flýtt sér fullmikið þegar þeir settu á markað síð- ustu útgáfu Explorer rápforritsins. á Windows NT, en ekki er gott að segja hvort aðrir vefþjónar hefðu annað eftirspurn; milljón eintök voru sótt inn á síðuna fyrstu vikuna. Á endanum komst þetta í lag og nú getur hver sem vill sótt sér eintak af Explor- er 3.0. Hann skyldi þó athuga að undanfarið hefur rignt inn frásögnum af böggum í hug- búnaðinum, sem hlýtur að skaða mjög orðst- ír fyrirtækis og forrits. Ýmsir gallar hafa fundist, til að mynda er vandamál með notk- un á Netscape Plugln, Explorer þarf 63 Mb laus á harða disknum í uppsetningu og fleira má telja. Microsoft hefur brugðist við með því að dreifa leiðréttingarpökkum og bótum, en í heimasíðusafni Mierosoft er að finna frekari upplýsingar um galla, 18 alls, sem suma er búið að laga, en við aðra stendur aðeins: þetta vandamál er í vinnslu. Slóðin er http://198.105.232Á/i- esupport/content/issu- es/. Abendingum um efni og athugasemdum má koma til arnim@mbl.is. William Gates Dagbók Prentmessa ’96 í október TÖLVU- og prentsýningin Prent- messa ’96 verður haldin 4.-6. októ- ber nk. í Laugardalshöll. Á sýn- ingunni verður margs konar búnað- ur sem tengist prentiðnaði og marg- miðlun. Sýnendur eru allir tengdir útgáfu og prentiðnaði og má þar nefna prentsmiðjur og þjónustufyrirtæki prentiðnaðar, tölvufyrirtæki, inn- flytjendur prentvéla, tölva og jaðar- tækja. Einnig pappírssalar, hug- búnaðarfyrirtæki og útgefendur, segir í fréttatilkynningu frá Prent- tæknistofnun. Margmiðlun og tölvur verða áberandi á sýningunni enda hefur verksvið útgáfií og prentiðnaðar víkkað mjög mikið á undanförnum árum og prentsmiðjur og útgefend- ur eru í æ ríkari mæli að tileinka sér notkun tölvumiðla. í tengslum við Prentmessu verð- ur haldin sýning á verkum nemenda í grafíkdeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands. Iðnskólinn í Reykjavík mun einnig kynna nám í bókiðngreinum. Þá verður sýning Hugbúnað- arkynning og nám- skeið ARCÍS félagið og Samsýn verða með hugbúnaðarkynningu 13. sept- ember frá kl. 14-17 að Háaleitis- braut 58-60. Kynnt verða ArcView 3.0, ARC/INFO útgáfa 7.1 fyrir Windows NT, Map Objects og SDE. Pimm daga grunnnámskeið í ARC/INFO verður haldið á sama stað 16.-20. september. Evrópuráðstefna ESRI1996 verð- ur haldin í London 2.-4. október. Allar nánari upplýsingar gefur Ósk- ar J. Óskarsson hjá Samsýn ehf. á listaverkum sem hönnuð eru með Corel Draw teikniforritinu og unnu til verðlauna í alþjóðlegri keppni. í fréttatilkynningunni kemur fram að nánast sé fullbókað á Prentmessuna en þó eru enn laus- ir nokkrir básar. Heimasíða sýning- arinnar erhttp://www.apple.is./ prent/messa96 Fjármögnunar- leiga bindur ekki rekstrarfé FUÓTLEGRI FJÁRMÖGNUN SUÐURLANDSBRAUT 22 SÍMI 533 1500 • TAX 533 1505 ERTU UTFLYTJANDI eða VILTU FLYTJA ÚT? Góður árangur Útflutningsráð íslands, í samvinnu við Islandsbanka, lðnlánasjóð og Stjórnunarfélag íslands, býður í sjöunda sinn til verkefnisins ÚTFLUTNINGSAUKNING OG HAGVÖXTUR, vegna hins góða árangurs sem náðst hefur í fyrri skiptin. Fyrirtaeki í framleiðslu og þjónustu Verkefnið er ætlað fyrirtækjum í framleiðslu og þjónustu sem framleiða útflutningshæfa vöru eða þjónustu. Áhugi á að hefja útflutning eða treysta þegar hafinn útflutning er skilyrði og fjárhagslegur grundvöllur verður að vera fyrir hendi. Þrír dagar í mánuði Ef þú tekur þátt í þessu verkefni, þarft þú að verja þremur dögum í mánuði til aðgerða sem tengjast verkefninu. Tveir dagar í hverjum mánuði fara í vinnufund í Reykjavík og einn dagur fer í starf innan fyrirtækis þíns með ráðunauti. Þú þarft einnig að verja um það bil einni viku til kynnisfarar á valið markaðssvæði. Október '96 - júní '97 Áætlað er að verkefnið hefjist í októbcr 1996 og að því verði lokið í júní 1997. Kostnaður hvers fyrirtækis er kr. 340 þúsund, sem greiðist í áföngum meðan á verkefninu stendur, en Islandsbanki, Iðnlánasjóður og Útflutningsráð bera meginhluta kostnaðar. Þeir, setn dlmpa haja, eru beðnir að snúa sér til Hauks Bjömssonar, verkefnisstjóra bjd Útjlutningsrdði íslands, ocj veitir bann allar ndnari upplýsincjar. ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Islenskt veit d gott HALLVEIGARSTÍG 1101 REYKJAVÍK ■ SÍMI 511 4000 ■ MYNDSÍMI 511 4040 I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.