Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ríkissáttasemjari sleit viðræðum samninganefnda Kjaradeilan í a l- gerri sjálfheldu“ ÞÓRIR Einarsson ríkissáttasemjari sleit viðræðum milli samninganefnd- ar ríkisins (SNR) og samninganefnd- ar Læknafélags Íslands (LÍ) síðdegis í gær þar sem frekari sáttaumleitan- ir voru þýðingarlausar, að sögn hans. Er kjaradeilan nú í algerri sjálfheldu og óvissa um framhaldið að sögn sáttasemjara og forsvarsmanna samninganefndanna. „Þessi viðræðulota er búin að standa yfír frá síðastliðnum föstu- degi. Það hafa verið haldnir fundir eða farið fram önnur vinna alla dag- ana, mikið hefur verið reiknað og litið undir hvem stein, en allt komið fyrir ekki. Aðilar hafa ekkert nálgast hvor annan,“ segir Þórir. Sáttafundurinn í gær var sá 19. í röðinni frá því að læknadeilan kom inn á borð sáttasemjara. Þórir ætlar að vera í sambandi við deiiuaðila daglega til að kanna hvort eitthvað gæti gefíð tilefni til fundar. SNR vill ræða betur útfærslu á aksturskostnaði Gunnar Björnsson, formaður SNR, segir mjög miður að slitnað hafí upp úr í gær. Ríkið hafí viljað semja við heilsugæslulækna um sambærilegar launabreytingar og samið hafi verið um við aðra en viljað ræða nánar útfærslu á akstursgreiðslum iækna. Þar stæði valið á milli þess að fella aksturskostnaðinn sem krónutölu inn í launatöflu lækna eða að láta þessar greiðslur samsvara tilteknum launa- fiokkshækkunum. Hlutfallslega mest kæmi þá í hlut heilsugæslulækna í einmenningshéruðum en lífeyris- grunnur annarra lækna myndi einnig hækka verulega þar sem hann er miðaður við föst laun. „Okkar mat er að það sé ekki fullr- ætt hvemig eigi að meta áhrifín af því að færa kostnaðargreiðslur inn í launagrunninn. Við töldum heldur ekki fullrætt hvort hægt væri að fá heilbrigðisráðuneytið til að breyta skipulagi heilsugæslunnar, til dæmis LÍ krefst hækk- unar fastra launa í 145-158 þús. SNR telur málin ekki rædd að fullu í Reykjavík, þannig að læknum yrði tryggð tiltekin greiðsla fyrir að standa bakvaktir en þeir vildu ekki heldur ræða það,“ sagði Gunnar Bjömsson. Reiðubúnir að gera bráðabirgðasamning Samninganefnd LÍ ákvað í gær að opinbera launakröfur heilsu- gæslulækna en hún vísar allri ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin yfír á íjármálaráðherra. Gunnar Ingi Gunnarsson, formaður samninga- nefndar LÍ, segir að gert hafi verið heiðursmannasamkomulag milli samninganefndanna í upphafi við- ræðnanna um að ræða ekki efni við- ræðnanna opinberlega. Læknar hafí staðið við það þó SNR hafi brotið það nokkrum sinnum. „Nú er svo komið að við erum lausir undan þessu samkomulagi og getum lagt málefnin á borðið. í upp- hafí orðuðum við kröfuna þannig, að við vildum leiðrétta hrap fastra launa," segir hann. „Til þess að lag- færa stöðuna vildum við meta and- virði 8.000 km. aksturssamnings, sem við höfum, og flytja þá fjármuni yfír í föst laun. Einnig vildum við taka aukagreiðslur, s.s. fyrir heilsu- vemd, og fella þær einnig inn í föst laun. Að meðtöldum öðrum minni atriðum þýddi þetta, þegar upp var staðið, að launakröfur okkar hljóð- uðu upp á 145.000-158.000 kr. fyr- ir sérfræðing í heimilislækningum eftir því hvar hann starfar á landinu. Þessi breyting er fyrst og fremst vegna tilfærslu fjármuna, sem koma hvort sem er úr ríkissjóði. Ofan á þessar upphæðir kæmu svo þær pró- sentuhækkanir sem ríkið hefur boðið öðrum hópum. Með þessu móti töld- um við að við gætum lagfært launin eins og við stefndum að í upphafi en þessu hefur verið hafnað og samn- inganefnd ríkisins hefur ekki breytt tilboði sínu frá 30. júlí en við höfum tvívegis slakað verulega á kröfum okkar á því tímabiii," sagði hann. Samninganefnd LÍ stakk einnig upp á því til einföldunar, að sögn Gunnars Inga, að gera samning til bráðabirgða þannig að hluti lækna- hópsins yrði færður yfir á föst laun sjúkrahúslækna og aðrir gildandi samningar notaðir óbreyttir þar til heildarsamningur yrði gerður en því var einnig hafnað, að hans sögn. Landsfundur lækna boðaður eftir helgi Læknar telja að mjög alvarlegt ástand skapist um allt land í heil- brigðisþjónustunni eftir að upp úr viðræðum slitnaði. „Þessu ástandi getur fylgt algert hrun heilsugæslu, að minnsta kosti hér á þéttbýlissvæð- inu til að byija með. Það stefnir í algera afmönnun öryggiskerfis frum- þjónustunnar á landsvísu. Það er svo til engin nýliðun í stéttinni. Sú spurn- ing vaknar hvort við stöndum frammi fyrir því núna að fjármáiaráðuneytið ætli að fara einhveijar aðrar leiðir til að greiða fyrir þjónustu sem íbúar landsins eiga lögbundinn rétt til,“ segir Gunnar Ingi. Óvissa um áhrif á ney ðarþj ónustuna Forsvarsmenn heiibrigðisráðuneyt- isins sögðu erfítt að meta hvaða áhrif viðræðuslitin í gær hefðu á skipulag neyðarþjónustunnar. Farið hefur ver- ið fram á það við LÍ að læknar taki þátt í að styrkja neyðarþjónustuna á landsbyggðinni. „Það er ófyrirséð hvaða áhrif þessi atburður hefur,“ segir Kristján Erlendsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu. í hnút eftir 19 sáttafundi jgjj 31. janúar: 127 heilsugæslulæknar segja upp störfum vegna óánægju með skipulag heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsanna og taka upp- sagnirnar gildi 1. maí. 1. mars: Læknavaktin segir upp samningi sínum við stjórn heilsugæsl- unnar í Reykjavík vegna óánægju með starfsaðstæður heilsugæslulækna. 30. apríl: Heilbrigðisráðherra framlengir uppsagnarfrest heilsugæslu- lækna um þrjá mánuði eða til 31. júlí. 6. júní: Læknafélags íslands óskar eftir samningafundi fyrir hönd heilsu- gæslulækna með saminganefnd rikisins. 20. júní: Fyrsti formlegi samningafundur heilsugæslulækna og ríkisins. 25. júní: Heilbrigðisráðherra kynnir í ríkisstjórn tillögur um lausn á deilu ríkisins og heilsugæslulækna um uppbyggingu heilsugæslunnar. 8. júlí: Heiibrigðisráðuneytið og Félag íslenskra heimilislækna kynna sam- komulag um breytingar á skipulagi heilsugæslu. 18. júlí: Fulltrúar lækna leggja formlega fram kröfugerð 25. júlí: Fyrsti sáttafundur haldinn í deilunni hjá ríkissáttasemjara. 30. júlí: Samninganefnd ríkisins leggur fram útfærðar tillögur á sáttafundi. 31. júlí: Slitnar upp úr viðræðum deiluaðila hjá ríkissáttasemjara eftir fjóra árangurslausa fundi frá 25. júlí. I. ágúst: Uppsagnir rúmlega 120 heilsugæslulækna á 54 heilsu- gæslustöðvum taka gildi. 7. ágúst: Sáttatilraunir hafnar að nýju hjá ríkissáttasemjara eftir að viðræður höfðu legið niðri í tæpa viku. II. ágúst: Slitnar upp úr viðræðum á ný í húsnæði sáttasemjara. Fjármálaráðherra lýsir yfir vilja til að semja til áramóta og nota næstu fjóra mánuði til að endurskoða launakerfi fastráðinna heilsugæslulækna. 12. ágúst: Um 120 heimilislæknar koma saman til landsfundar Félags íslenskra heimilislæknatil að ræða það ástand sem skapast hefur. 13. ágúst: Ríkisstjórnin ræðir þá alvarlegu stöðu sem komin er upp í heilsugæslumálum. Boðað er til nýs sáttafundar hjá sáttasemjara og árangurslausar sáttatilraunir halda áfram næstu daga. 16. ágúst: Stöður heilsugæslulækna auglýstar lausar til umsókna. 22. ágúst: 19 heilsugæslulæknar sem starfa í hlutastöðu á átta sjúkrahúsum á landsbyggðinni lýsa yfir að ef ekkert gerist í samninga- málum á næstunni muni þeir einnig segja upp sjúkrahússtöðum sínum. 23. ágúst: Boðað tii nýrrar viðræðulotu hjá sáttasemjara eftir tveggja daga hlé. 27. ágúst: Forystumenn Læknafélagsins eiga fund með fjármálaráð- herra vegna tillögu hans um að gerður verði einn samningur fyrir alla lækna. 29. ágúst: Ríkissáttasemjari slítur viöræðum og telur allar frekari til- raunir þýðingarlausar. Samtals höfðu þá verið haldnir 19 sáttafundir á fímm vikna tímabili. Félagar í LÍ hafa gengið til neyð- arvakta án endurgjaldslaust á und- anförnum vikum en stjórn félagsins hefur hins vegar hafnað beiðni um að hafa milligöngu um að fá lækna til venjubundinna daglegra starfa þar sem læknislaust er. „Við vitum að það er að skapast alvarlegt ástand og viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir varan- legt heilsutjón og dauðsföll. Það verða einhveijir læknar að fara út í héruðin fyrr eða síðar, en á meðan I ekki eru til viðunandi kjarasamning- ar get ég ekki séð að það gerist," segir Gunnar Ingi. Forseti á Þingeyri fyrir 45 árum FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grimsson, og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, fara í opinbera heimsókn til Vest- fjarða í dag. Fyrsti áfangastaður er Þingeyrar þar sem forseta- hjónin og fylgdarlið skoða sig um auk þess sem móttaka verður í íþróttahúsinu á Þingeyri. Fyrir 45 árum, 1951, kom Sveinn Bjömsson þáverandi forseti ís- lands í opinbera heimsókn til Þingeyrar og tók Vigfús Sigur- geirsson ljósmyndari þá þessa mynd á bryggjunni af forsetabíln- um. Bíllinn er af gerðinni Pack- ard Clipper og var hann keyptur nýr sumarið 1946 fyrir embættið. Fremst á myndinni fyrir miðju er Ólafur Ragnar Grímsson sem þá var átta ára gamall. Norðurland eystra Komum á heilsu- gæslustöðvar hefur 1 fækkað um 55% SAMDRÁTTUR í komum til lækna á heilsugæslustöðvar og bráðamót- tökur á Norðurlandi eystra í ágúst- mánuði nemur 55% í samanburði við sama mánuð í fyrra og sam- dráttur í sölu lyfja á sama tíma- bili nemur 23%. Þetta kom m.a. fram á fundi sem haldinn var á vegum héraðslæknis- ins á Norðurlandi eystra og boðað var til fyrir hönd heilbrigðisráðu- neytisins vegna versnandi ástands heilbrigðismála í héraðinu. Á fund- inn voru m.a. boðaðir þingmenn kjördæmisins, fulltrúar Heil- brigðismálaráðs í kjördæminu, að- stoðarlandlæknir og fulltrúar Fé- lags íslenskra heimilislækna, Ey- þings og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þórir V. Þórisson settur héraðs- læknir sagði að skiptar skoðanir væru um til hvaða ráðstafana hægt væri að grípa og hvaða leið- ir væru færar í þessu máli, en það væri alveg ljóst að ástandið batn- aði ekki nema deilan yrði leyst. Vaxandi þungi Fram kom í máli Matthíasar Halldórssonar aðstoðarlandlæknis að ástand mála í Norðurlandskjör- dæmi eystra væri betra en víðar annars staðar, t.d. á Austurlandi, en það væri m.a. vegna þess að enn væru starfandi þrír heimilis- J læknar á Akureyri og þá leituðu i margir til Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. „Hlutirnir eru að breytast núna, margir hafa beðið með að leita til læknis með einkenni sem þeim hefur sýnst fremur væg, en nú kemur fólk af vaxandi þunga þeg- ar einkennin verða alvarlegri " sagði Matthías. Hann sagði að sér þætti furðu- legt að slitnað hefði upp úr viðræð- um „þegar menn vita hversu mikið | þetta er farið að bitna á sjúkling- um. Það er skylda þeirra manna sem að málinu koma að ljúka þess- um samningum." Fólk alls staðar úr kjördæminu leitar eftir læknisþjónustu á Akur- eyri, en Þórir sagði að staðan væri samt sú að einn af hveijum fjórum fengi ekki þá þjónustu sem ætti I að standa til boða. Þó neyðarþjón- ) ustunetið væri nokkuð þéttriðið um i landið leysti það ekki vanda fjölda sjúklinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.