Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stöð 3 riftir samningum við bandaríska myndlyklaframleiðandann Veltech Unnið að því að auka hlutafé um 300 milljónir Stöð 3 hefur rift samningum við banda- ríska myndlyklafyrirtækið Veltech og er fyrirséð að dráttur verður á að stöðin hefji ruglun á útsendingum. í kjölfarið hafa verið valdir nýir afruglarar frá evrópsku fyrirtæki og jafnframt er unnið að 300 milljóna kr. hlutafjáraukningu. Þorsteinn Víglundsson ræddi við forráðamenn Stöðvar 3, þá Gunnar Hansson og Heimir Karlsson. Þeir segja að stefnt sé að því að rugla útsendingar í byrjun nóvember. GUNNAR Hansson, stjórnarformaður íslenska sjónvarpsins, og Heimir Karlsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 3. ISLENSKA sjónvarpið hf., eig- andi Stöðvar 3, er nú að ganga frá samningum um kaup á nýju evrópsku afruglarakerfi fyrir útsendingar stöðvarinnar. Jafn- framt hefur samningum við banda- ríska fyrirtækið Veltech, sem upp- haflega hafði verið samið við um kaup á afruglarakerfi, verið rift, þar sem fyrirtækinu hefur ekki tekist að leysa þau tæknilegu vandamál sem fylgdu aðlögun kerf- isins að evrópsku sjónvarpskerfí. Gunnar Hansson, stjómarfor- maður íslenska sjónvarpsins, sem Árvakur hf. útgáfufyrirtæki Morg- unblaðsins er hluthafi í, segir að samkvæmt upphaflegum samning- um hafi bandaríska fyrirtækið átt að afhenda afruglarana um síðustu áramót, en hins vegar hafi afhend- ing þeirra dregist úr hófi vegna tæknilegra örðugleika. „Þeir voru með lausn sem virk- aði á Bandaríkjamarkaði og þeir töldu mjög auðvelt að breyta þeirri lausn yfir á PAL-kerfið sem notast er við í Evrópu. Síðan leið og beið og loforð um að þetta væri að koma bárust stöðugt, en þetta urðu ein- tóm svik. Við vorum orðin mjög langeygð eftir þessu en ástæðan fyrir því að við vorum tilbúin til þess að teygja okkur í tíma var sú að þessi tækni sem þarna var í boði hafði mikla yfirburði umfram aðra valkosti." Leit hafin að nýju kerfi síðastliðið vor Gunnar segir að stöðin hafi hins vegar sent tvo menn á sýningu í Evrópu sl. vor til þess að kynna sér aðra möguleika í stöðunni og í framhaldi af því hafi verið haft samband við stóran evrópskan framleiðanda afruglarakerfa. „Við fengum bráðabirgðatilboð frá þeim fyrir þremur mánuðum, sem við gátum þá haft í bakhöndinni ef svo myndi fara að við gæfumst upp á bandaríska framleiðandanum. Samið hafði verið um S-band og UHF-afruglara. S-band lausnin virkaði eins og til var ætlast og var þá hafist handa við að dreifa þeim afruglurum. Þegar kom að því að afhenda UHF-gerðina kom babb í bátinn og fyrirtækið gat ekkiafhent þá lausn sem við vildum sjá. í kjölfarið riftum við samningn- um við þennan framleiðanda og ætlum okkur að höfða mál vegna vanefnda," segir Gunnar. Að sögn Gunnars var búið að greiða inn á þetta afruglarakerfi en tap fyrirtækisins vegna þess felist þó að mestu leyti í því að hafa ekki getað hafið ruglun á dagskrá sinni. Hann segir að samhliða riftun samningsins hafi þráð- urinn verið tekinn upp að nýju i viðræðunum við evrópska fyrirtækið. „Við ætlum að bjóða upp á þáttasölu eða „Pay- per-view“ eins og það nefnist á ensku og þetta evrópska fyrirtæki hefur upp á að bjóða lausn með öllum möguleikum þar að lútandi. Þáttasala er kerfi þar sem að fólk getur pantað sér mynd- ir og valið úr eftir hendinni. Sam- kvæmt áætlun sem gerð er í sam- vinnu við framleiðandann verður byijað að rugla í byijun nóvember- mánaðar," segir Gunnar. Hlutafjáraukning lykilatriði fyrir framhaldið Þessi vandamál með afruglara- kerfi Stöðvar 3 hafa haft það i för með sér að sjónvarpsútsendingar hennar hafa verið sendar út órugl- aðar frá upphafi, en útsendingar hófust hinn 24. nóvember á síðasta ári. Af þessum sökum hefur heldur ekki verið hægt að innheimta nein áskriftargjöld meginhluta undan- gengins árs. Gunnar segir að þetta sé búið að vera mjög erfiður tími. „Eins og gefur að skilja hafa tekjurnar ekki verið mjög miklar á þessu tímabili og þar af leiðandi var ákveðið að fara þess_ á leit við nú- verandi hluthafa í íslenska sjón- varpinu hf. að veita heimild til að auka hlutafé fyrirtækisins um allt að 300 milljónir króna. Sú heimild iiggur nú fyrir og hlutaíjársöfnun er í fullum gangi. Hluti af núverandi hluthöfum mun bæta við sig hlutafé en síðan erum við að leita að nýjum góðum fjárfestum til að takast á við þetta verk- efni sem framundan er. Þessi hlutafjáraukn- ing er lykilatriði í dag, því við þurfum aukið hlutafé til að geta tekist á við þetta stóra verkefni og það er það sem við erum að leita eftir úti á mark- aðnum. Við höfum fengið góðar viðtökur og við vonumst eftir því að geta lokið því innan tíðar.“ Hlutafé íslenska sjónvarpsins í dag er 250 milljónir króna að nafn- virði en verður 550 milljónir króna, verði af þessari hlutafjáraukningu. Vinna síðustu mánaða ekki alfarið í súginn Gunnar segir að þó svo að þessir tæknilegu örðugleikar með afrugl- arakerfíð hafí valdið fyrirtækinu verulegu fjárhagstjóni, líti hann ekki á þetta tímabil sem eintóma sóun. Á móti komi að búið sé að koma upp mjög öflugu dreifíkerfi og hafi um 28.000 heimili nú feng- ið aðgang að loftneti frá Stöð 3 auk þess sem áætlað sé að um 10-15 þúsund heimili til viðbótar hafi að- gang að örbylgjuloftneti og geti því náð sendingum stöðvarinnar. „í öðru lagi er stöðin búin að vera með opna dagskrá í allan þennan tíma og fjöldi fólks hefur fengist að kynnast þessari dagskrá og því hefur sú kynning, sem ella hefði þurft að eiga sér stað, þegar farið fram, enda sýna markaðs- rannsóknir að mikill áhugi er hjá þeim, sem hafa verið að horfa á stöðina, að gerast áskrifendur,“ segir Gunnar. Þá segir hann fyrir- tækið hafa á þessum tíma komið sér upp góðu neti efnisbirgja, sem fært hafi stöðinni góða samninga. Einnig hafi starfslið stöðvarinnar fengið góða þjálfun á þessum tíma í útsendingum, umsjá dagskrár og áskriftarmálum. Stefnt að því að opna fyrir þáttasölu í desember Gunnar segir að byijað verði á því að rugla þær rásir sem sent er út á í dag, og í kjölfarið verði síðan farið að huga að sendingum á þáttasöluefni. Gért sé ráð fyrir því að þær útsendingar geti hafist í byijun desember og að þremur til fjórum rásum verðij varið til þess- ara útsendinga, en íslenska sjón- varpsfélagið ásamt Bíórásinni hf., sem er að stærstum hluta í eigu sömu aðila og íslenska sjónvarpsfé- lagið, hefur leyfi til að senda út á átta örbylgjurásum. Gunnar segir að þegar hafi verið gengið frá samningum um efni í þáttasöluútsendingarnar og ljóst sé að afruglarakerfið sem verið sé að ganga frá samningum um, geti sinnt þeim útsendingum. Gunnar segir að áhersla verði lögð á að vera með nýtt og gott efni í þáttasölusendingunum. „Þeg- ar kvikmynd er sett á markað líða sex mánuðir áður en hægt er að setja hana á myndband og síðan aðrir sex mánuðir áður en hægt er að senda hana út í þáttasölu- kerfi. Sex mánuðum síðar er síðan heimilt að senda hana út á áskrift- arstöðvum eins og Stöð 2 og aðal- rás Stöðvar 3 eru. Því höfum við velt því fyrir okkur hvers vegna Stöð 2 hefur talið það fréttnæmt að gera samninga við kvikmynda- gerðarfyrirtæki um sýningarrétt á myndum sem hægt er að sýna í þáttasölu löngu áður.“ Að sögn Gunnars er myndlykill- inn fyrir þessar sendingar sá hinn sami og fyrir útsendingar Stöðvar 3 og því sé nauðsynlegt að vera áskrifandi að Stöð 3 til að ná þess- um sendingum. Gunnar segist bú- ast við því að þessari þjónustu verði tekið mjög vel, enda fylgi því mik- il þægindi að geta pantað sér kvik- mynd í gegnum síma. Heimir Karlsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, segir að tilkoma þátta- sölusjónvarpsins muni breyta miklu um þá dagskrá sem stöðin hafi upp á að bjóða. „Það má kannski segja að menn hafi haldið að sér höndum að sumu leyti á meðan afruglara- málin voru ekki komin í höfn. Hins vegar má segja að öllum spilum hafi ekki verið spilað út enn.“ Hann segir að í dagskrármálum sé verið að kanna ýmsa möguleika, m.a. með aukna innlenda dagskrár- gerð í huga. Þá sé einnig verið að skoða ýmsa möguleika á frekari útfærslu þáttasölusjónvarpinu, m.a. með innlent dagskrárefni í huga. Byrjað að innheimta áskrift Stöð 3 hefur þegar hafið inn- heimtu á áskriftargjöldum þrátt fyrir að útsendingar stöðvarinnar séu enn í opinni dagskrá. Gunnar segir að fyrirtækið hafi í raun ekki séð sér fært lengur að innheimta engin áskriftargjöld. „Við höfum nú undir lokin lent í miklum hremmingum og því ákváðum við að byija að innheimta áskriftargjald hjá okkar áskrifend- um, sem þá hjálpar okkur yfir þennan erfiða hjalla. Það er hins vegar engin spurning um að við munum umbuna þessum hópi fyrir að hafa tekið þátt í að hjálpa okkur á þessum erfiðu dögum og vik- um.“ Heimir segir þetta hafa mætt góðum skiln- ingi hjá langflestum áskrifendum stöðvarinnar og bætir því við að fólk meti það greinilega að hafa fengið að horfa á sjón- varpsstöðina án endurgjalds und- anfarna mánuði, og að auki fengið loftnetsbúnaðinn frían. Það sé því tilbúið að koma til móts við stöðina með þessum hætti. Heimir segir að þrátt fyrir erf- iðleika undangengina mánuði sé engan bilbug að finna á starfsfólki Stöðvar 3. „Starfsfólk okkar er líka enn fullt af krafti, orku og metn- aði, enda hefur það orðið vart við gríðarlega jákvæð viðbrögð frá al- menningi. Þetta staðfestir þá trú okkar að mikill áhugi sé fyrir hendi hjá fólki á dagskrá Stöðvar 3.“ Mál höfðað vegna van- efnda Hlutafjár- aukning lykil atriði Síðumúla-: fangelsið lagt niður DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur að tillögu Fangelsismálastofnunar ríkisins ákveðið að leggja niður fangelsið í Síðumúla 28. Fangelsið hefur verið lokað í tilraunaskyni sl. þijá mánuði. Á meðan hefur gæslu- varðhald að mestu farið fram í fangelsinu á Litla-Hrauni. í skýrslu fangelsismálanefndar til dómsmálaráðherra árið 1992 kemur fram að húsið hafi upphaf- lega verið hannað og byggt til að vera bílaþvottastöð og geymsla fyr- ir lögregluna í Reykjavík. Síðumúla- fangelsið hafi verið tekið í notkun árið 1972. Ýmislegt er talið mæla gegn áframhaldandi notkun hússins, s.s. léleg loftræsting og klefar, slæm aðstaða starfsfólks og mikil við- haldsþörf. Sveiflur í fangaijölda valdi því að erfitt sé að gera rekstr- aráætlanir og fangelsið sé ákaflega kostnaðarsöm rekstrareining. Fangelsismálanefnd leggur til að Síðumúlafangelsið verði lagt niður þegar gæsluvarðhaldsdeild hafi ver- ið komið á fót í nýju afplánunar- fangelsi. Nefnd á vegum Evrópu- ráðsins um varnir gegn pyndingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefnd- in) tók undir það í skýrslu sinni árið 1994. Með nýju fangelsi á Litla-Hrauni varð fyrst raunhæfur möguleiki á að hrinda þessu í framkvæmd. Gæsluvarðhald flyst því að mestu leyti til Lita-Hrauns og hefur verið útbúin séraðstaða þar að því er segir í fréttatilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Nýtt fangelsi á Tunguhálsi Fram kemur að með lokun fang- elsisins gefist möguleikar á að hag- ræða rekstri fangelsiskerfisins í heild. Stefnt sé að því að selja eign- ina og renni söluandvirði til bygg- ingar nýs gæsluvarðhalds- og af- plánunarfangelsis á Tunguhálsi í Reykjavík. Undirbúningur að bygg- ingu þess er hafinn og miðast áætl- anir við að það verið risið um alda- mótin. ------» ♦ ♦---- Þriggja bíla árekstur í Hvalfirði ÞRIGGJA bíla árekstur varð í Hval- ijarðarbotni uppúr hádegi í gær. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi voru tildrög árekstrarins þau að ökumaður fólksbíls stöðvaði á miðri brúnni yfir Botnsá vegna fýls- unga framundan. Næsti ökumaður á eftir áttaði sig ekki á því að bíll- inn fyrir framan var kyrrstæður og keyrði aftan á hann. Á hann skall svo þriðji bílinn. Engin slys urðu á fólki og lítið eignaitjón. Trébrúin var blaut og hál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.