Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gæsaveiðitíminn hefst í dag: ÞAÐ er nú liðin tíð að menn hendi sér niður á milli þúfna og freti ljúfurinn. Nú verður að sýna veiðikortið fyrst . . . m—,, | Qjági-ji jPagur-^IinTmn Nýtt morgunblað á af- mælisdegi Akureyrar *. W**r.***?._I SwBBsiásíar ! scs.'S.t^ ~ ssisja saasr V' i tólr jajgjgB S2H:H pggg SJðuvarp tir fcðUummar íji ll ^Dagur-©úrrátrt Malíasveikútnnlijónir fL-®; króna á íslensk gullkort fe M5gggS~sL: .A'10 inríryítH AÐALFRÉTTIR á forsíðu hins nýja dagblaðs voru mismunandi á fyrsta útgáfudegi þess í gær. A forsíðunni sunnan heiða var aðalfréttin um milljónasvik út á gullkort, en á forsíðunni norð- an heiða var aðalfréttin um nýtt blað á afmælisdegi Akureyrar. Nýtt dagblað á grunni tveggja eldri Sprengju- gabb á Vellinum TILKYNNING um að sprengjur væru í tveimur byggingum á um- ráðasvæði varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli í gærmorgun reyndist vera gabb. Sveitir lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli og slökkviliðs voru kallaðar til klukkan hálfníu í gærmorgun. Þá var þegar búið að rýma bygging- arnar, samkomuhús unglinga og verslunarmiðstöð í gömlu flugstöð- inni. Eftir um klukkustundar leit var úrskurðað að um gabb væri að ræða. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Keflavíkurflugvelli var um símagabb að ræða. Að svo stöddu er ekkert vitað um uppruna hring- ingarinnar en rannsóknarlögregla varnarliðsins rannsakar málið. ------»■ ♦ ♦--- Hætt að prenta Iceland Reporter MÁNAÐARRITIÐ Iceland Reporter kom út í síðasta sinn í júní síðastliðn- um en birtast áfram á alnetinu. Að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar ritstjóra hefur ritið þar með verið lagt niður í prentuðu formi. Frá því í apríl á síðasta ári hefur Iceland Reporter birst á alnetinu með dag- lega fréttaþjónustu og þar eru einn- ig birtar almennar greinar. „Þú nálgast hlutina á alnetinu eft- ir efnisflokkum, en auk þess munum við vikulega og mánaðarlega birta samantekt og yfirlit," sagði Ásgeir. Uppselt áBlur UPPSELT er á tónleika hljóm- sveitarinnar Blur sem haldnir verða í Laugardalshöll 8. sept- ember nk. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni 20 ára afmælis Skífunnar. DAGBLAÐIÐ Dagur-Tíminn kom út í fyrsta skipti í gær, en blaðið er arftaki tveggja dagblaða sem gefin hafa verið út hér á landi um áratugaskeið, Tímans í Reykjavík og Dags á Akureyri. Tíminn kom fyrst út í Reykjavík árið 1917. Hann var fyrstu áratugina vikurit, en varð að dagblaði árið 1947. Nútíminn leysti Tímann af hólmi árið 1984 og kom út í á annað ár er Tíminn hóf aftur að koma út. Tíminn hefur í gegnum tíðina verið helsta málgagn Framsóknarflokksins. Dagur kom fyrst út á Akureyri árið 1918 og hefur komið út óslitið síðan. Hann kom fyrst út tvisvar í mánuði, en varð fljótlega að viku- blaði og að dagblaði varð hann árið 1985. Dagur var einnig málgagn Framsóknarflokksins. Frjáls fjölmiðlun hf. er meirihluta- eigandi í Dagsprenti hf. sem gefur út Dag-Tímann. Fijáls fjölmiðlun gefur út DV, en það dagblað varð til er Dagblaðið og Vísir sameinuð- ust á áttunda áratugnum. Ferðakaupstefna nyrðra FERÐAKAUPSTEFNAN Vestnord- Þar munu á þriðja hundrað fyrir- en Travel Mart verður haldin í 11. tæki frá yfir 20 þjóðlöndum kaupa sinn í íþróttahöllinni á Akureyri og selja ferðír til til Vestnorden-land- dagana 4.-6. september næstkom- anna þriggja, íslands, Grænlands og andi. Færeyja. Rekur lyfjaverzlun í Hondúras Ævintýri í Mið-Ameríku MARGIR láta sig dreyma um að breyta ærlega til, segja skilið við sína venjubundnu vinnu, skella sér til einhvers framandi lands og heíja þar nýtt líf. Fæstir þeirra, sem gæla við slíkar hugmyndir, láta þó verða af því að halda á vit ævintýranna á þennan hátt. Arnór Stefánsson, 28 ára gamall fyrrum hótelstjóri á Djúpavogi, er þó einn þeirra. Hann rekur nú í félagi við eiginkonu sína og mág lyfja- verzlun í höfuðborg Mið- Ameríkulýðveldisins Hondú- ras, Tegucigalpa. — Hvernig hófst þetta ævintýri? „Sumarið 1993 rakst ég á auglýsingu frá samtökunum AUS (Alþjóðlegum ung- mennaskiptum), sem gera ungu fólki frá „fyrsta heims“-löndum kleift að dvelja og starfa um skeið í „þriðja heims“-löndum og öfugt. Þannig fór ég um haustið 1993 til Hondúras og vann þar í tæpt ár á landspítala þeirra Hondúras- manna í Tegucigalpa. Þetta var mjög viðburða- og lærdómsríkur tími. Ég sneri aftur heim haustið 1994 og tók upp fyrri störf austur á Djúpavogi. I Hondúras hafði ég kynnzt suðrænni og seiðándi mey, Júlíu, sem kom hingað til íslands til mín í október 1994. Hún vann þann vetur í síld og saltfiski fyrir austan. Um vorið í fyrra hélt hún síðan í ferðalag um Evrópu og þaðan heim til Hondúras. í fyrrahaust ákvað ég síðan að drífa mig út til hennar. Þó mig hafi ekki vanhagað um neitt hér heima dró það þó ekki úr manni að drífa sig. Ég vissi að hveiju ég gengi, ég hafði kynnzt fólkinu þarna vel. Þetta er alveg yndislegt fólk; það tekur manni eins og heimamanni. í fyrstu heldur það reyndar að maður sé gringo, eins og Bandaríkjamenn eru kallaðir, en ég leiðrétti þennan misskilning með því að kynna mig sem bik- ingo, sem þýðir víkingur á spænsku. Því taka þeir feiknavel. Þegar svo á hólminn var komið var bara eftir að ákveða út í hvaða rekstur skyldi farið til að koma undir sig fótunum þarna. Fyrst hugleiddi ég að stofna til einhvers reksturs í tengslum við ferða- mannaiðnaðinn, sem er í mikilli sókn þarna — það er líka sá rekst- ur sem ég þekki bezt. Á hinn bóg- inn langaði mig til að prófa eitt- hvað nýtt. Hugmyndin að lyfja- verzluninni kviknaði út frá því að bróðir Júlíu er lyfjafræðingur. Ég þekkti líka svolítið til þessa geira vegna reynslu minnar frá sjúkra- húsinu. ---------- Það varð úr. Við fundum hentugt hús- næði í nágrenni spítal- ans. Þá var pappírs- _____________ vinnan eftir. Það tók tvo mánuði með dyggri aðstoð lögfræð- ings, sem vill til að er bróðir at- vinnumálaráðherrans, að fá öll til- skilin leyfi og stimpla. Það ber að taka fram að lyfjaverzlun er með allra alvarlegasta rekstri sem hægt er að fara út í í landi eins og Hondú- ras. Auk þess veldur það mér per- sónulega nokkrum vandkvæðum að ísland og Hondúras eru ekki í stjómmálasambandi. Núna er orðið hálft ár síðan við opnuðum með Arnór Stefánsson ► Arnór Stefánsson er fæddur á Djúpavogi þ. 24. júlí 1968. Hann útskrifaðist úr Hótel- og veitingaskólanum árið 1988 og hefur auk þess sótt námskeið í fyrirtækjarekstri og hótel- stjórnun. Með námi vann Arnór á hótelum og veitingastöðum í Reykjavík, en hann tók við stjórn Hótel Framtíðar á Djúpa- vogi árið 1990. Arnór kvæntist Júlíu Sanches þann 1. júní sl. Framtíð í út- flutningi tll Mið-Ameríku lyfjaverzlunar í Hondúras ekki frá- brugðin því sem við þekkjum? „Hvað varðar viðskiptahætti til löglegrar sölu á lyfjum eru skilyrð- in að flestu leyti sambærileg, að öðru leyti en því að í Hondúras eru eingöngu vanabindandi lyf lyfseð- ilsskyld — og verð lyfjanna er miklu lægra. Margir sem þjakaðir eru af einhveijum kvillum koma beint í apótekið, án þess að vitja læknis fyrst. Við höfum mjög gott úrval af þeim lyfjum sem eru fáanleg á heimsmarkaðnum. Þau fáum við frá heildsölum á sama hátt og lyfjaverzlanir hér á landi. Ef íslendingur kæmi í verzlun- ina til okkar tæki hann þó sjálf- sagt eftir einu: öryggisgæzla er ströng. Við innganginn er einkenn- isklæddur öryggisvörður vopnaður hríðskotabyssu. í landi þar sem fátæktin er eins mikil og enn er tilfellið í Hondúras er nokkuð um glæpi en þó ekki meira en gengur og gerist í mörgum þjóðfélögum á Vesturlöndum.“ — Nú ert þú á förum aftur út. Hvert er framhaldið hjá ykkur? „Ég hef verið að leita fyrir mér hvaða möguleikar eru fyrir hendi til útflutnings á íslenzkum afurð- um til Hondúras og Mið-Ameríku. Mið-Ameríkuríkin fimm — Hondú- ras, Nicaragua, E1 Salvador, Gu- atemala og Costa Rica — mynda með sér sam- eiginlegan fríverzlun- armarkað með um 30 milljónir íbúa. Mjög lítið hefur verið reynt af hálfu íslenzkra útflytjenda að kom- ast inn á þennan markað, þó t.d. Danir og fleiri Evrópuþjóðir séu duglegar við það. Eg tek með mér tilraunasend- ingu af íslenzku lýsi í pilluformi. Ég trúi því að miklir möguleikar séu á sölu þess þarna. Þar sem það feliur hins vegar undir lyfja- löggjöf á eftir að koma í ljós hvern- ig fer með leyfísveitingar og því um líkt. Ég er hins vegar bjartsýnn pompi og pragt. Reksturinn hefur á að það gangi og er vongóður um gengið prýðilega þrátt fyrir harða að framtíðarviðskipti felist í út- samkeppni og veltan eykst með flutningi á lýsispillum og jafnvel hveijum mánuði sem líður." fleiri tegundum íslenzkra lyfja til — Eru skilyrðin til rekstrar Mið-Ameríku.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.