Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti birtist á skjám á flokksþingi demókrata í þann mund, sem hann var formlega tilnefndur forsetaframbjóðandi flokksins á miðvikudagskvöld. Demókratar tilnefna Clinton forsetaframbjóðanda „Brú Banda- ríkjamanna til framtíðar“ BILL Clinton Bandaríkjaforseti var á miðvikudagskvöld formlega til- nefndur forsetaframbjóðandi demó- krata á næstsíðasta degi flokksþings þeirra í Chicago. Mikil bjartsýni ríkti í höllinni, sem er vettvangur þings- ins, og var hamrað á því að Clinton væri „brú Bandaríkjamanna til framtíðar", en Bob Dole, forseta- frambjóðandi repúblikana, væri fast- ur í fortíðinni. Samkvæmt skoðana- könnunum hefur forskot Clintons á Dole verið að aukast jafnt og þétt undanfarna daga. A1 Gore varaforseti flutti ræðu á miðvikudagskvöldið og sagði að Dole væri „góður og heiðvirður mað- ur“, en hugmyndir hans væru slæm- ar. Dole svarar gagnrýni Dole svaraði gagnrýni Gores með því að segja að honum hefði greini- lega verið falið árásarhlutverkið í kosningabaráttu Clintons líkt og ávallt áður. Clinton hafði verið á lestarferð um ríki þar sem mjótt er á munum milli hans og Doles frá því á sunnu- dag og kom til Chicago í þann mund, sem tilnefningin hófst. Arkansas, heimaríki Clintons, var fyrst í röðinni, á eftir fylgdi Ten- nessee, heimaríki Gores, og síðan hvert rikið á fætur öðru. Það kom í hlut fulltrúa Ohio, eins ríkjanna, sem Clinton hélt í kosn- ingafundi í lestarferðinni, að tryggja forsetanum meirihlutann, sem hann þurfti til tilnefningarinnar. Þegar það gerðist birtist Clinton með bros á vör þar sem hann sat á hótelherbergi sínu i Chicago á stór- um skjám í þingsalnum, sem er heimavöllur Michaels Jordans og félaga í körfuboltaliðinu Chicago Bulls. Hillary Rodham Clinton og Chelsea, dóttir forsetahjónanna, föðmuðust í salnum. Forsetaframbjóðendur repúblik- ana hafa sigrað í Ohio í öllum kosn- ingum eftir heimsstyijöldina síðari nema 1992 þegar Clinton sigraði naumlega og átti það þátt í að hon- um tókst að bera sigurorð af George Bush, fyrrverandi forseta. Tilnefndur einróma Clinton var tilnefndur einróma og það hefur ekki gerst hjá demókröt- um frá árinu 1936. Flokksþinginu átti að ljúka í gær með ávarpi Clintons, þar sem hann hugðist gera grein fyrir því hvernig hann ætlaði að vísa Bandaríkja- mönnum veginn fram á næstu öld yrði hann endurkjörinn. Að þinginu loknu hyggjast Clinton og Gore halda í kosningaferð í langferðabíl líkt og fyrir fjórum árum. Rússnesk þota ferst með 143 mönnum á Svalbarða Leitarstarfi hætt vegna svartaþoku, hvassviðris og snjóa Ósló. Morgunblaðið. ALLIR þeir 143 sem voru um borð í rússnesku Túpolev TÚ-154M þot- unni sem fórst á Óperufjalli á Sval- barða í gærmorgun eru taidir af. Björgunarstarfi var hætt síðdegis vegna svartaþoku, hvassviðris og mikilla snjóa. Engin lík voru flutt til byggða í gær en gert ráð fyrir að hafist yrði handa um það í dag. Lögregluvörður var settur við slys- staðinn og honum lokað, sömuleiðis loftrýminu yfir honum. Von var á fulltrúum norsku flugslysanefndar- innar og rannsóknarlögreglunnar til Svalbarða í gærkvöldi. Um borð í þotunni voru námu- menn, aðallega frá Úkraínu, og fjöl- skyldur þeirra, 125 fullorðnir far- þegar, fjögur börn og 14 manna áhöfn. Ekki hefur verið látið uppi um þjóðerni þeirra, en . Skall þotan á hlíðum Óperufjalls við Aðventud- al, 10 km austur af flugvellinum í Longyearbyen, nokkrum mínútum fyrir áætlaða lendingu. Þotan var 16-19 kílómetra austur af flugvell- inum er flugmennirnir töluðu síðast við flugturns vallarins en þá var klukkan 10.15 að staðartíma, 8.15 að íslenskum tíma i gærmorgun. Umfangsmikil leit hófst _ sam- stundis og fannst brakið á Óperu- fjalli tveimur tímum síðar en þar var lágskýjað er þotan fórst. Slysið er hið mannskæðasta sem orðið hefur í norsku loftrými. Flugslyssins gætir áþreifanlega í námubæjunum Barentsburg og Pyr- amiden á Svalbarða. í fyrrnefnda bænum búa milli 800 og 900 íbúar en 600-700 í Pyramiclen sem liggur við norðanwerðan Isfjörð. Náma- mennirnir og fjölskyldur þeirra voru á leið til þessara bæja, alls 129 manns. Áttu þeir að leysa af vakt- hóp sem beið á flugvellinum í Longyearbyen til þess að fara til baka til Moskvu með flugvélinni. Rétt fyrir síðustu áramót birti Vnúkovo-flugfélagið áætlun um endurnýjun flugflota síns, sem sam- anstóð af 54 flugvélum, einkum SVALBARÐASLYSIÐ Reuter TÚPOLEV Tú-154 farþegaþota í eigu Vnúkovo-flugfélagsins á Moskvu-flugvelli. Þota sömu gerðar í eigu félagsins fórst á Sval- barða í gær og með henni 143 menn. inn nýrri tegund, Túpolev-204. Enn- fremur þyrfti að stækka flugflotann til þess að hægt yrði að standa við áætlanir um fjölgun flugleiða, m.a. til útlanda og þá einkum sunnan- verðrar Evrópu. Stærsta flugfélag Rússlands Vnúkovo er stærsta flugfélag Rússlands á innanlandsleiðum en á fyrri helmingi þessa árs flutti það 812.000 farþega til 37 áfangastaða sinna innanlands, en auk þess stund- ar það leiguflug á 10 leiðum. í fyrra voru farþegar félagsins 1,9 milljón- ir. Það hóf starfsemi árið 1993 og er með höfuðstöðvar í Moskvu. Er það eitt margra flugfélaga sem stofnað var á rústum Aeroflot- félagsins. Túpolev-154 flugvélin var helsti vinnuhestur Aeroflot vegna fjölda slíkra flugvéla sem það rak en hún var m.a. hönnuð til flugs á malar- og leirvelli. Þotunni var fyrst reynsluflogið 1968 og hún var gerð fyrir 128-168 farþega. Var hún tekin í notkun til regluiegs áætlun- arflugs með farþega í febrúar 1972 á leiðinni milli Moskvu og Mín- arníje Vodíj í Norður-Kákasusfjöll- um og fyrstu miililandaferðina fór hún í ágúst það ár frá Moskvu til Prag. Túpolev-154 þotum. Ætlunin var að leggja 8-10 slíkum á eins til tveggja ára tímabili og kaupa í stað- Tupolev Tu-154 Óttast var að farþegar og áhöfn rússneskrar þotu, 141 maður, hefði týnt lífi er þotan flaug á fjall í aðflugi til lendingar á Svalbarða í gærmorgun. Um borð í rússneskri Túpolev-154 þotu Vnúkovo-flugfélagsins voru 129 farþegar og 12 manna áhöfn á leið frá Moskvu til Longyearbyen. Longyearbyen Þotan flýgur í Óperu- fjall 10kmausturaf flugvellinum. Eftirlitsstofnun skammar íhaldsmenn Persónuníð gegn Blair London. The Daily Telegraph, Reuter. EFTIRLITSSTOFNUN auglýsinga í Bretlandi úrskurðaði í gær að íhaldsflokknum bæri að hætta að nota í áróðri sínum mynd af Tony Blair, leiðtoga Verkamannaflokks- ins, þar sem hann er sýndur með augu drýsildjöfuls. Er þetta í fyrsta sinn sem stofnunin grípur til að- gerða af þessu tagi gegn meintu persónuníði í pólitískum áróðri. í úrskurðinum segir að Blair sé sýndur sem „skuggalegur og óheið- arlegur" maður og hefðu íhalds- menn átt að vita að þannig aðferð- um ættu menn ekki að beita. Kvart- að hefur verið yfir því að áróðurs- herferðin, sem var skipulögð af Maurice Saatchi, væri árás á les- endur vegna þess að Blair væri sagður hafa til að bera „djöfullega eiginleika" en stofnunin tók þó ekki undir þá skoðun. John Major for- sætisráðherra aðlaði Saatchi í lið- inni viku. Blair sagði að auglýsingin hefði aldrei átt að birtast, hún væri „skammarleg, andstyggileg, nei- kvæð - allt er þetta það sem við getum búist við af hálfu íhalds- flokksins". í haldsmenn ánægðir Talsmenn íhaldsflokksins sögð- ust harðánægðir með að vísað hefði verið á bug fullyrðingum þess efnis að auglýsingin sýndi Blair í líki skrattans, áfram yrði haldið á þeirri braut að vekja athygli á slæmum eiginleikum andstæðinganna. „Við getum því með fullum rétti sagt að þessi augu séu hættuleg, ekki djöf- ulleg, að þau séu tákn nýrrar hættu sem þjóðinni stafar af Verkamanna- flokknum,“ sagði Michael Trend, einn af leiðtogum íhaldsmanna. Á myndinni af Blair, er lagt hefur áherslu á nýja og breytta stefnu flokksins, stendur „Nýr Verka- mannaflokkur, ný hætta“. Austin Mitchell, einn af þing- mönnum Verkamannaflokksins, gagnrýndi Blair í grein í New Stat- esman í gær og sagði hann láta sem hann tæki tillit til sjónarmiða óbreyttra flokksmanna en í reynd væru stjórnunarstíll og ákvarðana- taka leiðtogans ekki lýðræðislegri en í Norður-Kóreu. Mitchell hrósaði þó Blair fyrir að vera í betri tengsl- um við hugsunarhátt breskra kjós- enda en gamlir flokkshestar. Hann sagði flokksmenn hafa gert samning við Blair eins og Fást, söguhetja Goethes, er seldi djöflin- um sál sína. „Tony mun tryggja okkur sigurinn en í staðinn höfum við selt honum í hendur sál okkar, flokk og drauma," sagði Mitchell.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.