Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vefnaðar- sýning FÉLAG íslenskra vefnaðar- kennara stendur fyrir vefnað- arsýningu sem verður opnuð á laugardag í Hornstofunni, Laufásvegi 2. Á sýningunni má sjá verk nemenda frá eftirtöldum skól- um: Heimilisiðnaðarskóli ís- lands, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, Myndlista- og handíðaskóli íslands. Verkin eru bæði eftir byijendur og lengra komna. Sýningin er opin alla daga kl. 13-18 og stendur til 8. sept- ember. Gréta Mjöll sýnir á Horninu GRÉTA Mjöll Bjamadóttir opnar sýningu á grafíkverkum í Galleríi Hominu, Hafnar- stræti 15, laugardaginn 31. ágúst kl. 17. Gréta nefnir sýninguna „Var“ - ný þrykk af gömlum klisjum, sem vísar til þess að verkin eru þrykk af gömulum legsteinuni við Suðurgötuna. Tæknin er upprunnin í Kína, en þarlendir grafíklistamenn taka þrykk af letursteinum. Gréta Mjöll hefur haldið fjölda einka- og samsýninga, m.a. í Kína og Danmörku og Svíþjóð. Sýning Grétu Mjallar stend- ur til 18. september og verður opin kl. 11-23.30 alla daga. KI. 14-18 er sérinnga.ngur gallerísins opinn, en annars er gengið í gegnum veitingastað- inn Homið. Sýningu Ivars að ljúka SÝNINGU ívars Brynjólfsson- ar í Ingólfsstræti 8 lýkur sunnudaginn 1. september. Sýningin ber heitið Myndir frá forsetaframboði 1996 og sam- anstendur af 18 myndum teknum á kosningaskrifstofum forsetaframbjóðenda. Sýningin í Ingólfsstræti 8 er þriðja einkasýning ívars og er styrkt af Hans Petersen. Ingólfsstræti 8 er opið frá 14-18 alla daga nema mánu- daga, þá er lokað. Ljóða- og óperukvöld LJÓÐA- og óperukvöld nem- enda Svanhvítar Egilsdóttir verður haldið í Hafnarborg laugardagskvöldið 31. ágúst. Tónleikarnir eru lokaverkefni á námskeiði Svanhvítar sem verið hefur í Tónlistarskóla Reykjavíkur undanfamar vik- ur. Svanhvít er fyrrverandi pró- fessor við Tónlistarháskólann í Vínarborg þar sem hún kenn- ir enn í einkatímum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Píanóleikari er Vilhelm- ína Ólafsdóttir. Yættatal í SUMAR hefur staðið yfír í Litasafni Siguijóns Ólafssonar á Laugarnesi sýningin Vættatal sem var framlag safnsins til Listahátíðar í Reykjavík. Sýningunni lýkur næstkom- andi sunnudag, 1. september, Bent skal á að frá og með 1. september er safnið opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Skreytt verslun o g viðskipti Morgunblaðið/Árni Sæberg VERK eftir Svein. MYNDLIST Kringlan/Perlan MÁLVERK/HÖGGMYNDIR Sveinn Björnsson/Magnús Theódór Magnússon. Kringlan: opið alla daga; aðgangur ókeypis. Perlan: opið alla daga til 9. september; aðgangur ókeypis. SAMBÚÐ listsköpunar við aðra þætti mannfélagsins hefur verið listafólki og öðru áhugafólki óþijót- andi deiluefni í gegnum tíðina. List- in hefur í aldanna rás verið í víð- tæku þjónustuhlutverki, t.d. á sviði trúmála og stjórnmála, og þá oftar en ekki mótast af tíðaranda, sem á lítið erindi til annarra kynslóða. Á þessari öld hafa öll samskipti listar- innar við önnur svið þjóðlífsins ver- ið hvort tveggja í senn opnari (t.d. í gegnum gífurlega notkun augíýs- ingaefnis á myndlistinni) og gagn- rýnni (m.a. með umfjöllun listarinn- ar um neysluþjóðfélagið). Hvað sem slíkum vangaveltum líður hefur reynslan almennt orðið til að styðja skoðanir m.a. Einars Jónssonar myndhöggvara um að til að njóta sín þyrfti myndlistin sinn eigin vettvang, þar sem þeir sem þess óska gætu notið hennar í næði frá öðrum áreitum. Um leið og henni væri skipað niður í óbreytt rými sem væri helgað öðru yrði list- in að hjáróma skrauti - að umgjörð og aukaatriði fremur en inntaki og kjarna þess sem gestir fá notið á viðkomandi stað. Þrátt fyrir þessa reynslu streitast menn við og hengja list sína upp í verslunarmiðstöðvum og öðrum skrauthýsum í misráðinni eftirsókn eftir fjöldanum. Nú eru uppi tvær slíkar sýningar í stærstu glerhöllum Reykjavíkur, dapurlegar áminning- ar um að myndlist þarf réttar að- stæður til að njóta sín og verður aldrei meiri af því að skreyta versl- un og viðskipti. Sveinn Björnsson Kringlan í Reykjavík mun vera fjölsóttasta bygging landsins, og þjónar því væntanlega vel því hlut- verki sem hún var reist til að þjóna. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að tengja hana myndlist, en eft- ir að nýjabrumið fór af slíku hefur árangurinn verið í hæsta máta vafa- samur, og líklega aldrei sem nú. Að þessu sinni hafa verið sett upp ellefu stór málverk Sveins Björnssonar frá síðustu áratugum, og hanga á flekum yfir miðrými hússins. Myndirnar hafa flestar sést áður á sýningum listamannsins, og eru sumar ágæt listaverk sem eiga betra skilið; við þessar aðstæður nær jafnvel áhugasamur gestur hins vegar engum tengslum við þær. Þar kemur margt til. Upphenging er óvönduð; sum málverkin passa vel á sína fleka, en önnur skaga út af þeim, líkt og þau séu að detta frá. Lýsing rýmisins deyfir alla liti, þannig að verkin virðast mun flat- ari og dimmari en þau eru í raun. Loks er ekki hægt að nálgast mál- verkin, þar sem þau eru langt utan seilingar - og friður gesta til að skoða þau er enginn í því villta umhverfi sölumennskunnar, sem ríkir í húsinu. Árangurinn er eftir þessu. Þrátt fyrir mikla fólksmergð á venjulegu síðdegi í miðri viku var undantekn- ing að sjá menn líta til málverk- anna; það var næsta verslun, útstill- ing eða vöruverð sem eðlilega á hug flestra. Á þennan stað kemur fólk til að versla; vilji það njóta lista fer það annað. Vonandi fara menn að átta sig á þessu einfalda sambandi og hætta að láta glepjast af fjöldanum. Magnús Theódór Magnússon Perlan svonefnda á kolli Öskju- hlíðar er svipaðs eðlis; þangað kem- ur fólk til að njóta veitinga og út- sýnis, eða þá veisluhalda og vöru- sýninga af einu eða öðru tagi. Myndlistin hefur á stundum freist- ast inn á þennan vettvang, en með misjöfnum árangri; hitabeltistré, gosbrunnar og tónlist úr dósum er ekki það umhverfi sem flestir kjósa sér til að njóta lista. Magnús Theódór Magnússon, Teddi, sýnir nú hér öðru sinni, og má nánast tala um kraðak listmuna fremur en þægilega sýningu; hér eru nær sjö tugir gripa sem lista- maðurinn hefur unnið úr tré úr ýmsum áttum. Teddi er sjálfmenntaður í list sinni, en leitar einkum fyrirmynda í formum höggmynda modern- ismans, einkum hvað varðar mýkt lífrænna forma. Hann vinnur verk sín af útsjónarsemi og virðingu fýr- ir efninu, og þegar best lætur fær eðli viðarins oft ágætlega notið sín, og á það einkum við þau verk sem unnin eru úr rekaviði. Magnið er hins vegar fullmikið, og líður fyrir umhverfíð, sem fyrr segir; fyrir vikið verður fátt af þessu til að gesturinn staldri við, og aðrar truflanir staðarins reynast yfír- gnæfandi. Báðar verða þessar sýningar því dapurlegar áminningar um að sýn- ingar á myndlist þurfa sitt eigið umhverfi og eiga ekki heima alls staðar - og vissulega ekki í þessum húsum að óbreyttu ástandi. Eiríkur Þorláksson Um ást okkar, yndi og fögnuð TQNIJST Illjómdiskar BLÍTT LÉT SÚ VERÖLD Sigfús Halldórsson 75 ára. Fyrri hljómdiskur frá hátíðartónleik- um í Gerðarsafni. Söngvaran Agústa S. Ágústsdóttir, Þórunn Guðmunds- dóttir, Eiríkur Hreinn Helgason, Stefanía Valgeirsdóttir, Kristín S. Sigtryggsdóttir, Harpa Harðardótt- ir, Friðrik S. Kristinsson, Sigríður Gröndal, Kristinn Þ. Hallsson. Stjórn og undirleikur á pianó: Jónas Ingi- mundarson. Seinni hljómdiskur: Friðbjöm G. Jónsson syngur lög eft- ir Sigfús Halldórsson við undirleik höfundar. Hljóðritun (í Gerðarsafni), eftirvinnsla og hönnun útlits: Sigurð- ur Rúnar Jónsson, Studio Stemma ehf. Framleiðsla: Myndbandavinnsl- an ehf. Dreifing: Japis ehf. Útgef- andi: Studio Stemma ehf. 1996. Stemma 001/CD 1-2. AÐ SKRIFA um sönglög Sigfúsar Halldórssonar er einsog Sigfús Friðbjöm G. Halldórsson Jónsson að kynna bláber og rjóma fyrir þjóðinni - og þó: hér eru mörg lög, einkum á seinni diskinum, sem fiestum eru lítt kunn, sum óþekkt. „Það var einsog að lögin hans, sem þjóðin syngur enn þann dag í dag, hafi verið svo fyrirferðarmikil að ekki hafi verið seilst í handraðann í leit að fleirum,“ svo vitnað sé í Friðbjörn G. Jónsson. Hvað um það. Við höfum há- tíðardagskrá á fyrri hljómdiskin- um, öll vinsælustu lögin, prýðilega sungin og af hjartans list - ýmist einsöngur, tvísöngur __ eða allir söngvaramir saman. Án þess að rýra hlut annarra ber söngur Krist- ins Hallssonar af (Austurstræti og Tondeleyo), hann syngur með sveiflu og af tröllauknum sjarma (afsakið orðalagið!). Eiríkur Hreinn er góður, röddin bjartur og fallegur bariton. Konurnar syngja yfírleitt skínandi vel; ég nefni Ágústu og Hörpu (góð meðferð texta), einnig Sigríði Gröndal. Og ekki má gleyma fallegum samsöng - ekki síst í síðasta laginu, Dagnýju. Þetta er lag sem allir vilja syngja, hvort sem þeir geta það eða ekki! Það er ljúf og ósvikin hátíðar- stemmning yfir þessum diski undir stjóm og við lifandi undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Seinni diskurinn, sem er fróðleg- ur og með alvarlegra (og einlitara) yfírbragði, hefur að geyma mörg falleg lög - sem undirr. er að heyra í fyrsta skipti. Friðbjörn G. Jónsson og Sigfús hafa unnið saman í hálf- an annan áratug og hér höfum við árangurinn við undirleik höfundar. Þarna er innileikinn í fyrirrúmi, en ég sakna meiri fjölbreytni í framsetningu laganna, þó allt sé hér af alúð gert og góðri tilfinn- ingu. Það er bæði ánægjulegt og þakkarvert að fá í hendur hljóðrit- un á ljúflings lögum (við góðan texta) sem sjaldan heyrast og fáir þekkja. Og auðvitað mikilvægt að koma þessum tónsmíðum á fram- færi. Eg hefði þó kosið að hafa þessi tvö „prógröm" sitt í hvorum kassalingi, sem auðvitað er ekki stórmál og flokkast kannski undir sérvisku. Að lokum tilvitnun í Jón Ás- geirsson: „Hver hefur ekki fundið hjá sér þörf að taka undir með Sigfúsi Halldórssyni og syngja með honum söngva hans og fundið þar fagurt samspil tilfinninga og tón- unar þeirra. Sigfús syngur okkur söngva sína og við stöldrum við, hlýðum á um stund og tökum síðan undir fullum hálsi, því söngvar hans eru slegnir þeim galdri er ekki verður skilgreindur, aðeins lifaður. Galdri, er aðeins góð tón- skáld hafa á valdi sínu,“ - sem á vissulega við þegar best lætur. Oddur Björnsson Stórir bitar að kyngja TONLIST Norræna húsiö EINLEIKSTÓNLEIKAR Jón Sigurðsson píanóleikari. Mið- vikudaginn 28. ágúst 1996. ÞAÐ er enginn smábiti að kyngja að byija efnisskrá á tveim svítum eftir J.S. Bach. Kannski er þetta þó sá bitinn sem við öll þurfum að kyngja á okkar yngri árum til þess að reyna hvað ekki var æskilegast að gleypa í einum bita. Ein Ensk svíta hefði nægt Jóni að þessu sinni og þá eins sú fyrri í a-moll nr. 2. Fátt er líklega vandasamara píanó- leikaranum en að yfírfæra verk Bachs á nútíma slaghörpu. Fallegt legato, nákvæmt non-Iegato, ýmsar útgáfur stakkatos, eðlilegar hend- ingamótanir, jafnvægi milli radda, söngur laglínanna o.s.frv. Allt þetta er manni ungum nauðsynlegt að æfa, en langan tíma tekur að ná valdi á þessum atriðum ef það þá nokkurntíma tekst. Jón er duglegur píanisti og kjarkaður því dug og kjark þarf til að komast í gegnum tvær Bach-svitur á einum tónleik- um og þá ekki síður þegar margs konar óheppni hendir mann á leið- inni. Ekki var því óeðlilegt þótt nokk- ur asi væri yfir Preludíunni, sem upphafsatriði tónleikanna, en einn- ig vantaði í ásláttinn söng, líkara var sem nóturnar væru frekar barð- ar en stroknar. Ró vantaði einnig í hraðaval Preludíunnar og ná- kvæmar og yfirvegaðar hendinga- mótanir. Oft komu þó falleg augna- blik fram í leik Jóns en röskuðust gjarnan við óheppni eða öryggis- leysi og fallegs veiks spils saknaði undirritaður og t.d. var Gigue-ið dálítið klossað vegna ásláttarins. Þessa ágalla hafði og Enska svítan nr. 4 í F-dúr, og hvers vegna í ósköpunum að hafa ekki örlítið hlé milli dansanna? Sónatan í h-moll eftir Schopin er heldur engin smásmíði, bæði músíklega og teknískt. Sjálfsagt hefur Jón tækni til að skila sónöt- unni, en tækni er líka fallega bund- ið spil, mjúkur ásláttur og sönglega uppbyggðar línur. Jón hefur tímann fyrir sér og enginn verður... en ýmislegt þarf að laga. Ragnar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.