Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 21 BRYNDÍS Schram, fráfarandi framkvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs, efndi til móttöku á heimili sínu á miðvikudagskvöld_ þar sem hún afhenti Þorfinni Ómarssyni formlega stjórnartauma fram- kvæmdastjórnar sjóðsins. Óskaði Bryndís Þorfinni alls hins besta og sagði að hún hefði ekki getað feng- ið betri eftirmann. „Hann er gjör- kunnugur þessari veröld og tími til kominn að nýr maður fái að spreyta sig,“ sagði Bryndís. „Ég gleðst yfir því að byrja í þessu starfi á þessum mikilvægu tímum þar sem kvikmyndin er ný- búin að halda upp á aldarafmælið og við erum líka að sigla inn í 21. öldina. Það er ljóst að myndmiðillinn er miðill framtíðarinnar og kvik- myndin er listgrein 20. aldarinnar,“ sagði Þorfinnur. „Kvikmyndalist með aðstoð annarra miðla verður örugglega listgrein og -form 21. aldarinnar þannig að það er mikil- vægt að búa vel í haginn fyrir fram- tíðina.“ Við þetta tækifæri færði Sveinn Einarsson Kvikmyndasafni íslands nótnasafn móður sinnar, Kristjönu Þorsteinsdóttur, en hún hafði það verk í höndum að leika á píanó undir þöglu myndunum í Gamla bíói á 3. og 4. áratug aldarinnar. Böðvar Bjarki Pétursson fulltrúi í framkvæmdanefnd nýstofnaðs kvikmyndafræðafélags, Hins ís- lenska kvikmyndafræðafélags, sagði að frá kvikmyndasögulegu sjónarmiði á íslandi væri nótnasafn- ið gríðarlega merkilegt safn. „Við eigum örfáar bækur og að fá svona heillegt safn er mjög mikilvægt," sagði Böðvar Bjarki. I nótnasafninu er allt frá píanóútsetningum á Beet- hovensinfóníum, verkum eftir Schu- mann, Brahms, Liszt, Mendelsohn, Chopin og Schubert til skoskra stúdentasöngva, sænskra og nor- skra þjóðvísna, pólskra þjóðdansa, franskra og austurrískra marsa, laga úr óperum og söngleikjum, dægurlögum og stöku íslenskum lögum. Lulu í fullri lengd í Kaup- mannahöfn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÓPERA Alban Bergs, Lulu, er nú sýnd í Kaupmannahöfn og er sýningin sú fyrsta á Norður- löndum á óperunni í fullri lengd. Titilhlutverkið er sungið af hinni bandarísku Constance Hauman. Schigolch er sunginn af þýska bassanum Theo Ad- ams, sem er ekki aðeins í stjörnuliði söngsins eftir 45 ára feril heldur hefur einnig skrifað bækur um söngtækni. Peter Straka syngur Alwa, en hann er ungur tékkneskur tenór, sem nú syngur á öllum helstu óperu- sviðum heims. Bandaríski te- nórinn Monte Jaffe syngur Schön með eftirminnilegum hætti. Þessi uppsetning er í einu orði sagt stórglæsileg, því bæði Á MÁLÞINGI sem fram fer í Nor- ræna húsinu á morgun, laugardag, um íslenska þjóðernisstefnu verður leitað svara við spurningum eins og þeim hvað íslenskt þjóðerni sé? Hvenær íslensk sjálfsmynd varð til og við hvaða aðstæður? Hvað felist í sjálfsmynd íslenskrar þjóðernis- hyggju og hvaða eiginleika, dyggð- ir og markmið hún hefji upp? Og hver séu áhrif þjóðernisstefnu á okkar dögum? Fyrirlesarar verða átta. Fjórir tala fyrir hlé, kl. 13.00 til 14.45. Ragnheiður Kristjánsdóttir, sagn- fræðingur, heldur fyrirlestur sem hún nefnir „Þjóðleg" endurreisn og endurreisn „þjóðar", hugmyndir um endurreisn alþingis og rætur ís- lenskrar þjóðernisstefnu. Jón Karl Helgason, bókmenntafræðingur, flytur erindi sem nefnist „Fögur er hlíðin": mýta um íslenskt þjóðerni. Erindi Jóns Yngva Jóhannssonar, bókmenntafræðings, heitir Hvað CONSTANCE Haumann sem Lulu og Monte Jaffe í hlut- verki dr. Schön. er sjálft leikhúsið, Ridehuset við Kristjánsborgarhöll, heillandi umgerð og þá ekki síður sviðs- mynd, búningar og lýsing. Það er því áhrifamikil reynsla fyrir tónlistarunnendur að eiga þess kost að sjá Lulu. Síðasta sýning- in er 7. september. Það er út- varpshljómsveitin sem spilar undir stjórn aðalstjórnandans Ulf Schiermers, sem stjórnar jafnt hér, í Vín og öðrum nöflum tónlistarinnar. eru íslensk fornrit? Um þjóðernis- hyggju Sigurðar Nordals og útgáfu Egils sögu. Davíð Logi Sigurðsson, sagnfræðingur, spyr hver sé Lífæð þjóðernisins? Hvað verður um þjóð sem tapar tungu sinni? hugleiðingar um Islendinga og íra. Kl. 15.00 hefst svo þingið aftur með því að Haraldur Jónsson, myndlistarmaður og rithöfundur, Ijallar um „ísland í dag“. Sigríður Matthíasdóttir, sagnfræðingur, tal- ar svo um „Endurreisn _ lýðræðis- ins“, þjóðernisgoðsögn íslendinga og Tékka. Arnar Guðmundsson, bókmenntafræðingur, varpar því næst fram þeirri spurningu af hvetju þjóðernishyggjan þijóskist við? Um „ekta“ og „falskar" sjálfs- myndir á tímum alþjóðavæðingar. Að lokum tekur Guðmundur Hálf- danarson, dósent í sagnfræði, sam- an það helsta úr ofantöldum fyrir- lestrum. Fundarstjóri verður Gísli Sigurðsson, íslenskufræðingur. Mbl/Árni Sæberg ÞORFINNUR Ómarsson, nýráðinn framkvæmdasljóri Kvikmynda- sjóðs, Sveinn Einarsson og Bryndís Schram virða fyrir sér nótur úr safni móður Sveins, en nótnasafnið hefur Sveinn gefið Kvik- myndasafni Islands til varðveislu og rannsóknar. Þorfinnur Ómarsson nýr fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs „Kvikmyndin er list- , . grein 20. aldarinnar“ Malþing um íslenska þjoðermsstefnu Caput heldur verkstæð- istónleika CAPUT-hópurinn heldur verk- stæðistónleika í Norræna hús- inu á morgun laugardag og hefjast þeir kl. 18. „Caput vinnur nú að upptök- um á nýjum geisladiski með verkum eftir danska tónskáldið Lars Graugaard, undir stjórn norska hljómsveitarstjórans Christian Eggen. Lars Grauga- ard er af yngri kynslóð danskra tónskálda og hefur á síðustu árin verið mjög afkastamikill, sérstaklega við smíði kammer- verka. CAPUT-hópurinn hljóð- ritar þessa dagana verk fyrir litla kammersveit og Sinfóní- ettu eftir Lars en einleikarar eru Lionel Party semballeikari, sem jafnframt er prófessor í semballeik við Juliard tónlistar- háskólann í New York og Zbigniew Dubik sem er íslend- ingum af góðu kunnur og einn af fiðluleikurum CAPUT-hóps- ins. Diskurinn er væntanlegur á heimsmarkað í byrjun næsta árs, gefinn út af dönsku útgáf- unni Kontrapunkt. Christian Eggen er einn virt- asti hljómsveitarstjóri Norð- manna um þessar mundir. Hann hefur stjórnað öllum helstu hljómsveitum Noregs og víða í Evrópu en sérstaklega er hann virtur fyrir starfa sitt með Osló Sinfóníettu og Cikada hópnum semer e.k. CAPUT Noregs. Christian er jafnfaramt fær píanóleikari og heldur héðan til Ósló þar sem hann leikur ein- leik í einum af píanókonsertum Mozarts með Ósló Philharmon- ik,“_ segir í kynningu. Á tónleikunum á laugardag- inn mun CAPUT-hópurinn m.a. frumflytja nýtt verk, Body, Legs, Head sem Lars Grauga- ard samdi sérstaklega fyrir hóp- inn og tileinkar honum en efnis- skráin mun taka innan við klukkutíma í flutningi. Allir eru velkomnir, aðgang- ur er ókeypis. Carreras selst bezt GEISLAPLÖTUR tenóranna þriggja, Carreras, Domingo og Pa- varotti, eru söluhæstu sígildu geislaplöturnar samkvæmt brezka tímaritinu Classic CD. Þessar plötur, sem byggjast á tónleikum í tilefni heimsmeistara- keppni í knattspyrnu, hafa selzt í 12 milljón- um eintaka sú fyrri og hin í tíu. Síðan er alln- okkurt bil í þriðju plöt- una, sem eru Árstíðir Vivaldis í flutningi Nigels Kennedys. Sú plata hefur selzt í rösk- lega 2,3 milljónum ein- taka, en þess skal getið að þrjár aðrar útgáfur af Árstíðunum eru í hópi þeirra platna, sem mest hafa selst og er salan samtals á sjöttu milljón eintaka. Classic CD bað útgáfufyrirtæki að tilnefna sínar söluhæstu plötur og þannig varð listinn til. Þar er í fjórða sæti níunda sinfónía Beethovens í flutningi Berlínarfílharmóníunnar undir stjórn Karajans, sem hefur selzt í tveimur milljónum eintaka. Þriðja sinfónía Goreckis hefur selzt í fleiri en milljón eintökum og ann- að nútímaverk á þessum lista er Requiem John Rutters. í sjöunda sæti listans er geislaplatan með tónlistinni úr kvikmyndinni Farin- elli og af annarri kvikmyndatónlist má nefna tónlistina úr kvikmyndun- um Píanó og Öllum heimsins morgnum. Á þessum lista í Classic CD er geislaplatan með Jan Garbarek og Hilliard Ensemble, sem héldu eftirminnilega tónleika í Hallgríms- kirkju, og annað verk, sem nýlega var á dag- skrá í Reykjavík, Carmina Burana eftir Orff, er þarna einnig. Miðaldatónlistin á fleiri fulltrúa á sölulist- anum, m.a. útgáfu á verkum eftir Hildegard Von Bingen. Og kant- ötur Bachs eru á 69 plötum, sem hafa selzt í 32 þúsund eintökum þannig að „heildarsal- an“ nemur 2,2 milljón- um eintaka! Platan Passion með José Carrer- as hefur selzt í hálfri milljón ein- taka og þar með er hann sá ein- staklingur sem flestar plötur seljast með. Fyrrnefndar tenóraplötur eiga sinn þátt þar í, en Carreras hefur einnig sungið lög úr söngleikjum inn á vinsælar plötur, þ. á m. með Kiri Te Kanawa og er hún í hópi þeirra söngkvenna, sem næst ganga tenórunum þremur, hvað sölu á geislaplötum varðar. Þeir Pavarotti og Domingo koma næst' Carreras, hvað sölu varðar, og íjórði listamaðurinn er fiðluleik- arinn Nigel Kennedy. José Carreras .Yf//’tuu/'J/i/ Jfó/mnna /t. /<n Sföjör/cJfánit/éf/u' fé/a n na 7. .:'//r/>u//:,(Iá//< n Einsöngsdeild. Hefðbundið einsöngsnám samkvæmt viðurkenndri námsskrá. Hverri önn lýkur með tónleikum og/eða stigsprófum. Auk hefðbundinna hliðargreina m.a. ítalska/þýska/franska fyrir söngvara, leikræn tjáning og hreyfing. Deildarstjóri Friðrik S. Kristinsson. Söngdeild fyrir áhugafólk. Einsöngstímar, raddþjálfun, hliðargreinar. Hóptímar 2 til 4 saman fyrir kórsöngvara. Litlir hópar 6 til 12 saman, tekin fyrir létt tónlist m.a. gospel-, söngleikja- og þjóðlagatónlist. Unglingahópar. Deildarstjóri Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Syngjandi forskóli. Fyrir börn frá 2-5 ára. Góður undirbúningur fyrir tónelsk böm sem miðar að því að örva þau til frekara tónlistamáms. Bömin mæta í tíma ásamt einum eða fleiram úr ijölskyldunni. Deildarstjóri Margrét J. Pálmadóttir. Innritun 2.-6. september að Ægisgötu 7. kl. 10-19 Nánari upplýsingar í síma: 5626460. Öajjný //föny }><ni<I/./f<H /(att/i/dur (0. ((aft/faM/óttir t'Raíjn/eiður ,~/<nne/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.