Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 23 UNUHÚS, Garðastræti 15, Reykjavík. var kominn úr vinnu og gekk um gólf eins og fínn maður í fínum fötum og stundum var hann með montprik. Kiljan talaði lítið við okkur en Þór- bergur talaði alltaf við okkur. Á bolludegi sögðum við Þórbergi að hann yrði að hafa opið því nú kæm- um við að flengja hann, en við feng- um aldrei bollur. Erlendur sagði ,já, Maja mín, þú mátt koma og beija mig eins oft og þú vilt“. Við fórum aidrei í ókunnugt hús að flengja. Til að flengja Þórberg fórum við á Vest- urgötuna þegar hann bjó þar og svo á Stýrimannastíginn, en þar náði hann í ástmey sína hana Möggu. Hún var hreinleg kona og mynd- arleg. Við eltum einu sinni Þórberg í Örfiriseyna og þar fór hann úr öll- um spjörum og setti pappa og svo kiemmu á nefið. Við heilsuðum hon- um og hann sagði þá ,já, eruð þið komin þarna, skríliinn". Þá var hann allsnakinn á klettunum þarna að teygja úr sér. Verkamenn á Granda- garði voru oft að glápa á. Við fórum oft á hveijum degi útí Alliance því við ætluðum að fá að þurrka fisk, en það fengu ekki nema kaupmanns- dætur. Við máttum ekki vera á tún- inu fyrir Geir Zoega, hann hóaði oft á okkur. Geirstúnið var leikvöllur okkar, það náði vestur í bæ. Einar Árnason seldi pylsur og ost þar sem Fjalakötturinn var. Svo þeg- ar maður var að kaupa þarna, þá var spurt, „fyrir hvern ert þú að kaupa?“ „Ég er að kaupa fyrir hana Unu Gisladóttur og Erlend Guð- mundsson." „Hvað ertu með mikið?“ „Þetta er enginn peningur, góða mjn, þú færð ekkert fyrir krónu.“ „Ég á bara að fá nokkra pylsuenda og ost, henni er alveg sama þótt það sé mysuostur." „Heidurðu að þú fáir oststykki fyrir þetta?“ Svo fór ég til Brynjólfs H. Bjarnasonar, en þegar karlinn var í búðinni þá hrökkluð- umst við út. Nokkrir Háskólamenn komu í Unuhús, einn sem hét Friðjón og ætlaði að verða prestur, en hann dó úr kulda heima hjá sér. Hann hafði herbergi í Ingólfsstræti og kuldinn var svo mikill að það fraus allt sem var þar inni. Eitt sinn fórum við til hans fyrir Unu til þess að athuga hvort hann væri veikur, en þá sagði konan á neðri hæðinni að hann væri kominn inn í líkhús. Það hefur marg- ur menntamaðurinn farið illa. Hann notaðist við kerti og tíu línu brenn- ara og eitthvað svoleiðis, en þótt það væri kabyssa í þessum herbergjum, þá höfðu þeir ekki efni á því að kaupa kol. Ég held að það hefði verið betra að fara í binginn eins og við gerðum krakkarnir. Oddur sífulli svaf undir stiganum í Unuhúsi, það var hurð þar og fyrir innan var gæra og hún var öll út í pissi og það var voðaleg lykt þarna. Una leyfði honum að vera, hún hafði svo mikil manngæði sem maður sér ekki hjá fólki núna. Skáldin Stefán frá Hvítadal kom oft í Unuhús áður en hann giftist. Hann var oft á Hælinu öðru hvoru og manni fannst hann vera alveg glær í gegn. Hann var svolítið lotinn í baki, mér fannst vanta voða mikið í hann. Svo sagði Una: „Verið kurteis við hann Stefán, þetta er mennta- maður.“ Una átti sjaldan mat fyrir þetta fólk sem kom í Unuhús, við útveguð- um henni oft mat, stálum slátri og kjöti. Það fann enginn neitt að þessu og krökkunum fannst það alveg sjálf- sagt að taka frá foreldrum sínum þegar þeir vissu að hún átti svona bágt. Börnin vorkenndu henni og voru eins og miskunnsami Samveij- inn. Ég hef oft velt því fyrir mér eftir að ég varð fullorðin hvernig gamla konan gat lifað svona þegar hún átti ekki neitt. Erlendur vann á Pósthúsinu en fékk svo lág laun að hann flutti sig yfir í Tollinn og fékk betri laun þar. Hann fékk mjólkur- glas og þykkan hafragraut og syk- ur, en hinir fengu eitthvað sem var eins og þunn súpa, maður mátti passa sig að missa þetta ekki niður. Stundum var spurt „á hann ekki að fá fisk?“ „Það er engin plokkfiskur í dag, hann verður á morgun," svar- aði gamia konan þá. Steinn Steinarr kom oft í Unuhús, en þegar hann var jarðaður í Foss- vogi fyldu ekki margir Unuhúsmenn honum til grafar. Ég fór og sá Hall- dór Kiljan Laxness þarna án konunn- ar sinnar, hann leit upp í loftið og stóð þarna. En það var huggulegt fólk sem fylgdi, hans_ flokksmenn og góðir, ungir menn. Ég þekkti Stein Steinarr svolítið og talaði oft við hann og fékk Rögnu systur mína með mér í jarðarförina. Þá var Steinn búinn að fá þessa konu og var orðinn allt annar mað- ur. Ég held að hann hafi verið kom- inn í gott húsnæði. Steinn fékk áður stundum að sofa á gólfinu í Unuhúsi. Það var orgel í Unuhúsi, en það var orðið svo að ekki var hægt að spila á það. Jóhannes systursonur Unu spiiaði helst á það, hann var á Kleppi öðru hvoru, en svo ágætur með köflum. Hann galaði stundum þegar hann var að reka okkur krakk- ana burt: „Jóhannes með orf og ljá, eitt sinn gekk í varpa, hann varð að byija á því að slá, með hausinn snarpa, helvítin ykkar!" sagði hann við okkur og við stukkum alveg eins og mýs út og komum ekki þann dag- inn. Svo var hann kannski tekinn um kvöldið og settur inn á Klepp. En hann var ágætur og Una var góð við hann, hún sagði við okkur „þið eigið að bera virðingu fyrir honum Jóhann- esi, hann er svo vel gefinn". við sögð- um ekkert, þorðum ekkert að segja, við vorum hrædd við alla þessa menn, nema þá sem við gátum talað við. Guðmundur Hagalín kom í Unu- hús, en hann var svo penn með sig að það er lítið af honum að segja. Sumir komu í Unuhús og fengu kaffi hjá Unu og gátu borgað 25 aura, en þeir voru ekki margir. Þór- bergur borðaði stundum hafragraut þarna og alltaf standandi. Þórbergur gekk alltaf þegar hann borðaði, eins PÓSTSEMDUM SAMDÆGURS ■ og vitlaus maður, og fór aldrei inn í stofu, heldur borðaði alltaf inni hjá Erlendi og Erlendur hló alltaf, því hann hafði nefnilega gaman af þess- um manni. Seinna, þegar ég er gift, þá er Erlendur búinn að láta mála húsið sitt og laga eldhúsið, það var enginn kjallari undir húsinu þá, og þá keypti hann sér líka voða fínt píanó. Dætur Árna frá Höfðahólum komu oft til Erlendar. Það var mikil vin- átta með þeim. Una og þau áttu húsið og hefðu ekki getað lifað öðru- vísi, það var ábyggilega engin skuld á húsinu, því kerlingin átti mann sem var apótekari, en hann dó nokkuð fljótt. Hún átti börn sem dóu úr tæringu, þau hafa ekki haft nóg, eins og var hér áður fyrr. Erlendur var prýðilega vel gefinn, en ég veit ekki hvort hann var skóla- genginn. Ég man eftir því að Sigurð- ur Þorkelsson sagði að Erlendur væri ágætis kontórmaður, en hann var skrifstofustjóri Tollstjórans lengi. Tónlist og dans Það var oft spiluð tónlist í Unu- húsi, en engin sérstök tónlist. Þeir voru ekki hátt settir þarna, þetta var svo lágkúrulegt fólk, það er ómögu- legt að lýsa því, þegar ég fer að hugsa um þetta fullorðin. Að nokkur af þessum mönnum sem maður hélt að væru eitthvað væru að lesa upp og segja manni eitthvað, nei, það var bara eitthvað svona ekki neitt, mér fannst þessir menn ósköp tómir. Þórbergur var þó helst með svolítið grín og hann var alltaf á flugi, hann sagði oft eitthvað prívat við Erlend sem hann hló að, hann var hlátur- mildur hann Erlendur. En hann kærði sig ekkert um þessa fullu karla 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR og sagði oft „mamma, reyndu að koma þessum mönnum út“. Hún sagði aldrei neitt, það var ekki svar- að á móti. Þetta Unuhús, það myndi enginn maður trúa því ef maður færi að segja frá því hvemig þetta var alveg frá byijun, þessar druslur sem komu þangað og fengu að vera þar. Þær voru með þessum körlum og þeir voru að stökkva inn í kompur sem voru á loftinu. Þetta var svo ógeðs- legt fólk stundum að maður hrökkl- aðist bara út. Þegar nálgaðist jól þá var verið að djöflast þarna og fólkið fékk að dansa þarna. Þá var fólkið ekki fullt, en eitthvað var það í því. En Erlendur kom aldrei, en hann var farinn að dansa þarna þegar Una var dáin, hann hefur vorkennt mömmu sinni og viljað lofa henni að ráða. Ég vissi aldrei hvort Erlend- ur væri gamall eða ungur, en hann breyttist eftir að mamma hans dó, hann klippti skeggið og fékk sér ábyggilega tennur. Hann var ábyggi- lega tanniaus, við héldum það, ég man aldrei eftir að hafa séð tennur í honum áður. Hann var alltaf lotinn í herðum, gekk aldrei uppréttur, en hann var fallegur maður. Hann kom oft út til systra minna og þær sögðu „nú er Erlendur kominn og hann vantaði mikið, sykur, mjólk og kaffi“. En alltaf borgaði hann, hann var svo mikill höfðingi og elskulegur. Þegar við flengdum hann á bolludaginn, þá kom hann með fullan poka af fín- um og góðum bollum og gaf okkur. Hann var elskulegur maður. Þórbergur gaf okkur aldrei bollur því hann átti engan aur. Stundum gat hann selt eitthvað smávegis af þessum bókum sínum. Þórbergur var með herbergi á Stýrimannastíg _og Margrét var þar vinnukona hjá Óla Ófeigssyni, en hann var giftur konu sem var krampaveik og Margrét passaði hana. Margrét sótti svo á Þórberg, en Þórbergur sagði sjálfur að hann hafi ekki ætlað nokkurn hlut, „hún sótti svo á mig að ég varð bara að taka hana, hún bauð mér græna skóga“. Svo var hún búin að fá íbúð í Suðurgötunni. Þar setti hún upp púða og þótti ansi flink í höndunum. Éinu sinni þurfti Krist- ján mágur minn borgarfógeti að fara með tvo lögregluþjóna í vaskahúsið hjá þeim og tala hana til, því hún var búin að hafa það í meira en viku, það átti að skipta því niður á fólkið, einn eða tvo daga í senn. Hún kast- aði fiðrinu yfír þá og þeir voru eins og fíðraðir ungar þegar þeTr komu út. Það var ekkert hægt að gera þennan dag annað en að láta hreinsa vaskahúsið. Þórbergur kom í Garðastræti þeg- ar hann setti bókina um Unuhús saman, mér fannst bókin ágæt, hún var að mörgu leyti rétt hjá honum, en náttúrlega er aldrei sagt alveg eins og er, það hefði verið leiðinlegt fyrir Erlend að vita hvernig aum- ingjaskapurinn var. I rauðri treyju og felldu pilsi Stundum fórum við tvær eða þijár með Unu til Brynjólfs Bjarnasonar kaupmanns, við vorum fínar með svuntur framan á okkur. Hún sagð- ist vita að hún skuldaði eitthvað smávegis, en það stæði svoleiðis á að hún ætti von á peningum bráðum, sonurinn Erlendur væri kominn í nýtt starf hjá Tollinum og hún myndi borga þetta, en hún þyrfti að fá svo- lítið lánað núna. Hún mátti fá það sem hún vildi og við fórum hlaðnar út. Það var síðan heldur betur tekið til matar síns þegar heim var komið. En þetta var ekki á hveijum degi. Stundum var ekkert til í eldiviðarofn- ana. Hún var oft í rauðri treyju og felldu pilsi, víðu að framan, og þegar vantaði í ofnana, þá reif hún stórt stykki framan af pilsinu og setti olíu í og bætti í ofnana. Ég sagði við hana að hún hefði svo marga menn hjá sér sem ekkert ynnu og hún ætti að segja þeim að fara niður á höfn þegar væri verið að skipa upp, þar væri hægt að fá koi og spýtur. Stundum spurði hún okkur hvar við fengjum þessi kol sem við komum með til hennar og við sögðum að maður einn hefði sagt að við mættum tína þau. Þetta var allt tóm lygi og ég hef aldrei nokkurn tímann logið eins mikið og þegar ég var barn. Við vildum ekki segja henni að við stælum slátri og kjöti frá foreldrum okkar til að gefa henni, en ég gerði það. Þegar pabbi fór út með lærl- inga, þá fórum við oft niður í kjall- ara og stálum, önnur stóð á vakt svo það kæmi enginn að pkkur. Við höfð- um allar klær úti. Ég held að Una hafi ekki fengið einn einasta pening frá mönnum öll mín ungiingsár. Þeir gáfu henni bara eitthvað, sveitamenn komu t.d. með soðkæfu. Á gamlárskvöld var dansað í Unu- húsi hér áður fyrr og sumir voru á sauðskinnsskóm. Jóhannes spilaði undir þegar hann var heilbrigður og svo annar sveitamaður. Þarna var líka lítill grammafónskassi sem arg- aði og gargaði stundum í, en plöturn- ar voru flestar brotnar. Það var boð- ið upp á jólakakó og fleira og þá voru stúlkur hjá henni, ein hét María Pétursdóttir. Þarna voru Ingvar sóði og Lunda-Bjarni, Bjami Jóhannesson trúboði var einn af flækingunum í Unuhúsi og bróðir hans á Fálkagöt- unni, þeir voru með Jesú á heiianum. Þarna var líka Áslaug Friðjónsdóttir sem var móðir Karls ísfelds. STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Rúmgóðir, vandaðir og fallegir skór frá JIP ~\ Litur: Svartur, naturbrúnn og vínrauður. Stærðir: 21-40. Verð frá kr. 3.995 STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN J’ SÍMI 18519 Ioppskórinn VUTUSUHOI . SÍMI: tl!ll STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN ¥10 INGÓIFSTO'G © lYOGAST()ÐIN heilsubot Síðumúla 15, S. 588 57 1 1 Vetrardagsskráin byrjar mán. 2. sept. , ilr -sértími fyrir barnshafandi (\0ÍÍ JI -byrjendatímar - morgun, hádegis, síðdegis og kvöldtímar #|Yogastöðin Heilsubót Síðumúla 15. Sími 588 5711. Ella Baché Snyrtivörukynning í snyrtivörudeild Hagkaups, Kringlunni, Kynning áfrönsku snyrtivörunum frá Ella Baché, föstudag 30. ágúst frá 14 til 18 og laugardag 31. ágúst frá 13 til 17. Kaupauki Ef keypt eru 2 stk. úr Ella Baché krem- línunni, fást gefins 500 ml af hreinsimjólk eða 500 ml af andlitsvatni að eigin vali.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.