Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Haldið upp á afmæli SKB 2. september Bryndís Torfadóttir 5 ÁRA aldur er ekki hár aldur. Afmælis- barnið, Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sem er 5 ára, 2. september 1996, á sannarlega skilið að haldið sé upp á af- mæli þess og að for- eldrar allra bama samfagni þeim áfanga. Mér er ljúft í dag að líta til baka og riija upp fyrstu skref félagsins og hvers vegna þau voru stigin. Þegar slikur vá- gestur, sem krabba- mein er, bankar upp á hjá börnum, veikjast í raun allir sem að barninu standa. Daglegt líf allrar fjölskyldunnar breytist verulega. Fjárhagsaðstæður verða Frá oráum til athafna Gíróse&lar í bönkum og sparisjóðum. afar erfiðar vegna langvarandi fjarveru foreldra frá vinnu. í sumum tilfellum er jafnvel um búferla- flutning milli lands- hluta að ræða. Iðulega bætist við verulegur ferðakostnaður og þar að auki ýmis önnur útgjöld. Baráttan við krabbameinið í barn- inu er ærið vandamái þó ekki þurfi líka að bæta stöðugum íjár- hagsáhyggjum og jafnvel eignamissi þar ofan á. Allt samstarf og allur stuðningur er nauðsynlegur á svona tímum. Foreldrar sem fóru í gegnum þessa baráttu gátu sótt um umönn- unarbætur. Þar sem sjúk börn HJALPARSTOFNUN Vl rJ KIRKJUNNAR - með þinni hjálp Ljósmyndasýning Morgunbiaðsins ÓLYMPÍULEIKARNIR . ||||,. Ólympíuleikareru stærsta íþróttahátíð p | 1 « W |h sem fram fer í veröldinni. Á fjögurra ára “ ' 3 u fresti safnast íþróttamenn hvaðanæva úr heiminum saman á einum stað og reyna með sér í fjölmörgum greinum; allir þeir bestu og fjölmargir aðrir, enda er það metnaðamiál hvers og eins að taka þátt í þessari miklu hátíð. Kristinn Ingvarsson, ljósmyndari, og Skapti Hallgrímsson, fréttastjóri íþrótta, voru í Atlanta meðan á Ólympíuleikunum stóð og í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem Kristinn tók þar. Sýningunni lýkur í dag kl. 18. Allar myndimar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN fundust ekki í „kerfinu" var veitt undanþága frá 10. grein laga um málefni fatlaðra til þess að foreldr- ar sjúkra barna gætu fengið íjár- stuðning úr almannatryggingum til að koma til móts við aukna umönnun barnanna. í dag eiga foreldrar sjúkra barna lagalegan rétt á umönnunarbótum og þurfa ekki lengur að fara nokkurs konar betliveg að almannatryggingakerf- inu. Málefni þeirra heyra undir heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið en eins og kunnugt er heyra málefni fatlaðra undir fé- lagsmálaráðuneytið. Foreldrar sjúkra barna, segir Bryndís Torfa- dóttir, eiga nú laga- legan rétt á umönn- unarbótum. Árið 1983 stofnuðu foreldrar krabbameinsveikra barna Sam- hjálp foreldra sem var grein innan Krabbameinsfélags íslands. Reyndist það félag mörgum mikill stuðningur. Sá galli var þó á að félagið hafði ekki heimild til að stunda beina íjáröflun heldur ein- göngu eyrnamerkta ijáröflun, svo sem fyrir tækjum, íbúð o.s.frv. Þar sem þörf félaga í Samhjálp á bein- um fjárhagslegum stuðningi var mikil var ákveðið að stofna nýtt og sjálfstætt félag og var því SKB stofnað 2. september 1991. Að- dragandi þess var reyndar sá að 31. maí 1991 stóðu nokkrir foreldr- ar fyrir útiskemmtun í miðbæ Reykjavíkur þar sem um 6 milljón- ir króna söfnuðust. Fjáraflanir hafa allt frá stofnun verið rauður þráður í starfsemi SKB enda má fullyrða með nokkurri vissu að íjár- hagserfiðleikar séu nú fyrirbyggðir hjá umræddum fjölskyldum. Eflaust er mönnum enn í fersku minni landssöfnunin 5. mars 1993 með aðstoð Stöðvar 2 og Bylgjunn- ar sem tókst afar vel en af reglu- bundinni starfsemi má nefna sölu minningarkorta, gjafakorta, sorg- ar- og samúðarmerkja o.fl. Víst er að fjárþörfin er brýn til að félag- ið nái að sinna sem best hinum margvíslegu verkefnum. Af þeim má auk beins fjárstuðnings við fjöl- skyldur barna með krabbamein nefna að greitt er fyrir sálfræðiað- stoð vegna síðbúinna afleiðinga o.fl., heilbrigðisstarfsfólk á sviði barna með krabbamein er styrkt til menntunar erlendis, aðstoð er veitt vegna barna sem leita þurfa lækninga erlendis og margt fleira mætti nefna. Þess má enn fremur geta að SKB er í reglulegu sam- starfi við sambærileg félög á Norð- urlöndum og aðili að ICCCPO sem eru alþjóðasamtök foreldra krabbameinssjúkra barna en slíkt hefur að sjálfsögðu nokkurn kostn- að í for með sér. Svo ég víki aftur að fjársöfnun- inni í miðbæ Reykjavíkur vorið 1991 þá notuðu forsvarsmenn hennar athygli umhverfisins til að lýsa yfír stuðningi við byggingu bamaspítala á lóð Landspítalans. Var það gert með táknrænum hætti þar sem börn frá dagheimilinu Sól- bakka voru fengin til að gróður- setja 25 grenitré á lóð spítalans. Sú von bærðist í brjóstum okkar að trén myndu fljótlega víkja fyrir nýjum barnaspítala. Við þetta tæki- færi sagði Víkingur Arnórsson, þáverandi yfirlæknir Bamadeildar Landspítalans, að reiknað væri með að nýr barnaspítali mundi rísa á ámnum 1994 til 1997. Nú eru rúm 5 ár liðin frá gróðursetningu trjánna en ekkert bólar á barnaspít- alabyggingu. SKB-félagar munu þó halda baráttunni áfram og hvetja alla landsmenn til að leggjast á árar með okkur sem vitum að bygg- ing nýs barnaspítala er löngu, löngu tímabær. SKB rekur skrifstofu að Suður- landsbraut 6 og er hún opin alla virka daga vikunnar frá kl. 10.00 til 15.00. Þar hafa framkvæmda- stjóri félagsins, Þorsteinn Ólafs- son, Jóhanna Valgeirsdóttir, sem er honum til aðstoðar, og allir sjálf- boðaliðarnir í mörg horn að líta því mörg verk eru unnin innan félagsins. Þótt margir áfangar hafi náðst er þó mikið starf enn óunnið til að skapa börnum sem búa' við langvinna sjúkdóma og ijölskyldum þeirra réttlát kjör í landi okkar. Já, 5 _ár eru liðin — hratt flýgur stund. Eg hef jú bara rétt stiklað á stóru í sögu félagsins, hvers vegna við stofnuðum SKB. Ekki má þó gleyma mjúku málunum svokölluðu, t.d. þeim andlega og félagslega stuðningi sem Samhjálp foreldra veitti á sínum tíma. Það er ánægjulegt til þess að vita að Benedikt Axelsson, ein af driffjöð- rum þess félags, sem reyndar inni- heldur að mestu leyti sömu félags- menn og nú tilheyra SKB, er ein- mitt núverandi formaður afmælis- barnsins. Eflaust mætti skrifa margar greinar til viðbótar um það sem hér er til umfjöllunar en ég læt staðar numið að sinni. Ekki er þó hægt að sleppa því að minnast á hversdagshetjurnar, börnin okkar, lækna þeirra og hjúkrunarfólk. Þeirra óbilandi þrautsegja er að- dáunarverð og hefur hjálpað mörgu foreldrinu í gegnum með- ferðina þrátt fyrir erfiðar aðstæður á sjúkrahúsi sem ekki er byggt fyrir langveik börn og börn í ein- angrun. SKB þörnin — sterkustu börn íslands. Ég veit að þið minn- ist líka félaganna sem urðu að láta í minni pokann fyrir manninum með ljáinn. Þó vel takist með meðferð í dag er krabbamein lífshættulegur sjúk- dómur og ekki er á allra færi að sigra hann. Þó að mörgu sé áorkað er margt eftir og lýkur aldrei. Brettum upp ermar. Stöndum sam- an og byggjum nýjan barnaspítala. Hann gagnar engum veikum börn- um á teikniborðinu. Landsmenn góðir! Fagnið 5 ára afmæli SKB með okkur! Höfundur er framkvæmdastjóri. Verzlunarskóli íslands Öldungadeild Lærið fijd þeim sem þekkja þarfir viðskiptalífsins Oldungadeild skólans gefur fólki kost á að stunda nám í einstökum áföngum jafnt hefðbundinna bóknámsgreina sem viðskiptagreina. Ekki er nauðsynlegt að stefna að ákveóinni prófgráðu og algengt er að fólk leggi stund á einstakar námsgreinar til að auka atvinnumöguleika sína eða sér til ánægju. Sem dæmi um námsgreinar í boði má nefna íslensku, erlend tungumál, sögu, hagfræði, bókfærslu, verslunarrétt og margt fleira. Bókhalds- og tölvunám Markmið er að þjálfa nemendur í bókhaldi og tölvunotkun. Námið er 208 kennslustundir. Kennslugreinar: Almenn tölvunotkun - Stýrikerfiö WINDOWS 95 Töflureiknirinn EXCEL Gagnagrunnurinn ACCESS Ritvinnslukerfið WORD for Windows 7.0 Bókfærsla Tölvubókhald (Opus-Alt) 208 kennslustundir. Verð kr. 51.800. Kennsla hefst 4. september og náminu lýkur með prófum í desember. VR og mörg önnur stéttarfélög og starfsmenntasjóðir styrkja þátttöku félagsmanna sinna. Upplýsingar og innrítun á skrífstofu Verzlunarskólans, Ofanleiti 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.