Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIINIIMINGAR + Hólmfríður ís- feldsdóttir var fædd á Kálfaströnd í Mývatnssveit 16. júlí 1907. Hún lést 22. ágúst síðastlið- inn á Sjúkrahúsi Húsavíkur. Hólm- fríður giftist 20. júlí 1929 Jónasi Sigurgeirssyni frá Helluvaði í Mý- vatnssveit, f. 4. desember 1901. Þar hófu þau bú- skap og þar hefur heimili þeirra verið alla tíð. Börn þeirra eru: 1) Þórhildur Arnfríður, f. 1. júní 1930. Maður hennar: Guðmund- ur Kristinn Gunnarsson, f. 30. ágúst 1930 og eru þau búsett á Akureyri. Dætur þeirra: Krist- ín Hólmfríður, f. 21. september 1954, og Eiin Gunnhildur, f. 21. nóvember 1959. 2) Elín Inga, f. 29. október 1934. Maður hennar Jón Aðalsteinn Jónsson, f. 9. janúar 1925 og er heimili þeirra að Laugum í Suður-Þin- geyjarsýslu. Synir þeirra: Hin- rik Már, fæddur 29. nóvember 1967 og Friðrik Þór, f. 4. nóv- Vorið 1895 fluttust hjónin Einar Friðriksson og Guðrún Jónsdóttir frá Svartárkoti í Bárðardal að Reykjahlíð í Mývatnssveit ásamt níu börnum sínum. Einar hafði fest kaup á Reykjahlíð þá um veturinn með það fyrir augum að skapa stór- fjölskyldu sinni meira svigrúm til búrekstrar og athafna en á heiðar- býlinu, Svartárkoti. Fjögur systkin- anna stofnuðu heimili sín í Reykja- hlíð, þijú á öðrum stöðum í Mý- vatnssveit og tvær systur staðfest- ust utan sveitarinnar en þó í Suður- Þingeyjarsýslu. Fjórði í aldursröð systkinanna var bróðirinn, Ingólfur Isfeld, sem ætíð var nefndur síðara nafni sínu, fæddur 1879, dáinn 1957. Hann kvæntist 1904 Elínu Helgu Hall- dórsdóttur, bóndadóttur frá Kálfa- strönd í Mývatnssveit og bjuggu þau þar allan sinn búskap. Elín Helga lést 1936 en ísfeld bjó þar áfram með þremur börnum sínum, Halldóri, fæddum 1910 og Einari, fæddum 1918, sem báðir eru látnir og Auði, fæddri 1915 sem enn er búsett á Kálfaströnd. Hólmfríður, sem ætlunin er að minnast í nokkrum orðum hér á eftir, var elst systkinanna á Kálfa- strönd. Hennar beið þó ekki það hlutskipti að taka þar við búsforráð- um heidur stofnuðu þau, hún og Jónas, eiginmaður hennar, heimili sitt á óðali hans, Helluvaði. Þar átti hún svo vettvang starfa sinna sem húsmóðir í sem næst sex ára- tugi. Um sama leyti og þau hjón hófu búskap sinn var ráðist í þær framkvæmdir að reisa þar stein- steypt íbúðarhús og heimilisrafstöð. Aðstæður til heimilishalds voru því að sumu leyti betri en sveitakonur áttu að venjast á þeim tíma. Engu að síður biðu hinnar ungu húsfreyju ýmis verkefni auk hefðbundinna starfa við húshald og uppeldi barna. Land Helluvaðs liggur á Mývatns- heiði og meðan túnrækt var af skornum skammti urðu þau hjón að sækja engjaheyskap á slægju- ember 1972. Dóttir Elínar Ingu með Reyni Jónassyni: Bryndís Arna, f. 19. september 1961. 3) Sólveig Guðrún, f. 2. júní 1938. Maður hennar: Þorkell Pétursson, f. 17. maí 1936, d. 20. maí 1996. Heimili þeirra hefur verið á Húsavík í rúma tvo áratugi. Börn þeirra: Hólmfríður, f. 1. júlí 1958, Reg- ína, f. 16. septem- ber 1959 og Jónas, f. 28. októ- ber 1961. 4) Sigurgeir, f. 22. október 1946, heima á Hellu- vaði. 5) Ingólfur ísfeld, f. 3. apríl 1948. Eiginkona hans Anna Dóra Snæbjörnsdóttir, f. 3. október 1952 og búa þau á Helluvaði. Börn þeirra: Brynja, f. 3. maí 1970, Snæbjörn Ingi, f. 7. apríl 1974, Halldór, f. 17. júlí 1978, Sólveig, f. 28. janúar 1985, og Jónas Þór, f. 9. júní 1987. Utför Hólmfríðar verður gerð frá Skútustaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. bletti vítt um heiðina. Sigurgeir Jónsson á Helluvaði, tengdafaðir Hólmfríðar, var landsþekktur sauðfjárræktarmaður og því merki hélt Jónas, sonur hans, áfram á lofti. Sauðburður var því einskonar uppskerutími þar sem fylgst var grannt með því að helst ekkert færi úrskeiðis. Vakað var um nætur í fjárhúsum og ef ær áttu í erfiðleik- um við burð var Hólmfríður kölluð til hjálpar jafnt á nótt sem degi. Á fimmta áratugnum var Spari- sjóður Mývetninga stofnaður. Jónas veitti honum forstöðu í um það bil þijá áratugi. Á fyrstu áratugum útvarpsnotkunar meðan rafmagn var óvíða á heimilum voru svonefnd- ir sýrurafgeymar orkugjafar út- varpstækjanna. Þá þurfti að hlaða með vissu millibili og kom rafstöðin á Helluvaði í góðar þarfir í því efni fyrir stóran hluta Mývatnssveitar. Fram undir 1970 var vegurinn um Mývatnsheiði eina bilfæra tenging sveitarinnar við aðra hluta sýslunn- ar. Vegna legu sinnar varð Helluvað einskonar endastöð við heiðina og athvarf fólks sem lenti í vandkvæð- um eða hrakningum vegna illviðra eða snjóalaga á heiðinni. Öll þessi þijú atriði beindu verulegri gesta- nauð að heimili þeirra hjónanna og sjálfsagður hlutur var að veita hveijum gesti góðgerðir og aðstoð ef þurfti. Þrátt fyrir margvíslega daglega önn lögðu þau hjón sinn skerf af mörkum til hins blómlega félagslífs sem löngum hefur einkennt Mý- vatnssveit. Á því sviði er að minn- ast þátttöku Hólmfríðar í kvenfé- lagi sveitarinnar og kirkjukór Skútustaðakirkju. í báðum félögun- um starfaði hún um áratugaskeið. í kirkjukórnum fylgdust þau að bæði hjónin meðan heilsa og þrek entist. Jónas átti þó enn lengri fer- il eða um 70 ár og voru þau heiðr- uð sérstaklega af hálfu kórsins um það bil er starfi þeirra lauk. Kynni mín af Hólmfríði og heim- ili hennar á Helluvaði hófust fyrir rúmum fjórum áratugum þegar við rugluðum saman reitum okkar, ég og elsta dóttir hennar, Þórhildur. Mér fannst mér nánast umsvifa- laust vera tekið sem heimilismanni og einum af fjölskyldunni. Var það ekki lítils virði fyrir mig, ungan mann sem nýlega var langt að kom- inn í hérað þar sem ég þekkti eng- an fyrir. Ný og óvænt lífsreynsla var einnig að tengjast fjölskyldu sem að stóðu svo fjölmennir ætt- stofnar að nálega mátti segja að frændfólk hennar væri fyrir á hveiju heimili í tveimur sveitum, Reykjadal og Mývatnssveit. Sama er að segja um þá sterku samheldni og fjölskyldubönd sem tengdu sam- an þau hjón, Hólmfríði og Jónas og afkomendur þeirra. Má sem dæmi þar um nefna þann sið sem hélst fyrstu tvo áratugina af sam- búð okkar Þórhildar að öll börn þeirra, hvort sem þau höfðu stofnað heimili eða ekki, héldu jól og nýár á Helluvaði með þeim hjónum. Sá siður rofnaði er við hjónin fluttum búferlum úr Þingeyjarsýslu til Ak- ureyrar og um sama leyti hóf eldri dóttir okkar heimilishald á eigin spýtur. Frá þessum fyrstu árum kynna minna af heimilinu á Helluvaði minnist ég þess sérstaklega að mér fannst Hólmfríður lengst af önnum kafin við heimilisstörfin. Oft var fjölmennt við matborðið, einkum að sumarlagi, því að auk stórrar fjölskyldu komu þar oftlega að gestir úr hópi frændliðs, vina og venslafólks. Nutu þá allir góðs af þeim hæfileika hennar að hún var frábær matreiðslukona. Allur mat- ur sem hún bjó til, hvort heldur var hversdagsmáltíð eða hátíða- réttir, bar því vitni, var lystugur og ljúffengur svo að manni fannst ekki betur verða gert. Sjálf gaf hún sér oft á tíðum vart tíma til að neyta matarins, settist ekki við matborðið heldur borðaði sinn skerf í flýti við eldhúsbekkinn. Annað sem mér verður ofarlega í huga er að á stundum kom fram þekking hennar og áhugi á góðum bókmenntum. í því efni hefur hún vafalítið búið að námi sínu í Lauga- skóla árin 1926-1928 undir skóla- stjórn Arnórs Siguijónssonar. Hún virtist hafa lesið bækur bestu höf- unda á seinni áratugum. Eg velti því fyrir mér hvernig hún hefði haft tíma til þess frá daglegum önnum sínum, en líklega hefur hún í því efni nýtt sér vökustundir á síðkvöldum og nóttum. Síðasta áratuginn hnignaði heilsu Hólmfríðar mjög. Hún varð að gangast undir nokkrar læknisað- gerðir bæði á augum og vegna bijóskeyðingar í liðum. Augnaað- gerðimar báru ekki þann árangur sem skyldi og bjó hún við mjög skerta sjón síðustu æviárin. Þrátt fyrir það dvöldu þau hjónin á heim- ili sínu allt fram á þetta ár með aðstoð sonarins, Sigurgeirs. En sjóndepran gerði henni ókleift að lesa og það var þungt áfall sem efalaust hefur miklu ráðið um að lífsvilji hennar og lífslöngun virtist að mestu þrotin undir hið síðasta. Við sem áttum samleið með henni kveðjum hana með djúpri virðingu og þökk fyrir allt það sem við nut- um frá hennar hendi. Jafnframt berum við fram þá ósk að bjart megi verða yfir ævikvöldi Jónasar, eiginmanns hennar, sem nú dvelur háaldraður á Sjúkrahúsinu á Húsa- vík, þrotinn mjög að líkamlegum kröftum en heill og óbugaður and- lega. Guðmundur Gunnarsson. HÓLMFRÍÐUR ÍSFELDSDÓTTIR FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 31 vandamál? Siiicoi er nóttúrulegt bíötícfní r.om vínnur rjegn ópu.-cjindum i m.Kj.i <><j ;>tyrklr Itandvofi llknmans o(j bein. Silicol verkar (jorjn brjótsvið.'l, núblt, v.jigum marjasrorindum, víndfjanjjí, uppþembu og bæði niðurgangi og harðlífi. Silicol hentar öllum! Silicol hjálpar Vinsælasta heilsuefnið í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi! Silicol er hrein nóttúruafurð ún hliðarverkana. Fæst í apótekum. 16. útdráttur 29. ágúst 1996 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000________Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 29502 Kr. 100.000 Ferðavinningar Kr. 200,000 (tvðfaldur) 13803 44733 53596 68974 Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.0 )0 (tvöfaldur) 1171 6632 39964 52154 60627 72042 5590 13018 40379 54575 61802 77461 Húsbúnaðarvinningar Kr, 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur 28 12138 23771 32969 42243 54802 62993 71687 615 12366 24245 33043 42356 55120 63487 72133 884 12732 24415 33226 42542 55723 63731 74170 1443 13331 24982 33779 42786 55742 64349 74506 1776 13449 25366 33897 43307 56016 64592 74801 1891 14394 25469 34521 43501 56140 64686 74843 2311 14825 25804 34542 44186 56183 64883 75023 2625 14886 27139 34598 44566 56716 65543 75031 3001 15418 27382 34801 45058 56799 65548 75314 3017 15440 28030 34874 45447 56905 66369 75372 3086 15582 28034 34995 45716 57417 66436 75403 3386 15583 28286 36084 45952 57716 66469 75660 3419 15584 28764 36243 46178 58960 66555 75746 4090 15908 28821 36442 46705 59051 67249 75852 4419 16055 28840 36763 46902 59068 67380 76918 5130 16068 29040 36769 47067 59782 67643 77112 5204 17039 29448 36844 47161 59924 67725 77398 5811 17184 29466 36968 47893 60152 68198 77763 5834 18922 29471 37115 47917 60508 68529 77846 7231 19037 29632 37470 48886 60553 68804 77884 7624 19784 29900 38082 49244 61050 69449 78344 8805 19843 30135 38251 49331 61106 69594 78872 8977 20436 30269 38437 50313 61133 69719 79126 9624 20669 30286 38520 50860 61254 69943 79132 9872 20877 30649 39364 51687 61355 70025 79222 9930 22359 32009 39797 53897 62273 70093 79669 10413 23221 32065 39938 54439 62367 70589 79723 10667 23312 32270 40966 54455 62530 70840 79891 11796 23400 32750 41034 54561 62864 70974 11936 23751 32891 41127 54735 62980 71130 Heiinasiða á Interneti: http//www.itn.is/das/ ðTSÖLULOK fostudag og laugardag. BH 0^ JBk Hseðsta verð kr. 1 «890 K0PAV0GS HAMRAB0RG 3 • S; 554 1754

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.