Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Þórður Guð- niundsson fæddist 8. janúar 1919 í Gilhaga, Strandasýslu. Hann lést 15. ágúst síðastliðinn í Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Fossvogi. Þórður var sonur hjónanna Ragn- heiðar Guðbjargar > Sigurðardóttur og Guðmundar Þórð- arsonar. Systkini Þórðar voru: Jón Stefán, f. 4.7. 1907, d. 15.1. 1980, Ragnar Axel, f. 17.7. 1911, Sigurrós, f. 6.12. 1914, Fanney, f. 28.10. 1916, d. 5.4. 1981, Jóhann Valdimar, f. 22.4. 1921, Þórir, f. 13.1. 1926, d. 29.8. 1994, Gunnar, f. 13.1. 1926, Bergur, f. 5.1. 1928, Óskar Hrútfjörð, f. 4.9. 1931. Þórður ólst upp frá þriggja ára aldri hjá föðurbróður sín- um, Gunnari Valgeiri Þórðar- syni og Ingveldi Björnsdóttur í Grænumýrartungu. Hinn 24. maí 1947 kvæntist Þórður eftirlifandi eiginkonu sinni Is- gerði Kristjánsdóttur frá Eftir stutta sjúkralegu er faðir minn látinn. Hann hélt óskertri andlegri heilsu og rökvísri hugsun til síðasta dags, fyllilega sáttur við þau örlög er honum voru búin. Hann var afar þakklátur fyrir þá aðhlynningu er hann naut á þeirri sjúkrastofnun er hann dvaldi á. ' Innra með mér geymi ég minn- ingar um ljúfan og gefandi föður, sem með tímanum mun gera mér ásættanlegan þann missi sem orð- inn er. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoða þá huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Úr spámanninum.) Ragnheiður Guðrún. „Það er svo margt að minnast á,“ segir í þekktu ljóði. Þetta eru góð einkunnarorð er minnast skal tengdafóður míns Þórður Guð- mundssonar er lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 15. ágúst síðast- liðinn. Ég veit með vissu að Þórður var ekki ginnkeyptur fyrir að skrif- uð yrðu eftirmæli um sig eftir hans dag. Ég vona að mér fyrirgefist það, kæri tengdafaðir og umfram allt vinur, að ég megi með nokkrum Framnesi í Grýtu- bakkahreppi, fædd 27.4. 1914. Börn Þórðar og Isgerðar eru: Gunnar Ingi, f. 22.7. 1946, Sigrún, f. 20.9. 1948, gift Gunnari Hans Helgasyni, f. 4.5. 1951, þeirra börn eru: Þórður Viðar, f. 12.9. 1975, Stein- unn, f. 3.8. 1978, og Gunnar Ingi, f. 10.1. 1987, Ragn- heiður Guðrún, f. 23.5. 1953, gift Birni Björnssyni, f. 23.10. 1952, þeirra börn eru: Björn Ágúst, f. 18.8. 1975, og Gerður Þóra, f. 24.9. 1988. Unnusta Björns Ágústs er Sigríður Þór- unn Torfadóttir. Þórður var við nám í Reykjaskóla 1934-36, starfaði hjá Skó- verksmiðjunni Iðunni á Ak- ureyri og Skógerðinni hf. í Reykjavík. Skrifstofumaður og gjaldkeri hjá Tækni hf. í Reykjavík allt til 1995. Utför Þórðar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. orðum lýsa tilfínningum sem bærast í bijósti mínu á þessari sáru stund er Ijóst er að þú ert ekki lengur á meðal okkar. Það sem einkenndi Þórð fyrst og síðast var tryggð, umhyggja og hjálpsemi í garð ann- arra. Ekkert var honum óviðkom- andi þegar vinir og vandamenn áttu í hlut. Ofáir komu til hans og báðu um ráðleggingar eða álit hans á ýmsum málum. Ég held ekkert, heldur veit að menn fóru ekki tóm- hentir frá garði þegar Gerða og Þórður voru annars vegar. Það var ekki laust við að smá kvíða gætti hjá mér vetrarkvöld eitt fyrir 22 árum þegar Sigrún mín leiddi mig inn í eldhúsið á Langholtsveginum til að kynna mig fyrir verðandi tengdaforeldrum mínum. Við eldhúsborðið sat á móti mér lágvaxinn og athugull góðlegur maður sem virti fyrir sér þennan mann sem fallið hafði fyrir dóttur hans. Kvíði minn reyndist sannarlega ekki á rökum reistur. Mér var tekið opnum örmum og strax myndaðist vinátta og velvild sem aldrei féll skuggi á. Barnabömin hændust að afa sín- um enda var umhyggju hans og hjálpsemi við brugðið. Hvort sem MINNINGAR um var að ræða að búa til körfu- boltahring eða jafnvel fara í hand- bolta, alltaf var afi tilbúinn að vera með. Ég minnist þess þegar börnin fengu að sofa inni á Langó um helgar, þá var venja að fara í sunnudagaskólann. Alltaf var hann að spyrja hvernig gengi og vildi fá að fylgjast með hvað þau hefðu fyrir stafni. Síðustu vikur voru Þórði erfiðar og sársaukafullar þó ekki kvartaði hann. Frekar var hann sífellt að spyija hvernig gengi hjá fólkinu og hvemig aðrir væru til heilsunnar. Ég veit með vissu að starfslið deild- ar A-6 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi létti honum stundimar með frábærri umönnun og natni og vill fjölskykian færa því einlægustu þakkir fyrir allt sem það gerði fyrir hann. Hann var sífellt að spyija starfsfólkið hvaðan það væri og hveijir væm foreldrar og afar þess. Mig grunar að því hafi ekki þótt það miður og Þórður hafi komið sér vel því hann var ekki að spara lofs- orðin í þess garð fyrir góða umönn- un og viðkynningu. Daginn áður en Þórður dó, kom ég til hans og var þá af honum dregið og ljóst var að hveiju stefndi. Við tókumst í hendur dá- góða stund og þótt krafturinn væri á þrotum fann ég fyrir svo mikilli hlýju og væntumþykju sem var mér svo mikilvæg. Það var eins og hann vissi að mér hefði ekki liðið sem best undanfarnar vikur og hann vildi hughreysta mig og styrkja. Þessu handtaki gleymi ég aldrei, kæri Þórður. Að lokum kveð ég minn elskulega tengdaföður með trega og söknuði. Eða eins og ég sagði Steinunni minni kvöldið sem hann dó, þá höfum við nú vissu fyrir að afa líður vel hjá Guði, laus við þrautir og sársauka. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vom í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir iáttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Hvíl i friði. Gunnar Hans Helgason. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þegar kemur að hinstu kveðju sækir margt á hugann, okkur finnst að stundir okkar saman hefðu þurft að vera svo miklu fleiri og lengri, svo margt væri ósagt, svo margt ógert saman. En samt er svo margs að minnast frá liðnum árum og ófáar ánægjustundir átt- um við saman í heimsóknum okk- ar, fyrst á Langholtsveg 137, þar sem hús og garður báru hinum handlagna húsbónda fagurt vitni, og síðar í íbúð fyrir aldraða á Jökul- grunni 14 en þangað fluttu þau hjónin, Þórður og Gerða, þegar ald- urinn færðist yfir. Við ætlum ekki að rekja ættar- tölu hans hér en minnast hans með nokkrum orðum eins og við munum hann best. Þórður Guðmundsson var hæglátur og vinnusamur mað- ur, lagði gjörva hönd á margt og var nákvæmni hans aðalsmerki í hveiju því sem hann tók sér fyrir hendur og oft var brosað að því að grasflötin á Langholtsveginum væri slegin eftir málbandi. Ætt- fræði var hans áhugamál og stál- minni gerði það að verkum að hann vissi deili á fleira fólki en nokkur annar sem við höfum kynnst. Minn- ingargreinar las Þórður afi af ná- kvæmni og bætti stöðugt við þekk- ingu sína í ættfræðinni. Helsjúkur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur stytti hann sér stundir með því að hugsa og tala um ættfræði og þeir voru fáir í liði hjúkrunarfólksins sem hann vissi ekki orðið deili á. Áhugi Þórðar afa á fréttum var mikill og missti hann helst ekki af fréttatíma hvort heldur var í útvarpi eða sjón- varpi. Og þótt mikið væri oft talað og hlegið, og þótt Gerða amma segði stundum, „slökktu á útvarp- inu, Þórður, það er enginn að hlusta", heyrði hann samt og festi sér í minni svo ótalmargt. Allt þetta ásamt góðri greind gerði það að verkum að Þórður var vel heima í flestum þeim málum sem bar á góma. Að Iokum viljum við þakka fyrir allar stundirnar sem við áttum með þér. Hvíl í friði, ástkær tengda- faðir og afi. Björn, Björn Ágúst og Gerður Þóra. Elsku afi minn. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín í heimsókn. Þú áttir alltaf svör við öllum spurningum. Svo var alltaf svo gott að koma í heimsókn á Langó til ykkar ömmu til að sofa og fara svo í sund á laugardags- morgnum. Svo fórst þú oft með mig í barnaguðsþjónustu. Ég gleymi aldrei ferðalögunum þegar við, amma og Gunni frændi fórum á Vopnaíjörð. Manstu eftir sögunni um Grámann í Garðshorni sem þú sagðir mér áður en ég fór að sofa? Ég gleymi aldrei þegar þú varst að þvo fæturna á mér í vaskinum heima á Langó áður en ég fór að sofa. Elsku afí minn, nú kveð ég þig ÞÓRÐUR G UÐMUNDSSON með söknuði. Minningarnar um þig á ég með mér og þeim mun ég aldrei gleyma. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Steinunn Gunnarsdóttir. Ég ætla í örfáum orðum að minnast Þórðar Guðmundssonar, skrifstofumanns í vélsmiðjunni Tækni. Kynni okkar hófust fyrir alvöru við eigendaskipti í Tækni fyrir sex árum. Þar hafði Þórður þá starfað við bókhalds- og skrif- stofustörf í nær þijá áratugi og var kominn um sjötugt á þessum tíma- mótum fyrirtækisins. Þrátt fyrir aldurinn var áhuga hans á því, hollustu við það og starfsþreki í engu brugðið. Hann þekkti starfs- vettvang fyrirtækisins vel, var góð- kunnur öllum viðskiptavinum þess og traustvekjandi andlit Tækni út á við. Það var því fengur okkar nýrra eigenda að kjölfestan, Þórð- ur, fékkst til þess að starfa áfram. Þórður tók þátt í breytingum sem urðu í kjölfar eigendaskiptanna af innilegum áhuga og með opnum huga, einnig á skrifstofunni þar sem ný tæki leystu fyrri vinnuað- ferðir af hólmi. Þær tileinkaði Þórð- ur sér, undraðist og dáðist að kost- um fljótvirkra tækja, svo sem fax- tækisins. Þegar tölvuforrit leysti af hólmi handavinnu Þórðar við launaútreininga urðu í fyrstu tíma- frekari og illskiljanlegri mistök en komið höfðu fyrir á öllum starfs- ferli hans. Slík var nákvæmnin og áreiðanleikinn í þeim sem öðrum bókhaldsstörfum, allt skyldi stemma upp á krónur og aura. I dagsins önn var oft notalegt að setjast niður á skrifstofunni hjá Þórði og spjalla við hann um menn og málefni. Rósemi og jafnvægi sem oft einkennir fólk af hans kynslóð sveif þar yfir vötnunum. Þórður lét af störfum í Tækni fyrir ári síðan, en þá höfðu veikindin sem urðu hon- um að aldurtila sett mark sitt á heilsu hans. Tryggð hans og umhyggja gagnvart fyrirtækinu og starfs- mönnum þess náði til hinstu stundar. Með virðingu og þökk kveð ég Þórð Guðmundsson. Við Rannveig vottum fjölskyldu hans innilega samúð. Halldór M. Gíslason. ÞÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR + Þórunn Ólafs- dóttir fæddist á Eyri í Svínadal, Hvalfjarðarstrand- arhreppi, 17. apríl 1908. Hún lést 16. ágúst síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Eir. Foreldrar henn- ar voru Þuríður Gísladóttir, fædd 4. nóv. 1871, d. 5. júní 1968, og Ólafur Ól- afsson, fæddur 20. júní 1872, d. 25. ág- úst 1952. Systkini Þórunnar voru: 1) Jónína, fædd 23.^ maí 1900, d. .23. júní 1991. 2) Ólafur, fæddur 24. desember 1901, d. 23. feb. 1985. 3) Guðrún, fædd 9. maí 1903, d. 13. jan. 1985. 4) Guð- laug, f. 18. apríl 1905, d. 8. ág- úst 1990. 5) Jónmundur, f. 26. mars 1906, d. 7. apríl 1989. 6) Sigurður, f. 26. ágúst 1910, d. 13. júní 1947. 7) Gísli, f. 14. sept. 1911, d. 3. mars 1995, og Helga, f. 24. jan. 1913. Þórunn hóf sambúð 1945 með Sigurjóni Guðmundssyni, f. 13. júlí 1916 og eignuðust þau tvö börn, sem eru: 1) Þuríður Edda Sig- urjónsdóttir, f. 15. júlí 1945, gift Alex- ander Þórssyni, f. 13. mars 1941. Þau eiga þrjú börn sem eru Þórunn, -f. 21. feb. 1963, Guðlaug Hafdís, f. 8. ágúst 1965, og Sigurjón, f. 18. ágúst 1973. 2) Guðmundur Sigurjónsson, f. 29. júlí 1948, giftur Margréti Sverr- isdóttur, f. 19. apríl 1954, og eiga þau tvö börn sem eru Kar- en Anna, f. 22. apríl 1981, og Andri Már, f. 10. mars 1991. Frá fyrra hjónabandi átti Sigurjón eitt barn, Stefaníu Rósu, f. 28. jan. 1940, gift Heimi Ingimars- syni og eiga þau fjögur börn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku amma mín, núna ertu far- in eftir að hafa verið veik í langan tíma en ég veit að þér líður vel núna þar sem þú ert. Ég mun aldr- ei gleyma öllum góðu stundunum okkar saman, sérstaklega þegar ég var yngri og þegar afí keyrði mig í skólann og þið hlustuðuð á mig þylja margföldunartöfluna. Mér þykir það leiðinlegt að þegar ég eignast börn fá þau aldrei að kynn- ast svona góðri konu eins og þér, elsku amma mín. Ég man líka eft- ir góðu stundunum uppi í sumarbú- stað þegar mamma og pabbi voru að spila vist við ykkur afa og þið mamma spiluðuð alltaf saman og unnuð þá alltaf. Þér þótti alltaf svo gott að vera í sveitinni þar sem þú fæddist og ólst upp, á Eyri í Svína- dal. Ég man að þú varst alltaf að gera eitthvað, annað hvort með borðtuskuna í hendinni að þrífa, eða ef þú varst ekki að þrífa þá varst þú að baka, að ógleymdum pönnukökunum sem runnu ofan í mig jafn óðum og þær komu af pönnunni, enda bar heimilið ykkar afa þess merki, alltaf hreint og fínt. Og það eru ófáir ullarsokkarnir, vettlingarnir og peysurnar sem þú hefur pijónað handa mér. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig ég veit að við munum hittast aftur og þú munt taka vel á móti mér, hve- nær það verður veit nú enginn. Elsku afi minn, guð styrki þig í þinni miklu sorg og mér mun alltaf þykja vænt um þig. A náð legg ég mig lausnarans, lífið mitt er á valdi hans, gæskan þín heíur grát minn stillt, Guð, far þú með mig sem þú vilt. (H. Pétursson) Þitt barnabarn, Karen Anna. Hún amma mín er dáin háöldruð eftir nokkurra ára veikindi. Ég veit að hún er hvíldinni fegin. í minning- unni um hana ömmu sé ég konu sem vildi öllum vel og ævistarf hennar var að hugsa um afa, börn ogbarnabörn. I Hólmgarðinum var mitt annað heimili og vildi ég helst vera hjá ömmu og afa öllum stundum. Amma hafði alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin. Þegar ég var fimm ára hafði hún kennt mér að lesa og þolinmæði hennar var mikil þeg- ar eg vildi læra að pijóna og hekla. í Eyrarskógi í Svínadal á æsku- slóðum hennar byggðu amma og afi sumarbústað þar sem þau eyddu öllum sínum frítíma. Þó að þar væri ekki rennandi vatn og ekkert rafmagn var þetta yndislegur bú- staður og alltaf nóg pláss fyrir gesti þó svo að fermetrarnir hafi ekki verið margir. Ég fékk að fara með þeim í sveit- ina flestar helgar og það er gott að minnast þess tíma sem ég var þar. Amma kenndi mér margt og var öllum góð. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hana að. Elsku afi, ég veit að söknuður þinn er mikill eft- ir rúmlega fimmtíu ára samveru en við vitum að henni líður vel. Hún vakir yfir okkur og bíður okkar annars staðar. Þórunn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is cn nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. I>að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.