Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ STEFÁN STEFÁNSSON + Stefán Stefáns- son fæddist á Filjum í Skorradal 24. ágúst 1913. Hann lést á Dvalarheimil- inu Hrafnistu í Hafn- arfirði 27. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar Stefáns voru Stefán Guðmundsson, bóndi á Fitjum, og Karó- lína Hallgrímsdóttir frá Brettingsstöðum á Flateyjardal. Eft- irlifandi systkini Stefáns eru Vigdís Klara, Guðmundur Tryggvi og Hallgrímur Júlíus. Stefán var bóndi á Fitjum þar sem hann rak félagsbú með bróður sínum til 1982 en fluttist þá til Reykjavíkur þar sem hann bjó allar götur síðan. Útför Stefáns fer fram frá Fitjakirkju í Skorradal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Stefáni Stefánssyni náið á seinni hluta æviskeiðs hans. Stefán og Guðmundur, bróðir hans og tengdafaðir minn, höfðu þá brugðið búi og flust til Reykjavíkur. Margir hugðu að Stefáni reyndist erfitt að aðlagast borgarys og borgarlífi en sá ótti reyndist ástæðulaus. Stefán kunni ávallt vel við sig í borginni og lagðist í ferðalög jafnt innan- lands sem utan. Hann var félagi í Ferðafélagi íslands um áratuga skeið og hafði mikinn áhuga á landinu, nátt- úru þess og menningu. Margir höfðu og orð á því hve kunnugur og vel að sér Stefán var um land og þjóð. Gilti þá einu hvort hann var að koma á stað í fyrsta sinn eða ekki. Alltaf þekkti Stefán til staðhátta og gat greint frá nöfn- um og jafnvel kennileitum. Stafar það af því að Stefán var ákaflega vel lesinn. Hann hafði mikið yndi af bókum og las mikið og þá helst eitthvað um þjóðlegan fróðleik og náttúru. Hann átti gott safn bóka sem hann hafði komið sér upp í gegnum árin og hafði oft orð á því að sér liði ævinlega best innan um bækurnar sínar. Stefán var ekki maður sem bar tilfinningar sínar eða skoðanir á torg. En við sem kynntumst Stefáni vissum að þar fór heilsteyptur per- sónuleiki, með hlýjar tilfinningar í garð vina og ættingja, og bar hann + Eiginmaður minn, KRISTINN JÓNASSON frá Knattstöðum, Norðurgötu 16, Akureyri, sem andaðist laugardaginn 24. ágúst sl., verður jarðsunginn fró Barðkirkju í Fljótum á morgun, laugardaginn 31. ágúst, kl. 14.00. Guðrún Guðmundsdóttir. t Systir okkar, ÁSLAUG ÁRNADÓTTIR, til heimilis á Miklubraut 62, Reykjavík, lést á Landakoti þann 23. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Margrét og Steinunn Árnadætur. + Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA VILHJÁLMSDÓTTIR, Grærtumörk 5, Selfossi, lést aðfaranótt 29. ágúst. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 5691181. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd annarra greina um sama einstakiing er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfrétt- ir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Word- perfect einnig auðveld í úrvinnslu. LEIFJOHAN KARLSON MINNINGAR hag og velsæld þeirra fyrir bijósti. Alltaf glöddust börn mín, Guðmund- ur og Kristín, jafnmikið er þau hittu Stebba, eins og hann var jafnan kallaður, og ekki mun ég gleyma þeirri væntumþykju er hann tók þau í fang sér. Stefán var ákaflega iðinn við vinnu og féll sjaldan verk úr hendi. Hann var sá sem sló kirkjugarðinn á Fitjum sl. 62 ár. Þá hafði hann ánægju af allri endumýjun húsakynna og kirkju á Fitjum og tók fullan þátt í allri vinnu þó kominn væri á níræðisald- ur. Okkur hinum stóð stundum ekki alveg á sama um klifur hans um veggi og þök, en hann var ótrúlega fímur þrátt fyrir aldur og lenti aldrei í óhappi. Stefán hafði sömuleiðis mikla ánægju af að fylgjast með breytingum á gróðri sem orðnar era á Fitjum með tilkomu skógræktar og friðunar jarðarinnar. Hann hafði það fyrir sið á hveiju vori að skjótast upp á hálsinn fyrir ofan bæinn og fá út- sýni yfír jörðina, nokkuð sem yngri menn lékju ekki jafn auðveldlega eft- ir. Gangan er nefnilega þó nokkur. Stefán var ekki margmáll, en hann hafði sínar ákveðnu hugmynd- ir um lífið og tilveruna og ég á eft- ir að sakna umræðna í Fitjaeldhús- inu um liðnar stundir sem líðandi, þar sem þekking Stefáns og skyn- semi hans og gamansemi naut sín til fullnustu. Þess er að minnast og það ber mér að þakka. Ég kveð Stef- án Stefánsson bónda frá Fitjum í Skorradal með söknuði og votta eft- irlifandi systkinum hans og aðstand- endum mína dýpstu samúð. Sverrir Einarsson. + Leif Johan Karlson fædd- ist í Svíþjóð 19. maí 1970. Hann fluttist til Islands fyrir rúmu ári en lést af slysförum er hann tók út af Gylli 7. ágúst síðastliðinn. Það var 7. ágúst þegar ég var heima hjá vinkonu minni, þar sem ég gisti í fjarveru föður míns, að það var bankað og inn kom prest- ur, kynnti sig fyrir mér, sagðist þurfa að færa mér slæmar fréttir. Það fór óþægileg tilfinning um mig þegar hann sagði mér að hann Johan minn væri týndur af bátnum sem hann vann á. Það voru svo margar hugsanir sem fóru um hug- ann, að hann væri örugglega á lífi einhvers staðar, það ætti bara eftir að fínna hann. Allar minningarnar sem ég á um þig eru svo yndislegar, fyrst þegar við vorum að byija saman og allur sá tími sem við eyddum saman. Ekki var hægt að slíta mig frá þér og ég man sérstaklega hvað þú lékst þér að því að gera mig reiða og óþolinmóða, en þú varst bara svo góður alltaf og heiðarlegur. Allar þær stundir sem við áttum saman voru mér mjög dýrmætar. Þó svo að við ættum okkar erfíðu tíma líka gekk það alltaf upp því þú fullvissaðir mig alltaf um að allt yrði betra. Og alltaf hafðirðu rétt fyrir þér. Þó að þú sért horfínn á braut heldur lífið áfram og lífið mun ávallt sigra dauðann. Eg mun ávallt hugsa með gleði til þín. Megir þú hvíla í friði, elsku Johan minn. Söknuður Kærieikur hreinn þá knýtir bönd kringum tvö blómguð strá, dregur fyrst saman önd að önd, einingu myndar þá, samverkar munni sál og hönd sínum tilgangi ná, verkið er stórt, en völt sú rönd, sem verður að byggjast á. Veit mér, ó, Guð, að vilji þinn viljann minn sigri hér, til þess minn vilji viljann þinn virði, sem skyldugt er. Það sé minn vilji og viðleitni verða svo hlýðinn þér, að hirting þína sérhvert sinn sé kært að þiggja mér. (Ljóð eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu.) Þín Matthildur. UNNUR RÖGNVALDSDÓTTIR + Unnur Rögn- valdsdóttir var fædd að Felli í Kollafirði á Strönd- um 12. júní 1917. Hún lést á Sjúkra- húsi Akraness 22. ágúst síðastliðinn. Faðir Unnar var Rögnvaldur Stur- laugsson Guð- brandssonar frá Hvítadal í Saurbæ, Dalasýslu, barna- kennari og vega- verkstjóri, f. á Fremri-Brekku í Saurbæ 21. desember 1873, d. 6. nóvember 1942. Móðir henn- ar var Valgerður Lýðsdóttir Jónssonar á Skriðinsenni í Bi- tru á Ströndum, f. þann 31. október 1890, d. 28. október 1976. Unnur var eina barn þeirra hjóna er lifði. Unnur giftist 19. október 1943 Gísla Kristjáni Guðjóns- syni frá Þórustöð- um í Bitru, f. 26. október 1914. Þau hófu búskap sinn á Akranesi þar sem þau áttu heima síð- an, fyrst í Böðvars- húsi og svo að Stekkjarholti 2. Gísli stundaði smíð- ar og verslunar- störf. Hann lést 12. júlí 1965. Þau hjón eignuðust þrjá syni sem eru: Rögnvaldur Sturlaugs Gíslason, f. 18. maí 1945, efna- verkfræðingur, kvæntur Stein- vöru Eddu Einarsdóttur, við- skiptafræðingi. Þau búa í Reykjavík og eiga þrjú börn, Gísla Einar, Margréti Unni og Eddu Katrínu. Magnús Margeir Gíslason, f. 8. janúar 1949, framhaldsskólakennari, kvænt- ur Ingrúnu Ingólfsdóttur hjúkrunarfræðingi. Þau búa í Hafnarfirði og eiga þijú börn, Hersi Gíslason, Völu og Daða. Unnusta Hersis er Jónína Björg Sigurðardóttir. Valur Heiðar Gislason, f. 30. maí 1956, húsa- smiður, kvæntur Unni Guð- mundsdóttur, starfsstúlku. Þau búa á Akranesi og eiga þijú börn, Guðmund Þór, Valgerði og Gunnþórunni. Unnur lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla íslands árið 1939 og veturinn 1942-1943 var hún við nám i Húsmæðraskólanum í Reykjavík. Unnur var kennari alla sína starfsævi. Hún hóf kennslustarf sitt með far- kennslu í Bitru veturna 1939- 1943 en kenndi eftir það á Akranesi, fyrst í stað með nokkrum hléum eða sem for- fallakennari, en fulla kennslu stundaði hún frá því í upphafi sjöunda áratugarins. Útför Unnar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, mig langar að skrifa þessar línur til þín þó að ég viti að þú sért ekki lengur á meðal okkar. Það er svo skrýtið aðýiugsa til þess að þú sért farin. Ég hef ekki enn áttað mig á því að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur í veruleik- anum því að fyrir mér stendurðu svo Ijóslifandi. Skrýtið hvað einn dagur getur farið á annan veg en maður ætlar. Venjulegur dagur í lífi mínu breyttist í einn erfiðasta dag sem ég hef upplifað þegar pabbi hringdi til mín í vinnuna og sagði mér að þú værir dáin. Ótal hugsan- ir þutu í gegnum kollinn á mér. Þetta var of sárt til að vera satt. Þetta gerðist allt svo skyndilega og allt varð svo fjarlægt mér. Þetta var eijtthvað sem ég hafði ekki búist við. Ég áttaði mig ekki á því að þú værir farin fyrir fullt og allt, og að ég ætti ekki eftir að sjá þig, faðma né kyssa aftur. Við áttum ófáar stundir saman, ég og þú. Ég man alltaf hvað það var gaman að koma í heimsókn til þín. Þegar ég kom úr Akraborginni og labbaði heim til þín þá varst þú alltaf úti á svölum þegar ég kom, bíðandi eftir mér. Og þegar við systkinin, ég og Daði, komum bæði þá var alltaf glatt á hjalla. Oft sátum við að spilamennskunni langt fram á kvöld og alltaf gátum við vakað og gleymt okkur við spilin. Þú varst alltaf svo glöð og kát og gast alltaf sagt svo skemmtilegar sögur. Það er ógleymanlegt hvað þú gast feng- ið okkur til að hlæja, stundum engd- umst við gjörsamlega úr hlátri. Ég man líka hvað mér þótti alltaf gam- an þegar við fórum að baka. Við tvær að baka kleinur var eitt það skemmtilegasta sem ég vissi. Það var alltaf svo gott að tala við þig, amma mín. Þú vissir svo mikið og varst alltaf svo skilningsrík. Það var líka ótrúlegt hvað þú gast stjanað við mig og okkur krakkana. Já, það er sárt til þess að hugsa að þú skulir vera farin. Mér þykir alltaf vænt um þig, elsku amraa mín, og mun sakna þín mikið. Ég þakka allar þær stundir sem við höfum átt saman, þær eru ómetan- legar. Þér mun ég aldrei gleyma og þú munt ávallt lifa í minningu minni. Þín Vala. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR ÞORBJÖRNSSONAR, Kleppsvegi 62, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir einstaka umhyggju og hjúkrun. Halldóra Aðalsteinsdóttir, Magnús Magnússon, Kristín H. Valdimarsdóttir, Vilborg Magnúsdóttir, Árni J. Hannesson, barnabörn og systur hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.