Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 B FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 DAGLEGT LÍF SARAJEVO Líf í skugga eyðileggingar UNGU stúlkurnar í næstu sætaröð í langferðabílnum virðast varla taka eftir því að við ökum inn í borgina. Önnur hefur lagt frá sér margþvælda ástarsögu með yfir- skriftinni Kulnuð hjörtu og rifjar lágum rómi upp hvað á daga henn- ar hefur drifið í sumarfríinu. Öðru hveiju kinkar vinkonan kolli, frá þeim heyrist fliss og hlátur, en umhverfið virðist ekki vekja snefil af áhuga. Eg undrast léttúðina enda blasir eyðileggingin við allt um kring. Við ökum ekki fram hjá óskemmdu húsi inn í borgina. Verksmiðjur, sjónvarpsstöð og jafnvel þinghúsið eru varla nema rústir einar. Háar íbúðarblokkirnar eru margar hverjar sundursprengdar og áberandi mikið af gleri vantar enn í glugga. Húsin eru grá og drungaleg eftir sprengjuhríð og elda og sorp liggur úti um allt. Mér verður þungt um andardrátt. Þrátt fyrir að hremmingar stríðsá- taka vofi ekki lengur yfir eiga íbú- ar Sarajevo eflaust langt í land með að lifa aftur eðlilegu og mann- sæmandi líf. Mesta verslunar- og menningarborg Júgóslavíu Fyrir stríðið í lýðveldum fyrr- verandi Júgóslavíu var öðruvísi um að litast í Sarajevo. íbúarnir, rétt um 800.000, múslimskrar, kaþól- skrar og rétttrúnaðar-trúar höfðu heldur ekki þurft að líða skort enda var Sarajevo ekki aðeins stjórnsetur lýðveldisins Bosníu- Hersegovínu heldur mesta versl- unar-, samgöngu- og menningar- borg sambandsríkisins. Fótunum var hins vegar kippt undan íbúunum við upphaf stríðs- átakanna í landinu fyrir um fimm árum. Rómuð fegurð Trebevic- fjallsins umhverfis borgina snerist jafnvel upp í andhverfu sína þegar umsáturslið Bosníu-Serba kom sér fyrir í hlíðunum og hóf að skjóta á saklausa borgarana fyrir neðan af löngu færi. Borgin var opið svið og engum var hlíft. Á meðan á umsátrinu stóð hélt vonin um að senn myndi átök- unum linna og líf- ið aftur færast í samt horf bar- áttuþrekinu í íbú- unum. Eftir að langþráður friður virðist hafa kom- ist á verður hins vegar enn aug- ljósara hversu mikið verk er fyrir höndum. Erfitt millibilsástand ríkir í borginni því matargjöfum hef- ur verið hætt áður en hjól atvinnulífsins eru farin að snúast. Stóru verksmiðjurnar standa ýmist tómar eða hafa verið sprengdar í rúst. Innanstokksmunir seldlr til að fæða fjölskylduna Ef íbúarnir eru svo heppnir að hafa vinnu eru mánaðarlaunin um 7.000 kr, Þrátt fyrir að reynt sé að halda matarverði niðri í borg- inni til að reyna að freista þess að fá flóttamenn aftur til baka kostar til samanburðar um 20.000 kr. að fæða fjögurra manna ijöl- skyldu. Daglegt líf íbúanna snýst meira eða minna um að brúa bilið. Spari- fé fjölskyldnanna er víðast uppurið og margir hafa ekki séð aðra leið ÍBÚAR Sarajevo kalla gamla bókasafnið í miðborginni enn Vijecnica eða ráðhús- ið. Bókasafnið var prentskjalasafn fyrir Balkanskaga áður en stríð hófst. Eyði- leggingin er enn augljósari inni fyrir. en að selja smám saman dýrmæta hluti úr íbúðum sínum. Ekki er heldur óalgengt að sjá að hluti af parketi iiefur verið rifinn úr íbúð- um til að nota til upphitunar. Oft- ar en ekki hefur blómagörðum verið breytt í grænmetisgarða og ráðsnjallir íbúar hafa komið sér upp heimilisiðnaði á borð við bý- flugnabú í bakgarðinum. Rafmagn er skammtað og raf- magnslaust að jafnaði sex klukku- stundir á hverjum degi. Vatns- skortur er áberandi og sjaldnast svo mikill kraftur á vatninu að hægt sé að fara í sturtu. Útgöngu- bann er frá kl. 11 á kvöldin tii kl. 6 á morgnana. Símtöl til útlanda þarf að panta með minnst tveggja daga fyrirvara. Undarlegt er frá því að segja að helsti vaxtarbroddurinn í hag- kerfi borgarinnar virðist felast í veru tuga þúsunda Nato-her- manna þar. Hvert sem litið er í miðborginni sjást hermennirnir í litlum hópum, á gangi, börum og veitingahúsum, og ekki er að sjá að fjárráðin vanti í verslunum. Ekki er því óeðlilegt að ensku- nám sé í tísku meðal heimamanna enda vitað að hægt er að afla tölu- •verðra tekna með því að vinna Þekking í molum ástæða stríðs og ringulreiðar í tilefni af heimsókn blaðamanns Morgun- blaðsins til Sarajevo rifjaði Gunnar Hersveinn upp samtal sitt við norska heimspekinginn Jostein Gaarder um dauðann, stríð og hið illa í heiminum. JOSTEIN Gaarder, höfundur met- sölubókarinnar Veröld Sofffu, hef- ur hugsað mikið um dauðann og ástæður hins illa í heiminum. „Heimspekingar og skáld hafa oft djúpa tilfinningu fyrir lífi og dauða manneskjunnar," segir Jo- stein Garrder, og vísar í þekktustu tilvitnun heimsbókmenntanna eða setningu Hamlets: „Að vera eða vera ekki, það er rnálið." „Að vera merkir einhvern tímann að vera ekki. Fæðingin er upphafið og endirinn,“ segir Jostein. „Eg er ekki bölsýnn. Á hverjum degi má lesa eftirfarandi í tímaritum heims- ins: „Þegar læknirinn sagði mér að ég væri með hættuiegan sjúk- dóm, gerði ég mér grein fyrir gildi lífsins.11 Þegar sjúkdómsgreiningin er klár gerir fólk sér loks grein fyrir lífinu. En það er sorglega seint.“ Vinur hans var nær drukknaður í sjónum og það breytti lífi hans. Eftir það leit hann á lifið sem gjöf, „en í raun er öllum lífið gjöf“, seg- ir Jostein. „Við erum bara svo upp- tekin af eignum okkar og stöðu í samfélaginu, en ekki því sem er í raun verðmætt, eins og svarinu við spurningunni: „Hver er ég? Eða hvað skiptir mig máli?“ „Það sem skiptir mig mestu er Morgunblaðið/Einar Falur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.