Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 B 3 EKKI er sjón að sjá sum húsanna í Dobrinja-hverfinu. Enn er hægt að sjá ýmsar persónulegar eigur íbúanna iiggja eins og hrá- viði í kringum húsin en enginn þorir að leita í grasinu af ótta við jarðsprengjur. Fyrir aftan húsaröðina hafa verið teknar grafir. 24. ágúst 1996: Sarajevobúar og ferðamenn njóta góða veðursins. fyrir hermennina og segir sagan að hægt sé að komast í hreint út sagt ótrúleg verkefni. Jarðsprengjur úr plasti í Dobrinja Úthverfið Dobrinja nýtur tals- verðrar sérstöðu því Bosníu-Ser- bar héldu því einangruðu frá öðr- um hlutum borgarinnar í sex mán- uði í upphafi ársins 1992. Menjar stríðsins eru afar áberandi í Do- brinja og liggja reyndar mörk yfir- ráðasvæðis Bosníu-Serba um efsta hluta hverfisins. Ógnin er ekki fjarlæg og segir meira en flest orð að í miðju íbúðarhverfinu er alls ekki óhætt að ganga á grasinu því enn leyn- ast þar jarðsprengjur. Jarð- sprengjurnar eru úr plasti og ekki hefur fundist tækni til að hafa uppi á þeim. Hvarvetna blasir eyðileggingin við. Á sum raðhúsanna vantar heila hlið, leifar fjölskyldubílanna liggja þvers og kruss í bílskúrun- um og persónulegir munir, t.d. ljósmyndir, liggja á víð og dreif í nágrenninu. Aftan við víglínuna hafa verið teknar grafir og með því að lesa áletranir á misgerðar- legum krossunum má sjá að allar grafirnar hafa verið teknar á með- an á einangruninni stóð. Feðgar iiggja hlið við hlið og margar graf- ir eru ómerktar. Víða hafa sprengjur myndað ÞEKKTUST er trúlega hin svokallaða Rómeó og Júlíu- saga. Rómeó og Júlía voru ástfangið, ungt par, annað múslimskt, hitt úr rétttrúnaðarkirkjunni. Þau töldu sér ekki vært í borginni og fengu leyfi beggja vegna stríðsl- ínunnar til þess að fara yfir hana og leita sér hælis á óhultu svæði. Af því varð hins vegar aldrei því á miðri I stríðslínunni, á brúnni Vrbanja yfir Miljackafljót, voru , þau skotin til bana. Enginn veit hvaðan skotið kom og enn er haldið við afskornum blómum til minningar um hina látnu elskendur á brúnni. algerlega ókeypis,“ segir hann „eins og að vera út í náttúrunni, njóta ástar sem ekki er hægt að kaupa, vera með börnunum mínum og vera vinur en vináttu er ekki hægt að kaupa þó sumir haldi það.“ Enginn má stjórna huga barna nema þau sjálf „í Noregi og á íslandi er atvinnu- leysi. Fólk missir vinnuna og afleið- ingin er að það fer að drekka meira, reykja, skilja við makann, verða veikt og sumir taka jafnvel líf sitt,“ segir Jostein. „Þetta er sorglégt og mikill menningarlegut' misskiln- ingur um að lífið sé einskis vert ef maður missir vinnuna. Við ætt- um að kenna börnum, að í hverju sem þau lenda, séu þau ávallt mannlegar verur með öflugan huga.“ Hann segir að vegna kynferðis- legrar áreitni og misnotkunar sé verið að innræta börnum að þau ein hafi vald yfir líkama sínum og enginn hafi rétt til að ---------- misnota hann. „En við ættum að kenna þeim það sama um hugann með heimspeki,“ segir ____________ hann. „Þetta er þinn eig- in hugur og hvað sent gerist getur þú verið stoltur. Vertu á verði svo enginn blekki þig.“ Kennaraefni ættu að læra heim- speki í námi sínu, að mati Josteins, og börnin að læra sögu mannsand- ans til að geta kynnst sjálfum sér. „Svarið við spurningunni: „Hver er ég?“ er ekki aðeins: „Ég er þessi Skortur á hugsanafrelsi skapar stríð líkarni," því þá væri ég vonlaus manneskja. Ég er eitthvað meira. Ég er Norðurlandabúi, Evrópubúi og hluti af mannkynssögunni," seg- ir hann. „Þannig getur vitund mín stækkað og þó ég viti að einn góð- an veðurdag verði ég ekki lengur til, veit ég líka að ég er hluti af einhveiju sem er gott í sjálfu sér.“ Stríðlð í fyrrum Júgóslavíu merkt heimskunni Josteinn nefnir þá sem ráfa um göturnar í stórborgum heimsins eins og í frumskógi nútímans. „Ef sjálfsmynd þeirra er njörvuð við þeirra eigin egó og líkama vantar eitthvað," segir hann. „Þess vegna er mikilvægt að geta samsamað sig sögu mannsandans til að geta skil- ið sjálfan sig og hafið sig yfir að- stæður." Heimspekin er friðsæl og það er ekkert vandamál fyrir hana að sanna að kjarnorkutilraunir Frakka eru af hinu slæma, að mati Jo- --------— steins. „Til dæmis með því að nota siðfræði Kants, eða hvað myndu Frakkar segja ef Asíubú- ________ ar færu að sprengja kjarnorkusprengjur í til- raunaskyni við Frakklandsstrend- ur?“ „Sama má segja um stríðið í fyrrum Júgóslaviu. Stríðið er merkt heimskunni, það skortir vit. Spyija má: „Hvernig getur þetta gerst núna í miðri Evrópu?“ Svarið hlýtur að vera: „Skortur á þekkingu." Vandamálið er að kommúnistarnir Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir NATO-hermennirnir eru hrifnir af minjagripunum í gamla miðbænum. svokallaðar rósir í malbikinu. Oft hefur sprengjunum verið ætlað að granda saklausu fólki sem beið eftir að fá vatnsskammtinn sinn úr einum af vatnshönum hverfis- ins. Þegar líða fór á einangrunina grófu íbúarnir tvenn göng út úr hverfinu hvor í sína áttina. Nauð- synlegum vistum var komið að utan í gegnum göngin inn í hverf- ið og síðar lögðu íbúarnir raf- magnsleiðslu inn í hverfið enda hafði umsátursliðið vald yfir raf- magnsstöðinni og lék oftar en ekki þann leik að taka rafmagnið af fyrirvaralaust. Framtíðln er að llfa einn dag í elnu með björtum augum íbúar í Sarajevo vilja bera höfuðið hátt. Hins vegar er grunnt á svartsýni, sérstaklega hjá unga fólkinu. „Líttu á eyðilegginguna,“ sagði ungur maður við mig. „Við þurfum a.m.k. 50 ár, bara til allra nauðsynlegstu viðgerða. Að þeim tíma liðnum hefur sagan kennt okkur að hafið verði annað stríð. Við fengum ekki einu sinni hálfa öld núna.“ Aðrir vekja athygli á því að íbú- ar í Sarajevo eigi aldrei eftir að lifa saman í jafnmikilli sátt og áður. Engum fær heldur dulist að íbúarnir eru farnir að leggja meiri áherslu á mismunandi trúarskoð- anir sínar og bera t.a.m. fleiri og fleiri kaþólikkar kross um hálsinn. Sú saga gengur fjöllunum hærra að múslimskar konur geti fengið 100 mörk á mánuði fyrir að íklæð- ast hefðbundnum fatnaði múslim- skra kvenna. Ekki fékkst staðfest- ing á þessari sögu í heimsókninni. Þótt íbúar hinnar stríðshijáðu borgar vildu gjarnan hefja nýtt líf annars staðar gefst fáum kostur á því. Eina leiðin virðist því vera að fara að dæmi stallnanna í rút- unni og reyna að leiða eyðilegging- una hjá sér. Lifa einn dag í einu og reyna að einblína á björtu hlið- arnar. ■ Anna G. Ólafsdóttir leyfðu ekki mál- og hugsunarfrels- inu að njóta sín. Afleiðingin hefur birst í stríðinu." Þröng sjálfsmynd ástæðan fyrlr raslsma Jostein bendir á ástæðulaust of- beldi í Ósló. Gangandi vegfarendur eru óvænt stungnir með hnífi. „Það gerist vegna skortsins á upplifun- inni að skilja sjálfan sig í víðu sam- hengi," segir hann. „Þetta er vandamálið um of þrönga sjálfs- mynd, en hún er iíka ástæðan fyr- ir rasisma.“ Heimspekin getur hjálpað póli- tíkinni með því að skýra myndina um hvaða gildi í lífinu vegi þyngst fyrir þegnana og á hverju þjóðfé- lagið eigi að hvíla. „Þegar Berlínarmúrinn féll urðu mörg austantjaldsríki að byija frá grunni til að reisa ný þjóðfélög„“ segir hann. „Og einmitt þá þurfti fólkið að spyija heimspekilegra spurninga eins og: „Hvað er rétt- læti? Og hvað er eftirsóknarvert í lífinu?" Eitt er að vera menntaður og annað ómenntaður, en ég held að nútímaþjóðfélag krefjist þess að fólk búi yfir almennri menntun. Fólki finnst það líka skorta eitthvað. Fólki finnst sem það sé blátt í framan í súrefnislausu herbergi,“ segir hann að lokum. „Maður kem- ur með súrefni í flöskum inn í herbergið og spyr: „Vill einhver súrefni fyrir 100 kall?“ Og fólkið kaupir það með ánægju. Fólk þrá- ir að sjá samhengið í lífi sínu. Það er nefnilega rauður þráður í sög- unni en ekki ringulreið. Það er samhengi." ■ Stríð og friður í orðum „Hemaðarátök eru mannlegt hlutskipti, vegna veikleika og heimsku mannsins. Dýrseðli mannsins knýr hann til að her- væðast gegn andstæðingi sín- um. Valdhafar eiga að brynja sig hemaðarlega þegar þeir sitja á friðarstóli.“ Niccoló Machiavelli (1469- 1527). „Stríð er jákvæður þáttur í endurreisn þjóða til að bylta sjúkum valdhöfum." Eftir frönsku byltingvna 1789. „Stríð er óhjákvæmilegur þró- unarþáttur. Við verðum að sætta okkur við stríð eða stöðn- un. “ Georg W.F. Hegel (1770- 1831). „Orsök stríðs liggur í van- þroska og veikleika fjöldans, þrá hans eftir velmegun og síðast en ekki síst í valdagræðgi sterk- viljaðra leiðtoga.“ A. Schopenhauer (1788- 1860). „Stríð er ofurmönnum eðlilegt og vitnar um yfirburði þeirra. Stríð og hættulegt lífemi er lof- samlegt." Friedrich Nietzche. „Aríski stofninn getur aðeins haldið því sem hann hefur öðl- ast með krafti sverðsins." Heinrich Treitschke, 20. öld. „Friður er æðsta takmark mannlegrar viðleitni, en kon- ungum ber samt skylda til að veija ríki sitt með hernaði." Heilagur Tómas af Aquinas (1225-1274), „Stríð laðar fram bestu eigin- leika mannsins." Freidrich von Bernhadri, 20. öld. „Stríð er ekki nauðsynlega af hinu illa. Stríð, háð af löggilt- um yfirvöldum getur verið réttl- átt, ef settum reglum er fylgt.“ Francisco Suárez, jesúíti. „Stríð er eðlilegt og skal háð á öruggan og efnahagslegan hátt, þegar ráðist er inn í land, eða bandamenn þjóðar kúgaðir." Sir Tómas More (1478-1535). „Ástin skapar frið! Menn eru fæddir til að elska, mynda vin- áttusambönd og hjálpa náunga sínum, en ekki til að eyða.“ Erasmus frá Rotterdam (1469-1536). „Óttinn við dauðann skapar frið! Hræðsla við vopnumvædda ríkisstjórn er forsenda friðar- ins.“ Tómas Hobbes (1588-1679). „Friður sé með yður. Hvar sem þér komið í hús, þá segir fyrst: „Friður sé með þessu húsi.“ Jesús Kristur. „Þjóðir heims munu aldrei aftur heyja stríð.“ Novman Angel bjaiisýnn árið 1908.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.