Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 5
4 B FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 B 5 DAGLEGT LIF DAGLEGT LIF Hve lengi þarf að ganga til sálfræðings? ER nóg að fara nokkrum sinnum til sálfræðingsins til að fá allra meina bót? Nei!!! Samkvæmt nýjum rann- sóknum sem tryggingarfélög fengu sérfræðinga til að framkvæma er svarið 58 vikur. Rannsóknarhópur undir stjórn Mark Kopta við Evansville háskól- ann vann könnunina. Reynt var að meta hversu oft meirihluti sjúkl- inga þyrfti að koma til meðferðar til að ná viðunandi árangri. Mælt var hversu fljótt sextíu og fjögur mismunandi einkenni hurfu með vikulegum meðferðartímum. Sum vandamálin leystust að sjálfsögðu mun fyrr en önnur og nokkur geðræn vandamál voru lítið breytt, jafnvel að ári liðnu. Á heild- ina litið hafa samt 75% einkenna horfið innan þessara 58 vikna. Haft er eftir Kopta að vert sé að hafa þessa tölu bak við eyrað þegar hug- að er að eðlilegum meðferðartíma. Psyehology Today. TRIMFORM er rafnudd, upprunnið frá Danmörku, en hefur verið þekkt hérlendis í tíu ár við alls kyns kvillum/óþægindum. HÆGT er að velja um yfir tvö hundruð ilmolíur fyrir nudd og eru þær blandaðar í grunnkrem eftir þörfum hvers og eins. PÓLUNARFRÆÐINGURINN Scott Zamurut, beitir líkamsvinnu með pólun og heldur um sama staðinn í nokkrar mínútur. - -----------------— --------— J—----------''te sem meðferð við vöðvabólgu og lélegri blóðrás. FÆTUR nuddaðir með svæðanuddi, en þá eru nudduð ákveðin viðbragðssvæði sem tengjast öllum likamanum. Eilíf æska Er Q-10 lykillinn að eilífri æsku Frumur líkamans þurfa á Kóensími Q-10 að halda til ið umbreyta í orku þeirri íæringu sem að þeim )erst. Þær þurfa Q-10 til ið geta skilað sínu hlut- 'erki. Eitt hæsta hlutfall Q-10 í ramum líkamans er í hjartanu. Jpp úr miðjum aldri minnkar ramleiðsla þess, sem getur leitt til minni mótstöðukrafts, skerts starfsþreks og ótíma- bærrar öldrunar. Q-10 fyllir líkamann nýrri orku, starfsemi frumanna eflist og þær sjá íyrir auknu þreki til ffekari dáða. Eilsuhúsið Kringlunni & Skólavörðustíg GULI MIÐINN TRYGGIR GÆÐINS SHIATSU byggistá sama punktakerfi og kínverska nála; stunguaðferðin. í shiatsu er þrýst á punktana með höndum og olnbog- um í staðinn fyrir að stinga í þá nálum. NUDDFLÓRAN hérlendis hefur verið í miklum blóma undanfarið og skjóta sífellt nýjar nuddtegund- ir upp kollinum sem bera nýstárleg og spennandi nöfn, eins og shiatsu, pólunarmeðferð og ilmolínudd. Líkt og í mörgu öðru hefur orðið í nuddinu e.k. menningarleg blöndun en svipuð alþjóðaáhrif má sjá í matargerð, fatatísku og bókmenntum. Nuddið sæk- ir nýjungar sínar í ýmsar gamlar og nýjar kenningar bæði í austurlenska og vestræna hefð. Nuddarar aðhyllast nú mmjög að blanda saman mörgum nudd- aðferðum sem henta hvequm og einum. Auk hefð- Nuddið á sífellt meiri vinsældum að fagna og ríkir þar mikil gölbreytni sem á rót að rekja til menningarlegrar blöndunar. Þórdís Hadda Yngvadóttir forvitnaðist um fáeinar nuddtegundir og komst að því að fleiri tegundir eru í þann veginn að nema hér land. bundins nudds, s.s. íþróttanudds, sjúkranudds og sænsks vöðvanudds er hægt að velja um kínverskt nudd og nálastungumeðferð, japanskt meðferðar- nudd, heildrænt nudd, svæðanudd, sogæðanudd, shi- atsu, ilmolíunudd, pólunarmeðferð eða trimform. Fleiri nuddtegundir eru í þann veginn að nema hér land en það eru m.a. trager og hawaii nudd. Trager byggist á hristingi en hawaii nuddið byggist á hreyf- ingum og er þróað út frá aldagamalli hefð í Hawaii. Einnig er hægt að fara á námskeið til að læra að nudda sjálfan sig eða börnin sín. ÞÓRGUNNA Þórarinsdóttir kennir foreldrum, ömmum og öfum og öðrum forráðamönnum ungbarna sem til hennar leita ungbarnanudd. „Ungbarnanudd hefur reynst vel við ungbarna- kveisu og lofti í __________ þörmum. Flestir sem hafa tekið þátt í námskeið- um um ungbarna- nudd segja, að börnin verði styrkari og sofi betur með reglu- legu nuddi. Rann- sóknir í Bandaríkjunm og Svíþjóð hafa bent til þess að fyrirburar sem nuddaðir eru með þess- ari aðferð sýni örari framfarir eftir ákveðinn tíma. Auk þess er þetta kjörið til að auka tengsl milli foreldris og barns og fullnægja snertiþörf barnsins. Ungbarnanuddið einkennist af þéttum Kennir foreldrum ungbarnanudd og rólegum strokum. Það eru nuddaðar mjólkur- strokur og_ skrúfustrokur og hver tá er nudduð fyrir sig. Á maganum eru gerðar sól og mána strokur með léttum hringlaga hreyfíngum, en það er mjög ró- andi fyrir börnin. Ungbarnanuddið er rekið til sæn- skra og ind- verskra nudd- aðferða og var fyrst kynnt um miðjan áttunda áratuginn. Nám- skeiðið tekur einn mánuð og kennt er einn dag í viku, samtals í fjögur skipti. Foreldrarnir æfa sig heima þess á milli að nudda börnin. Fólk hefur mikinn áhuga á ungbarnanuddi og ég kenni allt að þremur hópum á mánuði,“ segir Þórgunna. HEILDRÆNT nudd á miklum vinsældum að fagna um þessar mundir. Allur líkaminn er nuddaðiir með mismunandi tækni úr ýmsum nuddtegundum. Mæðgunar Lilja Þorm- ar og Ásdís B. Þormar reka nuddstofuna „Heil og sæl“ og bjóða meðal annars upp á heildræna nuddmeðferð þar sem blandað er saman, til dæmis klassísku nuddi, shiatsu, svæðanuddi, íþróttanuddi, ilmolíunuddi, við- bragðspunkta meðferð, nuddi við vöðvabólgu og pólunarmeðferð eftir því sem við á hverju sinni. „Við látum hvern og einn sem leitar til okkar fylla út eyðublað um heilsufar sem að- stoðar okkur að meta ástand og hvað ber að varast. Við bjóðum einnig upp á nuddmeðferð- ir einstaka nuddtegunda til dæmis svæðanudd eða ilmolíunudd ef við á. En ég tel að heildræna meðferðin sé yfirleitt áhrifaríkust en það er auðvitað einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum,“ segir Lilja Þormar. „Snertingin er ein af frumþörfum mannsins," segir Lilja. „Eitt af þeim meginlögmál- unum sem nuddarar þurfa að fara eftir er að snerta manneskjuna með fullri athygli. SELMA Júlíusdóttir heldur námskeið um sogæða- nudd. Hún segir að margar aðferðir séu til í so- gæðanuddi, en markmiðið sé að ná sem mestri örvun í húðinni svo að sogæðarnar sinni sínu hlutverki. „Þar liggur hreinsi- kerfi líkamans. Með sogæða- nuddinu er blóð- rásin örvuð og nuddað er í átt að eitlum, þangað sem sogæðarnar liggja,“ segir Selma. Ef sogæðarnar eru í ólagi, t.d. stíflaðar eða hægvirkar, bitnar það á ónæmiskerfinu, t.d. getur myndast bjúgur og bólga út frá því. Dæmi um slæmra virkni sogæðakerfisins er appelsínu- húð, þar sem úrgangsefni safnast saman í húð- inni vegna lélegrar blóðrásar. Einnig getur so- gæðanudd verið áhrifaríkt fyrir fólk sem á sterk- um lyfjum þar sem sogæðarnar losa líkamann við aukaefni. Ilmolíunuddið er samtengt sogæða- nuddi. Þar er reynt að örva blóðrásarkerfið þann- ig að líkamsvess- ar eigi greiðari leið um sogæð- arnar. Unnið er í átt að eitlakerfinu og hafa olíumar hin ýmsu áhrif. Olíurnar eru unn- ar úr lækninga- jurtum og virku efnin felast oftast í ilminum. Þessar olíur geta verið mjög sterkar og er t.d. ein fmgurbjörg af olíu appelsínublóma unnin úr tíu fötum af blóm- um. Mismunandi tegundir olíu eru notaðar í nudd- inu, allt eftir því hveiju á að ná fram og eru þær blandaðar eftir þörfurn," segir Selma. Heildrænt nudd Með nuddinu snerta þeir alla manneskjuna, ekki aðeins líkamann heldur einnig andann og tilfinningarnar. Gæði snertingar er misjöfn, hún getur verið óþægileg ef athygli nuddarans og kærleikann vantar,“ segir hún. „Shiatsu er út af fyrir sig heildræn aðferð sem byggist á sama punktakerfi og kínverska nálastunguaðferðin. Skjólstæðing- urinn liggur á dýnu á gólfinu og nuddarinn notar hendur og olnboga. Þetta er líkamsvinna sem byggist á þrýstipunktanuddi. Viðbragðs- punktanudd er hluti af sjúkranuddi og er beitt sem meðferð við vöðvabólgu. Punktarnir gefa til kynna ákveðin svæði í vöðvum þar sem er léleg blóðrás og uppsöfnuð úrgangsefni. Punktarnir leiða frá sér verki á aðra staði í líkamanum og hægt er að finna út frá þeim hvað amar að. í svæðanuddi eru ákveð- in viðbraðgssvæði á fótum nudduð en þau tengjast öllum líkamanum. Svæðanudd er einnig hægt að gera á eyrum og höndum. Algengast er þó að vinna með fætur,“ segir Lilja. SCOTT Zamurut er bandarískur pólunarfræðingur sem kennir hér fyrsta áfanga af viðurkenndu pól- unarnámi en það mun vera ein af nýju aðferðunum sem eru að ryðja sér til rúms hér á landi. „Pólunarmeðferð byggir á fornum indverskum og kínversk- um kenningum um líf og heilsu ásamt nýrri vestrænum kenning- um um líkamann og efnið,“ segir Scott. Hann leggur ríka áherslu á að pólunarmeðferð sé ekki læknis- meðferð. „Þetta er heilsubótarað- ferð og beinist að því að hjálpa líkamanum að bregðast sjálfur við því sem betur má fara. Markmið Pólunar- meðferð pólunar er að koma líkamanum til bestu mögulegu heilsu og leiða orku líkamans á rétta braut. Pólunarmeðferðin felst í líkams- vinnu með misdjúpri snertingu á orkusvæðum til að koma orku- flæði líkamans í jafnvægi. Þetta er byggt m.a. á kenningum Ein- steins um efni og orku. En til þess að ná varanlegum árangri þarf viðkomandi að temja sér holla lífshætti, t.d. rétt mataræði og hreyfa sig reglulega. Þá er mikil- vægt að kenna fólki að bera ábyrgð á eigin heilsu. Það þarf að hugsa um líkamann sem heild og halda sér þannig í jafnvægi og formi. „TRIMFORM er rafnudd og hefur verið þekkt hér á landi í tíu ár en það er upprunnið í Dan- mörku,“ segir Berglind Ásgeirs- dóttir sem rekur „Trimform Berg- lindar. “ „Trimform sendir frá sér rafboð í vöðva, áþekk boðum frá heila, nema að rafboðin eru öflugri og því næst skjótari árangur t.d. í grenningu en í leikfimi. Trim- formið er m.a. notað til að vinna á vöðvabóigu. Þá fara boðin djúpt inn í vöðvana og teygja þá og nudda til skiptis og þannig losnar um úrgangsefni. Árangur eftir einn tíma er sambærilegur við marga tíma í handnuddi. Einnig er hægt að þjálfa upp vöðva og Trimform - rafnudd losna við bjúg og bólgur með so- gæðanuddi. Þá er hægt að fara í nokkurra tíma meðferð til að losna við appelsínuhúð, en hún er mjög erfið viðureignar. Einnig er hægt að strekkja á húð, vinna á mí- greni, bijósklosi og þjálfa grindar- botnsvöðva. Síðast en ekki síst er hægt að nota trimformið til að grennast og minnka ummálið. Rafnuddið á ekki að valda sárs- auka. Viðskiptavinimir stjóma sjálfír styrk tækjanna, en þeir eiga að finna kröftuglega fyrir nuddinu. Flest allir geta farið í trimform nema bamshafandi konur og fólk sem er á blóðþynningarlyfjum," segir Berglind. SNERTING MEÐ NUDDI vekur upp andlega og líkamlega tilfinningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.