Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 B 7 DAGLEGT LÍF EKKI þarf að vera vandi að búa til beinagrind að kvikmynd ef ákveðið er að fylgja formúlunni. En hvaða formúlu er best að fylgja? ARISTOTELES Konur sýni ekki karlmennsku „í Skapgerðarlýsingum er fernt, sem þarf að stefna að,“ segir Aristóteles í riti sínum Um skáld- skaparlistina. „Það fyrsta og mikilvægasta er að lýsa göfugu fólki. Leikurinn sýnir skapgerð- ir, ef í samtölunum eða atburða- rásinni kemur fram einhver vilji, eins og sagt hefur verið, og sé hann góður, ber það vitni um gott innræti. Þetta gildir jafnt um alla. Því einnig kona getur verið góð og jafnvel þræll góð- ur, en þó má ef til vill segja að konur standi karlmönnum að baki, en þræll sé fyrirlitlegur. Annað er samræmi. Karl- mennska er skapgerðarein- kenni, en lítt samræmist það konu að sýna karlmennsku eða snilli. Hið þriðja er samsvörun. Það er annað en að lýsa göfugu fólki eða gæta samræmis, eins og talað hefur verið um. Hið fjórða er samkvæmni. Því þótt sá sé ósamkvæmur, sem líkja á eftir, og sýni slíka skapgerð, verður hann samt að vera sjálf- um sér samkvæmur í ósam- kvæmni sinni. Dæmi um ástæðulausa mann- vonzku í skapgerðarlýsingu er Menelás í Órestesi, dæmi um eitthvað óviðeigandi og í ósam- ræmi eru kveinstafir Odysseifs í Skyllu og ræða Melanippu, en dæmi um ósamkvæmni er Ífíge- neia í AIis, því þegar hún biðst vægðar, er hún ekkert lík því sem hún verður síðar. Bæði í skapgerðarlýsingum og í atburðarás ber að stefna að því sem er óhjákvæmilegt eða líklegt, þannig að tiltekinn maður annaðhvort hljóti eða sé líklegur til að tala og breyta á þennan ákveðna hátt eða eitt- hvað hyóti að leiða eða sé lík- legt til að leiða af öðru.“ ■ Trú og fordómar íslendingar sem hafa dval- ið erlendis eru yfirleitt opnari og fordóma- lausari en hinir sem lítió hafa feróast gjggBOaBHMBI stéttaskiptingu, minni fátækt og kynþáttahatur, miðað við sín heim- kynni. Hann vill þó alls ekki setj- ast að á íslandi, til þess saknar hann Ijölskyldu sinnar of mikið. Marie Olsen er ríflega tvítugur, sænskur laganemi og vinnur í sjáv- arútvegsráðuneytinu. Hún segir Svía og íslendinga vera um margt líka í háttum. Samt finnst henni frekar erfitt að kynnast íslending- unum vel, allavega er mun auðveld- ara að kynnast hinum skiptinemun- um. Skemmtanalífið fjörugt Að mati skiptinemanna kunna Islendingar að skemmta sér. „Jafn- aldrar okkar sækja staðina stíft eins og það sé þeirra eina afþrey- ing. Allir bíða bara spenntir eftir helgunum.“ segir Antonious. „Reykvíkingar eru líka mjög vel klæddir. Það skreppur enginn á kaffihús án þess að klæða sig upp,“ segir Iæandro. Mandy Rowel er 23 ára Ástral- íubúi. Hún er að læra spítalaljós- myndun í Melbourne og er í starfskynningu á Landspítalan- um. Hún segir drykkjusiði Íslend- inga álíka og Ástrala. Hún lýsir yfir undrun sinni á hvað hinir fyrrnefndu sofa lítið á næturnar en bætir við að líklega geri birtan það að verkum. Hópferð var farin til Akureyrar um verslunarmannahelgina og þar fannst krökkunum ástandið veru- lega slæmt. „Það var einfaldlega sorglegt að sjá unglingana svona drukkna og allt í óreiðu," segir Neva. Góður matur Krakkarnir dásömuðu íslenska matargerð, sérstaklega finnst þeim fiskurinn vel framreiddur en mat- vara sé því miður allt of dýr. Neva segir að vinnufélagar hennar hafi reynt að ofbjóða henni með hrútspungum og sviðasultu en slíkur matur er oft á borðum í Tyrklandi og þykir lostæti. Á vegum skiptinemasamtak- anna er reglulega farið í helgar- ferðir út á land, allt á kostnaðar- verði auk þess sem allur hópurinn hittist á veitingastaðnum Astró á þriðjudagskvöldum og þangað eru Islendingar einnig hjartanlega vel- komnir. ■ hm „ERTU múslimi,“ er fyrsta spurningin sem Neva Dogan fær frá íslenskum strákum, þegar hún kynnir sig og segist vera frá Tyrklandi. „Þeir hljóma eins og það sé alveg hræðilegt að vera múslimi," segir hún. Stelpur sýna hins vegar trúarskoðunum henn- ar lítinn áhuga. „Eg ber virðingu fyrir öllum trúarbrögðum en tel trúmál vera einkamál hvers og eins. Meira að segja ræðum við slíkt lítið innan fjölskyldunnar." Islam var afnumin sem ríkistrú í Tyrklandi árið 1923 og síðan hefur ríkt trúfrelsi. „Það hefði til dæmis orðið uppi fótur og fit ef tilvonandi þjóðarleiðtogi færi í mosku áður en hann sverði embættiseið eins og forseti ykkar fór í Dómkirkjuna áður en hann tók við embætti. Meiihluti Tyrkja er mjög frið- samt og velviljað fólk. Margir útlendingar telja hins vegar Tyrkland vera eins og íran því bókstafstrúarflokkur múslima situr í ríkisstjórn en flokkinn kusu fátækt og fáfrótt fólk því þeir lofaðu mikium endurbótum í velferðarmálum. Efnahags- ástandið hefur hins vegar ekkert skánað, verðbólgan er gífurleg, Morgunblaðið/Ásdís NEVA Dovan segir íslendinga hafa ranghugmyndir um Tyrki. svo ég efast um að flokkurinn sitji lengi við völd.“ Neikvæður fréttaflutningur Neva segir marga hér á landi hafa skakka mynd af Tyrklandi því fréttaflutningur hafi verið mjög neikvæður. „Of fáir gera sér grein fyrir að Tyrkland er mjög vestrænt land og þar ríkir einstaklingsfrelsi. „Ég get því til dæmis klætt mig í stutt pils þótt sumar konur kjósi að hylja lík- ama sinn frá toppi til táar og ganga með blæjur.“ f Istanbul er mikið af skemmti- stöðum og áfengi er til sölu. Hins vegar missir fólk sjaldan stjórn á sér vegna ofdrykkju, eins og er algengt hér á landi. Sumir vina minna bragða aldrei vín því það er bannað samkvæmt Kóranin- um.“ Hún segist ekki hafa myndað sér skoðanir um ísland áður en hún kom hingað, en segir íslend- inga gera það hvað varðar Tyrk- land. „Þeir dæma þjóðina af frétt- um af Kýpurmálinu sem eru litað- ar af hagsmunum Grikkja og síð- an af forræðisdeilu Sophiu Hans- en og Halims A1 sem kemur úr mjög ofstopafullri fjölskyldu. Það hefði Sophia átt að gera sér grein fyrir áður en hún giftist honum. Öfgahópar eru ekki sér islamskt fyrirbrigði heldur eru þeir til í öllum samfélögum, líka kristnum. Ég hvet alla til að koma til Tyrklands og upplifa landið á eigin hátt. Það hefur upp á svo margt að bjóða.“ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.