Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 8
8 B FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF En maður þarf ekki að hugsa, heldur segir: „Ég vildi óska þess að ég gæti gengið í gegnum gler.“ Og sjá, maður gengur í gegnum gler, inn í annan heim. Þar er ilmur af júní; gulum, grænum og bieikum júní. Og álf- konan segir: „Þú valdir vel. Þú ert gengin inn í nýjan sumarilm, sjálf- an Sólargarðinn frá Escada." Það ilmar af krókusum og hýasintum, liljúm vallarins og villtum rósum, ferskjum og apríkósum og hind- beijum. Sólin fyllir hjartað og sumarið syngur á vörum manns, þar sem maður fetar sig inn skóg- inn á mjúkum mosalögðum stíg. Aldrei, aldrei aftur þurfa að verða grá kona, með gráan ilm. Alltaf, alltaf að dvelja í Sólargarð- inum og finna mjúkar varir sólar og blíða snertingu vorsins bægja burtu hausti, þar sem það gælir við húðina með vendi blóma að nýju, ilmandi lífí. í Sólargarðinum Það er fátt sem hefur haft eins mikil áhrif á skynjun manna og ilmur. Hann er alls staðar og frá örófí alda hefur mannkynið leitað eftir ilmi sem gleður, gefur lífínu nýjan lit ogtilverunni ferskari áferð. Súsanna Svavarsdóttir leitaði að sínum ilmi, og fann hann. ÉG er fædd á landamærum hausts og veturs og það eina sem mig hefur nokkurn tímann langað, er að renna saman við vor og sumar. Svo las ég ljóð sem heitir „Hún“ og er í nýrri ljóðabók eftir Matthí- as Johannessen, þar sem segir: En tíminn skilur eftir ómáð spor og ilm af gömlum júní sólarskipið fer sem vængjuð þögn um loftskurð milli greina og ilmur vorsins enn í fyigd með þér Sko. Þegar ljóðskáld yrkja um konur og haust, þá eru konumar mömm- ur þeirra, ömmur, langömmur - eða bara einhveijar eldri konur. Það er svona farið að halla á seinni hlutann. Þið vitið - enginn ilmur af júní. Það er allt saman farið löngu á undan skáldinu. Og við, þessar konur að hausti, vitum ekki okkar ijúkandi ráð. Aldrei - frá því við fæðumst. Ilmur okkar er ekki eftirminnilegur, nema sú lykt sem fylgir því að kynda ofna, sópa gólf, hugga og rugga í svefn. Og maður getur ekki annað en að loka augunum og anda djúpt, svo djúpt, til að gera sér í hugar- lund hvernig júní ilmar. Júní er grænn ilmur; þar eru blóm, nátt- úran skrýðist sínu fegursta, það er hiti, áhyggjuleysi, frí; það er sól, sól, sól... Þá er lífið sólargarður. Ilmandi sólargarður, svona „Jardin de So- leil,“ eins og Frakkar segja. Og Frakkar skilja konur, sem vilja ilma - ekki lykta. Konur sem þrátt fyr- ir allt vilja fínna ferskleika vorsins í sjálfum sér; segja árstíðalögmál- inu stríð á hendur, fínna sólargarð- inn lifna á nöktu holdi sínu. Svo gengur maður út á steinlögð stræt- in í borginni, þar sem alltaf er ver- ið að gera við hús og götur og maður andar að sér eintómu ryki, sem er nú ekki til að bæta úr skák; ráfar um og reynir að þræða ein- stigi til að detta ekki ofan í skurð, láta ekki bakka á sig af gröfu og ausa á sig úreltu malbiki og steypu, fá ekki heilan múrhúðað- an vegg í hausinn. Allt svo sprungið og gamalt og úr sér gengið. Og hugsar, „Jardin de Soleil;" lætur sig dreyma á frönsku, einkum að maður er haustheim- ur ur alla þessa gráu og brúnu og dröppuðu liti í blóðinu; sauðarliti, I vegna þess að á haustin er sláturtíð. Björginni í búin safnað. Auðvitað á mað- ur að vera glaður og þakklátur. En maður er vanþakklátur að eðlisfari og geng- ur um, vegna og hef- grá kona, með gráan ilm um gráar götur og lætur sig dreyma um ann- að. Reynir að muna að einhver sagði: „Hafðu gát á draumum þín- um, þeir gætu farið að rætast.“ Og það vonar maður svo sann- arlega. Og viti menn - þeir rætast. Það getur ekki end- að nema með ósköp- um að ganga um sundurgrafínn bæ með lokuð augun. Á endanum gengur maður á gler. Og fyrir innan glerið er sjálfur sólargarðurinn; gulur og grænn og bleikur og maður nuddar van- trúarfull augu sín og það kemur álfkona sem segir: „Ég ætla að láta eina af óskum þínum rætast. Hugs- aðu þig nú vel um. Vandaðu valið.“ Hannar útivistarföt í stað sparikjóla BJÖRG Ingadóttir fatahönnuður iauk í gærkvöldi sex mánaða vinnu við að hanna nýja útivistarlínu fyrir MAX, en hún er einkum þekkt fyrir kvenfatnað sem hún hannar og selur í verslun sinni Spaksmannsspjarir. Björg útskrifaðist frá Mode og Designskole í Kaupmannhöfn árið 1987, og starfaði sem hönnuður í Danmörku og Hollandi áður en hún kom heim. Hún segist ávallt hafa lagt metnað sinn í að selja eigin hönnun og að fara eigin leiðir. „Vaxtarbroddur íslenskra fram- leiðenda í útivistarfötum hér hlýt- ur að liggja í íslenskri hönnun, ef við ætlum að hafa sérstöðu,“ seg- ir Björg, „einfaldlega vegna þess að allir geta flutt inn það sem gert er í útlöndum.“ Hún segir að þetta verkefni hafi verið henni mjög lærdómsríkt og spennandi vegna þess að þróunin í útvistar- málum er svo hröð núna. Að vera smart í náttúrunni „Fólk vill núna vera rétt klætt á réttum stöðum,“ segir hún. „Það er jafnáríðandi og að vera í réttum fötum í veislum.“ Hún leggur áherslu á að pælingar um efnin og tæknina til að vinna það séu miklar. Björg hefur verið að hanna úti- vistarföt úr fleece og öndunarefni fyrir MAX. En útivistarföt eru flokkuð í þrennt: Innsta lag eða nærföt, miðlag sem er til dæmis fleece föt og ysta lag eða yfirfatn- aður. Hún hefur bæði verið að hanna barnaföt og fullorðinsföt. „Ég er að vinna að því að tengja þennan fatnað meira tískunni, enda eru kröfurnar miklar og fólk upptekið af tískunni," segir hún og bendir á að gæði, litir og lögun vegi þungt í því efni, einnig að fötin sam- svari sér vel í heild. Björg segist hafa verið að þróa nýjar týpur og nýjan stíl fyrir MÁX. Hún segist meðal annars hafa verið að breyta fötunum á þann veg að þau henti bæði kynj- unum vel, því oft hafi gleymst að bera ráð fyrir mjöðmum og rúmu bijóstmáli. NÝ útvistarlína Bjargar fyrir MAX. Er málið að vera flottur á f jöllum? Björg segir að lokum að reynsla hennar af hönnun í Spaksmanns- spjörum hafi nýst henni vel í starf- inu fyrir MAX, þar sem hún er í beinu sambandi við viðskiptavinina og nýjustu strauma og stefnur í tískunni. ■ Morgunblaðið/Þorkcll BJÖRG Ingadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.