Morgunblaðið - 31.08.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.08.1996, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANMA KNATTSPYRNA Jltoiqpntltfitfrlfe 1996 LAUGARDAGUR 31. AGUST BLAD ÍSÍ skoraði á FSÍ að halda ársþingið ÍÞRÓTTASAMBAND íslands þurfti að hafa afskipti af því að Fimleikasarabandið héldi árs- þing sitt um helgina. Samkvæmt lögum á þing- ið að fara fram á tímabilinu frá 10. mai til 10. júní ár hvert. Því var frestað í vor með sam- þykki íþróttasambandsins ogþað kom ekki til greina afhálfu ÍSÍ að fresta því aftur eins og stjórn FSÍ hafði ákveðið. Löglega hafði verið tíl þess boðað og eftir mikil fundahöld þjá fram- kvæmdastjóm ISÍ á fimmtudag samþykkti Guðmundur Haraldsson, formaður FSÍ, að haida þingið um helgina. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórn Fim- leikasambandsins hafi á sínum tima farið fram á það við ÍSÍ að fresta ársþinginu fram í ágúst sökum anna og það hafi verið litið fram hjá þvi. „Fyrir nokkrum dögum barst okkur skeyti frá FSÍ þar sem farið var fram á frestun þings- ins öðru sinni á þeirri forsendu að margir þing- fuUtrúar hefðu ekki fengið gögn þingsins í hendumar. Áður hafði FSÍ sent skeyti til allra fimleikafélaga um frestunina, en flest fimleika- félög landsins mótmæltu frestuninni. Fram- kvæmdastjórn ÍSÍ tók síðan málið fyrir á fundi sinum í gær [fimmtudag] og þar var samþykkt að skora á stjórn FSÍ að halda þingið um helg- ina. í framhaldi af því ákvað síjóm FSÍ að haida þingið,“ sagði Stefán Mikil óánægja hefur verið með stjórn Fim- Ieikasambandsins í fimleikahreyfingunni. Ámi Þór Ámason hefur ákveðið að gefa kost á sér tíl formennsku I Fimleikasambandinu á árs- þinginu sem fram fer í dag. Gianluigi Lentini til Atalanta GIANLUIGI Lentini fyrram landsliðsmaður Ítalíu var í gær seldur frá meistaraliði AC Milan tU Atalanta fyrir 390 mU[$ónir króna. Lentini hafði verið í herbúðum MUanliðsins síð- an 1992 er hann var keyptur frá Torino fyrir tvöfalda þá upphæð sem hann er nú seldur fyrir. Lentini hefur ekki gengið heUl til skógar síðastliðin misseri eftir að hann lenti í um- ferðarslysi og slasaðist á höfði. Eftir það hefur hann ekki náð að sýna fyrri styrk á knatt- spyrnuvellinum og í fyrravetur missti hann sæti sitt í liði AC Milan. Þess má geta að Emil- iano Mondonico þjálfar nú Uð Atalanta, en hann var einmitt í sama starfi þjá Torino á þeim tíma sem Lentini lék með félaginu. Skíða- stökk í sumar- blíðunni KNATTSPYRNA Átta úr siHiirlidi Tékka leika gegn íslendingum ÞÓ svo að vetur sé enn ekki genginn í garð em skíða- menn að undirbúa sig af kappi fyrir komandi keppn- istímabU. Rússar hafa ekki verið sigursælir í skíðastökki síðustu ár en nú ætla þeir að gera bragarbót á því. Þeir hafa komið sér upp æfingaaðstöðu í úthverfi Moskvuborgar - stökkpalli með gerviefni sem líkist snjó og er hægt að nota yfir sum- armánuðina. Myndin hér fyr- ir ofan var tekin á æfingu rússneska landsliðsins i gær en þá var 25 stiga hiti í Moskvuborg. Fyrirhugað er að keppa á þessum stökk- palli 7. september. Tékkar, sem léku til úrslita um Evrópumeistaratitlinn í Eng- landi í sumar, taka á móti íslend- ingum í vináttulandsleik í Jablonec í Tékklandi á miðvikudag. Dusan Uhrin, þjálfari Tékka, valdi liðið sitt í gær. Átta leikmenn úr silfur- liðinu á EM í Englandi eru í leik- mannahópnum og þar af fimm sem léku úrslitaleikinn gegn Þjóðveij- um; Petr Kouba, markvörður, Mic- hal Honrak, Jirí Nemec, Radek Bejbl og Pavel Kuka. Hinir sem voru í hópnum í Englandi eru Lubos Kubik, Karel Rada og Mart- in Frydek. Karel Poborsky, sem leikur með Manchester United og Patrik Berger, sem leikur með Liverpool, eru ekki hópnum þar sem þeir eru að leika með liðum sínum í Englandi á sama tíma. Af þessari upptalningu er ljóst að Tékkar tefla fram mjög öflugu liði og róðurinn gæti því orðið þungur hjá íslenska liðinu. Tékkar komu mest á óvart allra liða í úrslitakeppni Evrópumótsins og þóttu leika skemmtilega knatt- spyrnu. Þeir voru m.a. fyrstir til að leggja hið sigursæla lið Frakka að velii í keppninni, unnu eftir víta- spyrnukeppni og bráðabana, 6:5, í undanúrslitum keppninnar. Markvörðurinn Petr Kouba varði þá sjöttu spyrnu Frakka og tryggði þar með liði sínu sæti í úrslitaleik keppninnar á Wembley. Tékkneska landsliðið er skipað eftirtöldum leikmönnum: (lands- leikir í sviga) Markverðir: Petr Kouba, Deportivo La Coruna (36) Zdenek Janos, FK Jablonec (0) Varnarmenn: Lubos Kubík, Slavía Prag (51) Oldrieh Machala, Sigma Olomouc (0) Michal Hornak, Sparta Prag (19) Karel Rada, Sigma Olomouc (4) Miðvallarleikmenn: Jiri Nemec, Schalke (41) Radoslav Latal, Schalke (33) Radek Bejbl, Atletico Madrid (12) Richard Dostalek, Boby-Sport Brno (0) Lumír Mistr, Sparta Prag (2) Martin Frydek, Sparta Prag (25) Zdenek Svoboda, Sparta Prag (0) Edvard Lasota, Slavía Prag (1) Framherjar: Pavel Kuka, Kaiserslautern (49) Radovan Hromadko, Jablonec (1) Pavel Verbir, FK Teplice (0) Tékkar eru að undirbúa sig fyr- ir undankeppni HM eins og Islend- ingar, en þeir mæta Möltu í fyrsta leik sínum í undankeppninni í lok mánaðarins. íslenska liðið heldur utan á mánudag en leikurinn fer fram á miðvikudag klukkan 15 að NÁ íslendlngar að koma boltanum í netið hjá Kouba? íslenskum tíma í bænum Jablonec sem er um 100 km norður af Prag. KNATTSPYRNA: BREIÐABLIK OG VALUR LEIKA TIL ÚRSLITA í DAG / C3

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.