Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.08.1996, Blaðsíða 3
2 C LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1996 C 3 ÚRSLIT KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA FRJÁLSÍÞRÓTTIR Knattspyrna 2. deiid karla: Fram - Völsungur................6:0 Ásgeir Halldórsson (2.), Þorbjörn Atli Sveinsson (11.), Ágúst Olafsson 2 (52., 81.), Hólmsteinn Jónasson (67.), Sævar Guðjónsson (84.). KA - Þróttur....................0:2 Árni S. Pálsson (26.) og Heiðar Sigurjóns- son (90.) ÍR - Leiknir....................3:2 Will Davies (44.), Ian Ashbee (72.), Guðjón Þorvarðarson (75.) - Heiðar Ómarsson 57.), Róbert Arnarson (81.). Skallagrímur - FH...............2:1 Hilmar Hákonarson (12.), Sindri Grétarsson (75.) - Davíð Ólafsson (41.). Fj. leikja U J T Mörk Stig ÞROTTUR 15 9 5 1 33: 17 32 FRAM 14 9 4 1 47: 14 31 SKALLAGR. 14 9 3 2 27: 10 30 FH 15 6 3 6 24: 20 21 KA 15 6 3 6 30: 28 21 ÞOR 14 6 3 5 20: 23 21 IR 15 5 1 9 17: 34 16 VÖLSUNGUR 15 4 3 8 20: 32 15 VIKINGUR 14 3 3 8 16: 28 12 LEIKNIR 15 1 2 12 17: 45 5 3. deild karla: Reynir S. - Ægir..................1:0 Jónas Gestur Jónasson. Grótta-Víðir......................1:6 Ragnar Egilsson - Hlynur Jóhannsson 3, Ólafur ívarsson, Atli V. 2 mörk. Fj. leikja U J T Mörk Stig VIÐIR 16 10 2 4 40: 24 32 REYNIRS. 16 9 4 3 41: 24 31 DALVIK 15 9 3 3 40: 28 30 HK 16 8 2 6 36: 33 26 ÞROTTUR N. 15 7 4 4 33: 24 25 SELFOSS 16 5 6 5 37: 42 21 FJÖLNIR 15 4 2 9 25: 36 14 ÆGIR 16 3 4 9 28: 32 13 HÖTTUR 15 3 4 8 23: 40 13 GROTTA 16 2 5 9 27: 47 11 Hjólreiðar íslandsmótið í götuhjólreiðum Mótið var haldið á Þingvöllum sunnudaginn 25. ágúst sl. Varla var hægt að ímynda sér betri aðstæður til keppni, veður gott og umhverfið fagurt. Á annan tug hjólreiða- manna hófu keppni í þremur flokkum og luku allir keppni nema þrír. Hjólaður var svokallaður Þingvallahring- ur, sem er 17 km langur. Meistaraflokkur (4 hringir/68 km) 1. Sölvi Þór Bergsveinsson 2:00.06 2. EinarJóhannsson 2:00:07 3. Jens ViktorKristjánsson 2:01:15 B-flokkur (3 hringir/51 km) 1. PállElísson 1:33:09 2. Marinó Sigurjónsson 1:33:22 3. KristmundurGuðleifsson 1:34:44 Unglingaflokkur (3 hringir/51 km) 1. Helgi Berg Friðþjófsson 1:33:12 2. Ingi Örn Jónsson 1:48:33 Laugardaginn 30. september verður hald- in svokölluð Kambakeppni. Hjólað verður frá Hveragerði og upp á Hellisheiði, u.þ.b. 10 km leið. Handknattleikur Ragnarsmótið á Selfossi HK - IR............................29:24 Selfoss - Stjarnan.................24:23 ■HK sigraði í mótinu, hlaut 6 stig. Selfoss var i öðru sæti með 4 stig, ÍR hlaut 2 stig og Stjarnan rak lestina án stiga. Besti markvörður mótsins var Hlynur Jóhannes- son, HK. Besti varnarmaðurinn: Finnur Jóhannsson, Selfossi. Besti sóknarmaður- inn: Sigurður Valur Sveinsson, HK. Ragnar Óskarsson, ÍR, var markahæsti leikmaður mótsins með 24 mörk. Frjálsíþróttir Stigamót I gær var haldið fjórða og síðasta „gullmót- ið“ sem er hluti stigamóta Alþjóða fijáls- íþróttasambandsins. Að þessu sinni var keppt á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Úr- slit voru sem hér segir: 100 m grindahlaup kvenna: 1. Michelle Freeman (Jamæka)......12.71 2. Ludmila Engquist (Svíþjóð).....12.74 3. Aliuska Lopez (Kúbu)...........12.92 4. Brigita Bokovec (Slóveníu).....12.92 1.500 m hlaup kvenna: 1. Svetlana Masterkova (Rússl.).4.06.87 2. P. Djate-Taillard (Frakkl.)..4:08.22 3. Carla Sacramento (Portúgal)..4:08.96 4. Y. Podkopayeva (Rússl.)......4:09.25 110 m grindahlaup karla: 1. Mark Crear (Bandar.)...........13.26 2. Tony Jarrett (Bretl.)..........13.35 3. Florian Schwarthoff (Þýskal.)..13.36 4. Emilio Valle (Kúbu)............13.52 200 m hlaup karla: 1. Frankie Fredericks (Namibíu)...19.97 2. Michael Johnson (Bandar.)......20.02 3. Ato Boldon (Trínidad)..........20.37 4. Geir Moen (Noregi).............20.41 5. Patrick Stevens (Belgíu).......20.54 6. Jon Drummond (Bandar.).........20.78 7. Claus Hirsbro (Danmörku).......20.90 Kúluvarp kvenna: 1. Astrid Kumbemuss (Þýskal.).....19.89 2. Claudia Mues (Þýskal.).........18.80 3. Irina Korzhanenko (Rússl.).....18.63 4. Valentina Fedyushina (Rússl.)..18.55 Míluhlaup karia: 1. Noureddine Morceli (Alsír)...3.49.09 2. Venuste Niyongabo (Búrúndí) ....3:51.01 3. William Tanui (Kenýja).......3:51.40 4. Laban Rotich (Kenýja)........3:53.42 Kringlukast karla: 1. Lars Riedel (Þýskal.)..........70.60 2. Anthony Washington (Bandar.)...68.44 3. Vasily Kaptyukh (Hv-Rússl.)....66.24 4. VI. Dubrovshchik (Hv-Rússl.)...65.30 100 m hlaup kvenna: 1. Gail Devers (Bandar.)..........10.89 2. Merlene Ottey (Jamæka).........10.94 3. Gwen Torrenee (Bandar.)........11.07 4. Mary Onyali (Nígeríu)..........11.14 5.000 m hlaup kvenna: 1. Gabriela Szabo (Rúmeníu)....15.04.95 2. Gete Wami (Eþíópíu).........15:05.21 3. Rose Cheruiyot (Kenýja).....15:05.41 400 m grindahlaup karla: 1. Torrance Zellner (Bandar.).....48.23 2. Samuel Matete (Sambíu).........48.34 3. Derrick Adkins (Bandar.).......48.62 400 m hlaup kvenna: 1. Falilat Ogunkoya (Nígeríu).....50.31 2. Jearl Miles (Bandar.)..........50.42 3. Fatima Yusuf (Nígeríu).........51.43 100 m hlaup karla: 1. Dennis Mitchell (Bandar.)......10.08 2. Michael Green (Jamæka).........10.09 3. Donovan Bailey (Kanada)........10.13 4. Jon Drummond (Bandar.).........10.22 800 m hlaup karla: 1. Wilson Kipketer (Danmörku)...1:43.34 2. Norberto Tellez (Kúbu).......1:44:58 3. Sammy Langat (Kenýja)........1:44.96 4. Nico Motchebon (Þýskal.).....1:45.03 Stangarstökk karla: 1 = Andrei Tiwontschik (Þýskal.)...5.86 1= Igor Trandenkov (Rússl.)........5.86 3. Maksim Tarasov (Rússl.).........5.86 Hástökk kvenna: 1. Stefka Kostadinova (Búlgariu)...2.03 2. Inga Babakova (Úkrainu).........2.00 3. Alina Astafei (Þýskal.).........1.97 5.000 m hlaup karla: 1. Daniel Komen (Kenýja).......13.02.62 2. Bob Kennedy (Bandar.).......13:06.12 3. Paul Koech (Kenýja).........13:06.45 Þristökk karla: 1. Jonathan Edwards (Bretl.)......17.69 2. Yoelvis Quesada (Kúbu).........17.44 3. Kenny Harrison (Bandar.).......17.16 4. Mike Conley (Bandar.)..........16.79 Spjótkast kvenna: 1. Tanja Damaske (Þýskal.)........66.60 2. Trine Hattesta (Noregi)........65.12 3. Isel Lopez (Kúbu)..............65.10 4. Heli Rantanen (Finnlandi)......62.78 4x100 m hlaup karla: Minningarhlaup um Jesse Owens: 1. Donovan Bailey (Kanada), Michael John- son (Bandar.), Frankie Fredericks (Namib- íu), Linford Christie (Bretl.).....38.87 2. Michael Green (Jamæka), Osmond Ez- inwa (Nígeríu), Oeji Aliu (Nígeríu),Davidson Ezinwa (Nígeríu)...................38.87 3. Peter Karlsson (Svíþjóð), Faik Balzer (Þýskal.), George Panayiotopoulos (Grikkl.), Florian Schwarthoff (Þýskal.)......39.93 Aðalfundur handknatt- leiksdeildar Vals Aðalfundur handknattleiksdeildar Vals verður haldinn þriðjudaginn 3. september kl. 20.00 að Hlíðarenda. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Þrekæfingar ailra flokka hefjast í Laugardal þriðjudaginn 3. september (á milli sundlaugarinnar og Laugardalsvallar): Priðjudaga og fimmtudaga • 12 áraog yngri kl. 17.00. • 13 ára og eldri kl. 18.00. Skráning fer fram á skrifstofu deildarinnar í KR-heimilinu, Frostaskjóli 2, á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 18 og 19. Einnig er hægt að skrá sig hjá þjálfara á ofangreindum stað. Nýir félagar velkomnir. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofunni í síma 511-5524 eða hjá formanni deildarinnar í síma 551-3966 á kvöldin. Stjórnin. Þróttur áfram í toppsætinu ÞRÓTTARAR sóttu þrjú dýr- mæt stig norður til Akureyrar í gær kveldi, er þeir lögðu KA að velli 2-0. Toppsæti deildar- innar er þvf áfram Þróttara, þeir eru með 32 stig en Fram og Skallagrfmur fylgja þeim eftir sem skugginn. Það er Ijóst að það verður mikil barátta á milli þessara liða um sætin tvö sem gefa munu rétt til að leika í fyrstu deild að ári. Leikurinn verður ekki í minni hafður fyrir að hafa verið mik- il skemmtun, því hann var lengstum afar slakur og fátt sem gladdi augað. Þróttarar voru öllu ákveðnari í upphafi og á 22. mínútu gerðu þeir fyrra mark sitt. Brotið var á Heiðari Siguijónssyni innan Reynir B. Eiríksson skrifar frá Akureyri teigs KA og Gylfi Orrason dómari benti á vítapunktinn. Það var svo Árni S. Pálsson sem skoraði af ör- yggi úr vítinu. Tíu mínútum síðar átti svo Þorsteinn Halldórsson gott skot að marki KA en Eggert mark- vörður bjargaði meistaralega í horn. Seinni hálfleikurinn fór að mestu fram á milli teiga liðanna og gerð- ist ekkert markvert fyrr en á síð- ustu mínútu leiksins en þá innsigl- aði Heiðar Siguijónsson sigur Þrótt- ar með því að skora með góðu skoti rétt innan vítateigs. Bestur Þróttara í leiknum var Heiðar Siguijónsson en það skapað- ist iðulega hætta þegar hann fékk boltann. KA er með 21 stig eftir þennan leik og er mjög ólíklegt að draumur þess um að leika í fyrstu deild verði að veruleika á næsta ári. Leikur liðsins var slakur og vantaði allan brodd í framlínuna og sóknartilraunir þess bitlausar. ÍR fikrar sig upp Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir öttu saman kappi í íjörugum leik á ÍR-vellinum í gærkvöldi og sigr- uðu heimamenn 3:2, Stefán eins og fyrri leik lið- Stefánsson anna. Þar með hafa skrifar ÍR-ingar nælt sér í 16 stig og fjarlægj- ast botninn en grannar' þeirra úr Leikni sitja eftir með sárt ennið. ÍR-ingar sóttu af kappi í byijun en tókst varla að skapa sér færi gegn góðum varnarmönnum gest- anna. Á meðan léku Leiknismenn skynsamlega, bökkuðu í vörnina og sprettu fram í hraðaupphlaup, sem skapaði þeim fleiri færi. Heima- menn fengu þó tvívegis góð færi en tókst með ótrúlegum klaufaskap að klúðra þeim. Þeim brást þó ekki bogalistin á 44. mínútu þegar Will Davies skorað af stuttu færi eftir fyrirgjöf Guðjóns Þorvarðarsonar. Síðari hálfleikur byijaði af sama krafti af hálfu heimamanna nema hvað nú hikuðu þeir ekki við að þruma á mark Leiknis. En þeir Skallagrímur með góðan byr Þetta var erfiður leikur, en úrslit- in sanngjörn. Nú er bara að halda áfram að hafa gaman af þessu,“ sagði Svein- björn Ásgeirsson, EÁ°1U" leikmaður Skalla- skrifar STims eftir 2:1 sigur á FH í Borgarnesi í gær. Þetta var sjötti heimasigur liðsins í sumar. Heimamenn tóku forystuna strax í upphafi þegar Hilmar Hákonarson skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Björns Axelssonar. FH var öllu meira með boltann í fyrri hálfleik án þess að ógna verulega fyrr en undir lok hálfleiksins er Davíð 01- afsson jafnaði eftir að hafa smeygt sér framhjá varnarmanni Skalla- gríms og rennt boltanum í netið. í síðari hálfleik náðu heimamenn fljótlega yfirhöndinni. Sigurmarkið kom á 75. mínútu og var það afar glæsilegt. Stefán Ólafsson gaf bolt- ann inn á markteigshorn FH-inga þar sem Sindri Grétarsson skallaði af miklu afli í netið. Gestirnir gerðu örvæntingarfullar tilraunir til að jafna en allt kom fyrir ekki. Sveinbjörn Ásgrímsson og Alfreð Karlsson voru bestir í liði heima- manna en Davíð Ólafsson var yfir- burðamaður hjá FH, auk þess sem Hörður Magnússon átti góða spretti. gleymdu sér augnablik og á tólftu mínútu síðari hálfleiks jafnaði Heiðar Ómarsson/eftir frábæra stungusend- ingu Péturs Arnþórssonar. Skömmu síðar var IR-ingnum Kristjáni Brooks skipt inná og hafði hann góð áhrif á sóknarleik ÍR. Ian Ashbee bætti öðru marki ÍR við um miðjan síðari hálf- leik og þremur mínútum síðar kom annað frá Guðjóni svo að staða ÍR var vænleg. Þegar tíu mínútur voru eftir minnkaði Róbert Arnarson mun- inn í 3:2, en hann hafði aðeins verið inná í tæpa mínútu. Leiknismenn fengu möguleika á að bæta við marki en klúðruðu honum hrikalega. Valur meistari VALUR tryggði sér í gærkvöldi íslandsmeistaratitilinn í eldri flokki karla með því að sigra Hauka 3:1. Valur gerði jafntefli við KR, 1:1 og KR vann Hauka 2:1. Valur og KR voru því jöfn að stigum en Valur vann á betra markahlutfalli. Það mátti þó ekki tæpara standa því Ingi B. AI- bertsson skoraði þriðja markið gegn Haukum á síðustu mínútu. Morgunblaðið/Þorkell BJÖRGVIN Björgvinsson reynlr hér að ná til knattarins eftir skot Hólmsteins Jónassonar, en Anton Bjöm Markússon fylgist spenntur með. Framarar á skotskónum og hafa skorað 13 mörk í tveimur leikjum Völsungur stóð ekki upp í hárinu á Fram Edwin Rögnvaldsson skrifar Valbjarnarvöllur var háll sem áll er Völsungar komu til höfuð- borgarinnar og mættu frísku liði Framara, en leiknum lauk með sigri heima- manna, 6:0. Heimamenn fengu óskabyijun og skoruðu strax á 2. mínútu, en það gerði Ás- geir Halldórsson af stuttu færi eftir hornspyrnu. Framarar létu það ekki nægja og héldu áfram að sækja að marki Völsunga. Sú sókn skilaði sér skömmu síðar, því á 11. mínútu fengu heimamenn vítaspyrnu og úr henni skoraði Þorbjörn Atli Sveinsson. Eftir mörkin tvö komust Húsvík- ingar eilítið meira inn í leikinn og nokkurt jafnræði var með liðunum lengst af. Völsungar komust óvænt inn fyrir vörn heimamanna á 13. mín- útu, en Jónas Grani Garðarsson renndi knettinum rétt framhjá marki Fram. Eftir það skiptust liðin á sóknum, en mörkin voru ekki fleiri í fyrri hálfleik þrátt fyrir þunga sókn Framara á síð- ustu mínútum hálfleiksins. Safamýrarstrákarnir voru mun at- kvæðameiri í upphafi síðari hálfleiks- ins og hélst það óbreytt þar til flautað var til leiksloka. Á 52. mínútu skor- aði Ágúst Ólafsson af stuttu færi eft- ir fyrirgjöf og jók forystu heima- manna í þrjú mörk. Framarar héldu áfram að sækja af krafti, en fimmtán mínútur liðu þar til næsta mark þeirra leit dagsins ljós. Það skoraði Hólm- steinn Jónasson eftir laglegan undir- búning Hauks Snæs Haukssonar. Besta færi gestanna kom á 68. mínútu þegar Olafur Pétursson varði skalla Hjartar Hjartarsonar með til- þrifum. Aftur á móti héldu heima- menn áfram að sækja og bættu þeir fimmta markinu við á 81. mínútu og var þar Ágúst Ólafsson að verki með góðum skalla sem var óveijandi fyrir Björgvin í markinu. Framararnir gerðu það ekki endasleppt og bættu enn einu markinu við sex mínútum fyrir leikslok. Það mark skoraði Sæv- ar Guðjónsson úr galopnu skotfæri á markteig Völsunga. Framarar á aðalvellinum Framarar leika gegn Skallagrími á aðal- leikvanginum í Laugardal á þriðjudags- kvöld. Þetta er frestunarleikur úr 12. umferð og jafnframt toppslagur 2. deild- ar. Leikurinn hefst kl. 19.00. Valur og Breiðablik leika til úrslita í bikarkeppni kvenna á Laugardalsvelli í dag Blikaliðið er ekki árennilegt „ÞAÐ er skýrt að leikurinn mun velta á því hvernig Valsstúlkum tekst til við að undirbúa sig lík- amlega og ekki hvað síst andlega fyrir leikinn. Takist þeim að stilla sina strengi og hafa trú á því að þær geti haft í fullu tré við Blika- stúlkur, þá verður þetta skemmti- legur og jafn leikur, annars ekki,“ sagði Kristinn Björnsson, landsl- iðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, er hann var spurður út í úrslita- leik bikarkeppni kvenna i knatt- spyrnu sem fer fram á milli Breiðabliks og Vals á Laugardals- velli klukkan 16.30 í dag. Fyrirfram má reikna með að það verði við ramman reip að draga fyrir Val þar sem Breiðabliksstúlkur hafa verið með yfirburða lið í deild- inni í sumar og haft betur í öllum leikjum tímabilsins með nokkrum yf- irburðum. Þá sigruðu þær einnig í Deildarbikarkeppninni í vor og lögðu þá Val m.a í úrslitaleik. „Þessir leik- ir skipta ekki máli nú þegar í úrslita- leik bikarkeppninnar er komið, við höfum enga forgjöf,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir í samtali við Morg- unblaðið í gær. „En það leikur enginn vafi í okkar herbúðum að við ætlum að sigra, annað kemur ekki til greina, en það er einnig skýrt að það hefst ekki nema við leikum af fullum styrk,“ bætti Vanda við og það var þungi í röddinni. Valsstúlkur sigruðu í bikarkeppn- inn í fyrra eftir 1:0 sigur á KR en árið þar áður voru Blikastúlkur hlut- skarpastar, þá einnig eftir sigur á KR, 1:0. „Það hefur háð Valsliðinu að það hefur varla getað stillt upp sínu sterkasta liði í allt sumar vegna meiðsla," sagði Kristinn. „Nú virðist hins vegar vera að rofa til og Herdís Símonardóttir sem hefur verið meidd í allt sumar verður með í dag og styrkir hópinn verulega." Annars sagði Kristinn Blikaliðið ekki vera árennilegt, þó ekki væri nema af þeirri ástæðu að liðið er skipað níu landsliðsstúlkum, þar af þeim tveimur stúlkum er hafa skarað hvað mest fram úr í kvennaknatt- spyrnunni undanfarin ár - Ásthildi HELGA Ósk Hannesdóttir, Breiöablikl, fagnar hér marki sínu gegn Val í leik liðanna fyrri í sumar. Guörún Sæ- mundsdóttir, sem skoraði slg- urmarkið á móti KR í blkar- úrslitaleiknum í fyrra, er nlð- urlút og Birna Björnsdóttlr fær ekkert við ráðlð. Helgadóttur og Margréti Ólafsdóttur. „Miðað við það sem á undan er geng- ið í sumar er ekki líklegt að Blikar tapi leiknum, en það segir ekki alla söguna er á hólminn verður komið. Vegna þess hve leikirnir hafa verið þeim léttir í vetur getur verið erfitt að einbeita sér fullkomlega í svona leik þar sem leikið er upp á allt eða ekkert og lítið má bera útaf.“ Kristinn sagði ennfremur að kjöl- festa Valsliðsins væri í þeim Guðrúnu Sæmundsdóttur og Rögnu Lóu Stef- ánsdóttur. Þær eru báðar leikreyndar og vanar úrslitaleikjum og þess má geta að Guðrún skoraði sigurmark Vals í úrslitaleiknum í fyrra. Blikalið- ið væri hins vegar jafngott og þar lægi aðalstyrkurinn. „En yfirburðir Blika hafa verið það miklir í Sumar að það er ljóst að það þarf allt að ganga upp hjá Val frá fyrstu mínútu til þess að þær eigi möguleika,“ sagði Kristinn Björns- son. Leikurinn í dag er einnig síðasti leikur Margrétar Ólafsdóttur með Blikaliðinu að sinni en hún er að fara til náms í Danmörku. „Við ætlum að kveðja hana með sóma,“ sagði Vanda, þjálfari Breiðabliks. Fimm skiptu með sér gullinu Líkt og í fyrra eru það fimm íþróttamenn sem skipta gullpott- inum á milli sín en síðasta gullmótið fór fram í Berl- ín í gærkvöldi. Þeir eru 800 m hlauparinn Wilson Kipketer, Frankie Fred- ericks fyrir 200 m hlaup, Lars Riedel í kringlu- kasti, þrístökkvarinn vinalegi Jonathan Edw- ards og Stefka Kostad- inova heimsmethafi í há- stökki. Sjötti maðurinn sem átti möguleika áður en keppni hófst í gær, Derrick Adkins, hafnaði í þriðja sæti í 400 m grindahlaupi og þar með gekk gullið úr greipum hans. Frankie Fredericks var undir miklu álagi þegar kom að 200 m hlaupinu, hann varð að sigra til þess að eiga hlutdeild í pottinum. Meðal and- stæðinga hans var Mich- ael Johnson heimsmethafi í greininni. í annað sinn í sumar tókst Fredericks það sem sumir hafa talið ómögulegt - að sigra Johnson. Fredericks hljóp á 19,97 sekúndum en Johnson varð að gera sér annað sætið að góðu á 20,02 sek. Þeir voru í sérflokki í hlaupinu. „Eg hljóp hratt og var einbeittur," sagði Fredericks er hann kom í mark glaðbeittur. „En það er ekkert gam- anmál að tapa fyrir Johnson, mun skemmtilegra þegar hlutverkin snú- ast við eins og í kvöld.“ Johnson lét tapið ekki á sig fá. „Það er ekki möguleiki að vera alltaf fljótastur. Meiðslin sem ég hlaut í Atlanta hafa jafnað sig en mig vantar bara meiri snerpu vegna þess að ég hef ekki getað æft nógu vel,“ sagði kappinn. Lars Ridel frá Þýskalandi lét ekki happ úr hendi sleppa fremur en Fred- „Draumasveitin“ Reuter ÞEIR brostu út í annað eftir sigurinn í 4x100 metra boðhlaupinu í Berlín í gærkvöldl. Donovan Baily hnyklar vöðvana og þeir Frankle Fred- erlcks, Llnford Christie og Mlchael Johnson horfa á tilburðina. ericks og kastaði 70,60 m í annarri umferð og það dugði til sigurs. Ann- ars var kringlukastkeppnin bráð- skemmtileg og góður árangur náðist. Wilson Kipketer, sem ekki mátti keppa á Ólympíuleikunum af íþrótta- pólitískum ástæðum, lét ekki gull sér úr greipum ganga í gærkvöldi og sigraði örugglega í 800 m hlaupi á 1.43,34 mín. „Gullstangirnar eru ágæt sárabót fyrir að missa af Ólympíugullinu," sagði hann. Þess má geta að ólympíumeistarinn Ve- björn Rodal náði aðeins sjöunda sæti á 1.46,45 mín. „Draumasveitin" fýrst „DRAUMASVEIT“ fjögurra fjjótustu manna heims rétt marði sigur með sjóuarmun í einvígi þriggja sveita í minningu um Jesse Owens á Berlinarmótinu í gær. Donovan Bailey hljóp fyrsta sprett, Micha- el Johnson tók þá við og skilaði keflinu til Frankie Fredericks en fyrirliðinn Linford Christie hljóp lokasprettinn og urðu þeir sjónar- mun á undan sveit Afríku en báðar sveitir voru skráðar á 38,87 sekúndum. Þriðja sveitin sem hljóp var úrvalssveit Evrópu, hún varð nokkuð á eftir. Christie var glaðbeittur er i (jós kom eftir að myndir frá marklínunni höfðu verið skoðaðar að hann hefði marið sigur. Þess má geta að heimsmetið í 4x100 m boðhlaupi er 37,40. UM HELGINA Knattspyrna Laugardagur: Bikarúrslit kvenna: Laugardalsv.: Breiðablik - Valur..16.30 2. deild karla: Vikingsvöllur: Víkingur-Þór..........14 3. deild karla: Nesk.staður: Þróttur - Dalvík........14 Fjölnisvöllur: Fjölnir - Höttur......14 Urslitakeppni 4. deildar: Ármannsvöllur: Léttir - Sindri.......14 Skeiðsvöllur: Bolungarvík - KVA......16 Sunnudagur: 1. deild karla: Yestm.eyjar: ÍBV - Breiðablik........17 Úrslitakeppni 2. deildar kvenna: Siglufjörður: KS-Haukar..............14 Höfn: Sindri - Reynir S..............14 Borðtennis íslandsmeistarar Víkings leika í dag fyrri leik sinn i Evrópukeppni meistaraliða gegn holiensku meisturunum Feijenoord/Viser. Leikurinn hefst klukkan 16 í TBR-húsinu. Esjudagurinn Á morgun ætlar Hjálparsveit skáta í Reykjavík að bjóða til Esjudags í fimmta skipti. Þá er öllum landsmönnum boðið að ganga eða hlaupa upp Esjuna í fylgd þraut- reyndra fjalla.ma.nn úr Hjálparsveitinni. Lagt verður af stað frá Mógilsá og verða félagar úr sveitinni á staðnum frá klukkan 10 til 16. Einnig verður farið í keppnishlaup upp á Esjuna klukkan 13. OPNA Mustad MÓTIÐ verður haldið í Urriðavatnsdölum 1. september n.k. Leiknar verða 18 holur - glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin með og án forgjafar - aukaverðlaun fyrir lengsta teighögg á 3ju braut og næst holu á 4/13 & 6/15 Ræst verður út frá kl. 8-10 og 13-15. Skráning fer fram í goifskála Oddfellowa sem opinn er frá 10-22 alla daga í síma 565 9092. Vinsamlegast athugið - verðlauna- afhending fer fram í mótslok - ef aukaverðlaunahafi er ekki á staðnum, ganga verðlaun til næsta keppanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.