Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 198. TBL. 84. ARG. SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skriðdrekasveitir Saddams liðsinna sveitum Barzanis í norðurhluta íraks íraski fáninn dreginn að hún eftir töku Arbil Clinton skipar bandarískum sveitum að búa sig undir hugsanlegar aðgerðir Tvennir tímar VÍKINGASKIPIÐ íslendingur sigldi til móts við eitt af mörg- um herskipum sem liggja nú á ytri höfninni í Reykjavík en um eitt þúsund ár eru á milli hug- myndanna að baki þessum tveimur gerðum herskipa. Skipverjar á báðum förunum heilsuðu með heiðurskveðju þegar íslendingur fór hjá. Baghdad, París, Washington. Reuter. ÍRASKI stjórnarherinn hafði náð rúmlega helmingi borgarinnar Arbil í norðurhluta landsins á sitt vald um hádegi í gær og hafði dregið íraska þjóðfánann að húni, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í borg- inni. Sögðu þeir borgina vera að falla og sveitir Kúrdaleiðtogans Jal- als Talabanis vera á förum. Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra ír- aks, staðfesti í gær, að íraskar her- sveitir berðust um Arbil, en sagði þær hafa verið sendar þangað til að liðsinna fylkingu kúrdískra upp- reisnarmanna er lytu forystu Massouds Barzanis (KDP) í átökum við sveitir Talabanis. Bill Clinton Bandaríkjaforseti fyr- irskipaði bandarískum hersveitum að búa sig undir hugsanlegar að- gerðir í norðurhluta íraks. Menn hafa talsverðar áhyggjur vegna liðs- safnaðar hersveita Saddams Húss- eins einræðisherra Iraks sem er meiri þar en nokkru sinni eftir lok Persaflóastríðsins 1991. Reyna að umkringja Arbil „íraksstjórn ákvað að verða við ákalli Barzanis til Saddams Hússeins forseta 22. ágúst um aðstoð vegna árása frá íran og sveitum Tala- bani," sagði Aziz. Talabani, leiðtogi Þjóðernisbandalags Kúrdistans (PUK), hélt því fram við franska útvarpsstöð í gær, að hundruð skrið- dreka og brynvagna herja Saddams berðust við hlið sveita Lýðræðis- flokks Kúrdistans (KDP) er sæktu gegn Arbil. „Borgin sætir gífurlegri stór- skotaliðsárás og fjöldi óbreyttra borgara hefur fallið," sagði Tala- bani. „Við göngum út frá því að þeir ráðist á aðra frelsaða byggð í Kúrd- istan nái þeir Arbil. Takmark þeirra er að leggja þennan landshluta aft- ur undir stjórnina í Baghdad, þrátt fyrir ákvæði samkomulagsins um lyktir Persaflóastríðsins," sagði Talabani. Áður en starfsmenn SÞ í Arbil sögðu borgina vera að falla höfðu þeir skýrt frá mjög hörðum bardög- um í borginni, m.a. við þinghúsið. Þeir sögðu íraska skriðdreka hafa flaggað fána KDP og komið til borg- arinnar frá yfirráðasvæðum Barzan- is. Heimildir SÞ hermdu að 12.000 stjórnarhermenn hefðu tekið þátt í sókninni gegn Arbil. Sveitir KDP og PUK hafa tekist á um yfirráð Talabani sagði að Saddam Húss- ein hefði misreiknað sig með því að álíta að hann kæmist upp með hern- að í Kúrdistan. Kvaðst Talabani hafa verið í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og biði eftir viðbrögðum þaðan. Arbil er helsta borg norðurhluta íraks og hefur verið á valdi sveita PUK frá því þær unnu hana úr klóm KDP í gífurhörðum bardögum í des- ember 1994. Þaðan hefur andófi gegn völdum Saddams verið stjórn- að. Sveitir KDP og PUK hafa tekist á um yfirráð í norðurhluta írak sem notið hefur sérstakrar verndar bandamanna frá 1991. Morgunblaðið/RAX Barnaníðingar verða geltir í Kaliforníu San Francisco. Reuter. ÞING Kaliforníun'kis lauk á föstudag setningu laga um geldjngu barnaníð- inga. Vonast er til að lögin eigi eft- ir að halda aftur af níðingum og draga verulega úr misnotkun barna. Talið er að önnur ríki fari að for- dæmi Kaliforníumanna. „Verði lögin til þess að bjarga einu barni frá því að lenda í klóm níðinga er tilganginum náð," sagði Hagur flugfarþega verði kannaður Washington. Reuter. FORSETANEFND um aukið flug- öryggi undirbýr nú tillögur sem fælu í sér að bandarísk flugfélög yrðu að skoða grannt persónuhagi allra farþega sinna til þess að kanna hvort hugsanlegir spellvirkjar kunni að Ieynast meðal þeirra, að sögn blaðsins Washington Post. Verði áætlunin að veruleika yrði að koma upp umfangsmiklu tölvu- upplýsingakerfi þar sem hægt yrði að skoða m.a. hvernig viðkomandi einstaklingar stæðu í skilum með skuldir sínar, ferðahætti þeirra og aðrar upplýsingar sem auðvelda ætti að koma auga á hugsanlega tilræðismenn og aðra grunsamlega einstaklinga. Að sögn blaðsins er hugmyndin að sameina persónuupplýsingakerf- ið fullkomnum sprengiefnaleitar- tækjum sem sett yrðu upp á banda- rískum flugvöllum. Áður en nýja öryggiskerfið verður að veruleika þarf að útkljá hvaða aðgang flugfé- lög geta fengið að tölvukerfum hins opinbera, m.a. sakaskrám. Forsetanefndin var skipuð í kjöl- far þess að þota TWA-flugfélagsins splundraðist í lofti skömmu eftir flugtak í New York 17. júlí sl. en með henni fórust 230 manns. talsmaður Pete Wilsons ríkisstjóra, sem hefur sagst ætla að staðfesta lögin eftir helgi. Þau voru samþykkt með 51 atkvæði gegn átta í fulltrúa- deildinni en áður höfðu þau farið greiðlega í gegnum öldungadeild Kaliforníuþings. Samkvæmt lögunum stendur barnaníðingum til boða að láta vana sig með skurðaðgerð en gangist þeir ekki við því verður kynhvöt þeirra haldið í skefjum með stungu- lyfjum eftir að þeir hafa hlotið dóm öðru sinni. Reyndar verður dómstólum í sjálfsvald sett að krefjast vönunar eftir fyrsta brot en við annað brot verður gelding óhjákvæmileg. Lögin eru liður í tilraunum til að vinna gegn glæpum í Kaliforníu. Aherslur á sjálf- stæði dómsvalds 14 Horft af Lalung Leh 20 GERT ÚTÁ GRJÓT 28 VIDSKIPn ATVINNULÍF Á SUNNUDEQI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.