Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýtt upphringinúmer háhraðanets Pósts og síma Breytingin veldur fyrirtækjum röskun BREYTING á upphringinúmeri veldur fyrirtækj- um sem tengd eru háhraðaneti Pósts og síma verulegri röskun. Kristján Gunnarsson fjármála- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar segir að Póstur og sími hafi ekki tilkynnt fyrirtækinu um fyrir- hugaða breytingu sem tekur gildi nk. mánudag. Karl Bender, yfirverkfræðingur gagnaflutninga- deildar Pósts og síma, segir að breytingin hafí verið tilkynnt fyrir þremur vikum í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Fyrirtæki sem tengd eru háhraðaneti Pósts og síma, fengu fregnir af því síðdegis á föstudag að P&S hefði ákveðið að skipta um upphringinúm- er þjónustunnar og nýtt númer yrði komið í gagn- ið á mánudag. Þessi breyting veldur fyrirtækjum verulegum óþægindum, skv. upplýsingum Morg- unblaðsins, þar sem þau þurfa að gera breytingar í tölvukerfum sínum yfir helgina. Breytingin veldur mikilli röskun á sölukerfi ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða-Landsýnar, að sögn Kristjáns Gunnarssonar, fjármálastjóra fyrirtækisins. Alla helgina að breyta númerum „Póstur og sími hafði ekkert samband við okk- ur, heldur tilkynntu þeir Flugleiðum, rétt fyrir klukkan fjögur á föstudag, að nú ætti að breyta um númer. Frá og með næsta mánudegi yrði annað númer komið í notkun og að þessi breyting hefði áhrif á línusamskipti stærstu ferðaskrifstof- anna,“ sagði hann. „Þetta þýðir að við verðum alla helgina að breyta númerum hjá umboðsmönnum okkar, sem eru beintengdir um allt land,“ sagði Kristján. Hann sagði ljóst að ekki tækist að breyta núm- erum á öllum umboðsskrifstofunum fyrir mánu- dag því það væri seinvirkt og hefði því í för með sér að hluti umboðsmanna ferðaskrifstofunnar gæti enga sölu annast á mánudaginn. „Það er mjög slæmt fyrir okkur því við eigum von á mik- illi sölu á mánudagsmorgun ef að líkum lætur. Að tilkynna þetta nokkrum mínútum fyrir klukk- an fjögur á föstudegi með svona stuttum fyrir- vara er mjög furðulegt,“ sagði Kristján. Ekki stórmál Karl Bender, yfirverkfræðingur Pósts og síma, segir að skýrt hafi verið frá breytingunni fyrir þremur vikum. „Það þarf stundum að skipta um númer og það er yfirleitt ekki gert fyrr en í lengstu lög. Skýrt var frá breytingunni í aðsendri grein í Morgun- blaðinu fyrir þremur vikum. Það má vel vera að eðlilegra hefði verið að birta auglýsingu um breyt- inguna. Við höfðum eitt númer fyrir allt landið og ákváðum að setja upp sérnúmer fyrir hvert gjaldskrársvæði. Við teljum að það sé ekki stór- mál að skipta um símanúmer því yfirleitt eru þau innbyggð í forritum og tiltölulega auðvelt að breyta þeim,“ sagði Karl. Skólastarf að hefjast Morgunblaðið/Ásdís Daníel D. Afgreiðslu- banni ekki verið aflétt AFGREIÐSLUBANNI á íslenska flutningaskipið Daníel D. í Liibeck í Þýskalandi hafði ekki verið aflétt í gærmorgun að sögn Kjartans Guð- mundssonar, eftirlitsmanns Alþjóða flutningaverkamannasambandsins, ITF. Kjartan segir að Króatar um borð og hluti íslensku áhafnarinnar hafi lagt niður vinnu og nú sé viðbragða frá eiganda skipsins beðið. Hann kveðst eiga von á því að aðgerðum gegn skipinu verði haldið til streitu eins lengi og þörf krefur. ITF krefst þess m.a. að allir skipveijar, hverrar þjóðar sem þeir eru, fái sambærileg laun. Þorvaldur Jónsson, eigandi skips- ins, segir málið á misskilningi byggt og fréttaflutning af því storm í vatnsglasi. Hann segir rangt að af- greiðslubann hafi verið sett á skipið og eftir að búið verði að lesta úr skipinu á morgun, mánudag, haldi Daníel D. úr höfn í Lúbeck. Þorvald- ur fullyrðir að Króatarnir í áhöfninni fái greitt samkvæmt töxtum ITF og íslendingar eftir íslenskum lögum. Stúdenta- garður og leikskóli tekn- ir í notkun í HAUST verður nýr stúdenta- garður í eigu Félagsstofnunar stúdenta tekinn í notkun í stúd- entagarðahverfinu í Asgörðum við Eggertsgötu. Á stúdentagarð- inum eru 17 íbúðir. Einnig verður tekinn í notkun leikskólinn Mánagarður, sem er í eigu Félagsstofnunar og Reykja- víkurborgar. Á Mánagarði verða 63 heilsdagsrými fyrir börn á aldrinum eins til fimm ára. Dag- vist barna mun sjá um innritun á leikskólann en Félagsstofnun sér alfarið um rekstur hans. Bernhard A. Petersen, fram- kvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, segir að bygging stúd- entagarðsins sé þáttur í viðamik- illi uppbyggingu hverfis fyrir KENNSLA hefst í flestum grunn- skólum og framhaldsskólum landsins á morgun. Gert er ráð fyrir að um 4.200 sex ára börn hefji skólagöngu á þessu hausti en í grunnskólum landsins verða alls um 42.000 háskólastúdenta. „Þetta er sjötta húsið af ellefu sem við byggjum í Ásgarðahverfinu en stefnt er að því að framkvæmdum Ijúki þar árið 2001,“ segir hann. Bernhard segir að auk þessarar uppóyggingar sé fyrirhugað að reisa hús með 80 ibúðum og nýjan stúdentagarð fyrir einstaklinga nemendur í 1.-10. bekk. Vinkonurnar María Marteins- dóttir, Sólveig Jónsdóttir, Hrefna Sveinbjörnsdóttir og Margrét Hildur Jónasdóttir eru allar að byrja í Menntaskólanum í Kópavogi. Þær voru að skoða sem koma muni í stað Nýja-Garðs sem Háskólinn keypti fyrr í ár. Hann segir að FS geti að Iok- inni uppbyggingunni boðið 1.000 stúdentum húsnæði á stúdenta- görðum. Hingað til hafi um 190 manns verið að jafnaði á biðlistum. Vonir eru bundnar við að innan tíðar heyri biðlistar sögunni til. nýjar skólabækur í Pennanum fyrir helgina en sögðust þó kaupa langflestar bækurnar not- aðar. Þær áætluðu að bókakaup- in myndu kosta um tíu þúsund. ■ Viðgerðir/26 Bílbeltanotkun á Snæfellsnesi 40 kærðir LÖGREGLAN á Snæfellsnesi er nú með sérstakt átak í gangi til að kanna notkun bílbelta. I vikunni var bílbeltanotkunin sérstaklega athug- uð í þéttbýliskjörnum á Nesinu og kom í Ijós að hún var afar slæleg. Þurfti að gefa út um 40 kærur vegna þessa á einum degi, bæði til öku- manna og farþega þeirra, sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar. Eðvarð Árnason, yfirlögreglu- þjónn á Snæfellsnesi, sagði að það væri staðreynd að bílbeltin gætu bjargað mannslífum. Það væri aldrei nægilega brýnt fyrir fólki og því hefði verið ákveðið að gera átak í þessum efnum. Því miður hefði kom- ið í ljós að mikill misbrestur væri á að fólk notaði beltin eins og lög mæltu þó fyrir um. Eðvarð sagði að framhald yrði á þessu átaki lögreglunnar á Snæfells- nesi og yrði það nú tengt því umferð- arátaki sem færi í gang í tengslum við það að skólar væru að byrja. Áramót hjá útgerðum ► Fiskveiðiflotarium hefur verið úthlutað aflaheimildum fyrir nýtt kvótaár, sem hefst í dag. Hér er rýnt í kvótatölurnar. /10 Barnaníðingur vekuróhug ► Foreldrar fórnarlamba barna- níðingsins illræmda í Belgíu eru harmi slegnir en vona að dauði barna þeirra opni augu heimsins fyrir kynferðislegri misnotkun barna. /12 Tákn hins sjálf- stæða dómsvalds ►Hæstiréttur er að flytja í hið nýja Dómhús við Arnarhól í næstu viku. Rætt er við forseta Hæsta- réttar, Harald Henrysson. /14 Baráttan um skólakerfið ► Bæði grunn- og framhalds- skólastigin búa við það að geta ekki sinnt þörfum einstaklinga nægilega vel. /24 Gert út á grjót ►í Viðskiptum og atvinnulífi á sunnudegi er rætt við Helga Arn- grímsson í Álfasteini hf. í Borgar- firði eystra. /28 B ► 1-40 Fjallkona sléttunnar ►Um verslunarmannahelgina ár hvert, á sama tíma og íslendingar flykkjast út á land í útilegu, halda Vestur-íslendingar upp á íslend- ingadaginn. /1,2 og 20-21 Bílablús íTansaníu ►Fjórði áfangi á ferð íslensku fjöl- skyldunnar frá Góðrarvonarhöfða norður Afríku pg allt norður til Tröllaskaga á íslandi reyndist hin mesta raunasaga. /4 FERÐALÖG ► 1-4 Tsjesky Krumlov ►Sögufræg borg í S-Tékklandi sem reis úr öskustónni eftir fall kommúnismans. /2 íslandtil sölu ►Stærsti viðburður íslenskrar ferðaþjónustu stendur nú fyrir dyrum þegar ferðakaupstefna Vestnorden verður haldin á Akur- eyri í vikunni. /4 13 BÍLAR_________________ ► 1-4 „Grár“ innflutningur alltaf til staðar ► Von er á nokkrum nýjungum frá Chrysler hérlendis upp úr áramót- um og lögð verður mest áhersla á sölu á Chrysler Stratus /3 Reynsluakstur ►Sparneytinn Peugeot 406 með aflminni vél. /4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak l’ólk í fréttum 52 Leiðari 32 Bíó/dans 54 Heigispjall 32 íþróttir 58 Reykjavikurbréf 32 Útvarp/sjónvarp 60 Minningar 40 Dagbók/veður 63 Myndasögur 48 Gárur 8b Bréf til blaðsins 48 Mannlífsstr. 8b ídag 50 Dægurtónl. 16b Brids 50 Kvikmyndir 18b Stjömuspá 50 Skoðun 38b Skák 50 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-4-8-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6 Uppbygging stúdentagarðahverfis í Ásgörðum heldur áfram Morgunblaftið/Ásdis VALDIMAR K. Jónsson, prófessor og formaður byggingarnefnd- ar Ásgarða, færir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, og Guðjóni Ólafi Jónssyni, formanni stjórnar Félagsstofnunar ' stúdenta, lyklavöld að nýjum stúdentagarði og leikskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.