Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 1. SEFfEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Halldór Ásgrímsson utanríklsrábherra í oplnbera helmsókn tll Kóreu: Tímar mikilla tækifæra ^ sTCr^UAJD ÞAÐ kemur sér vel að bændur eru hættir að bera skít á tún og gamli leisí Gráni er á lausu... Griffill auglýsir lægra verð á skiptibókamarkaði Engin viðbrögð hjá öðr- um bókaverslunum RITFANGAVERSLUNIN Griffill auglýsir nú áður óþekkt kjör á náms- bókum, eins og segir í heilsíðuaugiýs- ingu hér í blaðinu á þriðjudag. Starfs- menn annarra skiptibókamarkaða sem Morgunblaðið ræddi við segjast þó ekki hafa trú á að stefni í verðstríð. í auglýsingunni er birtur saman- burður á kjörum á skiptibókamörk- uðum nokkurra bókaverslana í Reykjavík. Þar kemur fram að Griff- ill greiðir 50% af verði nýrrar bókar fyrir notaða bók á skiptibókamarkaði en hinir skiptibókamarkaðimir greiða 45%. Griffill selur sömu bók út á 60% af verði nýrrar en hinar verslanirnar selja hana aftur á 65-70% af verðinu. Bryndís Loftsdóttir, starfsmaður í bókaverslun Pennans og Eymunds- sonar Austurstræti, segir það vissu- lega vera mjög athyglisvert að Griff- ill geti boðið þessi kjör, en telur þó ekki að samkeppnin verði eins mikil og af er látið. Samkeppnin hörð Auður Hallsdóttir, starfsmaður í Bókabúðinni Hlemmi, segir enga ástæðu til að bregðast sérstaklega við þessu tilboði Griffils. „Þetta er hvort eð er hálfgerð góðgerðarstarf- semi, við stöndum yfirleitt uppi með mínus eftir skiptibókamarkaði. Það eina sem við græðum á þeim er að við fáum fólk inn í verslunina,“ seg- ir Auður. Hjá Máli og menningu á Lauga- vegi varð Kristín Einarsdóttir fyrir svörum. Hún sagði að þar væri mik- ið að gera á skiptibókamarkaðnum. Aðspurð hvort til stæði að bregðast við tilboði Griffils sagði hún að það hefði ekkert verið rætt. Hins vegar gæti hún vel skilið að Griffill gripi til þessara ráða, þar sem samkeppn- in á bókamarkaði væri orðin mjög hörð. Morgunblaðið/Árni Sæberg * A flóamarkaði ÞÆR höfðu selt fyrir eitt þúsund krónur þegar ljósmyndara og viðskiptavin bar að þar sem þær höfðu sett upp flóamarkað á Seljabraut í gær. Ekki fylgir sögunni hvernig þær ætluðu að ráð- stafa peningunum en algengast er að afrakstur slíkra viðskipta renni til góðgerðamála. Vinkon- urnar eiga fleira sameiginlegt en áhugann á viðskiptum því þær heita allar tveimur nöfnum. Talið f.v.: Hrefna Sif, Gyða Rut, Björg Ólöf, Sóley Rós, Berglind Anna og Auður Lára. Stúdentaleiðtogar hittast í Reykjavík Vilja beita sér fyrir því að meira fé verði varið til stúdentaskiptaáætlana Einar Skúlason Forystumenn lands- samtaka háskóla- stúdenta á Norðurlöndum héldu nýverið NOM-ráð- stefnu í Reykjavík, þar sem skipst var á upplýs- ingum og sameiginleg hagsmunamál rædd. NOM er skammstöfun á Nordisk Ordforende Mode og er samráðsvettvangur stúdentasamtaka á Norð- urlöndum. Meðal efnis á ráðstefnunni var samn- ingur Norðurlandanna um jafnan aðgang Norð- urlandabúa að námi, sam- eiginleg útgáfa stúdenta- samtakanna á bók um nám á Norðurlöndum, áætlanir innan Evrópu- sambandsins tengdar menntamálum, ár sí- menntunar í Evrópu og söfnun til handa stúdentum í Bosníu. Stúdentaráð Háskóla íslands (SHÍ) hafði veg og vanda af þessari ráðstefnu og var Ein- ar Skúlason framkvæmdastjóri SHÍ, einn þeirra sem sá um skipulagningu hennar. Hvert er markmið NOM og hve oft eru fundir á vegum þess? „Markmið þessara samtaka er aðallega tvenns konar. Ann- ars vegar að skiptast á upplýs- ingum um menntun og stúdenta- samtök í hverju landi fyrir sig, en hins vegar að samnýta kraft- ana til að vinna sameiginlegum hagsmunamálum brautargengi, til dæmis innan Norðurlanda- ráðs. Fundir eru haldnir tvisvar á ári; á haustin og á vorin. Eitt ákveðið málefni er tekið fyrir á vorin, en á haustin eru fleiri mál rædd.“ Fékkst einhver niðurstaða á þessari ráðstefnu? „Já, og ber þar hæst eina ályktunin sem samþykkt var, en hún lýtur að áætlunum Evrópu- sambandsins um stúdentaskipti. Nú eru líkur á því að mun minna fé verði varið til slíkra áætlana, eins og til dæmis ERASMUS, þrátt fyrir að þær hafi ekki náð upphaflegu markmiði; það er að ákveðið hlutfall stúdenta sé að taka hluta af námi sínu í öðru landi. í ályktuninni samþykktu stúdentasamtökin á Norðurlönd- unum að beita sér fyrir því, hver í sínu heimalandi og á alþjóða- vettvangi, að ekkert verði af þessum niðurskurði. Auk þess ræddum við ýmis önnur málefni á ráðstefnunni. Við vorum meðal annars sam- mála um mikilvægi þess að samningurinn sem kveður á um að Norðurlöndin verði eitt menntunarsvæði.nái fram að ganga. Samningurinn gengur út á það að norrænir háskólanemar eigi jafnan rétt til háskóla hvar- vetna á Norðurlönd- unum. Þá var rætt um það á ráðstefnunni hvern- ig best væri að hjálpa stúdentum í Bosníu, en flest stúdentasamtök í Evrópu eru nú byijuð á því að safna peningum og ýmsum kennslu- gögnum fyrir þá. Stúdentaráð Háskóla Islands hóf þessa söfn- un fyrr í sumar og hefur nú þegar fengið úthlutað allt að einni og hálfri milljón króna frá utanríkisráðuneytinu. A ráðstefnunni stakk einn dani upp á því að haldinn yrði sérstakur söfnunardagur fyrir ► Einar Skúlason, stjórnmála- fræðinemi og framkvæmda- stjóri Stúdentaráðs Háskóla Is- lands er fæddur í Kaupmanna- höfn 22. september 1971. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1991 og hóf nám í stjórnmálafræði haustið 1993. Einar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan háskólasamfélagsins, var for- maður Politicu, félags stórn- málafræðinema, veturinn 1994- 1995, kosinn í SHÍ í febrúar á síðasta ári, hóf störf sem fram- kvæmdastóri SHÍ í vor, en situr jafnframt í stjórn Röskvu. Þá var hann kosinn í framkvæmda- stjórn Sambands ungra fram- sóknarmanna fyrr í sumar. stúdenta í Bosníu og höfum við ákveðið að láta verða af þeirri hugmynd, þann 10.-11. október næstkomandi. Söfnunin mun bera yfirskriftina Stúdentar hjálpi stúdentum og geta náms- menn Háskólans lagt sitt af mörkum með því að gefa pen- inga, gamlar námsbækur, eða kaupa rósir.“ Geta samtök eins og NOM haft einhver áhrif á þær ákvarðanir sem eru teknar í menntamáium? „Já, til dæmis teljum við að NOM hafi haft miiril áhrif á framgang NORDPLUS-áætlun- arinnar, sem er stúdentaskiptaá- ætlun á vegum Norðurlanda- ráðs. Einnig má benda á að landssamtök stúdenta á Norður- löndunum hafa yfirleitt eitthvað til málanna að leggja varðandi menntamál í sínu landi. Þau eru mjög öflug og oftar en ekki er leitað álits hjá þeim ef verið er að breyta einhveiju í mennta- málum.“ Teljið þið mikilvægt fyrir Stúdentaráð að vera í NOM? „Já, alveg hiklaust og ekki síst til þess að koma í veg fyrir stöðnun og einangrun. En einnig er gott að geta leitað til félaga sinna í nágrannalönd- unum ef eitthvað kem- ur upp á. Til dæmis ef einhver stjómmála- maður tæki nú upp á því að halda fram einhverri staðhæf- ingu um það hvernig mennta- málin séu í nágrannalöndunum og líti því svo á að kröfur ís- lenskra námsmanna séu óraun- hæfar. í slíku tilfelli gætum við alltaf haft samband við félaga okkar á Norðurlöndunum og beðið þá um að athuga málin fyrir okkur, svo að hið sanna komi örugglega í ljós.“ Safna fé fyrir stúdenta í Bosníu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.