Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 1. SEFfEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Rannsóknir gerðar til að kortleggja o g stöðva kynlífsferðamennsku Kynmök viö börn hvergi réttlætnnleg I ( Flutningaleiðir barnasölunnar É -w L' FráTælandi :l KMllfj ■ \ Kynferðisleg misnotkun barna í ágóðaskyni hefur færst í aukana. Glæpasamtök víða lv um heim kaupa og selja böm, sem notuð eru í vændi og við framleiðslu Mámefnis. Austur-Evrópa: Vesturlandabúar, sem leita eftir ódýru bamavændi, fara þangað í auknum mæli. Börn frá Austur-Evrópu eru flutt til vestrænna rikja. I m. ti \\ i M- \ Ró I M II 11« Rómanska Ameríka: y, Kynlifsferðum þangað hefur fjölgað, einkum til Brasilíu og Dóminíska ' lýðveldisins. Börn eru flutt þaðan með skipum til Evrópu og Miðausturlanda. Vestur-Afríka: Miðstöð flutninga á ungum stúlkum. Xö / lndland og nágrannaríki: Börn frá Nepal og Bangla- . dpsh eru flutt til Indlands og p . ;,þaðan til annarra landa. f\J Æ fleiri drengir stunda / \ vændi á Sri Lanka. Asía: Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að ein milljón barna stundi þar vændi. Stokkhólmi. Morgunbladid. AUGU þeirra, sem starfa í ferðamannaiðnaðnum hafa undanfarin ár opnast fyrir því að það eru ekki allir, sem ferðast í jafn góðum tilgangi. Sænskar ferðaskrifstofur eru farnar að dreifa bæklingum frá barna- hjálparsamtökum, þar sem fólk er áminnt um að mök við börn séu saknæmt athæfi. Breski ferða- mannaiðnaðurinn hefur tekið á svo- kallaðri kynlífsferðamennsku, eða ferðum, sem einkum eru farnar í þeim tilgangi að eiga kynmök við böm og unglinga á fjarlægum slóð- um. Hluti af því átaki er fræðsla til þeirra er starfa í ferðamannaiðn- aðnum. Samtök breskra ferðaskrif- stofa, Association of British Travel Agencies, ABTA hafa meðal annars látið gera rannsókn á ýmsum hliðum kynlífsferða og var rannsóknin gerð af fræðimönnum félagsfræðideildar Leicester háskóla. Rannsóknin veitir ýmsar fróðlegar upplýsingar um þessi mál. Til grundvallar niðurstöðunum liggja viðtöl við 130 kynlífsferða- menn í Suðaustur-Asíu, Karíbahaf- inu og Suður-Ameríku, auk þess sem fyigst var með fjölda annarra á þessum stöðum, rætt við börn, svokallaða „verndara" þeirra og vændishúsaeigendur. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flestir, sem eiga mök við börn á ferðalögum sínum gera það með því hugarfari að það sé eitthvað allt annað en heima, að þeir séu að gera börnun- um greiða eða bara að gera það, sem aðrir myndu gera hvort sem væri. Barnavændi tekur á sig ýmsar myndir Félagslegar aðstæður barna í fá- tækum löndum þangað sem kynlífs- ferðamenn leggja leið sín eru mjög misjafnar innan hvers lands. Sum bömin eru þvinguð til starfa í vænd- ishúsum þar sem þau eru nánast haldin sem þrælar, meðan önnur selja sig á eigin vegum. Ferðamað- urinn getur haft aðgang að börnum í þessum löndum á ýmsan hátt og þarf ekki að leggja leið sína á sóða- lega bari eða aðra skuggalega staði, heldur getur hitt börnin á strönd- inni, í görðum eða á sómasamlegum veitingahúsum og hótelum. Börnin eru oft seld í vændishús, tekin upp í skuld eða á annan hátt þvinguð til vændis. Þau börn, sem selja sig á eigin spýtur gera það af neyð. Það er ekkert sem heitir að börnin leiðist út í þetta líf af fijáls- um og fúsum vilja. Atlot þeirra stafa ekki af löngun, heldur af siðum annars vegar og hins vegar af því þau hafa lært af reynslunni eða þeim verið kennt að svona sé best að bera sig að. Ilverjir leita eftir samneyti við börn á ferðalögum? Þeir sem leita eftir kynferðislegu samneyti við börn, þegar þeir eru á ferð erlendis eru á öllum aldri, frá átján til áttræðs, koma úr öllum stéttum og sumir eru samkyn- hneigðir en flestir eru það ekki. Karlmenn eru í miklum meirihluta, en konur sjást þar líka. Fæstir eru í sérstökum kynlífsferðum, heldur eru á eigin vegum, í hópferðum, á ferðalag: vegna vinnu eða eru bú- settir erlendis um hríð. Það er misjafnt hveiju leitað er eftir. Sumir sækjast eftir ókyn- þroska börnum, aðrir unglingum eða kornungum stúlkum og oft fylgir þessu einhver sérstök löngun til að eiga kynmök við fólk af öðrum kyn- þáttum, svo kynþáttafordómar blandast hér einnig inn. Reyna að réttlæta verknaðinn Rannsóknir á mönnum, er framið hafa kynferðisafbrot á börnum sýna að þeir réttlæta verknaðinn oft fyr- ir sér á einhvern hátt. Þeir telja sér trú um að barnið sækist eftir þessu, bíði ekki tjón af og hafí jafnvel gott af að kynnast kynlífi. Ferða- menn, sem aldrei myndu leita maka við börn heima fyrir en gera það í framandi löndum réttlæta líka verknað sinn. Þeir hugsa með sér að hér sé hugarfarið annað. Baráttan við bamavændi í þessum löndum verður ekki aðskilin frá bar- , áttu gegn fátækt, kvenfyrirlitningu og kynþáttafordómum og fyrir aukn- I um réttindum kvenna og bama. j Meðan ástandið eins og það er víða í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku geta ferðamenn heimsótt þessa staði, brotið lög heimalands síns og oftast áfangastaðarins líka. Þeir geta litið á sig sem „góða gæja“, sem hjálpi krökkum og unglingum, án þess að viðurkennna það fyrir sjálfum sér að þeir eru að taka þátt í lágkúru- i legu athæfi, níðast á eymd annarra og brjóta lög heimalands síns og ' oftast áfangastaðarins líka. ) TVÆR átta ára stúlkur, Julie Lejeune og Mélissa Russo, hurfu fyrir fjórtán mán- uðum í Grace-Hollogne, friðsælum bæ nálægt Liege í suðausturhiuta Belgíu. Þær léku sér saman á túni nálægt heimili sínu en héldu síðan upp á brú yfir veg og veifuðu til bíla sem óku þar um. Síðan var sem jörðin hefði gleypt þær. Allan þennan tíma voru foreldrar stúlkn- anna sannfærðir um að þær væru enn á lífi. Þeir sökuðu lögregluna um að halda að sér höndum og sýna málinu lítinn áhuga. Gino Russo, faðir Mélissu, óskaði eftir aðstoð al- mennings við leitina í viðtölum við fjölmiðla. Jean-Denis Lejeune, faðir Julie, fór ásamt Russo til Marokkó, Spánar, Mexíkó, Kanada og nokkrum sinnum til Hollands í von um að finna stúlkurnar. Myndir af þeim voru enn- fremur settar á alnetið og veggspjöld hengd upp víða í Belgíu. Ekkert var vitað um afdrif stúlknanna þar til 39 ára Belgi, Marc Dutroux, var handtek- inn vegna gruns um að hann hefði rænt tveim- ur öðrum stúlkum, 12 og 14 ára. Sú yngri hafði horfið 28. maí sl. og sú eldri 9. ágúst. Böndin bárust að Dutroux eftir að piltur á táningsaldri kvaðst hafa séð hvítan sendibíl nálægt þeim stað þar sem eldri stúlkan sást síðast. Svo vel vildi til að eitt af hugðarefnum piltsins er að leggja bílnúmer á minnið og hann gat veitt lögreglunni upplýsingar um númer sendibílsins. Dutroux var yfirheyrður og játaði að hafa látið ræna stúlkunum tveimur. Hann vísaði lögreglunni á sex fermetra klefa sem var hul- inn á bak við skáp í kjallara eins af húsum hans og stúlkurnar fundust þar á lífi. Móðir eldri stúlkunnar sagði að Dutroux hefði gefið henni eiturlyf og nauðgað henni nokkrum sinn- um og 12 ára stúlkan hefði einnig verið misnot- uð kynferðislega. Síðar kom í ljós að Dutroux hafði einnig haldið átta ára stúlkunum í kjallaraklefa í níu mánuði og nauðgað þeim. Þeirra beið síðan skelfilegur dauðdagi því þær sultu í hel meðan Dutroux afplánaði fjögurra mánaða fangelsis- dóm fyrir bflaþjófnað og fleiri afbrot. Barnaníóingur vekur óhug Foreldrar fórnarlamba barnaníðingsins illræmda í Belgíu eru harmi slegnir og reiðir út í yfirvöld en vona að dauði stúlknanna veki menn til umhugsunar um að slíkir voðaatburðir geta gerst hvar sem er í heiminum, ekki aðeins í fátækum þróunarlöndum. Trúðu ekki foreldrunum Belgar fylltust miklum óhug vegna málsins og þúsundir manna fylgdust með því þegar lík- vögnunum var ekið um Liege, kisturnar huldar leikfangaböngsum og blómum. Sorgin og reiðin breiddist langt út fyrir landamæri Belgíu. For- eldrar út um allan heim föðmuðu börn sín af meiri ástúð en venjulega og litu tortryggnum augum á nágranna sína þegar fregnir bárust af voðaatburðunum. Þeir voru minntir á að úr því að slíkir atburðir gátu gerst í friðsælum bæ í hjarta evrópskrar siðmenningar geta þeir gerst hvar sem er í heiminum. Foreldra litlu stúlknanna hafði alltaf grunað að hópur barnaníðinga hefði numið þær á "LE MONDE E6T PANOEREUX A VIVRE NON A CAUSE DE CEUX QUI FONT LE MAL MAIS A CAUSE DE CEUX QUI REGARDENT ET LAISSENT FAIRE’’ A. IMNSH.IN Reuter VEGGSPJALD sem notað var við leit- ina að Julie Lejeune og Mélissu Russo, sem voru báðar átta ára. Undir mynd- inni er tilvitnun í Albert Einstein: Heimurinn er hættulegur staður að búa á, ekki vegna þeirra sem fremja ill- virki heldur þeirra sem horfa á og leiða þau hjá sér. brott en lögreglan hafnaði þeirri kenningu. „Okkur var alltaf sagt að hérna væru ekki til barnaklámhringir,“ sagði Jean-Denis Lejeune. Foreldrar stúlknanna voru sannfærðir um að þær væru enn á lífi en lögreglan taldi að einhver „bijálæðingur" hefði myrt þær og falið Iíkin. „Ég er viss um að eftir nokkrar vikur leitaði lögreglan aðeins að líkum stúlkn- anna,“ sagði Lejeune. Upplýsingar hunsaðar Reiði foreldranna í garð lögreglunnar er skiljanleg þar sem Dutroux hafði verið dæmd- ur í fangelsi árið 1986 fyrir að nauðga stúlk- um á aldrinum 12-19 ára. Stúlkurnar voru allar í haldi hans í sólarhring áður en hann sleppti þeim. Dutroux var dæmdur í 13‘/2 árs fangelsi árið 1989 en var látinn laus til reynslu þrem- ur árum síðar, í apríl 1992, vegna góðrar hegðunar. Komið hefur í ljós að aðeins ári síðar fékk iögreglan ábendingu um að Dutroux væri að koma sér upp klefa í kjallaranum til að geta haldið þar ungum stúlkum sem hann hygðist selja í kynlífsánauð erlendis. Skömmu áður en yngstu stúlkurnar hurfu, eða í ágúst í fyrra, fékk lögreglan einnig upp- lýsingar um að Dutroux hefði boðið glæpa- mönnum fé fyrir að ræna ungum stúlkum. Áhrifamiklir verndarar? Þótt Dutroux væri atvinnulaus og þættist aðeins lifa á örorkubótum átti hann sex hús og marga bíla og því sætir það furðu að lög- reglan skuli ekki hafa fylgst betur með honum en raun ber vitni. Þetta hefur vakið grunsemd- ir um að embættismenn, stjórnmálamenn eða áhrifamiklir fjármálamenn í Belgíu og ef til vill fleiri Evrópuríkjum hafi haldið hlífiskildi yfir honum. Hryllileg örlög stúlknanna hafa raunar vak- ið athygli á málstað þeirra, sem beijast gegn kynferðislegri misnotkun barna, nú þegar þetta vandamál er í fyrsta sinn til umfjöllunar á alþjóðlegri ráðstefnu í Stokkhólmi. Heimildir: Time og Newsweek. I > i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.