Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tekist á um myndir Link BANDARÍSKI ljósmyndarinn 0 Winston Link er kominn á níræðis- aldur. En í stað þess að njóta lífs- ins á ævikvöldinu stendur hann í ströngu við að endurheimta ljós- myndir sem fyrrverandi eiginkona hans tók ófijálsri hendi, auk þess sem gamli maðurinn sefur með slökkvitæki sér við hiið af ótta við að eldur verði borinn að húsi hans. Frá þessu segir í The Sunday Tim- es- í ágúst sl. var fyrrverandi eigin- kona Link, Conshita, dæmd í tutt- ugu ára fangelsi fyrir að stela ljós- myndum eftir hann, sem metnar voru á yfír eina milljón dala, um 66 milljónir ísl. kr. Link er einn þekktasti ljósmynd- arinn sem uppi hefur verið í Banda- ríkjunum á þessari öld. Þekktastur er hann fyrir myndir sem hann tók á sjötta áratugnum af síðustu gufu- knúnu lestunum. Hann hlaut þó ekki frægð fyrir alvöru fyrr en á áttunda áratugnum en þá uppgötv- uðu menn yfir hversu mikilli tækni og næmu listrænu auga Link bjó og þýðingu þess sem hann hafði fest á filmu. Á sama tíma kynntist konu, tutt- ugu árum yngri en hann, og gengu þau í hjónaband árið 1984. En hjónabandið var stormasamt og Link segist hafa séð hana bera hvern kassann af öðrum með verð- mætustu myndum hans út í bíl og aka á brott. Skilnaður var óhjákvæmilegur en þá tóku við löng og ströng réttarhöld í máli sem Link höfðaði á hendur Conchitu til að endur- heimta myndirnar. Tókst honum að sanna að um 1.400 myndir hefðu horfið af heimili hans. Conchita þagði hins vegar þunnu hljóði við réttarhöldin, og hefur ekkert viljað tjá sig um ásakanir eiginmannsins fyrrverandi að öðru leyti en því að hún neitar að hafa stolið myndunum. Hefði hún skilað myndunum, hefði hún líklega kom- ist hjá fangavist og óttast Link að myndirnar 1.400 muni ekki koma í leitirnar fyrr en að honum látnum, en þá muni Conchita sjá til þess að þær birtist ein af annarri. Þá óttast Link um öryggi sitt í kjölfar skilnaðarins og hefur gripið til ýtrustu varúðarráðstafana þess vegna. LEIKLIST Kaf f ilcikhúsiö HINAR KÝRNAR Höfundur: Ingibjörg Hjartardóttir. Laga- og textaiiöfundur: Arni Hjart- arson. Leikendur: Arni Pétur Guð- jónsson, Edda Amljótsdóttir, Sóley Elíasdóttir og leynigestur. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurðsson. Ljósa- hönnuður: Gunnar B. Guðmundsson. Harmonikuleikari: Gísli Víkingsson. Föstudagur 30. ágúst KAFFILEIKHÚSIÐ hóf nýtt leikár sitt með laufléttum gaman- leik sem kallast Hinar kýrnar og er eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. Leikrit þetta er afrakstur höfunda- smiðju Borgarleikhússins frá því í fyrra og hefur tekið nokkrum breyt- ingum við flutninginn yfir í hið litla Kaffileikhús. Verkið tekur um klukkustund í flutningi, er á léttu nótunum sem fyrr segir en kryddað voveiflegum atburðum og svörtum húmor. Þótt of djúpt væri í árinni tekið að segja að verk þetta sé sprottið úr íslenskum raunveruleika má kannski segja að það sé sprottið af þeim meiði íslenskrar menningar (í víðasta skilningi) sem kalla má furðufuglafræði og er vinsælt efni bæði í blaðamennsku og sjónvarps- þáttum sem og íslenskum kvik- myndum: Sögusviðið er íslenskt bóndabýli þ_ar sem býr einrænn karlmaður (Árni Pétur Guðjónsson) á miðjum aldri með brenglaðan þankagang og skerta sjálfsmynd sem er afleiðing af einangrun og kúgun móður. Hann auglýsir eftir ráðskonu á bæinn og út frá því flétt- ast söguþráðurinn. í sjálfu sér heillaði þetta leikverk undirritaða ekkert sérstaklega. Fléttan er einföld og nokkuð fyrir- sjáanleg, persónur dregnar einföld- um dráttum og textinn fremur bragðlítill þótt víða laumuðust hnyttnar setningar með. En það serh hefur sýninguna engu að síður yfir meðalmennskuna er heildar- mynd uppsetningarinnar. Með bún- ingum, skemmtilegri notkun á tak- mörkuðu leikrými, söngvum með bráðsmellnum textum Arna Hjart- arsonar og ágætum samleik leik- enda tókst aðstandendum sýningar- innar að skapa leiksýningu sem engum þarf að leiðast á. Hérna á reyndur leikstjóri, Þórhallur Sig- urðsson, vafalaust mikinn hlut að máli. Árni Pétur Guðjónsson var trú- verðugur í hlutverki hins einræna furðufugls og átti hann oft ágæta takta sem undirstrikuðu brenglun persónunnar. Edda Arnljótsdóttir og Sóley Elíasdóttir fóru báðar vel með hlutverk tvíburasystranna og tókst þeim vel að sýna bæði líkindi og andstæður í persónum þeirra. Árni Pétur og Sóley áttu bestan samleik í hlægilegum sveitasælu- söngatriðum. Sóley hefur fallega söngrödd og bætti upp takmarkaða rödd Árna Péturs. Leynigestur fer með lítið en mikilvægt hlutverk og leysir hlut sinn vel af hendi. Ingibjörg Hjartardóttir var ein af upphafsmönnum og aðalkröftum áhugaleikflokksins Hugleiks sem hvað eftir annað hefur slegið í gegn með frumlegum og bráðskemmti- legum sýningum. Hinar kýrnar sverja sig nokkuð í ætt við Hug- leiks-sýningarnar og svipaður hú- mor ræður hér ríkjum. Einn leikhús- gesta orðaði það þannig við mig að verkið væri „óður til Hugleiks", og svo má vel vera. Baríst við tækniog veðurgnði SVO dögum skiptir hefur banda- ríski listamaðurinn Ned Kahn reynt að vekja rúmlega tíu metra háan skýstrók til lífsins, ef svo má að orði komast. Það hefur gengið afleitlega en ætlunin var að skýrstrókurinn yrði aðalverkið á sýningunni „Hamslaust lands- lag“ í Rannsóknamiðstöðinni í San Fransiskó en þar hefur Kahn unn- ið að list sinni í nokkur ár. En í stað þess að strókurinn teygði sig tignarlega til himins, myndaði gufan sem stóð upp af þar til gerð- um turni, aumlegan spíral og Ieystist svo upp. í samtali við The New York Times segist Khan, sem er þreytt- ur eftir vonlitla baráttuna við veðrabrigðin, engu nær, ekki frek- ar en veðurfræðingarnir. Kahn er 36 ára og leggur stund á svokallaða veðurlist, sem felst í því að beita nýjustu tækni og vís- indum til að skapa einstæð lista- verk sem tengjast fyrirbærum veðurfræðinnar á einhvern hátt. Kahn þekkir orðið vel til þess hversu duttlungafullt þetta list- form getur verið. Honum hefur tekist betur upp en nú, fyrsti ský- strókurinn hans varð að vísu ekki til fyrr en eftir fjölmargar mis- heppnaðar tilraunir en sá varð tæplega þriggja metra hár. Kahn segir það skipta einna mestu að brynja sig þolinmæði og viljastyrk. Sjálfur segist hann ekki kunna að gefast upp. Skýstrókur- inn hafi verið svo nærri því að myndast að hann hafi nánast get- að þreifað á honum. En náttúran er duttlungafull og enn ræður Kahn ekki yfir nægilegri þekkingu í efna- og eðlisfræði til að geta tryggt sköpun skýstróks. Honum hefur hins vegar tekist að búa til mörg fyrirbæri sem hafa heillað gesti Rannsóknarmiðstöðvarinnar, svo sem „Hamslaust himintungl", glerhnött fullan af sjálflýsandi vökva sem líkti eftir veðurkerfum Jarðar.„Landslag vindguðsins" var heiti á eyðimörk, sem færanleg vifta breytti í sífellu, og „Skýja- hringir" var vél sem myndaði þokuhringi. Kahn hefur einnig skapað sér frægð fyrir listaverk sem getur að líta víðs vegar um Bandaríkin; ólgulaug í Niagaraá í New York, óvenjulegt gróðurhús í fangelsi í San Francisco og öfugsnúinn gos- brunn í miðborg Seattle. Sum hafa aldrei litið dagsins ljós, svo sem „Þokugarðurinn" sem átti að rísa á Rhode Island, en yfirvöld þar hættu við verkefnið þar sem þau töldu það hættulegt vegna guf- unnar sem mynda átti þokuna, auk þess sem það væri dýrt og til- gangslaust. Verk Kahn njóta æ meiri vin- sælda og þeir eru margir sem hafa trú á því að hann eigi sér bjaita framtíð, þótt ýmsir hafi einnig orðið til þess að hrista haus- inn yfir uppátækjunum. Og vís- indamenn hafa lýst áhuga sínum á tilraunum Kahns, segja hann svipta hulunni af leyndardóminum að baki náttúrufyrirbærum og auka skilning manna á þeim. Kahn er fæddur í New York og á ekki langt að sækja listáhugann, því móðir hans er myndlistarmað- ur. Kahn lærði grasafræði og umhverfisvísindi við háskólann í Connecticut en að námi loknu upp- götvaði hann Rannsóknamiðstöð- ina, sem hann segir hafa sameinað allt það sem hann hafi haft áhuga á - vísindi og list. Þar hefur hann starfað meira og minna síðan en segir nú kominn tíma til að breyta til. Enn er allt óljóst um það sem framundan er. Soffía Auður Birgisdóttir. Þriðjudagstónleikar í Siguijónssafni Þrenns konar rómantík Á NÆSTU þriðjudagstónleikum í Listasafni Sig- uijóns Ólafssonar 3. september klukkan 20.30 koma fram þær Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran- söngkona og Valgerður Andrésdóttir píanóleik- ari. Þær flytja verk eftir P.A. Heise, P.E. Lange- Maller, Alban Berg, Erik Satie og Sergei Rac- hmaninov. Ingibjörg og Valgerður sögðu í samtali við Morgunblaðið að það yrði rómantísk stemning á þessum tónleikum. „Það má kannski segja að það verði þrenns konar rómantík á tónleikun- um,“ sagði Ingibjörg. „Dönsku tónskáldin eru einkum þekkt sem sönglagatónskáld. Eftir Rac- hmaninov leikum við afar dramatískt stykki, ég mun syngja það á rússnesku og vonandi nær hinn íslenski tónn að blandast saman við rúss- nesku sálina í verkinu. Aiban Berg er á mörkum rómantíkurinnar og tuttugustu aldarinnar. Tón- list hans var atónal en þó jafnan háð hefðbundn- um viðhorfum. Satie var svo aftur á móti í and- stöðu við rómantísku skáldin." Ingibjörg Guðjónsdóttir útskrifaðist frá Tón- listarskóla Garðabæjar og stundaði síðan fram- haldsnám í söng í Bandaríkjunum og lauk B.M. prófi frá Indiana University í Bloomington. Eft- ir að námi lauk hefur hún stundað margvísleg tónlistarstörf. Hún hefur komist í úrslit í söng- keppni hérlendis, meðal annars í Tónvakanum, Tónlistarverðlaunum RÚV og í alþjóðlegum söngkeppnum í Bretlandi. Hún var fulltrúi ís- lands á eftirtöldum tónlistarhátíðum: „Scandina- vian Festival of Music í Danmörku, Tónlistarhá- tíð ungra norrænna einleikara og einsöngvara í Stokkhólmi og hinni virtu tónlistarhátíð í Ung- veijalandi „Budapest Spring Festival". Ingibjörg hefur komið fram víða sem einsöngvari og hald- ið ijölda tónleika. Hefur hún meðal annars sung- ið með Sinfóníuhljómsveit íslands, BBC Wales sinfóníuhljómsveitinni, sænsku útvarpshljóm- sveitinni og í apríl síðastliðnum með sinfóníu- hljómsveitinni í Óðinsvéum í Danmörku. Ingibjörg hlaut nýlega styrk úr minningar- sjóði Jean Pierre Jacquillat, fyrrverandi aðal- stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar íslands. Styrkt- arupphæðin nemur hálfri milljón króna. Hún sagðist full þakklætis vegna styrksins. „Þetta er mikil upphefð fyrir mig og hjálpar mér að leita meiri víddar í list minni.“ Valgerður Andrésdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1985 og um haustið sama ár hóf hún nám við Listaháskól- ann í Berlín (Hochschule der Kunster). Hún lauk píanókennaraprófí árið 1990 og brutfararprófi tveimur árum síðar. Sama ár fékk hún þriðju verðlaun í alþjóðlegri píanókeppni í Cháteau de Courcillon í Frakklandi. Valgerður hélt sína Morgunblaðið/Árni Sæberg INGIBJÖRG Guðjónsdóttir sópran og Valgerður Andrésdóttir píanóleikari. fyrstu einleikstónleika árið 1990 og hefur síðan komið margsinnis fram hérlendis og erlendis og þá bæði sem einleikari og í kammermúsík. Eftir að hún lauk námi bjó hún í Kaupmannahöfn þar sem hún starfaði sem kennari og píanóleikari en Valgerður er nú flutt til íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.