Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GERT ÚTÁ GRJÓT VEÐSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Helgi Arngrímsson er fæddur á Borgarfirði eystra 12. júní 1951 og alinn þar upp. Hefðbundinni skóla- göngu lauk með fimm vetrum í Alþýðuskólanum á Eiðum og tveimur vetrum í Samvinnuskólanum á Bif- röst. Eftir það tóku við ýmis störf, m.a. hálft annað ár hjá Flugfélagi íslands á Egilsstöðum og sex ár sem skrifstofustjóri hjá Trésmiðju Fljótsdalshéraðs. Árið 1981 flutti hann heim á Borgarfjörð á ný og tók þar þátt í stofnun Álfasteins hf. og hefur verið fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins allar götur síðan. Eigin- kona hans er Bryndís Snjólfsdóttir og börn þeirra eru Birgitta Ósk, Hafþór, Elsa og Eyrún. Eftir Guðmund Guðjónsson EGAR ég kom heim á Borgarfjörð árið 1981 var þar mikið atvinnu- leysi og ástandið því fjarri því nógu gott. Menn horfðu fram á þá staðreynd að annað- hvort yrði að gera eitthvað upp- byggilegt á staðnum, ella myndu margir flytja burt og lítið byggðarlag eins og Bakkagerði þolir slíkt iila. Fjöllin í Borgar- firði eru þekkt fyrir steinaauðgi og því vaknaði sú hugmynd að nýta þá auðlind. Að koma upp safni og vinna vörur á vetrum sem hægt væri að selja á sumrin. Út- koman er sú, að alveg frá byrjun hefur Álfasteinn verið brautryðj- andi í gerð gjafavöru og minja- gripa úr steinum," segir Helgi. Nánar tiltekið var fyrirtækið Álfasteinn stofnað 23. apríl 1981. Það er ■ almenningshlutaféiag og eru hluthafar 102 talsins. Nokkur fyrirtæki og stofnanir eru stærstu hluthafarnir, en sá einstaklingur sem á stærstan hiutinn er Helgi Arngrímsson. Hann er beðinn að útskýra nánar í hverju starfsemi Álfasteins er fólgin. „Segja má að starfsemin sé ijórskipt. Helmingurinn er sér- unnin vara. Hún er margs konar, en er mikið t.d. myndir af húsum, félagsmerkjum og hlutum unnar í stein. Þessi vara er mikið notuð í verðlaunagripi og afmælisgjafir til fyrirtækja, félaga og einstakl- inga. Það er mikil vinna fólgin í gerð þessara gripa og þeir eru unnir í höndunum frá a til ö. Þá er að geta verslunarinnar hér í Borgarfirði, en starfsemin í henni nemur um 20% af starfsemi fyrirtækisins. Önnur tuttugu pró- sent eru heildverslun, en vörur frá okkur, t.d. pennastatíf, kerta- stjakar, klukkur o.m.fl. eru seldar í alls um 60 verslunum um land allt, þar á meðal nokkrum í Reykjavík. Þessi heildverslun hef- ur verið í gangi síðustu 6-8 árin og er stöðugt að aukast. Og loks er að geta iegsteina- smíðinnar, en Álfasteinn er eina innlenda legsteinaiðja lands- byggðarinnar. Legsteinarnir nema um tíu prósentum starfsem- innar. Það er áratugur síðan við byijuðum að smíða og selja leg- steina og rétt eins og heildversl- unin, hefur umfangið heldur auk- ist,“ segir Helgi. íslenskt og innflutt. . . Það er ekki svo að Álfasteinn vinni aðeins úr íslensku gijóti. Grjótið í legsteinana er t.d. mest flutt inn frá Noregi og nefnist efnið í þeim „dökkt larvikitt“, eða labradorite. Það er geysisterkt berg með svipað veðrunarþol og granít. Að öðru leyti er eingöngu notað íslenskt berg og gijót. Gagnstætt því sem einhveijir kynnu að halda þá er það einkum líparít og basalt sem Álfasteinsmenn nota. Skraut- steinar eru mjög áberandi í verslun fyrirtækisins í Borgarfirði, en hafa lítið heildarvægi. Af íslenskum tegundum sem nefna má fyrir utan líparít og basalt, eru gabbró, hrafntinna og jaspís. Ef við rýnum aðeins nánar en áður í það sem framleitt er í Álfa- steini má nefna fánastangir, bóka- stoðir, bréfapressur, pennastatíf, hitamæla, kertastjaka, salt- og piparstauka, dyraplatta, verð- launagripi, afmælisplatta, klukku- skífur, hálsmen, eyrnalokka, steinfígúrur og steinaálfa að ógleymdum legsteinunum. Sam- hliða hefur fyrirtækið lagt sig verulega í þróun umbúða og náð svo góðum árangri með hjálp leik- myndateiknarans Jóns Þórissonar, að umbúðir Álfasteins hafa unnið til hæstu metorða á virtustu um- búðasamkeppni heims, svokallaðri Worldstar-keppni. Sömu umbúðir komust reyndar ekki einu sinni á blað í fyrstu umbúðasamkeppni Félags íslenskra iðnrekenda árið eftir og sannaðist þar eina ferðina enn, að fáir eru spámenn í sínu föðurlandi. Helgi er spurður hvað hann hafi átt við með því að myndavinn- an á gijóti sé handunnin frá a til ö. „Oftast er ein hlið steinsins gljáslipuð, eða póleruð, en hinar hliðarnar hafðar náttúrulegar. Allt myndform og letur er handteiknað og skorið út i sérstakt límband og síðan sandblásið inn í steininn. Sama vinna er því við fyrsta og tíunda eintak. Mikið er um að fólk sé með ýmsar hugmyndir um hvernig það vill hafa hlutina og þá er mikil- vægt að fyrirmyndir sem okkur eru sendar séu skýrar og helst nokkuð grafískar. Sem dæmi má nefna að gott er að hafa fjalla- myndir teknar að vori svo snjó- skaflar myndi betra svipmót. Fólk notar mikið myndsendi til að senda okkur hugmyndir sínar að texta og myndskreytingum. Myndir af merkjum og hlutum þarf þó að senda til okkar í pósti, því mynd- sendirinn á það til að bjaga nokk- uð slíkar myndir. Ekki afskekktir ... Er ekki erfitt að halda úti fyrir- tæki afþessu tagi íjafneinöngruðu sveitarfélagi og raun ber vitni? „Ég er nú ekki alveg sammála þér um að Borgaríjörður sé ein- angraður. Ég myndi fremur orða það þannig að við værum af- skekkt. Við erum með póstferðir íjóra daga vikunnar. Á vetrum eiga flestir heimamenn brauð- og mjólkurbirgðir í frysti því auðvitað getur vegurinn lokast í slæmum vetrarveðrum. Við erum ekki tengd neinu hringvegakerfi, til okkar liggur vegur af Héraði, en menn verða að aka sömu leið til baka, þannig að menn koma hér ekki við á leið annað. Að öðru leyti er svarið við spurningunni á þá leið að Álfa- steinn byggir mjög á ferðamönn- um og okkar túristar eru að mestu leyti innlendir ferðamenn. íslend- ingar eru 70% þeirra sem koma til okkar. Það eru margir hissa sem heyra það, en þannig er þetta nú samt. Það er auðvitað til þess vinn- andi að fá fleiri erlenda ferðamenn til að koma í bland við okkar fólk og erum við að vinna í því. Til að átta okkur á stöðunni höfum við verið að gera kannanir meðal ferðafólks sem hingað kem- ur, leggja fyrir það spurningar af ýmsu tagi sem varða aðbúnað og aðgengi þeirra þegar Borgarfjörð- ur eystri er annars vegar. „Við teljum hversu margir ferðamenn koma í búðina og í fyrra gerðum við það í níunda sinn. Þá fengum við 9.159 ferðamenn og var það þriðja besta útkoman hjá okkur á þessum níu árum. Þar af svöruðu 375 manns ferða- mannakönnuninni okkar. Við spurðum hvaðan af landinu menn voru, hvar þeir fengu upp- lýsingar um Borgarfjörð, hver ástæðan hafi verið fyrir komu þeirra til Borgarfjarðar, hvort þeir hefðu komið áður, hvaða þjónustu þeir nýttu sér á staðnum, hvaða staði þeir skoðuðu í Borgarfirði, hvort þeir hafi vitað um Alfastein áður en þeir komu, hvaða þjónustu þeir myndu nýta sér ef viðkom- andi þjónusta væri til staðar, hvernig staðurinn kom þeim fyrir sjónir og hvað kom þeim mest á óvart.“ Og hvað sagði þessi könnun ykk- ur? „Hún sagði okkur m.a. að um helmingur innlendra ferðamanna kom frá Reykjavík og algengast var að menn fengju upplýsingar um Borgarfjörð hjá kunningjum, 47%, eða í bókum, 34,67%. 20% komu gagngert til að skoða Álfa- stein á meðan rúmlega 34% komu við á leið sinni um hringveginn og rúm 32% skutust dagsferðir úr sumarbústöðum á Héraði. 62% höfðu aldrei komið áður, en yfir 90% vissu áður um tilvist Álfa- steins. Og 92% þeirra sem komu, heimsóttu Álfastein. Mjög afger- andi í svörum fólks var óánægja með veginn frá Héraði til Borgar- fjarðar og einnig kom oft fram í svörum fólks að það saknaði þess að geta ekki farið í sund.“ Og hvernig kom staðurinn fólki fyrir sjónir, hverju vildi það breyta og hvað kom mest á óvart? „Staðurinn kom fólki misjafn- lega fyrir sjónir og við fengum umsagnir sem voru allt frá því að Borgarfjörður væri „algjört krummaskuð“ og yfir í að fólk var yfir sig hrifið og það var reyndar yfirleitt viðkvæðið. Ábendingar um að einstakir hlutir mættu vera í betra lagi voru þó víða til staðar þó að fólk væri að öðru leyt.i hrifið. Hveiju þyrfti helst að breyta bauð einnig upp á margvísleg svör. Þau voru allt frá því að engu mætti breyta og upp í að fjölga þyrfti íbúum um að minnsta kosti 100.000 manns. En grínlaust, þá kom margt gagnlegt fram í svörum fólks, svo margt að glöggt má sjá að margt má laga sem í sjálfu sér ekki óeðli- legt, því Borgarfjörður eystri hefur ekki verið „á kortinu“ hjá ferða- mönnum það lengi, ef þannig mætti að orði komast, að öll smá- atriði varðandi ferðaþjónustu geti verið í lagi. Það er jú tilgangurinn með könnuninni, að læra meira til að standa okkur betur. Hvað kom fólki mest á óvart var einnig fjöl- breytt, en margir virðast hafa álit- ið að Bakkagerði væri stærri og mikið af fögrum steinum og glæsi- leg fjöll hafa einnig heillað marga.“ Ýmsu háðir ... Okkur er tíðrætt um niðurstöður á könnun frá síðasta sumri, en hvernig hefur gengið í sumar og hvað veltir Alfasteinn miklum fjár- munum á ári? „Við erum með færri ferðamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.