Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ -I' Hopkins, Miller, Gibson, Jordan, Branagh, Day-Lewis, Hanks, Nolte, Vonnegut, Nicholson, Allen, Ang Lee, Ole, Madonna, Pacino, Campion og fleiri og fieiri standa að baki nýju bíómyndanna sem væntanlegar eru í kvik- myndahúsin hér fram að áramótum og á nýju ári. Arnaldur Indriðasonsegir þetta myndimar sem helst sé munað eftir við Oskarsútnefningar og í ár em allir sem eitthvað kveður að með í slagnum eins. Haustið og fyrri hluti vetrar er tími brellulausra bíómynda. Sálar- lausu sumarsmellirnir víkja fyrir öllu alvarlegra efni, sögulegum myndum og bókmenntalegum og vitsmunalegum. Og af því þær koma síðast á árinu eru þær mynd- imar sem Óskarsakademían man best eftir og útnefnir helst til verð- launanna í febrúar. Segja má að slagurinn um Óskarinn byrji á haustin. Og haustmyndirnar lofa góðu í ár. Allir sem einhveiju máli skipta í kvikmyndaheiminum koma við sögu og myndaefnið er hið áhugaverðasta. Hér verða nefndar * helstu myndirnar sem væntanlegar eru á næstu mánuðum og spáð í spilin. AÐ LIFA PICASSO AF („SURVIVING PICASSO") MYNDIN: Nýjasta mynd lvory/Merchant/Jhabvala hópsins (Dreggjar dagsins) segir af ástar- sambandi listmálarans Picassos og Francoise Gilot og er með Anthony ^ Hopkins í hlutverki stórmennisins. Myndin er byggð á bókinni „Pic-- asso: Creator and Destroyer" sem iýsir vondri umgengni Picassos við konurnar í lífi hans. „Picasso var náttúruafl," er haft eftir Hopkins. „Eg er ekkert hissa þótt hann komi út eins og alger skíthæll. En ég leit á hann sem rómantíker." ORDSPORIÐ: Hopkins gat jafn- vel sýnt Hannibal Lecter í mannlegu ljósi svo ekki sé taiað um Nixon og ‘ er varla í vandræðum með Picasso. Líklega meira púður í lífsnautna- manninum og listmálaranum en í ; Thomas Jefferson, sem var við- fangsefni síðustu og einnar léleg- , ustu myndar Ivory, og ef svo er I má búast við sæmilegri mynd. Gilot harmar kvikmyndagerðina. MICHAEL COLLINS MYNDIN: írski leikstjórinn Neil Jordan er aftur kominn á heima- slóðir og segir frá ævi írsku frelsis- hetjunnar Michael Collins fyrr á öldinni. Liam Neeson fer fyrir frá- bæru leikaraliði (Alan Rickman, Stephen Rea) en Huston, Cimino og Costner höfðu áður reynt að filma söguna. Jordan skrifaði hand- ritið árið 1982 með Liam í huga en fékk ekki fjármagn í hana fyrr en eftir að„The Crying Game“ og- „Interview With the Vampire" höfðu slegið í gegn. ORÐSPORIÐ: Jordan á heima- velli. Irskt bíó hefur á undanförnum árum vakið feikna athygli og að verðleikum og Michael Collins hefur alla burði til að halda því í fremstu röð. Skothelt Óskarsdæmi. TIL SÍÐASTA MANNS („LAST MAN STANDING") MYNDIN: Bruce Willis kemur í smábæ í Texas í kreppunni miklu ' og etur saman tveimur mafíósum. Walter Hill endurgerir meistaraverk Kurosawa,„líkt og Sergio Leone gerðií „A Fistful of Dollars" árið 1961. Hili neitar því reyndar og talar um að myndin sín sé „lauslega byggð" á Kurosawamyndinni. Willis þáði 16,5 milljónir dollara fyrir að leika hina dæmigerðu, nafnlausu vestrahetju. ORÐSPORIÐ: Willis er á stöðugri uppleið en Hill aftur á stöðugri nið- urleið. Ef þeir jafna hvorn annan upp er niðurstaðan miðiungsmynd. Og eru þá ekki allir sáttir? SVEFNGENGLAR („SLEEPERS") MYNDIN: Gamla fyrirtæki Sig- uijóns Sighvatssonar, Propaganda Film, er framleiðandi þessarar stór- myndar með leikurunum Jason Patric, Brad Pitt, Robert De Niro, Dustin Hoffman og Kevin Bacon. Barry Levinson er leikstjóri en„Sleepers“ er byggð á sönnum atburðum um íjóra drengi úr fá- tæktarhverfi í New York sem settir eru á betrunarstofnun þar sem þeir eru pýndir og misnotaðir kynferðis- lega. Tveir þeirra myrða gæslumann stofnunarinnar þegar þeir vaxa úr grasi og hinir tveir, sem orðnir eru lögfræðingur og blaðamaður, reyna að fá þá sýknaða. ORÐSPORID: Er hægt að klikka með svona leikaralið í vasanum? Yfirvöld í New York segja að hvergi sé neitt að finna sem vottar um að hér sé „sönn“ saga á ferðinni en Levinson segir að hvert einasta at- riði „gæti“ vel hafa gerst. Abyggi- legra gerist það ekki nákvæmara nú á tímum „sannsögulegra" mynda. KLEFINN („THE CHAMBER") MYNDIN:Nýjasta myndin úr bókasafni John Grishams. Chris O’Donnell leikur lögfræðing er kemst að því að afi gamli er kyn- þáttahatari, sem dæmdur hefur ver- ið til dauða fyrir morð. Gene Hack- man leikur afann en James Foley er leikstjóri. Faye Dunaway er einn- ig í myndinni. ORDSPORIÐ: Enn ein myndin um dauðadæmdan fanga. Foley er reyndar treystandi til að gera eitt- hvað nýtt við efnið ef hann gerir jafn krassandi mynd og „At Close Range“. NÆTURVÖRÐUR- INN („NIGHTWATCH") MYNDIN: Danski leikstjórinn Ole Bornedal gerði prýðilegan trylii í Kaupmannahöfn fyrir svosem tveimur árum sem kvikmyndafyrir- tækið Miramax í Bandaríkjunum fékk hann til að endurgera í Holly- wood með skoska leikaranum Ewan McQregor úr „Trainspotting" í hlut- BRANAGH leikur Hamlet og Kate Winslet er Ófelía. verki næturvarðar í líkhúsi sem grunaður er um hrottaleg morð. Steven Soderbergh skrifaði nýtt handrit nógu gott til að Nick Nolte ákvað að leika í myndinni og allt í einu var Ole frá Höfn orðinn stór- stjörnuleikstjóri í draumaverksmiðj- unni. ORÐSPORIÐ: Við höfum mý- mörg dæmi um endurgerðir vestra sem hafa mistekist en aðrar hafa tekist ágætlega og Ole hefur efnivið til að slá í gegn með. McGregor ér besti leikari af yngri kynslóðinni í heiminum í dag og fyrst Soderberg (kynlíf, lygar og myndbönd) gerir handritið er myndin til alls líkleg. í DEIGLUNNI („THE CRUCIBLE") MYNDIN: Daniel Day-Lewis og Winona Ryder leika Proctor og Ab- igail og Arthur Miller gerir sjálfur kvikmyndahandritið uppúr frægu leikriti sínu um galdraofsóknir í Salem fyrr á öldum. Leikritið hefur tvisvar verið sett upp í Þjóðleikhús- inu en við samningu þess mun Mill- er haft í huga kommúnistaveiðarnar í Bandaríkjunum um miðja þessa öld. ORÐSPORIÐ: Óskar frændi kem- ur í heimsókn enda I deiglunni ósk- arsverðlaunaefni frá byijun til enda. Day-Lewis hefur að undanförnu haidið sig við þekktar persónur bók- menntanna með góðum árangri og breski leikstjórinn Nicholas Hytner (Geggjun Georgs konungs) virðist einmitt rétti maðurinn til að filma leikntið. LAUSNARGJALD („RANSOM") MYNDIN: Mel Gibson leikur for- ríkan eiganda flugfélags sem á tíu ára son er lendir í höndum mann- ræningja. Leikstjóri er Apollómað- urinn Ron Howard og leikaraliðið er ekki af verri endanum: Rene Russo, Gary Sinise, Delroy Lindo og Lili Taylor úr Á köldum klaka. Gibson þáði 20 milljónir dollara fyr- ir viðvikið. NICHOLSON og Close í Inn- rásinni frá Mars. HOPKINS í hiutverki Picass- os í Aá lifa Picasso af. ORÐSPORID: Gibson er ósigrandi eftir „Braveheart"; sýndi með henni að hann er annað og meira en bara sætur, lítill Ástraii. Og Howard er hetja himingeimsins eftir Apollo 13. Samvinna þessara tveggja og spennandi mannránssaga að auki ætti að tryggja frábæra skemmtun og gommu af seðlum í miðasölunni. MÁLAFERLIN GEGN LARRY FLYNT („THE PEOPLE VS. LARRY FLYNT") MYNDIN: Mörgum þykir skrýtið að tékkneski leikstjórinn Milos Forman (Gaukshreiðrið) skuli velja klámkónginn Larry Flynt, útgef- anda „Hustlers", sem viðfangsefni í fyrstu bíómynd sinni í sjö ár. Woody Harrelson leikur útgefand- ann sem lamaðist eftir morðtilræði árið 1978 en myndin fjallar m.a. um þekkt dómsmál sem siðgæðis- postulinn Jerry Falwell höfðaði á hendur klámkónginum. ORÐSPORIÐ: Sá hrekkjótti Harrelson er rétti maðurinn til að leika Larry Flynt og efniviðurinn er sannarlega forvitnilegur. En Forman hefur ekki gert tutlu af viti síðan hann stýrði „Amadeus" til sigurs fyrir zilljón árum. Oliver Stone er nógu óskammfeilinn í svona mynd. Forman er spurningar- merki. HAMLET MYNDIN: Að filma Hamlet eða filma ekki Hamlet var aldrei nein spurning hjá Kenneth Branagh en Hamletmynd Franco Zeffirellis með Me! Gibson frestaði því um nokkur ár. Branagh státar af einstökum leikhópi, Derek Jacobi, Jack Lemm- on, Gerard Dépardieu, Charlton Heston og John Gielgud gefa ein- hveija hugmynd um fjölbreytileg- asta leikaraval seinni tíma bíó- mynda. Sögusviðið er fært til 19. aldarinnar, myndin er tekin á 70 mm filmu og hún er þrír klukku- tímar og 30 mínútur að lengd. ORÐSPORID: Ég endurtek. Þrír klukkutímar og 30 mínútur. Ef þú ferð á miðnæturforsýninguna gæt- irðu orðið of seinn í vinnuna. Bra- nagh hefur áður gert tvær frábærar Shakespearemyndir og Hamlet hef- ur alla burði til að verða sú besta. Gamla skáldið er mjög í tísku um þessar mundir og fáir eru í betra sambandi við það en Branagh. STORMURINN („THEICE STORM") MYNDIN: Tævanski leikstjórinn Ang Lee gerði frábæra mynd úr sögu Jane Austen, Vonir og vænt- ingar, en hér er annarskonar fjöl- skyldumynd frá honum. Kevin Kline er faðir er heldur framhjá með ná- grannakonu sinni, sem Sigourney Weaver leikur, en sögusviðið er Connecticut árið 1973. ORÐSPORID: Weaver mun fara á kostum sem úthverfahúsmóðir og Kline er enginn aukvisi sem gaman- leikari. Kannski ekki Óskarsefni en örugglega skemmtiefni. EVÍTA MYNDIN: Madonna leikur Evítu Perón undir stjórn breska leikstjór- ans Alan Parkers sem setti upp söngleik Andrew Lloyd Webbers fyrir hvíta tjaidið og fór til Argent- ínu í þeim tilgangi. Myndin hefur verið 20 ár í undirbúningi. ORÐSPORIÐ: Áhorfendur sem sáu tíu mínútna kynningarbrot út myndinni hrópuðu „Viva Madonna!" á kvikmyndahátíðinni í Cannes sl. vor. Söngleikir hafa ekki átt upp á pallborðið í fjölda ára - nema sem teiknimyndir. „THE PORTRAIT OF A LADY" MYNDIN: Nýsjálenski leikstjór- inn Jane Campion fylgir Píanóinu eftir með því að kvikmynda sögu Henry James. Nicole Kidman og John Malkovich fara með aðalhlut- verkin. „Fáa er erfiðara að kvik- mynda en Henry James“, er haft eftir Kidman, sem leikur unga bandaríska konu er ferðast til Evr- ópu í leit að sjálfri sér. ORDSPORID: Campion komst i guðatölu hjá mörgum eftir Píanóið. En þótt Martin Scorsese hafi tekist að gera Edith Wharton spennandi er ekki víst að Campion takist það sama með Henry James. Kidman og Malkovich eru samt lokkandi par. DONNIE BRASCO MYNDIN: Ein af þessum sönnu bandarísku mafíusögum. Byggir á bók lögreglumanns sem smaug inn í raðir Bonanno glæpaijölskyldunn- ar seint á áttunda áratugnum. Jo- hnny Depp leikur lögguna en A1 Pacino er glæpamaður innan Qöl- skyldunnar, sem tekur hann að sér. WILLIS í endurgerð „Yoj- imbo“ og Sigourney Weaver í nýjustu mynd Ang Lee, „The Ice Storm“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.