Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 39 Bretinn Mike Newell (Fjög-ur brúð- kaup og jarðarför) leikstýrir en eins og sjá má virðist Tjallinn gera meiri- hlutann af haustmyndunum í ár. ORÐSPORID: Fjórar jarðarfarir og brúðkaup. Scorsese hefur einka- leyfi á mafíunni en það er spurning hvort Newell komi ekki með eitt- hvað nýtt og ferskt frá Bretaveldi. Depp og Pacino geta ekki klikkað. INNRÁSIN FRÁ MARS („MARS ATTACKS!") MYNDIN: Frumlegasti og skemmtilegasti leikstjóri Bandaríkj- anna, Tim Burton, gerir geiminnrás- armynd með sínum hætti. Jack Nicholson og Glenn Close leika bandarísku forsetahjónin en söngv- arinn Tom Jones er einn af milljón frægum leikurum í myndinni. Atti að kosta 100 milljónir en Burton skar kostnaðinn niður í 70 millur. Sögð vera grínútgáfa af geimvís- indamyndum sjötta og sjöunda ára- tugarins og stórslysamyndum hins áttunda. Hellingur af tölvugrafík. ORDSPORIÐ: Þjóðhátíðardagur Emmerich gæti hjálpað aðsókninni á þessa en um talsvert ólíkar mynd- ir ku vera að ræða. Skopstælingar og tölvuhasar. Grænn sendiherra frá rauðu plánetunni mætir í banda- ríska þingið og leggur það í rúst með geislabyssu! Nicholson lék síð- ast Jókerinn í Batman fyrir Burton og fer með tvö hlutverk í þessari mynd. Annað hvort verður hún smellur eða skellur. Engar mála- miðlanir hér. JERRY MAGUIRE MYNDIN: Tom Cruise leikur valdamikinn umboðsmann sem skyndilega missir starfið, kær- ustuna og vinina undir stjórn Cam- eron Crowe („Singles"). Cruise fékk 20 miiljónir dollara fyrir leikinn. ORÐSPORIÐ: Talsvert meira léttmeti en „Mission: Impossible“. Cruise er vinsælasti leikari plánet- unnar svo myndin á sjálfsagt eftir að maia gull. JÓLASAGA („JINGLE ALL THE WAY") MYNDIN: Arnold Schwarzen- egger hvílir sig frá hasarnum með þessari jólamynd um föður sem ein- setur sér að ná í jólagjöfina sem sonur hans biður um hvað sem það kostar. Brian Levant (Steinaldar- mennirnir) leikstýrir en gamanleik- arinn Phil Hartman leikur á móti austurríska vöðvatröllinu. ORÐSPORID: Síðast þegar Schwarzenegger tók sér frí frá has- arnum lék hann óléttan karlmann í „Junior". Það var vond mynd. Has- arinn á best við Arnold. OG ALLAR HINAR: Aðrar myndir í farvatninu eru „Mother Night“ með Nick Nolte sem byggir á skáldsögu eftir Kurt Vonnegut, nýjasta mynd Woody Allens, „Everyone Says I Love You“ með Julia Roberts og Goldie Hawn ásamt öðrum, suðurríkjadramað,, Ghosts of Mississippi" eftir Rob Reiner með Alec Baldwin og James Woods, spennumynd með Hugh Grant, sem heitir „Extreme Measur- es“ og byggir á læknatrylli, „Night Falls on Manhattan" eftir Sidney Lumet með Richard Dreyfuss, „That thing You Do“ með og eftir Tom Hanks, spennumyndin„The Long Kiss Goodnight" eftir Renny Harlin, „The Ghost and the Darkness“ með Michael Douglas, „The English Pati- ent“ með Ralph Fiennes, „The Mirr- or Has Two Faces“ með og eftir Barbra Streisand, „The Evening Star“ framhaldsmynd „Terms of Endearment“ og nýjasta mynd Ric- hard Attenborougs, „In Love and War“ með Söndru Bullock. Ekki hrifnir af hryvnu Kiev. Reuter. EKKI kom til átaka á götum Kiev í Ukraínu á fimmtudag eins og stjórnvöld höfðu óttast er nýr gjaldmiðill landsins tók gildi. Landsmenn virtust þó lítt hrifnir af hinni nýju hryvnu, sem sljórn- völd hafa ákveðið að taki við af karbovanets. Sljórnvöld töldu að skelfingu lostnir Ukraínumenn kynnu að flykkjast í banka og aðra staði þar sem skipta má gjaldeyri til að verða sér úti um erlendan gjaldeyri en landsmenn virðast orðnir vanir ömurlegu efnahags- ástandi og létu sér fátt um finnast. Um leið og skipt var um gjaldmiðil var gengi hans fellt, og er það í fjórtánda skipti frá árinu 1992 sem það gerist. I einni hryvnu eru 100.000 karbovanets. TIL SÖLU - TOPPEINTAK Toyota Camry GX - V6, árg. ‘93 Ekinn 35 þús. Leður, Cruse Control, Air Bag í stýri, Álfelgur, Air Condition. Mjög gott eintak. Upplýsingar hjá Toyota, notaðir bílar, í síma 563-4400 OpiO í dag kl 13-17 Suðurlandsbraut 54, sími 568 2866 Villeroy&Boch Þetta eru ekki flísar!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.