Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Franskur almenn- ingur svartsýnn á framtíðina París. Reuter. ÓTTAST er, að til mikillar ólgu geti komið í Frakklandi í haust vegna atvinnuleysis og niður- skurðar hjá ríkinu og jafnvel, að ástandið verði meira í ætt við upplausn en venjuleg verkfalls- átök. Gengi hlutabréfa og franska frankans lækkaði veru- lega á fimmtudag af þessum sök- um og samkvæmt skoðanakönn- unum eru Frakkar mjög svart- sýnir á framtíðina. Marc Blondel, formaður stærsta félags opinberra starfs- manna í Frakklandi, sagði að hann byggist við átökum með haustinu vegna óánægjunnar, sem kraumaði undir í samfélag- inu. Kvaðst hann óttast, að þau gætu farið út fyrir þann ramma, sem verkalýðsfélögin settu sinni baráttu. I skoðanakönnun, sem birtist í gær í vikuritinu Le Point, kem- ur fram, að 77% franskra kjós- enda telja efnahagslífið vera í afturför og 63% telja, að sú þró- un haldi áfram. 69% telja, að atvinnuleysið, sem hefur sjaldan verið meira, muni aukast og sami fjöldi býst við verkfallsátökum í haust. Óánægja með niðurskurð Alain Juppé forsætisráðherra og ríkisstjórnin fengu góða ein- kunn hjá kjósendum fyrir að reka úr landi ólöglega innflylj- endur og vinna að því að afnema herskyldu en 68% sögðu, að efna- hagsstefnunni yrði að breyta. 58% höfðu enga trú á, að stjórn- arandstaða sósíalista hefði neitt betra fram að færa. Franska stjórnin stefnir að því að uppfylla skilyrðin um aðild að EMU, væntanlegu myntbanda- lagi Evrópusambandsríkjanna, en til þess þarf hún að ná tökum á fjárlagahallanum. Margir ótt- ast, að það muni ganga illa og horfur á ókyrrð með haustinu ollu því, að hlutabréf féllu veru- lega í verði fyrir helgina. Gengi frankans var það lægsta í fimm mánuði gagnvart þýska markinu. D Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka A ÞOK VEGGI Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! pp &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640/568 6100 Ríkulega útbúinn á sérstöku tilboðsverði Sjálfskiptur ABS-bremsukerfi ’ Tveir loftpúðar (SRS) > 15" álfelgur ' Vindskeið 1131 hestöfl Á götuna: 185.000,- fHnrgmiMiiliíb - kjarni málsins! SÍÐASTI GUDFADIRINN Guðfaðir mafíusögunnar, AAario Puzo, hefur sent frá sér nýja mafíusögu, „The Last Don“ eða Síðasta guðföðurinn, og finnur í henni nýtt mafíuveldi, Clericuzio - fjöl- skylduna, sem reyndar á margt skylt með Corleone. Arnaldur Indriðason kannaði hvað Puzo er að skrifa um SÍÐASTI guðfaðir mafíusögunnar; bandaríski metsöluhöfundurinn Mario Puzo. ARIO Puzo, höfundur Guðföðurins, frægustu mafíusögu allra tíma, hefur fundið sér nýja mafíufjölskyldu. Hún heitir Clericuzio og er að finna í nýjustu skáldsögu Puzos,„The Last Don“ eða Síðasta guðföðurnum. Hún gæti orðið síðasta mafíubók Puzos. Það líður langur tími á milli útkomu bóka hans og hann er orðinn 76 ára gamall. Eða eins og hann segir sjálfur: „Eg held að við mafían munum deyja um sama leyti.“ Bókin hefur fengið misjafna dóma í Banda- ríkjunum. í vikurit- inu„Newsweek“ er m.a. kvartað undan því að hún sé viðburðasnauð en í bókadómi í „The New York Times Book Re- view“ er farið afar lof- samlegum orðum um söguna og sagt að Puzo hafí ekki skrifað skemmtilegri bók síðan hann samdi Guðföð- urinn. Síðasti guðfaðir- inn er fyrsta bókin sem Puzo sendir frá sér í fímm ár en þá kom út bókin „The Fourth K“. Hann hefur aðeins skrif- að sjö bækur á öllum sín- um ferli frá því hann sendi frá sér „The Dark Arena“ árið 1955. Frægust þeirra er að sjáifsögðu Guðfaðirinn. Hún hefur selst í 14 milljónum eintaka í vasa- broti og úr henni urðu tvær af bestu og ástsæl- ustu bíómyndum aldar- innar, Guðfaðirinn og Guðfaðirinn II í Ieik- stjóm Francis Ford Coppolas. Sögurnar um tilurð bókarinnar eru margar. Eina útgáfuna er að finna í ansi hreint montinni ævisögu Holly- woodmógúlsins Robert Evans, framleiðanda myndanna beggja. Sam- kvæmt ævisögunni gerði Evans allt nema skapa himin og jörð og þ.á m. að taka á móti miðaldra rithöfundi á skrifstofu sinni, sem vildi selja hon- um kvikmyndahandrit. Evans leit niður til Puz- os, líkaði ekkert illa við söguna og skipaði höf- undinum að búa fyrst til skáldsögu úr efninu, sem Evans mundi svo kvik- mynda. Þarf ekki að fjöl- yrða um framhaldið. Útgáfa Puzos er miklu einfaldari; hann hafði skrifað tvær skáldsögur sem hreyfðust ekki í bókabúðunum og nú ætl- aði hann sér að skrifa eitthvað sem seldist. Hann ólst upp í fátækra- hverfi á Manhattan sem gengur undir heitinu „Hell’s Kitchen“. Faðir- inn yfirgaf sex börn sín og eiginkonu og móðirin mátti strita myrkranna á milli svo fjölskyldan hefði í sig og á. Þar kynntist Puzo bók- menntum og um 16 ára aldurinn var hann ráðinn í að gerast rithöfundur. Hann tók þátt í seinni heimsstyijöldinni og starfaði sem opinber starfsmaður en árið 1950 fékk hann fyrstu smásöguna sína birta. Hún hét „The Last Christmas“, Síðustu jól- in. Rithöfundarferillinn var lengj vel ekkert til að hrópa húrra fyrir. Fimmtán árum seinna hafði hann skrifað tvær skáldsögur fyrir 6.500 dollara í allt. „Þannig að ég ákvað með sjálfum mér að skrifa eitthvað sem hefði mikið sölu- gildi.“ Hann nefndi bók- ina Guðföðurinn en út- gefandi hans vildi annan titil. „Þeir sögðu mér að nafnið ætti við rit trú- arlegs eðlis og sendu mér lista með 42 öðrum nöfn- um. Ég sat fastur við minn keip og þeir gáfu loks eftir og greiddu mér fyrirframþóknunina, 5.000 dollara.“ Síðan hefur Puzo orðið milljónamæringur. Hann býr á höfðingjasetri á Long Island og hugsar um mafíuna.„Veistu hvernig ég vinn? Ég ligg flatur í heilt ár og stari upp í loftið og þegar mér fer að leiðast sest ég við ritvélina og vélrita í klukkustund, kannski tvær. Síðan í sex stundir og á næsta hálfa árinu fer stundunum fjölgandi þangað til þær eru orðn- ar allt upp í 12 á dag.“ Síðasti guðfaðirinn á margt sameiginlegt með Guðföðurnum, m.a. aldr- aðan mafíuforingja sem vill gera fyrirtæki sitt löglegt. Annar erfingi hans er ofbeldishneigður og skapbráður. Hinn vill kannski ekki óhreinka sig of mikið á fjölskyld- unni. Sagan gerist á meðal ráðamanna í Las Vegas og í Hollywood í byrjun þessa áratugar en að því er nokkur forleik- ur, tvöföld skírn ættingja mafíósans Don Dom- enico Clericuzio á Long Island, pálmasunnudag- inn árið 1965. Annað barnið er dóttursonur Don Clericuzio, Dante að nafni, hinn er frændi hans, Croccifíxio De Lena, kallaður Cross seinna meir. Atburður við skírnina verður mjög lýsandi fyrirboði þess sem koma skal; strák- arnir eru settir hlið við hlið og slást um pela af mjólk. Don Clericuzio er foringi voldugustu maf- íufjölskyldu í Bandaríkj- unum og hann sér fyrir sér breytta og bætta framtíð og löglega. „Tuttugu, þrjátíu árum héðan í frá munum við allir hverfa inn í hinn löglega heim og njóta auðlegðar okkar án ótta. Börnin tvö sem við skír- um í dag munu aldrei eiga eftir að drýgja okk- ar syndir og taka okkar áhættur.“ Þaðan tekur sagan stökk til Las Vegas árið 1990. Cross gengur ekki sem skildi að taka við starfi böðuls fjölskyld- unnar en Dante á ekki í erfiðleikum með það. Cross erfir meirihluta í risastóru spilavíti í borg- inni og kynnist kvik- myndastjörnu og leikur- inn berst til Hollywood. Gamli guðfaðirinn hafði áður brennt sig á Holly- woodliðinu og hefur skipað sínum mönnum að halda sig frá því. „Þetta fólk er of séð. Og það hræðist ekkert því laun erfiðisins eru svo mikil. Við þyrftum að drepa það allt og þá viss- um við ekki hvernig við ættum að fara að því að reka staðinn. Bíómyndir eru flóknari en eiturlyf.“ í söguna blandast ótrúlegar peningaupp- hæðir. Mafían á ekki í vandræðum með að út- vega tíu milljarða dollara til að kaupa kvikmynda- ver. Spilltur öldungar- deildarþingmaður spyr Don Clericuzio hvort hann geti myrt fyrir sig forseta Bandaríkjanna (Clericuzio yngri er til í það en gamli guðfaðirinn er hræddur við það) og margir tugir persóna koma við sögu á tæplega 500 síðum. „Bækur mín- ar eru rómantískar skáldsögur,“ er haft eftir Mario Puzo, „en þessi lít- ur mafíuna mun gagn- rýnni augum en hinar, held ég.“ Og áfram: „Ég vildi kalla bókina „The Clericuzios“ en útgef- andinn hataði þá nafn- gift og við fórum hring eftir hring með titlana, „The Last Family“, „The Don“. Og á endanum duttum við niður á rétta heitið, „The Last Don“. Ég er ánægður með það. Útgefandinn hafði rétt fyrir sér.“ Puzo veit ekki hvað hann mun skrifa um næst en í mörg ár hefur hann langað til að gera eitthvað í skáldsögu- formi við sögu hinnar alræmdu Borgiaættar á Ítalíu, sem uppi var á 16. öld. Nema hann mundi færa sögusviðið til nú- tímans. Hann yrði ekki í vandræðum með það bókarheiti: Don Borgia.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.