Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 43 Helga Jónsdóttir var innfæddur Akureyringur, dóttir Jóns J. Jónat- anssonar járnsmiðs sem var virtur borgari á Akureyri og þekktur fyrir að þiggja ekki daglaun að kveldi nema borgunarmaður ætti í hlut. Hún dáði föður sinn að verðleikum umfram aðra menn, eins og hún unni heimabæ sínum heitar og sannar en npkkur annar sem ég hef kynnst. í því efni mátti ekki orðinu halla. Hún rakti ættir sínar til Þingeyj- arsýslu, þar sem hún á stóran frændgarð eins og eiginmaður hennar, Bragi, sem lést í lok októ- ber á síðasta ári. Öllu þeirra fólki sem og gestum og gangandi stóðu dyr Bjarkarstígs opnar nótt sem nýtan dag, þar sem alkunn gestrisni, einlægni og hjartahlýja húsráðenda ríkti, en umfram allt glaðværð. Þegar þar var nánast fullt út úr dyrum var Helga í essinu sínu. Hún naut þess að vera gestgjafi og gefa af sjálfri sér. Gilti þá einu hvort í hlut átti ungur eða gamall, útlendingur eða samlandi, ráðherra eða skólanemi - allir voru jafnir í hennar augum. Þó munu ekki síst mörg stúdents- efnin minnast hennar, sem gengu út og inn um gættir, og sum hafði hún í fóstri um lengri eða skemmri tíma til viðbótar eigin barnahóp. Hún hafði því ætíð marga munna að metta og kroppa að klæða og taldi ekki eftir -sér, enda féll henni aldrei verk úr hendi. í mínu minni var eiginlega stanslaus veisla í Bjarkarstíg. Helga Jónsdóttir var heilsteypt manneskja. Fals eða baknag var henni víðs fjarri. Hreinskilni hennar var við brugðið og kannski eftir- tektarverðasta lyndiseinkunn henn- ar auk hláturmildi. Hún kom til dyranna eins og hún var klædd. Aldrei þurfti maður að velkjast í vafa um hvar maður hafði hana. Það mat ég mest. Nú hefur verið skammt stórra högga í milli í lífi Þórunnar minnar. Engin huggunarorð á ég betri henni til handa en þau sem hún hefur svo oft sjálf uppi: „Öll él birtir upp um síðir.“ Sömuleiðis fínn ég ekki sannari tileinkunn að fylgja tengdamóður minni í svefninn langa en þá sem ég viðhafði í afmælisgrein um hana sjötíu og fimm ára og lýsir best óeigingjarnri, elskulegri vegferð hennar hér í heimi: „Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. ... Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ Björn Þ. Guðmundsson. Fjölskyldan i Bjarkarstíg 7 hafði nokkra sérstöðu í því samfélagi ættingja, sem við krakkarnir á Laugabæjunum í Reykjadal ólumst upp við. Hún hafði yfir sér ögn framandlegan og spennandi blæ, enda búsett í bænum, þar sem þá var enn talað um middag og fortó, bolsíur og bílæti á íslenskaðri dönsku. Ekki svo að skilja að þessi fjölskylda setti sig á háan hest gagnvart frændfólkinu í sveitinni, það var nú öðru nær. í okkar huga var alltaf sólskin og sunnudagur, þegar Bragi móðurbróðir okkar kom akandi inn- an af Akureyri á litla bílnum sín- um, og út úr þessum litla bíl komu allir þessir kátu og fallega klæddu krakkar, sem var svo spennandi að leika sér við. Og Helga bar með sér svo mikla glaðværð, að hún smitaði alla í kringum sig. Þau voru ólík í fasi hjónin, en höfðu bæði sterka návist. Hann hæglát- ur, íhugull, traustur. Hún fjörlegri, svolítið hávær, hláturmild. Bæði raungóð. Bragi vann langan vinnudag og var lengst af mikilvirkur í félags- og stjórnmálastörfum. Auk þess tókst honum að finna tima til rit- starfa og skáldskapar, þótt efa- laust hefði hann kosið að geta átt fleiri stundir við þá iðju. Heimilið í Bjarkarstíg 7 var hins vegar starfsvettvangur Helgu, og þar ríkti engin lognmolla. Þar var líf og ijör, enda sex börn á heimilinu og vinum ekki úthýst. Ættingjar voru einnig alltaf velkomnir í Bjarkarstíg 7. Og þeir notuðu sér það langt umfram nokkurt velsæmi að gista þar og borða, ef þeir voru á ferðinni. í rauninni var heimilið í Bjarkarstíg 7 oft og tíðum eins og gistiheimili. En yfir því heyrðist aldrei kvartað. Helga naut þess að umgangast fólk á öllum aldri. Hún var sérlega ræktarleg við alla ætt- ingja þeirra hjóna og vini barna sinna, sem oft komu ekkert síður til að hitta hana en þau. Og hún fylgdist vel með þjóðmálum, þótt hún léti bónda sinn um afskipti af þeim. Nú er tómlegt orðið í Bjarkarstíg 7. Sómahjónin Helga og Bragi hafa kvatt heiminn með fárra mánaða millibili. Bæði fengu að njóta þeirr- ar náðar að halda andlegri heilsu og reisn til h'instu stundar og Bragi auk þess bærilegri líkamlegri heilsu. Helga var hins vegar mikið veik líkamlega síðustu árin, en lét það aldrei lama glaðværð sína né áhuga á því, sem var að gerast í þjóðfélaginu. Vissulega var henni brugðið, þegar Bragi lést skyndi- lega í fyrrahaust, enda var hann ekki aðeins eiginmaður hennar og félagi, heldur einnig stoð hennar og stytta eftir að líkamskraftar hennar þrutu. En af stöku æðru- leysi tók hún þvi sem að höndum bar, sagði sem var, að þannig hefði hann einmitt helst viljað skilja við, án þess nokkurn tíma að verða öðr- um byrði. Eigin veikindi lét Helga ekki buga sig og gerði aldrei minna en hún frekast gat. Síðastliðinn vetur hafði hún mestar áhyggjur af því, að henni tækist ekki að sauma alla púðana, sem afkomend- ur hennar höfðu pantað hjá henni. Hún hafði yndi af að sauma út, og barnabörnin langaði öll til að eiga púða, sem amma hefði saumað. Börnin launuðu henni einlæga um- hyggju og uppeldi. Tvær dætranna búa á Akureyri og hafa hlúð að foreldrum sínum eftir megni, og enginn dagur leið svo, að ekki væri eitthvert hinna, sem fjær búa, í símasambandi. Við systurnar eigum þessum hjónum mikið að þakka. Oftar en einu sinni áttum við hjá þeim at- hvarf, þegar mikið lá við, og nú finnst okkur eins og við höfum aldr- ei þakkað almennilega fyrir okkur. En líklega hafa þau ekki ætlast til þess. Vinátta þessara góðu hjóna og móður okkar var ekki byggð á útreikningum á því, hver legði mest af mörkum í þeirra samskipt- um. Bragi var góður frændi, sem við bárum mikla virðingu fyrir og þótti vænt um. Helga var kostakona, trúföst eiginkona, ástrík móðir og uppalandi sex barna, mikil húsmóð- ir, gestrisin og glaðvær. Blessuð sé minning þeirra beggja. Kristín og Svanhildur Halldórsdætur frá Varmahlíð. Látin er á Akureyri sæmdarkon- an Helga Jónsdóttir í Bjarkarstíg 7, 85 ára að aldri. Stutt varð á milli þeirra hjóna Helgu og Braga Siguijónssonar skálds og alþingis- manns sem lést 29. október í vetur leið. Kom það engum á óvart sem til þekkti, svo samrýnd sem þau hjón vóru og svo mjög sem Helga dáði mann sinn sem búinn var mikl- um hæfileikum, áberandi í þjóðmál- um og stjórnmálum, afkastamikill rithöfundur og svipmikið ljóðskáld. Þau Helga og Bragi eru því nú bæði tvö komin yfir móðuna miklu. Helga Jónsdóttir var hæfileika- og mannkosta kona, en eins og flestar konur af kynslóð hennar vann hún afrek sín heima. Heimilið var hennar vígi og hennar borg. Af löngum kynnum mínum af Helgu Jónsdóttur þykist ég geta sagt að hún var góð móðir, mikil húsmóðir og hún var skemmtileg kona, vel gerð og með afbrigðum glaðlynd. Þau mörgu góðu ár sem ég var daglegur gestur á heimili hennar sá ég hana aldrei reiða en þeim mun oftar hlæjandi og glaða enda var það lífsspeki hennar eða heimspeki að sýta engan hlut en gera gott úr öílu. Umburðarlyndi hennar var mikið og mannkærleik- ur hennar einlægur og enn hlýnar mér af hlátri hennar löngu liðna daga. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Helgu Jónsdóttur - og þeim hjónum báðum - fyrir kynni öll þessi ár. Óijúfanlegur hluti af æskudögum mínum á Akureyri er heimili þeirra Helgu og Braga að Bjarkarstíg 7 með börnunum sex: Nonna, Krumma, Tótu, Gundu, Systu og Dúlla. Það er gott að eiga þá minningu. Blessuð sé minning Helgu Jónsdóttur og Braga Sigur- jónssonar. Tryggvi Gíslason. „Afi, hvar fannstu ömmu?“ „Ég fékk hana í búð.“ Amma kinkaði kolli og þessu trúðum við Baldur. Amma, Helga Jónsdóttir, fæddist á Akureyri og ólst þar upp ásamt fjórum systkinum í Glerárgötu 3, en faðir þeirra rak þar járnsmiðju. Móður sína misstu þau ung og sá þá amma ásamt systur sinni um heimilið og vann í Kaupfélagi verkamanna þar sem afi fann hana. Amma og afí eignuðust sex börn og erum við börn næstyngstu dótt- urinnar, Ragnhildar. Eftir að foreldrar okkar skildu varð Bjarkarstígur 7 okkar annað heimili. Þar gengum við ávallt að mat og drykk vísum, einhvetjum að tala við og hafa ofan af fyrir okkur. í mörg ár spiluðu afi og Baldur kasínu í hádeginu. Amma og afi höfðu bæði mikinn áhuga á því sem barnabörnin voru að gera og fylgdust með okkur í leik og starfi. Við gátum leitað til þeirra með alla hluti og ávallt var lausn í sjónmáli. Amma kenndi mér út- saum, bakstur og matargerð en allir geta verið sammála um að amma var snillingur á þessum svið- um. Þá verð ég að minnast á ótrú- lega þolinmæði ömmu. Eitt sinn tók hún sig til og vildi bæta stafsetn- ingarkunnáttu nöfnu sinnar. Sat hún yfir mér heilan vetur og las upp smásögur Fríðu A. Sigurðar- dóttur og ég skrifaði og varð rétt- skrifandi. Hvort áhugi minn á bók- um vaknaði við þessar stundir okk- ar skal ósagt látið en að þessari kennslu bý ég alla ævi. Það má segja að flest öll barna- börn ömmu og afa hafi haft annan fótinn í Bjarkarstíg 7, sum stutt, önnur lengur. Fyrir okkur Baldur voru amma og afi akkeri í lífinu. Þegar akkerisfestin slitnar er það undir skipstjóranum komið að vera viðbragðsfljótur í brúnni. Nú er því komið að okkur. Fyrir tæpu ári lést afi Bragi. Eftir að hafa lesið síðustu ljóðabók hans sem kom út um svipað leyti og hann lést, þykir mér að hann hafi vitað hvert stefndi. í lokaer- indi síðasta ljóðs bókarinnar, Mis- væg orð, segir: Kannske er okkur ætlað næstan vetur að eiga hinstan, bæði þér og mér, og ekki dreymir mig til annars sumars, ef engin von er til að mæta þér. Helga og Baldur. BORGAR APÓTEK Álftamýri 1-5 GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 eru opin til kl. 22 "A” Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Borgar Apótek t Hjartkaer eiginmaður minn, JÓN SÍMON MAGNÚSSON, Felismúla 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, láti Hjartavernd njóta þess. Jóhanna Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSGERÐAR ÞORLEIFSDÓTTUR, Ystaseli 19. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir einstaka umhyggju og hjúkrun. Ólöf Valdimarsdóttir, Valur Ásmundsson, Þorleifur Kr. Valdimarsson, Theodóra Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. v ^ t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRARINS JÓNSSONAR, Silfurgötu 33, Stykkishólmi. María Heiga Guðmundsdóttir, börn, tengdasonur og barnabörn, Jón Sveinsson, Jórunn Guðrún Rósmundsdóttir, systkini og aðrir aðstandendur hins látna. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför elskulegrar móður okk- ar, dóttur, systur og mágkonu, ERNU ARNARDÓTTUR. Guð blessi ykkur. Thelma Logadóttir, Anna E. Elíasdóttir, Elsa Karen Staib, Ómar Arnarson, Ingigerður Arnardóttir, Gunnhildur Arnardóttir, Úlfar Logason, Örn Gunnarsson, Walter Staib, Sólmundur Jónsson, Hafsteinn Jónsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, GUÐLAUGAR GUÐLAUGSDÓTTUR frá Efri-Brunná, Dalasýslu. Stefán Eyjólfsson, Sturlaugur Eyjólfsson, Guðlaugur Eyjólfsson. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS SIGURÐSSONAR skipasmiðs frá Bæjum, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði. Sigþrúður Gunnarsdóttir, Jón Rafn Oddsson, María R. Gunnarsdóttir, Sigurður Gunnarsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Steinunn Gunnarsdóttir, S. Erla Lúðviksdóttir, Einar H. Þorsteinsson, Sveinbjörn Guðmundsson, Erla Þ. Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.