Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR OLGEIR FRIÐGEIRSSON + Jónatan Olgeir Þórarinn Frið- geirsson húsgagna- smíðameistari fæddist í Reykjavík 21. september 1936. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Hafnarfirði 24. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Rósbjörg Jón- atansdóttir frá Ól- afsvík, f. 20.5. 1908 og Friðgeir Þórar- insson húsasmíða- meistari úr Borgar- firði, f. 1.9. 1903, d. 17.7. 1992. Systkini Olgeirs eru: Nanna Kristjana hjúkrunarfræðingur, f. 12.11. 1938, Guðrún Þorbjörg fulltrúi Pósts og síma, f. 14.1. 1940, Birna Ingibjörg röntgen- tæknir, f. 8.9. 1942 og Einar f. Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greina fari ekki yfir eina örk a-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 tölvuslög Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Blað allra landsmanna! IHorgpmMafcifr - kjarni málsins! Geir prentari, 21.4. 1948. Hinn 3. ágúst 1962 kvæntist Olgeir írisi S. Sigurberg, ijós- myndara í Hafnar- firði, f. 17.4. 1932. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Þor- steinsdóttir, f. 3.11. 1910, og Sigvaldi S. Sveinbjömsson skip- stjóri, f. 1.1. 1904, d. 2.3. 1974. Olgeir lærði húsgagnasmíði I\já Snæbirni hús- gagnasmíðameist- ara á Seltjamamesi og starfaði hann mestan hluta ævi sinnar við iðn sína. Utför Olgeirs Friðgeirssonar fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, mánu- daginn 2. september og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sú harmafregn barst okkur laug- ardaginn 24. ágúst sl. að hann Olli frændi okkar væri dáinn. Á sólríkum degi sem þessum er maður síst undir það búinn að taka á móti slíkri sorgarfregn. Við sem sátum úti í garði og vorum að spyrja okkur að því: „Hvernig ætli hafi verið í ferðalaginu hjá Olla og írisi í Munchen?" Það eru góðar minningarnar sem skjóta upp kollinum þegar svo náinn vinur og góður frændi kveður þenn- an heim á svo skjótan hátt sem raun bar vitni. Við systumar áttum margar góð- ar stundir með Olla frænda, ekki síst á æskuárum okkar á Brekku og verða þær ekki tíundaðar hér heldur geymdar í hjörtum okkar. Jafn barngóðan og hlýjan frænda sem Olli okkar var er erfitt að finna og reyndist hann okkur ætíð afar blíður og góður og var hann ávallt tilbúinn að rétta hjálparhönd ef þess var þörf. Nú er komið að kveðjustund og um leið og við systur þökkum þér fyrir samfylgdina og allt það sem þú hefur fyrir okkur gert langar okkur að minnast eftirfarandi orða sem tekin eru úr Spámanninum: „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glað- ur, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmaeddur, skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Elsku íris og amma, megi algóð- ur Guð styrkja ykkur á erfiðri skiln- aðarstund. Kveðja. Nanna og Rósbjörg. Kær vinur minn, Olgeir Frið- geirsson, hefur kvatt. Við kynnt- umst snemma á sjöunda áratugn- um, er hann, þá nýorðinn sveinn í húsgagnasmíði, kom til starfa á Smíðastofu Jónasar Sólmundsson- ar. Meistari hans kom og mælti með honum við Jónas, sem var vandlátur á smiði, og kallaði hann Olla sinn. Hann varð fljótlega Olli allra á smíðastofunni. Síðan hefur vinátta okkar staðið og við hittumst nokkuð reglulega gegnum áratugina og síðast hringdi OIli til mín tveimur dögum fyrir andlátið, þá nýkominn frá Munchen með konu sinni írisi. Hann varglað- ur í sinni, en illa lasinn af kvefi. Við ákváðum að hittast fljótlega. Olli hóf búskap með Irisi um það leyti sem við kynntumst. Þau voru einstaklega samrýnd hjón og heim- sóknir til þeirra, sem stóðu oft dag- langt, eru mér ógleymanlegar. Olli var framúrskarandi góður fagmaður, hafði listrænt eðli. Hann var næmur á umhverfi sitt, sem gerði honum ekki alltaf lífið auð- velt. Hann var frumlegur í hugsun og átti auðugt innra líf. Mitt hjarta er djúp með dragandi þrá til dagsins, sem aldrei líður að kveldi sem geymir minn söng, - eins og andi minn á óm þessa krafts, sem ströndin felldi. Nú þykir mér jörðin svo þröng um minn hug. Hún þrýtur við hafsbrún. Hvað er fyrir handan? Eigi ég væng, - hvað er fjallaflug og fjarlægðir þessa heims fyrir andann? (E. Ben.) Olli var ekki maður hversdags- leikans, hann hefði kosið að lifa viðburðaríku lífi og jafnvel munað- arfullu, en hans hlutskipti var starf iðnaðarmannsins, _sem oft er fjarri heimsins lystisemdum. Sitthvað gerði hann þó til að lífga upp á til- veruna. Sem ungur fékkst hann við myndlistariðkun og sýndu teikning- ar hans og málverk að hann hafði góða hæfileika. Hann smíðaði fagra muni á heimili sitt. Hann ferðaðist með Írisi víða erlendis og naut þeirra ferða, því hann var góður málamaður. Eftir að Olli hætti hjá Jónasi Sólmundssyni, starfaði hann lengi hjá JP-innréttingum og síðan hjá skipasmíðastöðinni Stálvík. Síðast vann hann hjá fyrrverandi vinnufé- lögum sínum hjá JP-innréttingum. Þetta eru fátækleg skrif um minn andríka vin. Við Hanna horfum á stólinn í stofunni okkar, þar sem hann sat svo oft í gegnum árin og fmnst hann vera svo ósegjanlega auður. Við sendum írisi, aldraðri móður hans og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Bjarni Bergsson. Sæberg Þórðarson, löggiltur fasteigna- og skipasali, Háaleitisbraut 58, Sími 5885530 Bréfsími 5885540 Skógarás — m. bílskúr Mjög rúmgóð og falleg 5 herb. Ibúð 140 fm á 2. hæðum m. 26 fm bílskúr. 4 svefnherb. parket og nýklæft hús. Mögul. áhv. 6,5 millj. Hagst. verð. Framnesvegur — 2ja Mjög falleg nýleg 2ja herb. íbúð 60 fm á 2. hæð m. yfirbyggðum svölum, 8 fm sólstofu. Mögul. áhv. 3,5 millj. Verð 4,9 millj. Laus strax. Þangbakki — 2ja Mjög góð 2ja herb. íbúð 63 fm á 3. hæð í lyftublokk. Parket, suðursv. Verð 5,5 millj. o> (O Stigahlíð — sérhæð Til sölu glæsileg sérhæö á 1. hæð í þríbýlishúsi. Búið er að endurnýja íbúðina mikið og eru allar innréttingar hannaðar af arkitekt og sérsmíðaðar (eik). Rúmgóðar stofur, 4 herbergi og 2 baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Nýtt gler. Tvennar svalir (suður/austur). Einfaldur bílskúr. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. if ÁSBYRGI if Suóurlandsbraut 54 vió Faxafen, 108 Reykiovik, simi 568-2444, fax: 568-2446. Falleg sérbýli á frábæru verði Nýr byggingaráfangi við Laufrima 10-14 Ixiufriini 10-14 r Ymsar upplýsingar Fullbúnar íbúðir Einungis 2ja hæða hús Sameign í lágmarki 3ja herbergja íbúð á 7.050.000 4ra herbergja íbúð á 7.900.000 Mjög fallegt útlit Sérinngangur í allar íbúðir Hver íbúð sérbýli íbúðum skilað fiillfrágengnum að innan sem utan Lóð fuilfrágengin Hití í gangstéttum Malbikuð bilastæði Örstutt á leikvöll, í leikskóla og grunnskóla. Allar innréttingar og hurðir úr kirsubeijaviði Öll gólfefni frógengin Parket eða linoleum dúkur Flísalagt baðherbergi Flisalagt eldhús Þvottahús í íbúð Mjög vandaður frágangur Dæmi um greiðslnr: 3ja herbergja íbúð Verð 7.050.000 Greiðsla við samning 400.000 Húsbréf 4.935.000 Greiðsla við afhendingu 1.71 5.000 Samtals: 7.050.000 11já okkur fa'i'ðu mesl fyrii peniugatia |>íua Uppl. í síma 5670765 Mótás ehf. Stangarhylur 5. Fax 567 0513 Sýningaríbúð við Starengi 14 opin í dag kl. 14 -16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.