Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HL BLAÐSINS Dýraglens 1 Hver baob> (té/Z ÞAe>? í UOHA-KLÚ6B0RJNN... M/EfZ AA/OAA? ?/ Grettir Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Hauskúpa haugbú- ans í Skriðdal Frá Steinunní Kristjánsdóttur: SÖKUM þess að missagnir hafa slæðst inn í fregnir fjölmiðla um að hauskúpa haugbúans í Skriðdal hafí skemmst við forvörslu á Þjóð- minjasafni Is- lands eða við flutning þaðan á Minjasafn Aust- urlands síðast- liðið vor vill und- irrituð greina í fáum orðum frá meðferð og flutningi bein- anna frá fundar- tíma til þessa dags. Mannabeinin, þar með talin haus- kúpan, sem fundust í kumlinu í Skriðdal í september í fyrra, höfðu varðveist mjög illa í tímans rás. Þegar beinin voru grafin upp fund- ust einungis útlimabein og haus- kúpa í gröfinni, önnur bein höfðu eyðst í jarðveginum. Útlimabeinin voru mjög fúin og einnig tekin að eyðast. Sökum þess að hauskúpan var mikið löskuð var hún tekin upp með moldinni og flutt á Minjasafn Austurlands. Þannig var hægt að komast hjá því að glata mikilvæg- um upplýsingum. Hauskúpan var síðan flutt í þessu ástandi til forvörslu á Þjóðminja- safni íslands^ nokkrum dögum síð- ar. Halldóra Ásgeirsdóttir forvörður sá um forvörslu á hauskúpunni með aðstoð Evu Elviru Klonovski beina- mannfræðingi. Ekki er annað að sjá en að þeim hafí farist það vanda- sama verk mjög vel úr hendi. Við forvörsluna var moldin hreinsuð bæði utanaf sem og innan úr haus- kúpunni, en moldin hefur haldið henni heillegri í jörðinni. Þar með er skýringin fundin á brotunum á hauskúpunni. Hauskúpan var flutt ásamt öðr- um beinum og nokkrum munum, sem fundust við uppgröftinn, flug- leiðis til Egilsstaða í maí síðastliðn- um. Hún er nú til sýnis á Minja- safni Austurlands, löskuð, en brotin felld saman. Ástand hauskúpunnar hefur án efa vakið athygli sýningar- gesta en ekkert bendir til þess að hún hafi skemmst við meðhöndlun starfsmanna Þjóðminjasafnsins. STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIR, fornleifafræðingur og forstöðumaður Minjasafns Austurlands. Steinunn Kristjánsdóttir Ljóska Mál manna 1 Ymsir hafa óskað þess, að Morgunblaðið birti leiðbeiningar um nokkur þau atriði daglegs máls, sem mörgum virðast vandasöm. Blaðið vill leitast við að mæta þessum óskum í nokkru og hefur í því skyni haft samráð við Áhugasamtök um íslenskt mál, sem önnuðust fyrir nokkrum árum smáþátt af þessu tagi í blöðum. Sú aðferð, sem þá var við höfð, þótti vel gefast, og voru þættir þessir síðar gefnir út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags. Það kver er löngu uppselt. Athugun og ábendingar hafa leitt í ljós, að enn er víða leiðbein- inga þörf um nokkur þau atriði, sem þá var um fjallað, svo að hér verður meðal annars drepið á nokkur svipuð dæmi. Sá háttur verður á hafður að varpa daglega fram einhverju hinna vafasömu atriða í formi spurningar, sem síðan verður svar- að jafnóðum í sama þætti. Ráðgert er að svo verði fram haldið þennan mánuð á enda. Munu þættir þessir bera fyrirsögnina Mál manna. Mjög oft er að því fundið, að ranglega sé farið með ýmis for- nöfn. Til dæmis virðist margur vera í vafa um notkun orðanna hvor, hver og annar. Verður að þessu vikið í næsta þætti. Smáfólk „ég held að ég sé með tognað- Það gæti verið verra ... Verra? Tognað höfuð! Mér er aftur illt í handleggn- um Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁLFASKEIÐ 115, HAFNARFIRÐI Hluti fasteignarinnar Álfaskeið 115, Hafnarfirði, u.þ.b. 115 fm, er til sölu eða leigu. Byggingarréttur fyrir 110 fm fylgir. Húsnæðið er m.a. hentugt fyrir heildsölu, blandaðan verslunarrekstur eða myndbandaleigu. Allar upplýsingar veitir Kristinn Jörundsson í símum 565-1599 eða 896-1596. Lögmenn Hafnarfirði Ráðgjafarstofan eI Ingi H. Sigurðsson hdl., Kristinn Jörundsson, LÖGMENN Olafur Rafnsson hdl. viðskiptafræðingur. „ a . n * . , ■ « ■>,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.