Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Islenskar tilvitnanir Frá Auðuni Braga Sveinssyni: EITT af síðustu ritunum, sem Ai- menna bókafélagið gaf út, ber heit- ið íslenskar tilvitnanir og er ein af bókum ritraðar þeirrar er ber yfír- skriftina íslensk þjóðfræði. Þarna er um að ræða fleyg orð og frægar setningar á íslensku eftir íslenska menn og erlenda. Hannes Hólm- steinn Gissurarson, sagnfræðingur og dósent við Háskóla íslands, hefur tekið ritið saman sem alls er 528 blaðsíður. Hér er komin loksins bókin sem lengi hefur vantað í íslenskar bóka- hillur. Á dönsku las ég fyrir mörg- um árum bók eina sem ber heitið „Bevingede Ord“ eða Fleyg orð og er þar að sjálfsögðu um auðugan garð að gresja hvað snjöll ummæli varðar. Þar eru ummæli höfð eftir danska skáldinu Christian Winther (1796-1876), sem hann lét verða grafskrift sína og er svohljóðandi: „Her ligger under grönne Tilje, Christian Winther, meget mod sin Vilje“. Hér hvílir Christan Winther undir grænni torfu mjög gegn vilja sínum. Mér finnst þetta einkar vel og hóflega orðað. Hann var líka Dani, þeim er ékki tamt að gera mikið úr hlutunum eða fjasa en nota fremur hina góðlátlegu kímni. Hvað hefði íslendingur í sömu spor- um sagt og þar með sett á legstað Athuga- semd vegna sinn? Ætli það hefði ekki orðið nokkuð á annan veg. Ekki finn ég Winther í bók Hannesar en vel hefðu þessi ummæli hans sómt sér þar. Kjörgripur Ekki er það ætlan mín að birta sýnishorn úr bók þessari hér enda ekki heimilt í ströngum skilningi. Gaman hefði ég af að sjá orð höfð eftir minni gömlu skólasystur úr Kennaraskólanum, henni Ástu Sig- urðardóttur. Hún er sögð hafa dáið árið 1972 en hið rétta er að hún sofnaði svefninum langa 21. des. 1971. Trúlega er þessi villa þannig til komin að í Skáidataii er hún tal- in hafa dáið 1972. Ásta varð ekki öldruð kona, fæddist 1. apríl 1930. Sigurður Guðmundsson skóla- meistari var maður orðhagur vel og sagði margt sem munað er. í þess- ari bók er honum að vonum ekki gleymt. En þama er þó ei að finna það sem hann er sagður hafa mælt um skólagöngu er liann bað guð að hjálpa íslensku þjóðinni þegar allir væru orðnir langskólagengnir! Þarna er danska skáldið Piet Hein með fyndni sinni og snilliyrði. Birtar eru þýðingar á nokkrum smáljóðum er hann nefndi gruk. Áberandi mest er þýtt af Helga Hálfdanarsyni en einnig er að finna þýðingar eftir Kristján Eldjárn, Þorstein Gylfason og undirritaðan. Bók þessi er hinn mesti kjörgripur. Til hennar má grípa aftur og aftur og hafa yndi af. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28. 15% kynninsarafsláttur til 30. september. Ný gullfalleg prjónabók fyrir minnsta fólkið. Hönnuður Debbie Bliss Póstsendum STORKURINN gaiwueitswm Laugavegur 59, sfmi 551 8258 yfirlýsingar VIÐ undirritaðir sem allir sitjum í stjórn Alþýðuflokksfélags Hafnar- fjarðar viljum koma eftirfarandi á framfæri: Eftir fund sem haldinn var með bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði þann 7. ágúst sl. og við allir sátum ásamt Birni V. Ólasyni, Sverri Ólafssyni og fleirum, urðum við vitni að því að Björn V. Ólason veifaði umræddri blaðagrein undir fyrirsögninni „Hafnfirðingar krefj- ast meirihluta jafnaðarmanna". Þar var Birni bent á að ýmislegt í grein- inni væri óstaðfestur orðrómur og orkaði tvímælis. Ummæli hans við þeim athugasemdum skulu ekki höfð hér eftir, enda hans mál. Það er því augljóst að umrædd blaðagrein sem birt varí Mbl. hinn 21. ágúst, er algjörlega á hans ábyrgð en ekki Sverris Ólafssonar eins og fram kemur í yfirlýsingu sem birt var í Mbi. þann 28. ágúst sl. undir fyrirsögninni „Ellert Borgar Þoi’valdsson og Jóhann Bergþórsson beðnir afsökunar", enda undirrituð af honum sjálfum og skilað til Mbl. af honum sjálfum. Einnig vitum við að Björn reyndi árangurslaust að afturkalla greinina, þar sem hann taldi að hún hefði misst gildi sitt, þar sem of langur tími hefði liðið frá því hún var send til birtingar. Það er einnig augljóst samkvæmt framkomnum ummælum Björns V. Ólasonar sjálfs, í votta viðurvist, að umrædd yfirlýsing í Mbl. 28. ágúst sl. er ekki rituð af honum sjálfum, heldur er undirritun hans fengin með þvingunum og þrýstingi ráðagóðra hagsmunaaðila. Að lokum lýsum við yfir fyllsta stuðningi við félaga okkar Sverri Ólafsson, Björn V. Ólason og annað baráttufólk jafnaðarmanna sem af hugsjón berst fyrir bættum hag hafnfirskrar alþýðu. MAGNÚS HAFSTEINSSON, formaður Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar. SIGURGEIR ÓLAFSSON, stjórnarmaður í Alþýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar. ERLINGUR KRISTENSSON, stjórnarmaður í Alþýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar. VIÐ TELJUM ALLA VIÐSKIPTAVINI = STAÐGREIÐSLA I verslunum okkar fá allir viðskiptavinir sama góða verðið hvort sem þeir kjósa að nýta sér VISA-raógreiðslur eða staðgreiða. Opið í dagfrá kl. 14:00-16:00. VISA RAÐGREHDSLUR TIL 24 MÁNAEDA INNKAUPATRYGGING - FRAMLENGDUR ÁBYRGÐARTÍMI VAi,R«l8eð6N% Suðurlandsbraut 54 sími: 568 2866. fax: 568 2890 Ármúla 8, símar: 581 2275 og 568 5375 Síðumúla 20*aridÉ sími: 568 8799, fax: 553 3100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.