Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI-TROLLASKAGI — 4. AFANGI Vandræði íslensku fjöl- skyldunnar á fjórða áfanga leiðarinnar frá Góðrarvonarhöfða norð- ur til Tröllaskaga á ís- landi byrjuðu strax á landmærastöðinni milli Malawi og Tansaníu. Og þegar inn í landið var komið komust þau Friðrik Már Jónsson, kona hans Birna Hauks- dóttir, og börnin Andri Fannar, Stefán Haukur og Rannveig að því að á vegum Tansaníu staf- ar vegfarendum ekki lengur aðalhættan af villidýrum sléttunnar heldur hinum illræmdu almenningsvögnum landsins. í ofanálag bil- aði svo bíllinn og ferða- áætlunin gekk öll úr skorðum. TANSANÍA, sem er um 940.000 km2, er stærsta land Austur-Afríku. íbúa- fjöldi er yfir 20 milljónir, sem skiptist í 100 ættbálka, auk fólks af indverskum og arabískum uppruna. Opinber tungumál eru swahili og enska, en segja má að í dreifbýlinu sé swahili alls ráðandi, auk ættbálkatungumála og ensku- kunnátta er lítil þar. í Tansaníu var hinn frægi fundur Linvingstons og Stanleys upp úr miðri síðustu öld. Um aldamótin, þegar stórveldi Evr- ópu háðu hið æðisgengna kapphlaup um nýlendur í Afríku, sölsuðu Þjóð- vetjar undir sig Tanganýiku, en svo hét landið þá. Þeir misstu það síðan í hendur Breta í fyrri heimsstyijöld- inni. Tanganýika öðlaðist sjálfstæði 1961 undir forsæti Juluis Nyerere. Árið 1963 mynduðu þeir ríkjasam- band við eyjarnar Pemba og Zanzi- bar og hlaut þetta hjónaband nafnið Tansanía. Nyerere og félagar aðhylltust sós- íalisma og má segja að þeir hafi keyrt efnahag landsins hægt og bít- andi í svaðið undanfarin 30 ár. Nyer- ere er hugsjónamaður sem lifði al- þýðlega í sinni forsetatíð en þrátt fyrir það 6x spillingin og hann sagði af sér um miðjan 9. áratuginn. Hans verður e.t.v. minnst sem forsetans sem þýddi Shakespeare yfir á swa- hili. Segja verður Nyerere til hróss að friðsælt hefur verið í Tansaníu síðan hún öðlaðist sjálfstæði en það er meira en hægt er að segja um flest ríki álfunnar. Sósíalismanum hefur nú verið varpað fyrir róða og er landið opið fyrir erlendri fjárfest- ingu. Hins vegar er kerfið enn þá þungt í vöfum og fælir það margan fjárfestinn frá. Þrátt fyrir það er Tansanía spennandi kostur fyrir þá sem eru að leita að atvinnutækifær- um og möguleikar eru miklir þar. Landamærablús Við komum að landamærum Tansaníu er sól var gengin til viðar og starfsmenn voru að loka stöð- inni. Full af sjálfsöryggi stormuðum við inn til að fá vegabréfin stimpluð, við vorum jú með bók meðferðis sem sagði að íslendingar þyrftu ekki vegabréfsáritun inn í Tansaníu . Starfsmaður útlendingaeftirlitsins var hins vegar fljótur að þurrka glottin af andliti okkar þegar hann tilkynnti að því miður hefði reglum landsins um vísaáritun verið breytt fyrir tveim vikum, nú þyrftu allir vegabréfsáritun inn í landið. Við vorum strönduð í einskis manns landi og það var komið myrkur. Yfirmaður útlendingaeftirlitsins á staðnum var fullur meðaumkunar þegar hann sagði að það besta sem við gætum gert í stöðunni væri að aka til baka til Lusaka og fá áritan- ir þar (að minnsta kosti 4ra daga akstur fram og til baka). Nú var komið að Birnu og héldum við hin okkur í bakgrunninum á meðan hún talaði offíserana til. Eftir töluvert málþóf náði hún í gegn eins mánað- ar landvistarleyfi fyrir okkur gegn 80 dollara gjaldi. 120 dollara þurfti svo að greiða í vegaskatt fyrir bílinn. Þegar hér var komið sögu var komið kolniðamyrkur. Ekkert raf- magn var á stöðinni og þurftum við að lýsa starfsmönnunum með vasa- ljósi á meðan þeir gengu frá pappír- unum. Seinna komust við að því að rétt gjald fyrir einkabíl er 60 dollar- ar en ekki 120. Mismunurinn hefur líklega hafnað í spilltum vasa, en þeir eru, því miður, alltof margir og djúpir á buxum embættismanna víðs vegar um Afríku. Þar sem mikið af fólki var á ferli við veginn töldum við ekki ráðlegt að tjalda þarna, heldur ókum til MBeya sem er stór bær í um 80 km fjarlægð frá landamærunum. Þar fengum við inni á hrörlegu gisti- heimili. Við keyptum ókræsilegan kvöldverð á staðnum, grindhoraðan og ákaflega salmonellulegan kjúkl- ing. Seinna lágum við á hálmdýnum, bíðandi eftir matareitruninni en sem betur fer kom hún ekki, í þetta skipt- ið. Eftir að við höfðum kroppað til málamynda í viðbjóðslegan morg- unmat staðarins daginn eftir höfðum við fengið nóg af MBeya. Með niður- lægða bragðlauka og gaulandi gam- ir tókum við stefnuna á Dar es Sal- am. Við ókum eftir mjög góðum vegi en segja má að þjóðvegurinn frá MBeya til Dar sé hraðbraut, alla vega á afrískan mælikvarða. Annað veifið höfðum við frábært útsýni yfir hið rómaða safariland, sem á árum áður var allt iðandi af dýra- lífi, þar til hvíti veiðimaðurinn kom til sögunnar. Nú stafar vegfarendum ekki leng- ur hætta af villidýrum sléttunnar, en í þeirra stað hafa komið hinir ill- Nkhata Bay'Ljj (Heart Motel) T 2 LUSAKA GÓÐRARVONARHÖFÐI - Á TRÖLLASKAGA 3. og 4. áfangi Ngorongoro / Kilimanjaro VIKTORÍU- VATN ' f Góbrar- vonarhöfbl Kibidula- trúboösstððin Arusha Meserani N I A Zanzibar ..♦* ■ DAR ES SAALAM - Cape McLear ULONGWEn*" Monkey Bay MALAWI FYRSTU ljónin sem við sáum í ferðinni. Þau voru ekkert að láta bílana fara fyrir brjóstið á sér. ræmdu almenningsvagnar Tansaníu. Á veginum var mikið af rútum af öllum hugsanlegum gerðum, allt frá Scania-rútum til safngripa frá 7. áratugnum. Eitt áttu þær þó sameig- inlegt; öllum virtust vera ekið af vitfirringum sem héldu þeim á miðj- um veginum á ofsahraða. Eftir að hafa gert þau mistök nokkrum sinn- um að taka fram úr þessum farar- tækjum á leið upp brattar brekkur, og fá þau svo á ógnarhraða í aftur- endann á leið niður, þeytandi flaut- una án afláts, sáum við þann kost vænstan að láta lítið fara fyrir okk- ur á veginum. Ef eitt af þessum ferlíkjum nálgaðist fórum við eins langt út í kant og við gátum og báðum þess í hljóði, að þau kæmust fram hjá án þess að taka hliðina úr bílnum okkar. Millikassablús Við áðum á litlum markaði við veginn til þess að kaupa ávexti í galtóma magana. Þegar við ætluðum inn á veginn aftur varð óhapp sem átti eftir að setja stórt strik í tímaá- ætlun leiðangursins. Friðrik missti af ræsi á veginum og setti bílinn í djúpan og grýttan skurð. Þó svo að höggið hafi verið ógurlegt virtust skemmdirnar ekki miklar í fyrstu, brotið afturdrifsskaft og bogin stýr- isstöng. En þegar betur var að gáð kom í ljós að aftari hluti millikass- ans var allur í molum. Innfæddir hópuðust að okkur þar sem við stóð- um ráðalaus við hlið þess sem fyrir örfáum sekúndum hafði verið fulltrúi tækniundurs í óbyggðum Afríku en var nú ekkert nema ómerkilegt brotajárn á fallegum hjólum. Við hugsuðum töframanninum í Malawi þegjandi þörfína og hætt er við að einhveijir í hópnum hafi blótað bíl- stjóranum í hljóði fyrir klaufaskap- inn. Ljóst var að við værum stopp um tíma. Dráttur og niðurlæging fullkomnuð Við reyndum að spyijast fyrir um verkstæði í nágrenninu en lítið var um samræður þar sem þorpsbúar skildu ekki ensku og við ekki swa- hili. Eftir dágóða stund birtist hrör- legur Land-Rover á þorpsgötunni og úr honum vindur sér maður sem talaði ágæta ensku. Sagði hann að 20 km ofar væri amerísk trúboðsstöð og væru þeir með nokkra trukka,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.