Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREYTINGASKEIO Ámi Effllsson bassaleikari hefur búið erlend- is í tæp fjörutíu ár en hefur þó sterkar taug- ar til lands og þjóðar. Arni Matthíasson komst að því að hann er með eftirsóttustu bassaleikurum Los Angeles, en meðfram hljóðversönnum gerir hann æ meira af því að semja alvarlega tónlist. ARNI Egilsson hefur dvalið langdvölum erlendis, búið austur í Bandaríkj- unum í hátt í íjörutíu ár, og starfað þar sem bassaleikari með mörgum helstu tónlistarmönnum Bandaríkjanna. Helsti starfsvett- vangur Arna hefur verið í Holly- wood, þar sem hann hefur leikið undir í óteljandi kvikmyndum undir stjórn margra fremstu tónskálda kvikmyndasögu síðustu ára. Að auki hefur Arni leikið jass með ýmsum, ýmist eigin verk eða ann- arra, og með tímanum hefur hann gert æ meira af því að semja eigin tónlist og þá alvarlega tónlist sem menn kalla gjarnan sígilda. Árni Egilsson er kvikur í hreyf- ingum og hressilegur að sjá, stutt er í brosið, og ekki er að heyra af mæli hans að þar fari maður sem dvalið hefur lungann úr ævinni meðal útlendinga og lítið umgengist aðra íslendinga á þeim tíma; hreim- ur varla greinanlegur og málfarið eins og best verður á kosið. Þegar ég hef orð á þessu þakkar hann fyrir sig en segist ekki hafa gert neinar sérstakar ráðstafanir til að halda mglinu við. Kannski komi tónlistarþjálfunin að góðum notum. „Ég gerðist aftur á móti áskrifandi að Mogganum fyrir tólf árum og hann hefur hjálpað mér mikið að fylgjast með íslenskum hugsana- gangi." Ekki kvikmyndatónlist Eins og áður segir hefur Árni samið klassíska tónlist undanfarin ár, nefnir að sinfónían hafi flutt verk eftir hann fyrir tveimur árum og einnig hefur hann og fleiri leikið inn á band ýmis verk, bæði jass og klassíska tónlist. „Ég samdi tónlist við tvær kvik- myndir og komst að þeirri niður- stöðu að ég vildi ekki fara inn á þá braut. Ég er það heppinn að ég get vel lifað á því að leika á kontra- bassa og mér þótti því eins gott að gera eitthvað sem mig langaði til að gera það sem eftir er frekar en að hugsa bara um peningana. Að vissu leyti er gaman að semja að vinna þannig; þetta er spennandi ef þú ert ungur en ég á ekki það mikið eftir, það er farið að halla undan fæti,“ segir Ámi og hlær við, „og mig langar til að nýta þann tíma sem ég á eftir til að gera eitt- hvað skemmtilegt." Allar frístundir nýttar Árni segist nýta allar frístundir til að semja. „Ég vinn sem bassa- leikari nánast á hverjum degi, bytja daginn klukkan hálf sjö á morgn- ana, geri líkamsæfingar og sem svo i hálftíma eða svo áður en ég fer í vinnuna, sem stendur yfirleitt langt fram á kvöld. Ef ég á frídag vinn ég að tónsmíðum allan daginn, en ekki alltaf því það kynni konan mín ekki að meta,“ segir hann og kímir. „Sem stendur er ég að skrifa strengjakvintett sem frumfluttur verður 27. janúar og ég verð alltaf að skipuleggja vinnuna langt fram í tímann í samræmi við tímatöflu mína sem bassaleikari.“ Eins og áður segir hefur Árni unnið með mörgum fremstu tón- smiðum kvikmyndasögunnar og hann segir að því eldri sem hann verði því meira hafi hann að gera. „Ég hef aldrei unnið eins mikið sem bassaleikari og undanfarin fimm ár. Að mörgu leyti er skemmtilegt að vera eftirsóttur_ en það er líka gaman að eiga frí. Ég er með marg- ar hugmyndir í kollinum og ég myndi semja miklu meira ef ég hefði til þess tíma. Það getur verið erfitt að segja nei við tónskáld sem ég hef unnið mikið með í gegnum tíðina. Ég er ekki fastráðinn í spilamennsku og því skiptir máli að vera alltaf til staðar. Þetta er skemmtilegt starf og gaman að vinna með ólíkum mönn- um að ólíkum verkefnum, besta starf sem hægt er að hugsa sér, sérstaklega sem hljóðfæraleikari, tiltölulega vel borgað og stöðug vinna, ég vinn yfirleitt fjóra til fimm daga vikunnar stundum frá tíu að morgni til miðnættis vikum saman eftir því hvað er á seyði.“ Árni segist ekki setja sér neitt fyrir við tónsmíðamar, en hann haldi sig þó við viss- ,í mínum huga er stór mun- ur á akademískri tónlist kvikmyndatónlist, en það gefur augaleíð að ieik- Samband stjóri og framleiðandi milli tónlistar ar grundvallarreglur. myndarinnar hafa ekki j||g alltaf sömu hugmyndir um tónljstina og tón- skáldið. Áður fyrr réðu menn tón- skáld til að semja tónlistina og það samdi þá tónlist sem því sýndist. í dag er öllu stjórnað af markaðs- fræðingum; það kemur oft fyrir að fullbúin mynd með tónlist og öllu er sýnd völdum hóp til reynslu og síðan koma menn til tónskáldsins og segja: fólki þótti tónlistin ekki nógu skemmtileg, þú verður að breyta einhveiju! Mér líkaði ekki og praktískri tónlist og sem hljóðfæraleikari skrifa ég mús- ík sem á að vera skemmtilegt að spila og gaman að hlýða á. Tónlistin hefur alltaf verið meira abstrakt en nokkuð listform og eins nálægt sálinni eins og getur orðið vegna þess að hver og einn túlkar sjálfur hvað nær til hans, annað en ef horft er landslagsmynd af ein- hverjum bóndabæ úti á landi. Tveir menn sem hlusta á sama verkið fá út úr því gjörólíkar skoðanir og til- finningar og báðir hafa rétt fyrir sér. Tónlist hefur ýmist það í för með sér að fólki líður vel eða illa. Kanadískur maður setti fram þá kenningu að flestir sæu fyrir sér einhveija liti þegar þeir hustuðu á tónlist og ég held að það sé tals- vert til í því.“ Samið flestar gerðir tónlistar Árni segist hafa samið flestar gerðir tónlistar. „Ég hef samið sönglög fyrir söngvara og píanó og söngvara og gítar, töluvert af leik- hústónlist og eðlilega mikið af bassaverkum, eitthvað af jass_ og síðan klassíska tónlist," segir Árni og þagnar um stund. „Þegar ég hugsa út í það hef ég samið tiltölu- lega mikið miðað við hvað skammt er síðan ég byijaði. I augnablikinu er ég að semja strengjakvintett eins og ég gat um, klára sólóbassaplötu með verkum eftir mig og önnur tónskáld sem sömdu fyrir mig.“ Árni hefur að auki samið eitt hljómsveitarverk sem Sinfónían flutti og hann er með annað slíkt í burðarliðnum, „íslenskt _stykki“, eins og hann kallar það. „Ég er að semja það fyrir Sinfóníuna og ég vona að menn vilji spila það. Ég hef ekki samið mikið af stærri kór- verkum, en ég skrifaði kórverk sem Jón Stefánsson og Hörður Áskels- son ætla að flytja á næstunni. Text- ann í verkinu samdi konan mín en hluti af honum er á latínu, einskon- ar munkasöngur." Nú myndi ókunnugur halda að bassinn sé takmarkað hljóðfæri, en Árni er á öðru máli. „Hljómsviðið á bassanum er miklu stærra en á flestum strengja- hljóðfærum, ég held að hann sé með stærsta hljómsviðið. Fyrir tutt- ugu árum tók ég upp á plötu, Basso Erectus, verk sem vinur minn samdi fyrir mig og hann skrifaði allt frá kontra e, lægstu nótunni á bassan- um, upp í hæstu nótuna á píanói, fjórar til fimm áttundir. Það geta vitanlega ekki allir spilað þetta og eðli bassans vegna er takmarkað hvað hægt er að spila á þessum tónsviðum," segir Árni og hugsar sig um stutta stund. „Bassinn er einkennilegt hljóðfæri og erfitt að læra að nota hann. Ég vissi það ekki fyrr en ég fór að skrifa fyrir hann. Ég nefndi að ég er að skrifa strengjakvintett, en það eru eigin- lega engir strengjakvintettar til í tónbókmenntunum því það er svo erfitt að skrifa fyrir kontrabassann. Ég held að í gamla daga hafi bassa- leikarar oft verið ansi lélegir því að það hefur verið svo erfitt að spila á hann; girnisstrengirnir voru eins þykkir og litlifingur og það má því segja að hann hafi nánast verið eins og tromma frekar en strengjahljóðfæri.“ Lengsta fríið tvær vikur Árni segist stunda útivist eins og hann frekast má, ferðast um á fjallahjóli, fer töluvert á skíði og hjólar innabæjar. „Aðaláhugamálið að tónlistinni frátalinni er ferðalög en ég hef ekki haft mikinn tíma til þeirra hingað til, lengsta frí sem ég hef átt var tvær vikur. Ég mála líka lítið eitt og er á því að það sé samband á milli tónlistar og mynd- listar, tóna og lita.“ Árni segist gjarnan vilja koma hingað til lands oftar en hann ger- ir, en vegna anna sé það nánast ógerlegt. „Ég er reyndar að ræða við Sinfóníuna um þessar mundir um að ég komi hingað og leiki í verki eftir mig eftir einhvern tíma, en það verður að vera góður tími til að skipuleggja það.“ Sérstakt að koma til íslands „Mér finnst alltaf svo sérstakt að koma til Islands og í sumar fór ég út á land sem ég hef ekki gert í 35 ár. Breytingarnar eru hreint ótrúlegar; það eru engir drullupollar eða verkfæri liggjandi um öll tún, það er búið að mála húsin og snyrti- legt og þrifalegt hvar sem litið er. Eitt kemur mér þó mjög á óvart. Það er búið að byggja fjöldann allan af húsum, í Reykjavík sem annars staðar, en ótrúlegt að enn skuli ekki hafa risið tónlistarhöll. Við höfum alltaf montað okkur af því að vera menningarþjóð, sem við erum, en hvar sem þú kemur í heim- inum eru tónlistahús musteri tón- listarmenningar. Við eigum fyrsta flokks sinfóníuhljómsveit og fárán- legt að hún eigi engan samastað." í lok spjalls okkar kemur fram að Árna finnst hann aldrei hafa eins sterkar taugar til íslands og núna og heimsókn hans hingað til lands í sumar, þó stutt væri, hafi verið sértök upplifun. „Ég var einmitt að segja við kon- una mína að þegar maður lítur á landið stórbrotið og hijóstrugt sér maður að landið er í skapgerð ís- lendingsins.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.