Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST Það besta ÍSLENSK danstónlist sækir sífellt í sig veðrið, ekki síst á útgáfusviðinu. Fyrir skemmstu kom út tvöfaidur safndiskur með því helsta sem er á seyði í slikri tón- list hér á landi, Icelandic Dance Sampler, sem gefinn er út fyrst og fremst til að auðvelda íslenskum sveitum að hasla sér völl ytra. Utgefendur segja að úgáfan hafi borið brátt að. „Við ákváðum að gefa út plötu í vor og fórum að safna að okkur lögum og fljótlega var það mikið komið að við sáum að disk- urinn þyrfti að verða tvö- faldur,“ segja þeir og bæta við að bunkinn hafi verið það stór að þeir urðu að velja úr það besta. „Þetta er ekki bara sýnishorn af því sem er að gerast heldur er þetta líka það besta af því sem er á seyði,“ segja þeir og segja að áhuginn sé það mikill að eins gæti kom- ið til frekari útgáfu á árinu, jafvel kæmi annar skammt- ur fyrir jól. ~ „Það var ekki vert að láta allt fara með, margir áttu eftir að þróast meira, en þessi diskur á líka eftir að verða til þess að herða aðra í gæðaeftirlit- inu.“ Eins og heiti disksins ber með sér er hann til þess ætlaður að kynna íslenska danstónlist ytra og þeir segja að honum hafi verið vel tekið í Bretlandi. Danstónlist er í eðli sínu neðanjarðartónlist og þeir félagar segja að tónlist sem þessi eigi að vera neðanjarð- ar. „Við viljum hafa hana neðanjarðar og þetta er ekki tónlist fyrir útvarp, frekar fyrir heimahlustun, enda eru diskarnir þannig saman settir; annar hentar fyrir partí, en hinn til að hlusta á.“ ■ TONLEIKAR á vegum Óháðrar listahátíðar verða haldnir á veitinga- staðnum 22 í kvöld. Þar koma fram Reptilicus, Stilluppsteypa, Vindva mei og Fantasía. Tónleik- arnir hefjast kl. 22.00. UEkki er Ijóst hve margir sakna Gun’s ’n’ Roses, sem var fremsta rokksveit heims fyrir nokkrum árum, en ef þeir eru einhverjir geta þeir glaðst því sveitin er nú stödd í hljóðveri að taka upp breiðskífu sem koma á út í vetur. Á sama tíma ber- ast fregnir af því að söngv- ari sveitarinnar Axl Rose sé að taka upp sólóskífu og liður í þeim upptökum sé meðal annars að hann sé að læra á gítar. Gítar- leikarinn Slash, sem samdi flest lög sveitarinnar, hef- ur aftur á móti haft í nógu að snúast og samdi til að mynda tónlistina við vænt- anlega kvikmynd Quent- ins Tarantinos. Algert frelsi HLUTUR kvenna í danstónlist hefur verið heldur rýr; það er helst að þær hafi látið í sér heyra sem skrautraddir. Meðal ungra söngkvenna sem haslað hafa sér völl undanfarið vekur mesta athygli breska söngkonan Nicolette sem sendi frá sér breiðskífuna, Let No One Live Rentfree in Your Head, fyrir skemmstu. Nicolette, sem er fædd í Skotlandi en af nígerísku bergi brotin, lét fyrst á sér kræla sem söngkona með Massive Attack með góðum árangri. í kjölfarið bauðst henni samningur hjá stórfyrirtæki og afraksturinn er áðurnefnd breiðskífa. Þar ræður Nicolete ferðinni, semur öll lög plötunnar ýmist ein eða með öðrum, og stýrir að auki upptökum og útsetningum að mestu. Hún hefur til þess reynslu því átta ár eru síðan hún stofnað fyrstu hljómsveit sína, Calliope, í Cardiff. Þegar sú lagði upp laupana hélt Nicolette til Lundúna þar sem hún heillaðist af danstónlist, techno og jungle. Eftir nokkurt streð komst hún á samning hjá smáfyrirtæki og sendi frá sér fyrstu breiðskífuna, Now is Early. Þó ekki hafi hún kom- ið henni á allra varir tóku aðrir tónlistarmenn eftir henni og fyrir vikið leituðu liðsmenn Massive Attack til hennar og fengu til liðs við sig eins og áður er getið. Nicolette tók ár í að syngja fyrir Masssive Attack en samdi á meðan tónlist á nýja breið- skífu sem kom út snemmsumars. Tónlistin á plötunni nýju þykir venju fremur fjölbreytt og skemmtileg, enda fékk hún til liðs við sig ýmsa frammámenn breskrar danstónlistar til að full- komna verkið, en hún segist leggja áherslu á algert frelsi í tónlist sinni. ÁRLEGIR hausttónleikar Harðar Torfasonar eru mörgum tilhlökkunarefni og næstkomandi föstu- dagskvöld leikur hann í Borgarleikhúsinu, að venju með ýmsa sér til aðstoðar, meðal annars tónlistar- menn sem unnu með hon- um væntanlega breiðskífu. söngvaskáld og líkt og önnur skáld gefa út prent- aðar ljóðabækur þá gef ég út mín Ijóð með undirspili. Og svo er ekki auðvelt að hætta einhveiju skemmti- legu sem maður hefur van- ið sig á eins og t.d. haust- tónleikum, og fram til þessa dags hef ég ekki séð Nýjar og spenmndi leiðir Hörður segir að sú hug- mynd að halda árlega tónleika sé mjög gömul hjá sér. „Sem leikstjóri og skáld hef ég alitaf notfært mér sumarið til að skrifa og undirbúa veturinn og hvað er ákjósanlegra en að hefja vetrardagskrána með veglegum tónleikum?“ seg- ir hann og bætir við að lengi hafi hann átt þann draum að gera þetta að einskonar leiksýningu „og á síðasta ári tókst mér að komast næst því. Ég hef valið mér að vera neina ástæðu til að hætta þeim. Enda mjög kit- landi að vita til þess að fóik drífur að víða af landinu og jafn- vel erlendis frá.“ Hörður segist jafnan hafa gert sér far um að hafa hausttónleikana fjöl- breytta að öllu leyti og eins verði nú. „En það verður ekki mikið um gömul lög núna því ég hef verið í miklu endurmati og end- umýjun. Mér finnst ég vera að fara mjög nýjar og spennandi leiðir bæði sem höfundur og flytjandi og ég vona að aðrir greini það.“ Að þessu sinni leika með Herði Hjörtur Howser, Jens Hansson, Friðrik Sturluson, Eystein Ey- steinsson og Björgvin Gíslason, en eins og oft áður verður hann einn í fyrri hiutanum. Sömu tón- listarmenn og Magnús og Jóhann að auki spila með Herði á plötu sem kallast Kossinn og er væntanleg fljótlega. Hörður segir að umgjörð tónleikana skipti hann allt- af miklu máli. „Ég geri mér fulla grein fyrir að ég stend frammi fyrir fólki sem gerir kröfur og sem hefur mikla ánægju af góð- um ljóðum og frásögnum og á bakvið framsetningu mína liggur mikil vinna þar sem ég nýti mér vel alla leikhúsmenntun mín og reynslu." eftir Árno Matthíosson POPP og klassík eiga sjaldnast samleið, að minnsta kosti hefur klassískt menntuðum tónlistarmönnum gengið illa að fóta sig á poppbrautinni. Mörgu er um að kenna, ekki síst ólíku eðli tónlistar- greinanna, en samt er alltaf nokkuð um að menn reyni að skipta á milli nú síðast Nigel Kenndy sem sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskífuna Kafka. Fjölmargir lögðu leið sína í íþróttahúsið í Kaplakrika á listahá- tíð Hafnarfjarðar þegar Nigel Kennedy hélt þar tónleika og lék eigin rokkverk sem hann kynnti víða um heim um þær mund- ir. Menn voru mis hrifnir af uppátækinu og reyndar var Kennedy sjálfur ekki ánægður, því hann tók sér dijúgan tíma til að breyta og bæta og það var ekki fyrr en hann var ánægður að breiðskíf- an Kafka kom út. Á Kafka fléttar \ d bJ ) Kennedy saman ólíkum menningarstraumum ekki síður en tónlistar- hefðum, því hann hefur fengið til liðs við sig tónlistarmenn úr ýmsum áttum, frá Suður Ameríku, Áfríku og víða frá Evrópu. Meðal annars koma við sögu Donovan, Stephane Grappelli, Nana Vascocelos, Manu Katché, Jane Siberry, Stehen Duffy, Danny Thompson og Brix E. Smith. Sjálfur leikur Kennedy á ýmsar fiðlur, rafmagnað- ar og aðrar, lág- og hnéfiðlur, píanó og mandólín. Tónlistin minnir á stundum á rafjass, framúrstefnurokk, sígilt popp og tölvutóna. í inngangi að plötunni á umslagi segist Kennedy hafa þráð að skapa eitthvað nýtt eftir að hafa túlkað tónlist framliðinna árum saman. Hann segist ekki geta skipað tónsmíðum sínum á sér- stakan bás og hvílir því á hveijum sem hlustar að meta hvort honum hafi tekist ætlunarverkið. NYTT VINSÆLASTA safn- plöturöð heims er Now röðin svokallaða og fyrir skemmstu kom út 34. skammtur í þeirri röð, sem heitir einfaldlega Now 34. Eins og jafnan eru tveir diskar í pakkan- um, alls með 42 lögum sem flest eru vinsæl eða SKAMMTUR hafa verið vinsæl upp á síðkastið. Nægir að nefna Wannabe með Spice Girls, Freedom með Robbie Williams, Born Slippy með Underworld, Macar- ena með Los Del Mar, Trash með Suede, Wond- erwall með Oasis, Charm- less man með Blur, Ooh Aah með Ginu G, Naked með Louise, Sunshine með Umboza, Children með Robert Miles, Groo- vin’ með Pato Banton, Blurred með Pianoman og svo mætti lengi telja. Að sögn innflytjanda er allmikið um að tónlist- arunnendur safni röðinni og því ekki eftir neinu að bíða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.