Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 1. SEFfEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR Hvernig tekstþeim aó kvikmynda Arthur Miller? ÍDEIGLr UNNI Leikrit Arthurs Millers, í deiglunni eða „The Crucible", hefur í tvígang verið sett upp í Þjóðleikhúsinu. í fyrra skiptið í nóvember árið 1955 undir stjóm Lárusar Pálssonar með Rúrik Haraldssyni og Þóru Friðriksdóttur í aðalhlutverkum. í seinna skiptið var það sett upp í apríl árið 1986 með Há- kon Waage og Elvu Gísladóttur undir stjóm Gísla Alfreðsson- ar. Miller skrifaði það árið 1953 og fyrsta bíómyndaútgáfa þess, á ensku a.m.k., verður fmmsýnd í Bandaríkjunum í haust en mikið hæfileikafólk beggja vegna Atlantshafsins stendur að framleiðslunni. Með aðalhlutverkin fara Daniel Day-Lewis og Winona Ryder en í öðrum hlutverkum eru m.a. Joan Allen og Paul Scofield. Leikstjóri er Bretinn Nichol- as Hytner sem áður gerði Geggjun Georgs konungs eða „The Madness of King George“. Fólk UENN eru gerðar Star Trek bíómyndir og í haust mun sú áttunda í röðinni verða fmmsýnd. Hún heitir „Star Trek: First Contact" og er með nýrri kynslóð Trekka í aðalhlutverkum og fer Patrick Stewart þar fremstur í flokki (William Shatner er hvergi sjáanleg- ur). UStórleikararnir Meryl Streep, Diane Keaton, Leonardo DiCaprio og Robert De Niro, sem sam- anlagt hafa verið útnefndir til 19 Óskarsverðlauna, leika í myndinni Herbergi Marv- ins eða „Marvin’s Room“. UNýjasta mynd breska leik- arans Ralph Fiennes verður fmmsýnd í Bandaríkjunum í haust. Hún heitir „The English Patient" eða Enski sjúklingurinn og leikur Ralph á móti Juliette Binoc- he, Kristin Scott Thomas og Wiilem Dafoe. Leikstjóri er Anthony Minghella en myndin byggir á Booker- verðlaunasögu Michaei Ondaíitje um ástir flug- manns á Ítalíu í seinni heimsstyrjöldinni. Franska leikkonan Binoche lék áður á móti Ralph í sjónvarps- myndinni Fýkur yfir hæðir. UNý mynd eftir Spike Lee verður einnig frumsýnd í haust. Hún heitir „Get On the Bus“ og er með Richard Belzer í aðalhlutverki. Segir myndin af 15 svertingjum LEIKRITIÐ fjallar um galdraofsóknir í Salem í Bandaríkjunum í lok sautj- ándu aldar en margir sjá í því hliðstæðu við kommún- istaveið- amar í Bandaríkj- unum um miðja þessa öld. Ryder leikur hina 17 ára gömlu Ab- igail Will- iams. Hún er í ástarsambandi við bóndann John Proctor, ieikinn af Day-Lewis, og bruggar samsæri gegn eigin- konu hans, sem Joan Allen leikur, en með því setur hún í gang móðursýkislegar nornaveiðar. Myndgerðin hefur lengi veríð í deiglunni og hafa frægir leikstjórar komið að verkefninu á hinum ýmsu tímum. Má þar nefna menn á borð við Norman Jewison, Kenneth Branagh og Phil Joanou. Hytner tókst það sem þeim tókst ekki, að hóa saman góðum leikhópi og fá vélarnar til að suða á Hogeyju í Massachusetts. Kvikmyndagerðarmenn leita nú mjög í bókmennta- verk og leikrit eftir efni en ekki tekst alltaf jafnvel að færa þau í kvikmyndabúning. Þegar liðið var nokkuð á tök- ur I deiglunni skipaði Hytner leikurunum að fara og sjá „The Scarlett Letter" með Demi Moore. Hann vildi sýna þeim hvernig ætti ekki að búa til kvikmyndir. Eftir að tökur hófust fór að bera mjög á handritshöf- undi myndarinnar, Arthur Miller, á tökustað og leikar- arnir fóru á taugum. „Ekkert tekur eins mikið á taugarn- ar,“ er haft eftir Bruce Davi- son, sem leikur prestinn Parr- is, „en að leika með Arthur Miller á staðnum." Auðvelt reyndist fyrir Hytner að vinna með leikritaskáldinu sem tók texta sinn ekkert alltof hátíðlega og skar mis- kunnarlaust niður samtöl og annað ef honum sýndist það þjóna myndinni betur. „Aliir voru mjög meðvitaðir um að við vorum að kvikmynda eitt af meistaraverkum leikbók- menntanna á tuttugustu öld- inni,“ er haft eftir Hytner. „Aðeins einn í hópnum lét það ekki mikið á sig fá og það var Arthur.“ Ef tekið er mið af því hæfileikafólki sem stendur að baki myndarinnar er ekki ólíklegt að hún eigi mögu- leika á einhveijum Óskars- verðlaunum í endaðan mars. Menn eru þegar farnir að gera því skóna að hún verði mjög áberandi þegar tilkynnt verður hveijir hljóti útnefn- ingu til verðlaunanna í febr- úar. „Ef veittur væri Óskar fyrir veðráttu mundum við sigra,“ er haft eftir Hytner en dumbungur mikill var á Hogeyju á meðan á tökum stóð. í BÍÓ EINN af risunum í norrænni kvik- myndagerð er væntan- legur hingað til lands um næstu helgi en það er danski leikstjórinn Bille August. Verður hann viðstaddur frumsýningu nýjustu myndar sinnar í Háskólabíói en hún heitir Jenisalem og er gerð eftir sögu Selmu Lager- löf. August hefur að undanförnu verið að kvikmynda danska spennutryllinn Lesið í snjóinn eftir Peter Hoeg en leikstjórinn vakti fyrst á sér athygli hér á landi fyrir meira en ára- tug með myndinni Zappa frá árinu 1983. Síðar gerði hann sjálfstætt framhald hennar, Trú, von og kærleik, en meist- araverkið er án efa Pelle sigursæli. Hann ferðast nú um á Norðurlöndum og kynnir Jerúsalem og er ísland meðal áningarstaða hans. eftir Arnald Indriðason 33.000 HÖFÐU SÉÐID4 Bille August vióstaddur frumsýningu Danski leikstjórinn Bille August verður viðstaddur frumsýningu Háskólabíós á nýjustu mynd sinni Jerúsalem sem gerð er eftir sögu Selmu Lagerlöf. Verður myndin frumsýnd á öllum Norðurlöndunum sama daginn, þann 6. september. Þann dag frumsýnir bíóið einnig spennutryllinn „Twister“ en síðan koma myndir eins og „The Subst- itute“ eða Staðgengillinn með Tom Berenger, „The Arrival" með Charlie Sheen, vestrinn „Dead Man“ eftir Jim Jarmusch og „The Flower of My Secret“ eftir Pedro Almodovar. Milos Forman kvikmyndar sögu Flynts LEIKSTJÓRI Gaukshreiðursins, Tékkinn Milos Forman, hefur gert mynd um ævi klám- kóngsins Larry Flynts, útgefanda klámtímaritsins „Hustler" með meiru. Woody Harrelson leikur Flynt en mótleikkona hans er Courtney Love. Milos hefur ekki gert bíómynd í sjö ár eða frá því hann leikstýrði „Valmont", sem byggði á sög- unni „Dangerous Liaisons“. Flynt varð margmillj- óneri á Hustlerútgáfunni en lamaðist eftir skot- árás árið 1978 og hefur verið bundinn við hjóla- stól síðan. Hann lánaði gullbryddaðan hjólastólinn sinn í kvikmyndina auk þess sem hann fer með hlutverk dómara. Myndin heitir „The People vs. Larry Flynt“ eða Málaferlin gegn Larry Flynt og fjallar um mjög fræg málaferli þar sem Flynt átti í höggi við siðgæðispostulann Jerry Falwell en þau fóru alla leið fyrir hæstarétt Bandaríkjanna. Courtney Love leikur brúði Flynts, nektardans- meyna Althea Leasure, og James Carville, einn af pólitískum ráðgjöfum Clintons, fer einnig með hlutverk í myndinni. KLÁMKÓNGURINN; Woody Harrelson í mynd Milos Formans um Larry Flynt. sem ferðast í rútu frá Los AMERÍSK endurgerð á dönskum trylli með skoskum aðalleikara; Ewan McGregor í Næturverðinum. inn, sem sýndur var í Háskólabíói fyrir nokkru, hefur ver- ið endurgerður í Bandaríkjunum með skoska leikar- anum úr „Train- spotting", Ewan McGregor, í aðal- hlutverki. Danski leiksljórinn Ole Bornedal stýrir sjálfur gerð amer- ísku útgáfunnar en í henni leikur McGregor laganema sem fær starf í líkhúsi og er grunaður um skelfileg morð. ALLS höfðu um 33.000 manns séð -i SÝND á næstunni; Johnny Depp í „Dead Man“ eftir Jarmusch. spennutryllinn ID4 í Háskólabíói og öðrum kvikmyndahúsum eftir síðustu sýningarhelgi. Þá höfðu 32.000 manns séð Sendiförina með Tom Cruise í Há- skólabíói og Sambíóunum og í Háskólabíói höfðu um 7000 séð Fargo, 2000 Auga fyrir auga og 3000 Svarta sauðinn. Með onnur hlutverk fara Nick Nolte, Patricia Arqu- ette og Josh Brolin. Tvö ár eru síðan Bornedal gerði mynd sína í Kaup- mannahöfn en bandaríska kvikmyndafyrirtækið Miramax varð svo hrifið af henni að það keypti réttinn til að endurgera hana vestra. Það var enginn annar en Steven Soderbergh sem skrifaði hand- ritið að bandarísku útgáfunni og Nick Nolte þótti það nógu krassandi til að þiggja hlutverk í myndinni. Bornedal lofar evrópskum frásagnarstíl og raunsæjum leik að hætti Roman Pol- anskis „án þess að ég vilji fara að bera mig saman við þann náunga. Eða kannski er það allt í lagi í dag því Roman Polanski gerir ekki góðar myndir lengur," segir danski leikstjórinn. Angeles að taka þátt í millj- ón manna göngunni í Was- hington. Myndin kostaði að- eins 2,4 milljónir og er ódýr- asta mynd Lees síðan hann gerði „She’s Gotta Have It“ en þeir sem settu ljármagn í mynndina voru m.a. Danny Glover, Wesley Snipes og Will Smith. Næturvörðurinn með McGregor Danski spennutryllir- inn Næturvörður-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.